Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 2
2 16. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Ísraelar skoða möguleika á byggingu þúsunda húsa fyrir landtökumenn: Stækka byggðir á Vesturbakkanum Ísraelsk stjórnvöld eru að skoða möguleika á byggingu nokkur þús- und íbúða landtökumanna á Vestur- bakkanum. Þar með virðast vera að rætast áhyggjur Palestínumanna sem sögðu að brotthvarf frá Gaza væri til þess eins að draga athyglina frá frekari uppbyggingu landnema- byggða og upptöku lands Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Ísraelska dagblaðið Maariv sagði frá því í gær að Shaul Mofaz varnarmálaráðherra hefði falið ísraelska hernum að gera áætlanir um byggingu þúsunda heimila í þremur landnemabyggðum sem eru þegar til staðar á Vesturbakk- anum. Á mánudag sagði Mofaz full- trúum landtökumanna að hann myndi taka afstöðu til beiðni þeirra um byggingu þúsund til tvö þúsund nýrra íbúða innan þriggja mánaða. Það er sá tími sem hann gefur hernum til að skila áætlun um frek- ari uppbyggingu landnemabyggða. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að hann vilji efla byggðir landtökumanna á Vesturbakkanum í skiptum fyrir brotthvarf frá Gaza. George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti sig fylgjandi því fyrir nokkru. Land- nemabyggðir á palestínsku land- svæði eru ólöglegar og hafa Sam- einuðu þjóðirnar ítrekað ályktað gegn þeim. ■ FÉLAGSMÁL „Það verður ógerlegt að starfrækja Leigjendasamtökin með einungis eina milljón króna til rekstrar á ári, ef heldur fram sem horfir,“ sagði Guðmundur St. Ragnarsson, formaður samtak- anna, spurður um þann þrönga fjárhagslegan kost sem samtökin búa nú við. Leigjendasamtökin fjármagna reksturinn einungis með fram- lögum frá hinu opinbera. Guð- mundur sagði að á árinu 2003 hefðu þau fengið tvær milljónir króna á fjárlögum. Í ár hefðu þau einungis fengið eina milljón. Hún væri greidd út með jöfnum greiðslum mánaðarlega. Spurður um starfsemi Leigj- endasamtakanna sagði Guðmund- ur að þau hefðu nú engan starfs- mann, en störfuðu þó enn. Hann kvaðst sjálfur hafa annast þau störf sem fyrir hefðu legið, auk þess sem stjórn samtakanna hefði einnig lagt drjúgan skerf til starfsins. Hann sagði enn fremur að enginn félagsmaður væri í samtökunum og því ekkert félaga- tal fyrir hendi. Samtökin fengju því engin félagsgjöld. „Við höfum, auk eigin vinnu- framlags, verið í samvinnu við Iðn- nemasamband Íslands um að sjá um símsvörun og upplýsingaþjón- ustu fyrir okkur, þannig að við getum samnýtt þar ákveðna hluti,“ sagði Guðmundur. „Hlutverk Leigjendasamtakanna er að sinna upplýsingagjöf og hagsmunagæslu fyrir leigjendur. Við sinnum öllum símtölum sem til okkar koma, bæði frá leigjendum og leigusölum. Það er talsvert mikið um símtöl frá fólki sem leitar eftir upplýsingum. Við höfum óskað eftir frekari stuðningi frá félagsmálaráðu- neytinu, en ekki fengið, því mið- ur,“ sagði Guðmundur. „Samtökin standa verulega höllum fæti fjárhagslega. Það er ekkert laun- ungamál. Við ætlum að leita áfram til félagsmálaráðuneytisins um frekari stuðning. Ef við fáum ekki meira fjármagn verður erfitt að starfa í framtíðinni þar sem fjárveitingin er svo takmörkuð sem raun ber vitni.“ jss@frettabladid.is Á VETTVANGI Sjúkraliði skoðar verksummerki. Flugskeytaárás: Tveir féllu VESTURBAKKINN, AP Ísraelar réðu tvo palestínska vígamenn af dög- um í Balata-flóttamannabúðunum nærri Nablus á Vesturbakkanum. Herþyrla skaut flugskeyti á bíl sem Khalil Marshoud, leiðtogi Al- Aqsa píslarvættanna á svæðinu, og félagi hans voru í. Þeir létust báðir. Samherji þeirra sem var einnig í bílnum særðist. Ísraelar segja Marshoud hafa staðið á bak við fjölda árása á Ísraela. Fyrir rúmum mánuði síð- an bönuðu Ísraelar tveimur félög- um Al-Aqsa í flugskeytaárás í Nablus. ■ „Ég á ekki slíkan búning.“ Þórólfur Árnason borgarstjóri. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur hvetur almenning til að skarta þjóð- búningnum í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins. SPURNING DAGSINS Þórólfur, ætlar þú í þjóðbúning á morgun? LEIGJENDASAMTÖKIN Leigjendasamtökin eru skráð að Hverfisgötu 105. LANDNEMABYGGÐ Á GAZA Mikinn hervörð þarf við landnemabyggðir Ísraela á landsvæðum Palestínumanna. 11. september: Síðasta yfirheyrslan WASHINGTON, AP Hefðu orrustuþotur getað komið í veg fyrir hryðjuverka- árásirnar 11. september 2001? Þetta er spurningin sem sjálfstæð rann- sóknarnefnd sem hefur kannað árás- irnar leitar svara við á fundi á morgun. Þá verður haldin síðasta op- inbera yfirheyrslan í rannsókninni. Öryggisvarsla á jörðu niðri kom ekki í veg fyrir að flugræningjarnir kæmust um borð í flugvélarnar sem var flogið á World Trade Center og varnarmálaráðuneytið í Washington. Leyniþjónustan komst ekki á snoðir um tilræðið í tíma og nú vill nefndin vita hvort orrustuþotur hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar. ■ Barinn á Patró fyrir að vera afleitur nágranni – hefur þú séð DV í dag? Vinnumálastofnun: Atvinnuleysi mælist 3,3% ATVINNA Atvinnuleysi í maí mæld- ist 3,3 prósent samkvæmt Vinnu- málastofnun. Þetta er 0,3 prósent- um minna en á sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu mæld- ist atvinnuleysið 3,7% í maí en 2,6% á landsbyggðinni. Minnst er atvinnuleysið á Norðurlandi vestra og á Austurlandi, 1,8% en mest á Suðurnesjum og á höfuð- borgarsvæðinu, 3,7%. ■ Þjóðaratkvæðagreiðslan: Frumvarp frá andstöðunni ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA Frjáls- lyndi flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir ætla að leggja fram sameiginlega frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu þegar Al- þingi kemur saman í júlí. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri grænna, segir að afstaða stjórnarandstöð- unnar sé að allir flokkar eigi að koma sameiginlega að því hvernig þjóðaratkvæðagreiðslunni skuli háttað. „Út á það gekk tillaga sem við bárum fram á fundi með ríkis- stjórninni og frægt er hvernig honum lauk. Tilboð okkar stendur enn, en ef viðbrögðin verða ekki önnur er einsýnt að stjórnarand- staðan mun leggja fram sínar til- lögur á þingi í sumar.“ Ögmundur segir að stjórnar- andstaðan sé algjörlega samstíga í þessu máli og ekki komi til greina af .þeirra hálfu að krefjast aukins meirihluta eða lágmarkskosninga- þátttöku. ■ ■ ASÍA KOIZUMI TRAUSTUR Japanska þingið felldi vantrauststillögu á Junichiro Koizumi forsætisráð- herra með 280 atkvæðum gegn 193. Vantraustið var borið fram til að mótmæla umdeildum breytingum á lífeyriskerfi Jap- ana og þeirri ákvörðun stjórn- valda að senda her til Íraks. ■ BANDARÍKIN EDWARDS VINSÆLASTUR Sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun vilja flestir Bandaríkjamenn að öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards verði varaforseta- efni Johns Kerry, forsetafram- bjóðanda demókrata. Næstur kemur Dick Gephardt og þriðji er Wesley Clark. Leigjendasamtökin stefna í gjaldþrot Rekstur Leigjendasamtakanna stefnir nú í þrot. Þau fá einungis eina milljón króna í ár frá hinu opinbera. Annað rekstrarfé hafa þau ekki upp á að hlaupa. Enginn félagsmaður er í þeim og því ekkert félagatal. DÓMSMÁL Kaupþing Búnaðar- banki hefur verið sýknaður af kröfu fyrrum vaktmanns fyrir- tækisins um bætur vegna rofs á starfssamningi. Honum var sagt upp störfum hjá bankanum eftir að hafa gengið í gildru sem fyrir hann var lögð. Hann virti fimm sinnum fyrir sér og handlék skjöl sem merkt voru sem trún- aðarmál á skrifborði banka- stjóra og afritaði. Maðurinn krafðist tæplegra 5,8 milljóna króna í bætur. Maðurinn játaði sök við yfir- heyrslu lögreglu en bar því síðar við að hann hefði vakað í yfir 40 klukkustundir og hefði játað hverju sem er til að komast heim að sofa. Maðurinn sagðist ekki hafa ritað upplýsingar úr skjöl- um bankans niður heldur verið að skrifa ljóð í tilefni af afmæli dóttur sinnar. Hann hafi síðan sett upp leikþátt til að fá starfs- mannaviðtal vegna sögusagna innan fyrirtækisins um að hann hefði áður lekið upplýsingum. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að maðurinn hafi með at- hæfi sínu gefið fyrrum vinnu- veitenda sínum fullt tilefni til að vantreysta sér svo verulega að hann verðskuldaði fyrirvaralaus- an brottrekstur í samræmi við ákvæði samnings þeirra. „Metur dómurinn þessa skýringu hans álíka fjarstæðukennda og fram- burð hans um ljóðið,“ segir í dómsúrskurði.■ Vaktmaður verðskuldaði fyrirvaralausan brottrekstur: KB banki sýknaður af bótakröfu Vigdís veitir ekki Grímuverðlaun: Vill ekki minna á sig sem forseta GRÍMAN Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, afþakkaði boð um að veita verðlaun á Grímunni, verð- launahátíð leikhúsanna. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í gær er ástæðan sú að Baugur styrkir hátíðina. Í samtali við Fréttablaðið sagði Vigdís að fréttin væri byggð á kjaftasögu. „Mér finnst þetta alveg óskap- lega lágkúruleg vinnubrögð,“ sagði hún. Í fréttum Sjónvarpsins kom fram að Vigdís hefði afþakkað boðið vegna þess að hún hefði ekki viljað minna á sig sem forseta eða á forsetaembættið í ljósi allrar um- ræðunnar sem orðið hefði um fjöl- miðlalögin. Helga Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Grímunnar, segir að Vigdís hafi ekki verið krafin skýringa á því hvers vegna hún vildi ekki veita verðlaunin. „Hún vann ötulega að undirbún- ingi Grímunnar í ár meðal annars með að leita til fyrirtækja um sam- starf og stuðning,“ segir Helga. „Við hefjum okkur upp yfir pólitískt þras. Það er full sátt á milli okkar og Vigdísar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.