Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 2
2 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR
LEIT Skipulagðri leit að tuttugu
ferðamönnum sem hófst upp úr
hádegi á fimmtudag eftir að
neyðarkall kom í gegnum samtal
á rás Ferðafélags Íslands, hefur
verið hætt í bili.
Jónína S. Sigurðardóttir, hjá
ríkislögreglustjóra, segir að-
spurð þó ekki inn í myndinni að
taka neyðarkallið sem gabb.
Kallið sé tekið trúanlegt og unn-
ið sé út frá því.
Leitað var fram á kvöld í gær
en ákveðið var að halda leit ekki
áfram eftir að allar sveitir höfðu
skilað sér aftur. Fjöldi skála-
varða er þó á svæðinu og ein-
hverjir björgunarmenn sem fyl-
gjast með öllum mannaferðum
og gæta þess hvort einhverjir
ferðahópar skili sér ekki.
Benóný Ásgrímsson, yfir-
flugstjóri Landhelgisgæslunnar,
segir að á fimmtudag hafi þyrl-
an verið í lofti í um fimm
klukkustundir. Leitað hafi verið
á svæðum í kringum Emstrur,
Álftavatn, inn undir Mælifelli,
Heklu og Þórisvatn.
Fimm eru í áhöfn þyrlunnar
og kostar hver klukkutími 150
þúsund krónur.
Allir þeir sem geti veitt upp-
lýsingar um hópinn eru beðnir
um að hafa samband við lögreglu
í síma 112. ■
MORÐRANNSÓKN Hákon Eydal, sem
hefur játað að hafa banað fyrrum
sambýliskonu sinni og barnsmóður
með þungu barefli á heimili sínu í
Stórholti sunnudaginn fjórða júlí, er
enn í einangrun. Hákon segist hafa
komið líki Sri fyrir í stórum drapplit-
uðum sænskum póstpoka úr næloni.
Samkvæmt heimildum blaðsins
þyngdi hann póstpokann áður en
hann varpaði honum í sjóinn.
Í tilkynningu frá lögreglu segir
að ástæða Hákonar fyrir morðinu
hafi bæði verið langvarandi og
skyndileg. Degi fyrir játninguna
hafði hann vísað lögreglu á þann
stað sem hann varpaði líkinu fram
af klettum á Presthúsatanga í
Hofsvík. Þá segir einnig að voða-
verkið tengist hvorki vímuefna-
notkun Hákonar né öðrum getgát-
um sem ýjað gæti hafa verið að.
Hákoni var gert að sæta geðrann-
sókn sem er ólokið.
Markvisst hefur verið unnið að
rannsókn málsins, rætt hefur
verið við fjölda fólks og hugsanleg
vitni, segir í tilkynningu frá lög-
reglunni. Þar er jafnframt vísað á
bug þeirri gagnrýni að málinu hafi
verið sýndur minni áhugi þar sem
sú látna er útlendingur. Það hafi
ekki haft nein áhrif á gang rann-
sóknarinnar né umfang. Leit hefur
farið fram á nokkrum stöðum þar
sem lögregla hefur meðal annars
notið aðstoðar björgunarsveita og
þyrla hafi verið notuð til að kanna
ákveðin svæði. Þá hefur lögregla
með leitarhunda leitað á ákveðn-
um stöðum.
Lögreglan segir að verra hefði
verið að auglýsa eftir ferðum
jeppa Hákonar á upphafsdögum
rannsóknarinnar þar sem lögregla
hafi verið á réttri leið. Þurft hefði
mikinn tíma og mannafla til að
vinna úr öllum ábendingum sem
hefðu borist.
Leit kafara á því svæði sem
Hákon hefur bent á hefur ekki
borið árangur. Frekari leitarað-
gerðir verða metnar þegar búið er
að kanna rek og stefnu hafstrauma
á svæðinu. Stefnt er að því að
rekald verið sett út frá Presthúsa-
tanga eftir helgi. Um er að ræða
drumb með áföstum belg sem
fylgst verður með úr björgunarbáti.
hrs@frettabladid.is
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
BÍLL Í GIL Ung kona fékk skurð á
enni þegar hún velti bíl ofan í
læk í gili á Fróðarheiði. Hún
slapp furðuvel og komst sjálf út
úr bílnum sem var skorðaður í
gilinu. Mjög hvasst var á svæð-
inu eða 27 metrar á sekúndu þeg-
ar slysið varð.
EKIÐ Á KIND Kind drapst eftir að
ekið var á hana í Norðurárdal um
miðjan dag í gær. Ökumaður til-
kynnti lögreglunni í Borgarnesi
um atvikið.
FERÐAMENN VELTU BÍL Erlendir
ferðamenn veltu fólksbíl við
Hafnarfjall. Tvennt var í bílnum
og voru meiðsl beggja lítil. Þau
voru flutt á heilsugæslustöð til
skoðunar og fengu að fara heim
að henni lokinni.
Þrettán létust:
Barist í Falluja
ÍRAK, AP Þrettán Írakar létust og
fjórtán til viðbótar særðust í
Falluja í fyrrinótt þegar kom til
harðra bardaga á milli banda-
rískra hermanna og íraskra upp-
reisnarmanna.
Að sögn bandarískra hermála-
yfirvalda hófust bardagarnir
þegar ráðist var á eftirlitssveit
íraskra og bandarískra hermanna.
Skotið var að þeim úr sprengju-
vörpum og vélbyssum. Því var
svarað með skriðdrekum og loft-
árás á hús sem uppreisnarmenn-
irnir höfðu leitað skjóls í.
Á annan tug verkstæða og tvö
önnur hús eyðilögðust í bardögun-
um. Bandaríkjamenn segjast ekki
hafa orðið fyrir neinu mannfalli.
Læknir á sjúkrahúsi í Falluja
sagði að þrettán lík hefðu borist
þangað. ■
“Geir er minn maður.“
Björgólfur Guðmundsson varð í gær skatthæsti
einstaklingur Íslandssögunnar en samkvæmt
álagningarseðlum frá skattstjóraembættinu greiðir
hann 295 milljónir í opinber gjöld, eða 800 þús-
und krónur á dag
SPURNING DAGSINS
Björgólfur, treystirðu Geir fyrir þessu?
TÍU BÍLAR Í ÁREKSTRI
Lögreglan tekur skýrslu á vettvangi þriggja
árekstra sem urðu með þriggja mínútna
millibili á Miklubraut í gærmorgun.
Árekstrahrina:
Þrír á þrem
mínútum
REYKJAVÍK Þrír árekstrar urðu á
þremur mínútum á Miklubraut til
móts við Rauðagerði rúmlega átta
í gærmorgun. Alls voru bílarnir
tíu og kenndu sjö manns eymsla í
hálsi og baki. Tveir voru fluttir á
slysadeild. Aðrir sluppu ómeiddir.
Harður fjögurra bíla árekstur
varð klukkan 8.04 austan við
göngubrúna. Ökumenn allra bíl-
anna bílanna auk eins farþega
fundu til í hálsi og baki.
Mínútu síðar lentu aðrir fjórir
bílar saman vestan við göngubrúna.
Þar stóð bilaður bíll á akgrein sem
talið er að hafi truflað umferðina
með þessum afleiðingum.
Loks varð harður tveggja bíla
árekstur klukkan 8.06 austan við
brúna. Ökumenn bílanna voru flutt-
ir af lögreglunni á slysadeild.
Bílarnir voru óökufærir og þurfti
að fjarlægja þá af vettvangi. ■
Týndu ferðamennirnir:
Skipulagðri leit hætt
LEITIN KORTLÖGÐ
Stjórnendur kortlögðu þá leit sem þegar
hafði verið framkvæmd.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
LEIT KAFARA BAR EKKI ÁRANGUR
Lík Sri Rahmawati er enn ófundið. Kafarar hafa leitað í sjónum þar sem Hákon segist hafa varpað líkinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Setti líkið í poka
sem hann þyngdi
Hákon Eydal þyngdi póstpokann sem hann kom líki Sri Rahmawati
fyrir í áður en hann varpaði honum í sjóinn á Presthúsatanga.
Hákon er enn í einangrun.
LEIGUFLUG Flugfélag Íslands hefur
gert samning að upphæð 35 milljón-
ir við svissneskt fyrirtæki um
leiguflug í Líbíu. Fokker 50 vél
Flugfélagsins ásamt átján flug-
mönnum, flugvirkjum og freyjum
sinna verkefninu sem hefst 14.
ágúst og stendur í sex til átta vikur.
Flogið verður milli Trípólí og
Brecca með starfsmenn olíufyrir-
tækja á svæðinu, segir Jón Karl
Ólafsson, forstjóri Flugfélags
Íslands. Hann segir flugáhöfnunum
verða skipt upp í sex manna hópa
sem starfi í um 20 daga í Líbíu hver.
Jón segir ekki algengt að Flug-
félagið taki tilboðum í verk af þessu
tagi. Það fái um fimm til tíu fyrir-
spurnir um leiguflug á mánuði en
fæst veki áhuga.
„Við höfum verið skráðir sem
Fokker 50 flugrekendur í um tvö ár.
Við erum með viðhaldsstöð og við-
haldsaðstöðu, flugmenn, vélar og
allt sem þarf til. Við teljum okkur
vera góða í því sem við erum að
gera og að við gætum haldið uppi
rekstri hvar sem er í heiminum,“
segir Jón Karl. „Við höfum verið að
þreifa fyrir okkur í þessu. Við tök-
um ekki mikla áhættu og þetta er
svissneskt fyrirtæki sem við
semjum við sem virðist vera traust.
Við förum varlega í að taka skrefin
í þessu.“ ■
Gerðu 35 milljón króna samning um leiguflug:
Flugfélag Íslands flýgur í Líbíu
JÓN KARL ÓLAFSSON
Forstjóri Flugfélags Íslands við afgreiðslustörf á Reykjavíkurflugvelli. Flugfélagið gerði 35
milljóna samning við svissneskt fyrirtæki um leiguflug í Líbíu.
Fréttablaðið:
Næst á
þriðjudag
ÚTGÁFA Fréttablaðið kemur næst út
þriðjudaginn 3. ágúst.
Dreifing verður opin í dag frá
klukkan 7 til 17, en lokað verður á
sunnudag og mánudag. Opið verð-
ur í smáauglýsingum og af-
greiðslu Fréttablaðsins í dag frá
klukkan 10 til 17, lokað á sunnu-
dag en opið aftur á mánudag frá
klukkan 10 til 17. ■
FALLUJA
Bardagarnir í fyrrinótt brutust út eftir að
skotið var á íraska og bandaríska hermenn
í eftirlitsferð.
Sænskur klerkur:
Lét myrða
konu sína
SVÍÞJÓÐ, AP Sænskur prestur hefur
verið dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir að fá fyrrum barnfóstru sína
til að myrða konu sína.
Barnfóstran skaut konu prests-
ins til bana. Hún skaut einnig ná-
granna hans, að beiðni prestsins,
en sá lifði árásina af. Barnfóstran
var fundin ósakhæf vegna geð-
rænna vandamála en dóminum
þótti sýnt að presturinn hefði heila-
þvegið hana til að fremja morðið.
Hann sendi henni meðal annars
smáskilaboð sem hann sagði vera
frá guði. Í þeim sagði að barnfóstr-
an ætti að myrða konu prestsins.
Fyrri kona prestsins lést fyrir
nokkrum árum og telja saksókn-
arar nú að hann hafi myrt hana.
Það þótti ekki sannað. ■
Afkoma Bakkavarar:
Rétt
undir spá
VIÐSKIPTI Hagnaður Bakkavarar
var heldur minni en greiningar-
deildir höfðu spáð.
Hagnaður annars ársfjórðungs
var 413 milljónir króna. Hagnaður
fyrirtækisins fyrstu sex mánuði
ársins nam 700 milljónum króna.
Innri vöxtur félagsins var
sautján prósent og framlegð af
tekjum var sama hlutfall. Félagið
er vel fjármagnað og vel í stakk
búið til þess að auka hlut sinn í
Geest með yfirtöku í huga þegar
það verður heimilt í lok ársins. ■
SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ
BAKKAVARAR Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI:
KB banki 462 milljónir
Íslandsbanki 547 milljónir
Landsbankinn 533 milljónir
Niðurstaða: 413 milljónir
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
FÍKNIEFNI Á BLÖNDUÓSI Tveir
ungir menn voru teknir með 1,5
gramm af amfetamíni og 2
grömm af hassi á leið norður á
Akureyri á fimmtudag. Starfs-
menn Fíkniefnastofu voru staddir
með hund á Blönduósi á leið sinni
norður. Mennirnir hafa ekki áður
verið teknir með fíkniefni. Talið
er að efnið hafi verið ætlað til
eigin neyslu.
VELTUR Í UMDÆMI HÓLMAVÍKUR-
LÖGREGLU Ekki urðu slys á fólki
þegar bifreið fór útaf á Holta-
vörðuheiðinni rétt eftir fimm í
gærmorgun. Einnig sluppu er-
lendir ferðamenn vel þegar bíll
þeirra valt á malarvegi í
Bitrufirði á Ströndum um fimm
leytið. Bíllinn er ónýtur.