Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 18
„Fjölmiðlar hvergi frjálsari“ Sjálfstæðisflokkurinn heldur úti heimasíðu á netinu með margvís- legum fróðleik. Er slóðin xd.is. Neðst á síðunni birtast ýmis slag- orð úr stefnuskrá og kosningabar- áttu flokksins undir fyrirsögninni „Af hverju XD?“. Athygli vekur að eitt þeirra er: „Minnst spilling og fjölmiðlar hvergi frjálsari“. Í ljósi hamagangs formanns Sjálfstæðis- flokksins að undanförnu verður fróðlegt að fylgjast með þessi um- mæli um fjölmiðlana fái að standa. Hitt efast varla nokkur maður um að íslenskt þjóðfélag er laust við spillingu. Eða hvað? Borgarvæðing Víðtæk samstaða þvert á flokkslínur virðist vera um þá stefnu að ríkið standi ekki í atvinnu- rekstri í sam- keppni við einkafyrirtæki á al- mennum markaði. Einkavæðingin er löngu hætt að vera sérmál Sjálfstæðisflokks- ins. Þess vegna kemur á óvart þegar oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykja- víkur, Alfreð Þor- steinsson, talar um það aftur og aftur, í fullri alvöru að því er virðist, að Orkuveitan kaupi Símann þegar hann verður einka- væddur. Hver er mun- urinn á því að borgin reki fyrirtæki í sam- keppni við einkaaðila og að ríkið reki slíkt fyrirtæki? Er hér ekki einhver djúpstæður misskilningur á ferð- inni? „Eitt greinilegasta einkenni samtímans í lýðræðisríkjum Evrópu er almenn pólitísk óá- nægja, andúð, efagirni, tor- tryggni og ófullnægja“. Svo seg- ir í nýrri grænbók Evrópuráðs- ins um framtíð lýðræðisins í Evrópu. Þessi orð fengu aukið vægi nú um helgina þegar flest- ar flokkar sem standa að ríkis- stjórnum í Evrópu töpuðu stórt í kosningum til Evrópuþingsins. Innan við helmingur kjósenda fór á kjörstað. Flestir eru sam- mála um að kosningarnar hafi snúist um stjórnmál í hverju landi fyrir sig en ekki um Evr- ópumál. Og alls staðar eru menn óánægðir og ófullnægðir, fullir andúðar og efagirni og haldnir tortryggni í garð stjórnmála- manna eins og segir í bókinni. Þar segir líka að óánægjan eigi rætur sínar í því að „skynjun manna á stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum, kosningum, þjóðþingum, ríkisstjórnum og stjórnmálum er gagnrýnin og jafnvel fjandsamleg“. Í samanburði við aðra heims- hluta er Evrópa hins vegar eyja velsældar í stóru hafi vansæld- ar. Hvergi á jörðinni eru lífskjör venjulegra manna betri en í Evrópu, hvergi hafa menn eins lítið fyrir lífinu, hvergi er séð eins vel fyrir menntun og heil- brigði fólks, hvergi er öryggi manna meira, hvergi er menn- ingarlíf þróttmeira og fjöl- breyttara, hvergi er meiri jöfn- uður og hvergi er sterkari til- finning fyrir því að tekist sé á um raunveruleg álitaefni í stjórnmálum og að skoðanir al- mennings á þeim skipti máli. Lýsing bókarhöfunda á tilfinn- ingum Evrópumanna til stjórn- mála er hins vegar sennilega rétt. Í leit að skýringum á al- mennri óánægju Evrópumanna með stjórnmál og stjórnmála- menn hafa menn einkum litið til þeirra efnahagslegu erfiðleika sem flest evrópsk þjóðfélög glíma við með einum eða öðrum hætti. Þar er annars vegar um að ræða tiltölulega hægan bata á lífskjörum og hins vegar niður- skurð á velferðarkerfum álf- unnar. Þessar skýringar eru hins vegar ekki fullnægjandi. Launatekjur almennings í Bandaríkjunum hafa staðið í stað um langa hríð þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífi árin fyrir síðustu aldamót og vel- ferðarkerfi Evrópu eru til mik- illa muna umfangsmeiri og þró- aðri en nokkuð sem þekkist í öðrum heimsálfum. Líklegra virðist að óánægja Evrópumanna með stjórnmál og stjórnmálamenn megi rekja til þess að stjórnmál í álfunni hafa ekki aðlagast nægilega vel þeim umfangsmiklu breytingum sem orðið hafa á evrópskum þjóð- félögum og evrópsku atvinnulífi á síðustu árum. Eins og á Íslandi hefur atvinnulíf og þjóðlíf í flestum ríkjum Evrópu breyst mun hraðar en stjórnmálin, sem hafa setið eftir og staðnað. Í mörgum löndum Evrópu ríkir sú almenna tilfinning að stjórn- málamenn hafi lent til hliðar og hafi lítil áhrif á þær umfangs- miklu breytingar sem eru að eiga sér stað á nær öllum svið- um evrópskra samfélaga. Til- raunir stjórnmálamanna til að ná aftur áhrifum á gang mála hafa stundum borið keim ör- væntingar frekar en ígrund- unar. Það sem gerir málið enn erfiðara fyrir stjórnmálamenn er að eitt einkenni þjóðfélags- breytinga í Evrópu er ört minnkandi virðing manna fyrir valdi og hvers konar stigveldi í samfélögum álfunnar. Þróun evrópskra samfélaga er öll í átt til opnari og lýðræðis- legri samfélagshátta og með því er að sínu leyti þrengt að hand- höfum valds í samfélögum álf- unnar. Utan frá þrengir einnig að þeim því drifkrafta breyt- inga í samtímanum er fyrst og fremst að finna í alþjóðlegri um- sköpun atvinnulífs sem stjórn- málamenn í hverju landi fyrir sig þurfa að bregðast við með sí- auknum hraða. Á Íslandi þreng- ir enn meira að stjórnmála- mönnum en annars staðar því helmingur allrar löggjafar í landinu kemur bréfleiðis frá Brussel. Ísland hefur ýmsa sérstöðu sem örríki í Evrópu. Stjórn- málavald á Íslandi getur ekki virst ýkja fjarlægt í Reykjavík þar sem ein algengasta starfs- grein manna á vappi í miðbæn- um er þingmennska. Þrátt fyrir þessa nálægð almennings við stjórnmálamenn er margt sem bendir til þess að stjórnmála- heimurinn á Íslandi hafi lent til hliðar við þróun atvinnulífs og þjóðfélags með sama hætti og gerst hefur annars staðar í Evr- ópu. Leiðandi menn í íslensku atvinnulífi hafa greinilega góð- an skilning á þeim byltingar- kenndu breytingum sem eru að eiga sér stað í atvinnulífi um all- an heim og þeir hafa á síðustu misserum notfært sér þessa þekkingu með stórkostlegum árangri. Íslensk menning lifir líka blómaskeið á tímum al- þjóðavæðingar lista og menn- ingar. Sú tilfinning að stjórn- málin sitji eftir í nútímavæð- ingu íslenska þjóðfélagsins ágerist. Við erum hins vegar ekki ein með þennan vanda. Sömu tilfinningu er að finna víða annars staðar í Evrópu. Í óánægju Evrópumanna með stjórnmál samtímans er að finna kröfu um opnara og virkara lýðræði. ■ S tundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekkinægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi ílandinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þrótt- miklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri. Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífg- andi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til at- vinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti. Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslu- maður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum. Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingar- bankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem við- skiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils hátt- ar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, rík- issjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frek- ari útrás. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þátt- ur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum. Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til fram- kvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu at- hafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrás. Þeir hafa að mörgu leyti sam- einað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi lista- manna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni. ■ 16. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Listamenn atvinnulífsins Stjórnmálin eru orðin á eftir ORÐRÉTT Einfalt. Hin augljósa niðurstaða er því að svo fremi að ríkið standi rétt að tilkynningum um þjóðaratkvæðið þá er kosningin gild, óháð fjölda þeirra er greiða atkvæði. Jón Hjaltason sagnfræðingur. Morgunblaðið 15. júní. Ill meðferð á valdi Tilraunir sjálfstæðismanna til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að ráða milliliðalaust eru enda- stöð á löngum ferli þeirrar vondu meðferðar á valdinu sem hefur einkennt stjórnartíð for- manns Sjálfstæðisflokksins. Björgvin Sigurðsson alþingismaður. DV 15. júní. Ha? Viðvaranir Morgunblaðsins vegna aukinna áhrifa stærstu viðskipta- samsteypanna snúast um það, að þær séu að kaupa upp Ísland. Þegar þær hafa annars vegar keypt upp Ísland og eiga hins vegar alla einkarekna fjölmiðla á Íslandi nema einn er augljóst að áhrif þeirra á þróun íslensks sam- félags verða margfalt meiri en hinna kjörnu fulltrúa þjóðarinnar, sem sitja á þingi. Staksteinahöfundur virðist hvorki telja tímarit Fróða og Heims né hér- aðsfréttablöðin og Skjá einn til fjöl- miðla. Morgunblaðið 15. júní FRÁ DEGI TIL DAGS Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæð- ið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG SAMFÉLAGSÞRÓUN JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Sú tilfinning að stjórnmálin sitji eftir í nútímavæðingu íslenska þjóðfélagsins ágerist. Við erum hins vegar ekki ein með þennan vanda. Sömu tilfinningu er að finna víða annars staðar í Evrópu. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.