Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2004 Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Umferðaróhöpp við Sauðárkrók: Þrír bílar ónýtir SAUÐÁRKRÓKUR Tveir bílar ultu á einni og hálfri klukkustund í um- dæmi lögreglunnar Sauðárkróki síð- degis á sunnudag og sá þriðji keyrði út af vegi í Norðurárdal í Skagafirði. Kona á miðjum aldri þríhand- leggsbrotnaði í bílveltu við Sauð- árkrók. Nota þurfti klippur til að koma konunni út úr bílnum og var hún flutt á sjúkrahús þar sem hún fór í aðgerð. Hin veltan varð rétt fyrir utan Hofsós við Mannskaða- hól. Þar voru erlendir gestir á bílaleigubíl á ferð. Þeir hlutu minniháttar áverka. Allir bílarnir þrír eru ónýtir. ■ Á LEIÐ ÚR RÉTTARSAL Shabina Begum segir að sér sé neitað um skólagöngu og að iðka trú sína. Ensk skólastúlka: Kjóllinn bannaður LONDON, AP Fimmtán ára íslömsk stúlka fær ekki að klæðast hefð- bundnum kjól og slæðu íslamskra kvenna í skólanum sem hún stundar nám við í London. Stúlkan var send heim úr skólanum í september 2002 fyrir að klæðast jilbab, síðum kjól sem hylur allan líkamann utan hendur og andlit. Síðan þá hefur hún ekki mætt í skóla. Hún og fjölskylda hennar höfðuðu mál á hendur skólanum en dómari felldi í gær þann úrskurð að skólinn væri í fullum rétti að banna henni að klæðast kjólnum. ■ Gordon Brown: Lengst allra í embætti BRETLAND Enginn breskur stjórn- málamaður hefur setið lengur samfellt í stóli fjármálaráðherra en Gordon Brown. Í gær hafði hann gegnt embættinu í sjö ár og 44 daga. Sky-fréttastofan rifjaði af þessu tilefni upp skilgreiningu Browns á breskum fjármála- ráðherrum. Þeir skiptust í tvo hópa, annars vegar þá sem klúðr- uðu málum, hins vegar þá sem forða sér tímanlega úr fjármála- ráðuneytinu. Stutt er síðan skoðanakönnun YouGov leiddi í ljós að fleiri Bret- ar töldu að hann yrði betri forsæt- isráðherra en Tony Blair. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.