Fréttablaðið - 15.07.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 15.07.2004, Síða 20
Dómarinn svindlar Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður hefur undanfarna mánuði skrifað viku- lega pistla um fjölmiðla í Viðskiptablað- ið. Hefur hann sérstaklega gert Frétta- blaðið að umtalsefni og alltaf verið jafn ósáttur. Fyrir þessi skrif hefur Ólafur hlotið mikið hrós frá ráða- mönnum landsins. Nú er Ólafur farinn að nema ný lönd. Í gær var hann kom- inn í hlutverk hins gagnrýna íþróttaf- réttamanns og reyndist fljótur að átta sig á því að ekki er allt sem sýnist á knattspyrnuvellinum frekar en í fjölmiðlunum. Hann spyr: „[H]vaða heilvita manni dettur í hug að það sé tilviljun, að á 11 árum séu ekki dæmdar nema þrjár vítaspyrnur á Manchester United á Old Trafford? Á einu einasta leiktímabili, 2002-2003, skoraði Ruud van Nistelrooy úr þrisvar sinnum fleiri vítaspyrnum fyrir liðið á þessum sama velli! Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að und- anfarin fimm ár hafa níu af hverjum tíu meiriháttar ákvörðunum dómara á Old Trafford (vítaspyrnudómar og brott- rekstrar) verið Manchester United í vil.“ Ýmislegt getur gerst Eftirfarandi mátti í gær lesa í Stak- steinum Morgunblaðsins, flokksmál- gagni Sjálfstæðisflokksins: „Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur eiga meira sameiginlegt um þessar mundir en ætla mætti við fyrstu sýn. Þessir tveir flokkar eru algerlega and- vígir aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Þar er um grundvallaratriði að ræða og þegar samstaða er til staðar í svo stóru máli getur ýmislegt gerst.“ Nefnilega! Ætli þessi pistill sé ekki ætlaður augum óþekkra fram- sóknarmanna? Boðskapurinn gæti verið: Ef þið hlaupist undan merkjum í fjölmiðlamálinu er aldrei að vita hvað við gerum! Austurríkismenn fengu nýjan for- seta á dögunum. Gamli forsetinn, Thomas Klestil, sem lézt um aldur fram örskömmu fyrir umskiptin, lét ýmislegt gott af sér leiða þau tólf ár, sem hann gegndi embætt- inu. Það kom í hans hlut að bæta ásjónu lands síns í augum um- heimsins, eftir að forveri hans, Kurt Waldheim, fyrrv. aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafði orðið uppvís að því að segja ósatt um at- hafnir sínar í síðari heimsstyrjöld- inni. Waldheim var þá í þýzka hern- um á Balkanskaga og hélt því leyn- du áratugum saman. Klestil virkj- aði einnig áður ónýtta heimild for- setans skv. stjórnarskrá til að synja ráðherrum staðfestingar á skipun í embætti. Tildrögin voru þau, að Frelsisflokkurinn, sem berst gegn innflytjendum, vann kosningasigur 1999 og myndaði árið eftir sam- steypustjórn með öðrum stóru, gömlu flokkanna, sem eru kallaðir helmingaskiptaflokkar meðal heimamanna – kannast nokkur við það? Nema Klestil forseti neytti réttar síns til að koma í veg fyrir, að tveir af harðskeyttustu mönnum Frelsisflokksins tækju sæti í ríkis- stjórn. Þannig stendur á því, að helzti foringi flokksins, Jörg Haider (hann hefur hælt Hitler upp í hástert fyrir miklar framfarir í samgöngumálum), hefur ekki enn tekið sæti í ríkisstjórninni, sem flokkur hans hefur átt aðild að síð- an 2000. Stjórnmálastéttin misvirti forsetann fyrir þessi afskipti, en virðing hans meðal almennings og erlendis óx að sama skapi. Þess varð ekki vart, að lögfræð- ingar eða stjórnmálamenn drægju í efa rétt forseta Austurríkis til að synja ráðherraskipun staðfesting- ar, enda á forsetinn aðild að fram- kvæmdarvaldi skv. stjórnarskrá landsins líkt og hér heima, sbr. 15. gr. stjórnarskrár Íslands: „Forset- inn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim“. Vald- dreifingarákvæði eru sett í stjórn- arskrá að yfirlögðu ráði. Eigi að síð- ur fást ýmsir lögfræðingar og stjórnmálamenn hér heima ekki til að viðurkenna valddreifingarhugs- unina á bak við stjórnarskrána. Fyrst vefengdu þeir heimild for- seta Íslands til að synja lögum stað- festingar, enda þótt allur þorri þjóðarinnar hafi gengið út frá þess- ari heimild sem gefnum hlut allar götur frá stofnun lýðveldisins. Síð- an lögðu þeir á ráðin um að krefjast aukins meiri hluta fyrir synjun (ekki fyrir staðfestingu!) fjölmiðla- frumvarpsins, enda þótt stjórnar- skráin veiti ekki heimild til slíks. Og nú segjast þeir ætla að blása at- kvæðagreiðsluna af, enda þótt ekki sé ljóst, að stjórnarskráin veiti heimild til þess, eins og prófessor- arnir Eiríkur Tómasson og Sig- Sigurður Líndal hafa lýst. Þrátt fyrir allan lögvafann, sem leikur á málinu, æðir ríkisstjórnin áfram, úr einu feninu í annað, nú síðast án þess að fyrir liggi skrifaðar lög- fræðilegar álitsgerðir handa henni og almenningi að glöggva sig á. „Ég er menntaður lögfræðingur“, sagði forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali í fyrra. Kannski það dugi? En Ísland er réttarríki, og fjöl- miðlamálið verður e.t.v. útkljáð fyrir dómstólum. Þvílík málalok eru þó ekkert sérstakt tilhlökkun- arefni þeim, sem unna lýðræði og frjálsum fjölmiðlum, því að þrí- skiptingu valdsins í stjórnskipan Íslands er ábótavant: dómsvaldið hefur ekki náð að marka sér óskor- að sjálfstæði gagnvart fram- kvæmdarvaldi og löggjafarvaldi. Látum eitt dæmi duga. Í desember 1998 felldi Hæstiréttur merkan úrskurð þess efnis, að synjun sjávarútvegsráðuneytisins á um- sókn Valdimars Jóhannessonar um leyfi til fiskveiða bryti í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinn- ar. Formenn ríkisstjórnarflokk- anna brugðust báðir ókvæða við dóminum. Þegar 105 af 150 prófess- orum í Háskóla Íslands þótti nauð- synlegt að senda frá sér sameigin- lega yfirlýsingu til stuðnings Hæstarétti, sá enginn prófessor í lagadeild sér fært að skrifa undir. Einn þeirra skrifaði mér m.a.s. ámátlegt bréf, þar sem hann rakti fyrir mér refsingarnar, sem hann sagðist mundu kalla yfir sig og fjöl- skyldu sína, ef hann fylgdi sann- færingu sinni. Kúvending réttarins í kvótamálinu skömmu síðar var ekki til þess fallin að efla trú al- mennings á hlutleysi og sjálfstæði Hæstaréttar. Í nálægum löndum eru gerðar strangar kröfur til þeirra, sem skip- aðir eru dómarar í hæstarétti, og er þá gjarnan miðað við sömu kröfur og gerðar eru til prófessora í lögum. Það er eðlileg viðmiðun. Lögmanna- félagið hefur lengi lagt það til, að gerðar séu strangari hæfniskröfur til dómara til að girða fyrir mis- heppnaðar mannaráðningar í rétt- arkerfinu. Nýju dómstólalögin frá 1998 ganga ekki nógu langt í þessa átt. Eins og sakir standa eru gerðar meiri kröfur til héraðsdómara en til dómara í Hæstarétti. Lögfræðingar og aðrir ættu að hafa það hugfast, að í viðhorfskönnunum Gallups, þar sem spurt er um traust þjóðarinnar til ýmissa stofnana, hefur hallað mjög á dómskerfið ásamt Alþingi. Nú síðast í marz 2004 sögðust 37% þjóðarinnar treysta dómskerfinu, og 43% sögðust treysta Alþingi. Traust þjóðarinnar á dómskerfinu hefur aldrei farið upp fyrir 46%, síðan mælingar hófust 1997. Meiri hluti þjóðarinnar vantreystir því dómskerfinu. Til viðmiðunar segj- ast 85% treysta Háskóla Íslands. Einkunn Háskólans hefur aldrei farið niður fyrir 75%. Af þessum sökum m.a. þarf þjóð- in að fá að gera út um fjölmiðlamál- ið beint og milliliðalaust, svo sem til var stofnað í krafti stjórnarskrár- innar. Þjóðin fer sjálf með æðsta vald í eigin málum. Hennar dóm getur enginn leyft sér að tortryggja eða vefengja. ■ Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum umþessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árumsem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkis- stjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórn- skipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðis- flokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjög- ur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórn- mála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðar- búskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratug- arins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í að leiða stjórnfestu og skynsemi til önd- vegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringja- stjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu. ■ 15. júlí 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum á sér ekki hliðstæðu. Þung undiralda Styrr um stjórnarskrá ORÐRÉTT Takk fyrir, Davíð! En við áhorfendur bíðum spenntir leiksloka enda hefur ríkisstjórnin sem betur fer forðað okkur frá því að taka afstöðu í þessu máli í kjör- klefanum. Þorkell Sigurlaugsson um fjölmiðla- lögin og þjóðaratkvæðagreiðsluna. Viðskiptablaðið 14. júlí. Enginn höfðingi Ég sagði, þegar hlátrinum og hrist- ingnum lauk: „Ólafur minn! Þú get- ur ekki haldið því fram að ég sé nein höfðingjasleika. Þá sæti ég nú einhvers staðar annars staðar en hér hjá þér!“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson bregst við ummælum Ólafs Hannibals- sonar, sem sem kallað hafði hann höfðingjasleikju. Morgunblaðið 14. júlí. Þola ekki gagnrýni Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hreytir ónotum í alla sem leyfa sér að gagnrýna hann og ég fæ ekki betur séð en Morgunblaðið taki undir bæði í leiðaraskrifum og Staksteinum sem að nýju hafa vaknað til lífsins sem pólitískur harðlínudálkur. Ögmundur Jónasson alþingismaður. Morgunblaðið 14. júlí. Sérstæk aðstoð Reyndar bíða fjölmörg mikilvæg mál hins nýja menntamálaráðherra. [...] Ég á til dæmis strák sem er ný- lega orðinn fimm ára og þráir að læra að lesa. Illugi Jökulsson ritstjóri. DV 14. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórn- mála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugar- ins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. ,, Í DAG RÉTTARRÍKIÐ OG STJÓRNARSKRÁIN ÞORVALDUR GYLFASON Þess varð ekki vart, að lögfræðingar eða stjórnmálamenn drægju í efa rétt forseta Austurríkis til að synja ráðherraskipun staðfestingar, enda á forset- inn aðild að framkvæmdar- valdi skv. stjórnarskrá lands- ins líkt og hér heima. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.