Fréttablaðið - 14.06.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 14.06.2004, Síða 29
MÁNUDAGUR 14. júní 2004 ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is REKSTRARLEIGA SÍMKERFA Hagkvæmni fyrir allar stærðir fyrirtækja Nýherji býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum hag- kvæma rekstrarleigu á símkerfum. Þannig er fyrirtækjum gert kleift að fá nýtt símkerfi sem gefur þeim möguleika á að veita betri þjónustu með lægri tilkostnaði. Hægt er að velja á milli nokkurra tegunda símkerfa með fjölmörgum kostum. Fjárfestu í uppbyggingu fyrirtækisins Með rekstrarleigu á símkerfi þarftu ekki að eyða fjármunum í stofnkostnað en getur þess í stað notað þá til að fjárfesta í frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Mikil reynsla í símkerfum Það eru yfir 25.000 notendur símkerfa frá Nýherja, þar af 5.000 notendur IP símkerfa. Hafðu samband við sérfræðinga Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val og uppsetningu á rétta símkerfinu sem auðveldar þér að veita viðskiptavinum þínum enn betri þjónustu. P A R T N E R P R E M I E R C E R T I F I E D Veldu betri leið til að lækka kostnað Enginn stofnkostnaður – Fastar mánaðarlegar greiðslur   GRAHAM COXON Gerði garðinn frægan með Blur á tíunda áratugnum en hefur það nú gott einn síns liðs. Coxon líkar einveran vel Graham Coxon, fyrrverandi gítar- leikari Blur, segist ákaflega ánægður með að vera einn síns liðs. Damon Albarn og fyrrverandi félagar hans í Blur hafa undanfarið unnið að nýrri plötu og nýlega lýsti Albarn því yfir að Coxon yrði ávallt gítarleikari hljómsveitarinnar. Coxon virðist þó ekki vera á sama máli og á ekki von á að starfa með hljómsveitinni á næstunni. „Hver veit ... kannski eftir tuttugu ár? sagði hann í nýlegu viðtali. „Ég hef engan áhuga á því núna. Ég hef margt á minni könnu. Ég veit að fólk vill tala um þetta en það er orðið langt síðan ég hætti, tvö ár. Þegar ég hætti breyttist líf mitt á ýmsan hátt og þessa stundina hef ég mjög gaman af því að spila einn.“ Nýjasta sólóplata Coxons heitir Happiness in Magazines og kom hún út í síðasta mánuði. ■ Þáttur um rokksveitina Deep Purple Þáttur um bresku rokksveitina Deep Purple, sem heldur tvenna tónleika hér á landi í sumar, verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld. Þátturinn heitir The Best of Both Worlds og hefst klukkan 23.15. Deep Purple á sér langa og merkilega sögu en ásamt Led Zeppelin má segja að Deep Purple hafi skilgreint hugtakið þungarokk. Smellir eins og Black Night, Hush, Child in Time og Smoke on the Water greiddu götu Deep Purple bæði í Bretlandi og í Ameríku. Hljómsveitin hóf starfsemi sína árið 1968 undir nafninu Roundabout en eftir lélegar prufutökur rak hljómborðsleikarinn Jon Lord trommarann og bassaleikarann og vantaði þá nýja menn til að fylla upp í skarðið. Tveir menn sem höfðu áhuga á því að taka hljóm- sveitina upp á sína arma höfðu sam- band við hann og útveguðu honum bassaleikarann Nick Simper, trommarann Ian Paice og söngvar- ann Rod Evans úr hljómsveitinni MI5. Sveitin breytti nafni sínu í Deep Purple og hóf upptökur á fyrstu smáskífu sinni, Hush, sem varð fyrsti smellur hennar. Hljómsveitin gaf síðan út lag Neils Diamond, Kentucky Woman, áður en hún hóf upptökur á fyrstu plötu sinni, Shades of Deep Purple. Platan gekk þokkalega og ákveðið var að flýta útgáfu næstu plötu, The Book of Taliesyn, til að nýta sér athyglina. Sú plata sló rækilega í gegn og þar með fór frægðarsól Deep Purple að rísa fyrir alvöru. Hljómsveitin hélt nýverið upp á 25 ára afmæli sitt og er enn á fullri siglingu. ■ DEEP PURPLE Þessi víðfræga rokksveit er þekktust fyrir lög á borð við Black Night og Smoke on the Water.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.