Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 28.06.2004, Qupperneq 1
● tékkar komnir í undanúrslit EM í Portúgal: ▲ SÍÐA 23 Baros afgreiddi Dani MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR BÚIST VIÐ 10 ÞÚSUND MANNS Landsmót Hestamanna verður sett á Hellu í dag. Búist er við að gestir verði við tíunda þúsund. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG NORÐURLANDIÐ EINNA BEST Bjart með köflum vestan og norðan til. Einhver væta seinnipartinn með vestur- ströndinni. Súld eða rigning suðaustan til. Fremur milt. Sjá síðu 6. 28. júní 2004 – 174. tölublað – 4. árgangur OLÍULEKI GÆTI VALDIÐ MIKLU TJÓNI Súrálsflutningaskip strandaði á skeri út af Straumsvíkurhöfn. Málið er litið alvarlegum augum enda gæti olíuleki úr skipinu valdið miklu tjóni á lífríkinu í grennd. Sjá síðu 2. GEORGE W. BUSH Í TYRKLANDI Mótmæli og hótanir hafa sett svip á heimsókn Bush til Tyrklands þar sem hann tekur þátt í fundi NATO. Sjá síðu 7. GÓÐ ÚRSLIT Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir úrslit sameiningarkosninganna tveggja sem fram fóru samhliða forsetakosningun- um á laugardag mjög góð. Sjá síðu 10 NÆSTI KAFLI AÐ HEFJAST Eftir inn- rás og hernám eru Írakar að fá völd í eigin hendur. Bráðabirgðastjórnin tekur við gríð- arlegum vandamálum sem herja á íraskt þjóðfélag. Sjá síðu 12. 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Kristján Vídalín Jónsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Líflegar bóndarósir ● hús ● fasteignir Rósa Erlingsdóttir: ▲ SÍÐA 16 Margir spaugilegir afmælisdagar ● 34 ára í dag Þórhallur Heimisson: ▲ SÍÐA 30 Notar sumarið til að skrifa um stríð ● örlagaríkar orustur ISTANBÚL, AP Atlantshafsbandalagið ætlar að veita íröskum hermönn- um þjálfun, að því er Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri NATO sagði í gær á leiðtogafundi NATO í Tyrklandi. Hugmyndin er sú að senda bæði leiðbeinendur í þessu skyni á vegum NATO til Íraks og gefa íröskum her- mönnum kost á að koma til NATO- ríkja til þess að fá þar þjálfun. Ágreiningur er þó enn milli Bandaríkjanna og annarra NATO- ríkja um það hversu viðamikil þátttaka bandalagsins verður. „Ég get ekki gefið upp nein smáatriði varðandi fjölda ennþá,“ sagði de Hoop Scheffer. Frekari upplýsingar fást þó væntanlega þegar leiðtogar NATO-ríkjanna 25 samþykkja til- lögur um þessa þjálfun á fundi sínum í Istanbúl í dag. Frakkar og Þjóðverjar segjast hvorugir ætla að senda neina her- menn til Íraks, en vilja frekar taka þátt í að þjálfa íraska her- menn annars staðar. „Það er samkomulag um að NATO hjálpi til við þjálfun en Frakkland hefur ennþá áhyggjur og fyrirvara um þátttöku NATO sem slíks,“ sagði Catherine Colonna, talskona Jaques Chiracs Frakklandsforseta. Þótt leiðtogar Evrópuríkjanna í NATO hafi þannig samþykkt að taka þátt í þjálfun íraskra her- manna er samt langt frá því að þeir gangi jafnlangt og banda- rísk stjórnvöld vildu, því þau höfðu gert sér vonir um að NATO-ríkin sendu fjölmennt lið til Íraks til þess að koma á reglu þar í landi. ■ FORSETAKJÖR Forseti Íslands og for- sætisráðherra eru á öndverðum meiði um túlkun úrslita í forseta- kosningunum sem fram fóru í fyrra- dag. „Ég er mjög þakklátur fyrir þennan mikla stuðning. Það eru af- gerandi úrslit að fá 85 prósent at- kvæða samkvæmt þeim mælikvörð- um sem við Íslendingar höfum not- að í áratugi. Úrslitin eru einnig af- gerandi þegar skoðaðir eru aðrir mælikvarðar sem menn vilja nú allt í einu beita. Þessi úrslit veita mér sterkt umboð til að starfa áfram á þeim grundvelli sem ég hef gert,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um kosningaúrslitin. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt að úrslitin hljóti að vera forsetanum áfall og hyldýpisgjá sé nú milli forseta og þjóðar. „Ég er ósammála þeirri túlkun,“ segir Ólaf- ur Ragnar. „Ég er nokkurn veginn viss um að ef Davíð Oddsson hefði sjálfur verið í framboði og fengið 85 prósent atkvæða og stuðning tveggja þriðju allra sem fóru á kjör- stað þá myndi hann telja það mikinn og góðan sigur, ef ekki glæsilegan. Sú ákvörðun mín að vísa fjölmiðla- frumvarpinu til þjóðarinnar skapaði harða gagnrýni frá áhrifamestu mönnum þessa lands og elsta blað- inu í landinu sem hófu mikla atlögu gegn mér. Við þær aðstæður sem hafa ríkt í þessum kosningum væri það talinn ótrúlegur sigur í flestum, ef ekki öllum, lýðræðisríkjum heims að fá svo mikinn stuðning.“ Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær, en hann er á leiðtogafundi NATO í Tyrklandi. Ólafur Ragnar segir atlöguna gegn sér hvorki hafa verið harðari né hvassari en hann átti von á. „Ég bjóst við að þessum öflum yrði meira ágengt því þau eru kraftmik- il og hafa öflugt málgagn sem beitti sér af mikilli hörku. Þessir aðilar hafa haft sterkt bakland í íslensku samfélagi en uppskeran er minni en ég átti von á.“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetann ekki sitja á friðarstóli en það sé álitamál hvort úrslitin séu góð fyrir sitjandi forseta. Þorbjörn Brodda- son, sérfræðingur í fjölmiðlafræði, segir að sá harði tónn sem verið hef- ur milli Morgunblaðsins og forset- ans í málinu sé óvenjulegur. Sjá nánar á síðu 4 og 6. kolla@frettabladid.is Harðar deilur um túlkun úrslitanna Æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru á öndverðum meiði um hvernig túlka beri niðurstöðu forsetakosninga. Forsetinn segir úrslitin afgerandi á alla mælikvarða en forsætisráðherra segir að úrslitin hljóti að vera forsetanum áfall. Skoðanakönnun: Þriðjungur vill að Siv víki RÁÐHERRAR Samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins telur þriðjungur landsmanna að Siv Friðleifsdóttir eigi að víkja úr ráðherraliði Framsóknarflokks- ins þegar flokkurinn missir eitt ráðuneyti yfir til Sjálfstæðis- flokksins 15. september næst- komandi. Könnunin var fram- kvæmd síðastliðinn þriðjudag og var hringt í 800 manns. „Það er svo sem ekki við öðru að búast, umhverfisráðuneytið er að færast til Sjálfstæðis- flokksins og ég ímynda mér að sumir telji að ákveðið sé að ég víki,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra um niður- stöðurnar. Sjá á síðu 8. DAVÍÐ OG BUSH Á NATOFUNDI Í TYRKLANDI Davíð Oddsson forsætisráðherra og George W. Bush áttu í hrókasamræðum þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins stilltu sér upp fyrir myndatöku í Istanbúl í Tyrklandi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi: NATO tekur þátt í þjálfun Írakshers

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.