Fréttablaðið - 15.07.2004, Side 43

Fréttablaðið - 15.07.2004, Side 43
31FIMMTUDAGUR 15. júlí 2004 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ka na rí 34.742 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára.* 47.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Paraiso Maspalomas í 7 nætur 5. eða 12. janúar. 10.000 kr. bókunarafsláttur í fyrstu 300 sætin. Gildir í ferðir 5. janúar - 7. apríl. * Innifalinn 10.000 kr. bókunarafsláttur af fyrstu 300 sætunum ef bókað er og staðfest fyrir 10. ágúst. Takmarkaður fjöldi sæta í hverri ferð. Netver› frá Í boði eru okkar allra vinsælustu gististaðir: Rouque Nublo, Las Orkideas og Hótel Neptuno. Ennfremur glæsilegar nýjungar á borð við Amazonas, Beverly Park og Paraiso Maspalomas. Allt frábærir gistimöguleikar á besta stað á Ensku ströndinni. Bókaðu strax besta verðið! Frá bæ r t ilb oð í a lla n v etu r! FRÉTTIR AF FÓLKI Ástsjúkum þýskum unglingi varð illa á í messunni þegar hann kveikti óvart í húsi sínu þegar hann ætlaði að heilla kærustu sína. Pilturinn, sem er átján ára gamall, hafði lagt hundruð kerta á gólfið hjá sér sem hann mótaði hjarta úr. Inn í það hafði hann svo raðað upp kertum sem mynduðu setninguna „Þú kveikir í hjarta mínu“. Eftir að pilturinn kveikti á kert- unum varð hitinn svo mikill að vax kertanna bráðnaði hraðar en hann hafði gert ráð fyrir. Hitinn varð það mikill að það kviknaði í vaxinu á gólfinu. Það þurfti tíu slökkviliðsmenn til þess að ná loksins tökum á eld- inum. Það tókst ekki fyrr en eftir rúman klukkutíma. Enginn slasað- ist en tjónið á heimili piltsins var töluvert. „Kærastan mín náði ekki einu sinni að sjá skilaboðin,“ sagði piltur- inn við lögregluna. „Allt sem ég á núna er ljósmynd af logandi hjart- anu. Kærastan mín var ekki einu sinni í stuði til þess að skoða hana eft- ir að hún komst að því hvað gerðist.“ Ástareldur brenndi hús til grunna VINIR Ben Affleck og Matt Damon mættu hressir saman í samkvæmi í Hollywood á þriðjudag en þar kynntu þeir sigurvegara í þriðja árgangi Project Greenlight heimildarmynda- seríunar. Byrjendaverk leikstjóra og handritshöfundar voru valin úr 6000 innsendum verkum og sigurvegararnir munu fá í það minnsta eina milljón dollara frá Miramax til þess að gera mynd í fullri lengd. Framleiðendur OceanTwelve eru að verða fremur þreyttir á leikkonunni Juliu Roberts. Hún hefur heimtað að endur- skjóta þónokkuð mörg atriði mynd- arinnar eftir að hún var óánægð með útlit sitt í þeim atriðum sem búið var að skjóta. Þá vildi hún klæðast öðr- um fatnaði en hún var í þegar atrið- in voru tekin í fyrsta skiptið. Þetta kostar framleiðendurna milljónir dollara og skiljanlegt að þeir skuli pirra sig yfir stjörnustælum Roberts. Leikaranum Matt Le-Blanc hefur liðið fremur undarlega við tökur á nýjum sjón- varpsþætti um áfram- haldandi ævintýri Joey úr Friends. Hann segist sakna leik- arahópsins svo mikið að lífið sé hreinlega tómlegt án þeirra. Sérstak- lega segist hann sakna Matthew Perry sem lék Chandler, besta vin Joey. Fertugsafmæli Courtney Love varekkert sérstaklega góður dagur í hennar lífi. Hún fagnaði afmæli sínu á föstu- daginn þegar dómari setti út handtökuskip- un á hana eftir að hún mætti ekki í réttarsal- inn í Los Angeles. Nokkrum tímum síðar var hún lögð inn á spítala í New York vegna vand- ræða í legi. Sögum ber ekki saman um hvort hún hafi misst fóstur eða hvort hún hafi farið í fóstureyðingu. Nú óttast Love að vera send beint í steininn eftir að hún útskrifast af spítalanum. Will Smith er kom-inn aftur í hljóð- verið og undirbýr end- urkomu á tónlistar- sviðinu um næstu jól. Síðast gaf hann út plötu fyrir tveimur árum síðan sem gekk ekkert sérstaklega vel. Smith á eftir að verða áberandi á næstu mánuðum því hann leikur einnig að- alhlutverkið í stórmyndinni I, Robot sem er væntanleg í bíó í sumar. Nýjasta heimildar-mynd Michael Moore, Fahrenheit 9/11, sló öll aðsóknar- met þegar hún var frumsýnd í Bretlandi á dögunum. Myndin hefur halað inn seðlunum frá því að hún var frum- sýnd á föstudag og greinilegt að margir þar í landi eru sammála andúð Moore á starfsháttum George W. Bush Bandaríkjaforseta. Djammarinn ParisHilton hefur náð sáttum við fyrrum elsk- huga sinn Rick Salomon sem setti kynlífsmynd- band þeirra á sölu. Þau hafa ákveðið að skipta gróðanum á milli sín. Stúlkan fær 400 þúsund dollara borgaða strax og svo prósentu af hverju seldu eintaki. Stúlkan segist þó ekki vera að reyna að græða á myndbandinu heldur vilji hún bara fá sinn skerf. Hasarleikarinn JackieChan hefur verið val- inn af yfirvöldum í Kína til þess að hlaupa með ólympíukyndilinn þegar hann kemur til landsins á leið sinni til Aþenu. Hann mun ásamt frægum kínversk- um fótboltakappa og öðrum þekkt- um leikara í landinu hlaupa með kyndilinn 400 metra. Ástsjúkur unglingur kveikti óvart í húsi sínu þegar hann reyndi að heilla kærustu sína. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN ELDUR „Ástin er eins og sinueldur... ástin er segulstál. Af litlum neista verður oft mikið bál!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.