Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 36
24 16. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Hin 35 ára Jónína Víglunsdóttir á skotskónum: Lengi lifir í gömlum Skagaglæðum FÓTBOLTI Hin 35 ára Jónína Halla Víglundsdóttir er farin að spila á ný með kvennaliði Skagans í 1. deild kvenna eftir sjö ára fjarveru en Jónína skoraði þrennu í 6-2 sigri ÍA í fyrrakvöld og er marka- hæsti leikmaður liðsins með fjög- ur mörk í fyrstu þremur leikjun- um. Jónína er þriggja barna móð- ir en það er ekki að sjá á leik hennar að hún hafi verið lengi frá íslenska boltanum eða sé að koma aftur eftir barnsburð, skotkskórn- ir eru enn á réttum stað. Skagalið- ið er með fullt hús og markatöluna 16-5 í þeim og stefnir hraðbyri upp í efstu deild en þar hefur liðið ekki spilað í fjögur ár. Jónína, sem var valin besti leikmaður Íslands- mótsins 1992 og 1993, lék 134 leiki í efstu deild fyrir ÍA og skoraði í þeim 40 mörk en hún á einnig að baki 11 A-landsleiki. Maður Jón- ínu er Haraldur Ingólfsson, sem hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð og Noregi undanfarin sjö ár, en Haraldur kom heim fyrir þetta tímabil og spilar nú með Skagaliðinu í Landsbankadeild karla. ■ FORMÚLA 1 Ástralinn Mark Webber er hugsanlega á leið til BMW Williams á næsta ári. Sam Michaels vill fyrir alla muni fá Webber til BMW Williams en hann lét orð þess efnis falla á fundi með fréttamönnum í Montr- eal í fyrradag: „Webber er með hárrétt hugarfar. Hann er kjark- aður og hraður ökumaður sem á auðvelt með að vinna með öðrum. Við höfum átt í viðræðum við hann en ekkert er frágengið.“ Margt bendir til þess að Ralf Schumacher yfirgefi liðið í lok ársins og þá er það frágengið að Juan Pablo Montoya fer til McL- aren. Vangaveltur um framtíð Kanadamannsins Jacques Vil- leneuve halda áfram, en hann er bendlaður við BMW Williams og er hugsanlegt að hann prófi BMW Williams-bíl í ágúst. Um það mál hafði Frank Williams eftirfarandi að segja: „Við erum með lista yfir ökumenn sem við erum að skoða og Jacques Villeneuve er á hon- um. Allt er mögulegt og við útilok- um ekki neitt. Villeneuve er sann- færður um að hann eigi fullt er- indi í Formúluna aftur,“ sagði Frank Williams en Villeneuve varð einmitt heimsmeistari í eina skiptið á sínum ferli árið 1997 með Williams Renault. ■ EM Í FÓTBOLTA Í dag, miðvikudaginn 16. júní, flytur Póst- og fjarskiptastofnun starfsemi sína að Suðurlandsbraut 4, 2. hæð. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna okkur þolinmæði vegna þeirrar röskunar á starfsemi stofnunarinnar sem kann að leiða af flutningnum. Opnað verður á nýja staðnum föstudaginn 18. júní. Við flytjum ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S P O S 25 04 0 06 /2 00 4 where safety, fun, innovation and quality are our passion. Komdu líkamanum í gott form í sumar. VIÐ BJÓÐUM UPPÁ TVÆR STÆRÐIR AF ÞESSUM FRÁBÆRU TRAMPOLINUM SEM ERU FRÁ BANDARÍKJUNUM. STÆRÐIR 13 FETA (396cm) 34.500 kr. OG 14 FETA (426cm) 39.500 kr. BJÓÐUM ÞÉR AÐ KOMA OG PRUFA - ERUM MEÐ ÞAU UPPSETT Í GARÐINUM. TILVALIÐ Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 565-0313. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. Hafðu það skemmtilegt frá og með deginum í dag. Viltu eignast ekta Trampolin? LEIGJUM EINNIG ÚT FYRIR AFMÆLI Englendingar verða fyrir skakkaföllum á Evrópumótinu í Portúgal: Scholes tæpur og Butt úr leik EM Í PORTÚGAL Enski miðvallarleik- maðurinn Nicky Butt er úr leik á EM í Portúgal eftir að hafa meiðst á hné á æfingu. Meiðslin eru ekki alvarleg en það tekur Butt þó að minnsta kosti þrjár til fjórar vik- ur að jafna sig. Sökum reglna UEFA er ekki hægt að bæta við manni í 23 manna hóp enska liðsins. Butt, sem er leikmaður Manchester United, hefur ekki verið fastur byrjunarliðsleikmað- ur hjá United né landsliðinu und- anfarin misseri. Hann er annar leikmaður Manchester United sem meiðist úti í Portúgal því Paul Scholes sneri sig á ökkla í tap- leiknum gegn Frakklandi á sunnu- dag. Taldar eru helmingslíkur á að Scholes verði klár í slaginn gegn Svisslendingum á morgun. Það eru öllu verri tíðindi fyrir Eng- lendinga en missir Butts og enska liðið má einfaldlega ekki við fleiri skakkaföllum ætli það sér að gera rósir í þessari keppni. ■ PAUL SCHOLES Tæpur vegna meiðsla. Haukar reka Þorstein Halldórsson: Daði Dervic tekur við FÓTBOLTI 1. deildar lið Hauka í knattspyrnu hefur sagt Þorsteini Halldórssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Þorsteinn tók við þjálfun liðs- ins af Willum Þór Þórssyni eftir að Haukarnir unnu sig upp í 1. deild haustið 2001. Liðið stóð sig ágætlega undir stjórn Þorsteins næstu tvö árin en byrjun mótsins nú hefur vægast sagt valdið vonbrigðum og stein- inn tók úr þegar liðin var gjörsigr- að 5-0 af 2. deildar liði Aftureld- ingar í bikarkeppninni á dögun- um. Izudin Daði Dervic hefur verið ráðinn sem þjálfari en hann hefur undanfarin þrjú ár þjálfað 2. flokk félagsins. Fréttablaðið hafði samband við Pál Guðmundsson, formann knatt- spyrnudeildar Hauka: „Þessi ákvörðun var gerð í samráði við Þorstein og var því sameiginleg niðurstaða stjórnar knattspyrnudeildar og Þorsteins. Við vorum ráðþrota varðandi gengi liðsins hingað til í sumar. Við erum búnir að tapa fjórum leikjum og árangur liðsins hefur ekki staðið undir væntingum stjórnar eða þjálfara og eitthvað varð að gera. Hvort þetta hafi verið rétti tímapunkturinn eða ekki verður bara stjórnin að stan- da og falla með. Izudin Daði Dervic er með ákveðna lausn og við keyptum hana og vonum að hún gangi upp. Við treystum honum hundrað pró- sent til að losa okkur úr þeim ógöngum sem liðið er komið í,“ sagði Páll Guðmundsson. ■ Breytingar væntanlegar hjá BMW Williams: Vilja fá Webber D-RIÐILL Tékkland–Lettland 2–1 0–1 Maris Verpakovskis (45.), 1–1 Milan Baros (73.), 2–1 Marek Heinz (85.). Þýskaland–Holland 1–1 1–0 Torsten Frings (30.), 1–1 Ruud van Nistelrooy (80.). STAÐAN Í RIÐLINUM Tékkland 1 1 0 0 2–1 3 Holland 1 0 1 0 1–1 1 Þýskaland 1 0 1 0 1–1 1 Lettland 1 0 0 1 1–2 0 NÆSTU LEIKIR Í RIÐLINUM Lettland–Þýskaland Lau. 19. júní 16:00 Holland–Tékkland Lau. 19. júní 18:45 ■ STAÐA MÁLA HEINZ VAR HETJAN Hetja Tékka, Marek Heinz, sem skoraði sigurmarkið gegn Lettum sést hér í baráttu við Lettann Mihailis Zemlinksis í leik liðanna í gær. Tékkar tæpir gegn Lettum Lentu undir í fyrri hálfleik en náðu að skora tvö mörk í þeim síðari. EM Í FÓTBOLTA Fyrirfram var talið að leikur Tékka og Letta í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal yrði leikur kattarins að músinni. Lettar, sem hafa aldrei áður spilað í úrslitakeppni stórmóts, áttu ein- faldlega að vera fallbyssufóður fyrir gríðarsterkt lið Tékka en svo fór þó aldeilis ekki þegar út í alvöruna var komið. Tékkar voru mikið meira með boltann en þeir þurftu á tveimur mörkum á síðustu sautján mínút- unum að halda til að ná naumum sigri, 2-1. Lettar börðust eins og ljón í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Tékkar héldu uppi stórsókn að marki þeirra þá gáfu þeir ekkert eftir. Þeir voru stórhættulegir þegar þeir komust fram og úr einni skyndisókninni, rétt undir lok fyrri hálfleiks, náðu þeir óvænt forystunni. Andrejs Prohoren- kovs braust upp vinstri kantinn og gaf fyrir á markahrókinn Maris Verpakovskis sem renndi boltann auðveldlega í netið á fjærstöng. Í síðari hálfleik héldu Tékkar upp stanslausri pressu á lettneska markið en gekk illa að koma bolt- anum fram hjá Aleksandrs Kolin- ko sem varði oft á tíðum frábær- lega. Þeim tókst þó að brjóta ísinn á 73. mínútu þegar Milan Baros, framherji Liverpool, jafnaði met- in eftir góðan undirbúning Karels Poborsky. Það var síðan varamað- urinn Marke Heinz sem tryggði Tékkum sigur með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Karel Brückner, þjálfari Tékka, var ánægður eftir leikinn. „Við byrjuðum vel en seinni hluti fyrri hálfleiks var lélegur. Mínir menn lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir að fá mark á sig undir lok hálfleiksins því við vissum að það væri nægur tími eftir til að jafna leikinn og vinna hann. Við fórum ekki á taugum og það skóp sigurinn,“ sagði Brückner. Stuðningsmenn lettneska liðs- ins voru himinlifandi með sína menn og gáfu þeim standandi lófaklapp að leik loknum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.