Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 37
NATALIE WOOD Ný ævisaga hennar þykir framúrskarandi.
LAUGARDAGUR 26. júní 2004
37.810 kr.
Netver› á mann frá
Netver› á mann
49.730 kr. r.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Amrey Diagonal
11. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
43.150 kr.
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Plús
Netver› á mann frá
57.855 kr.
Netver› á mann
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Hótel Lieget í október
í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á Hótel Albani
18. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Florida Norte
21. október í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
49.930kr.r.
Netver› á mann
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys
hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallar-
skattar. M.v. að 2 fullorðnir ferðist saman.
Bor
gar
D
ublin
Róm
B
úda
pest
Madr
id
Ba
rcel
ona
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON
Listaverk í
seilingarfjarlægð
„Þar sem ég hef verið upptekinn við
bókaskrif hef ég því miður ekki lagst upp
í með mörgum höfundum síðustu mán-
uði,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöf-
undur sem er lesandi vikunnar. „Hef lok-
ið 10% af Eleven Minutes eftir Paulo
Coelho, lofar virkilega góðu og verður
spennandi að sjá hverju karlmenn eru
tilbúnir að fórna fyrir 11 mínútur með
„glaðri“ konu. Er líka með listaverk í seil-
ingarfjarlægð sem verður hvorki lesið né
skoðað til fullnustu: Íslendingar eftir Sig-
urgeir Sigurjónsson og Unni Jökulsdótt-
ur. Snilldarverk. Las sérlega áhugaverða
bók snemmsumars: Letting the Body
Lead eftir Jenn Cromwell, unga banda-
ríska konu sem leitar að sjálfri sér á Ís-
landi og finnur líka margt annað. Er hrif-
inn af Stefáni Mána og las Hótel Kali-
fornía fyrir skemmstu. Góð saga. Bókin
kom út 2001 og fékk flotta dóma, talin
betri en Ísrael – saga af manni sem kom
ári síðar, en ég er ósammála. Stefán
Máni er stöðugt að klifra. Gríp stundum
í Oscar Wilde stories og las nýlega smá-
söguna The Selfish Giant.
Annars les ég reglulega textana á
geisladiski George Michael, Ladies and
Gentlemen, og syng hástöfum þegar ég
er einn á ferð. Meistaraverk, dulin skila-
boð til fjöldans sem fæstir átta sig á. Svo
má ekki gleyma barnabókunum sem ég
les á hverju kvöldi fyrir börnin, Dreka-
saga eftir Iðunni Steinsdóttur er frábær.“
[ LESANDI VIKUNNAR ]
Þrjár ævisögur hafa komið út um
Bram Stoker, höfund sögunnar um
Dracula. Þekktust er bók Daniels
Farson frá árinu 1975, The Man
Who Wrote Dracula en þar var því
haldið fram að Stoker hefði látist
úr sífilis og verið í sérlega óham-
ingjusömu hjónabandi með kyn-
kaldri konu. Nú bætist fjórða ævi-
sagan í hópinn, From the Shadow
of Dracula: A Life of Bram Stoker,
eftir Paul Murray en þar er gefið í
skyn að Stoker hafi verið samkyn-
hneigður.
Stoker var Íri sem vann í tólf ár
sem ritari hjá hinu opinbera. Hann
lét af því starfi til að gerast um-
boðsmaður og einkaritari leikarans
fræga, Henry Irving. Það var í
starfi sínu hjá Irving sem hann hóf
að rita Dracula og einhverjir fræð-
ingar hafa haldið því fram að
Irving sé fyrirmyndin að Dracula,
en því hafnar Murray í þessari
nýju bók. Enn önnur kenning er á
þann veg að hið síða hvíta hár
Dracula, sem lýst er í skáldsögunni,
hafi Stoker fengið frá hinu silfur-
hærða skáldi Walt Whitman sem
Stoker þekkti og dáði mjög. Murray
heldur því fram að Stoker hafi
skapað útlit Dracula eftir kenning-
um ítalsks mannfræðings og þess
vegna gefið vampírunni gyðinglegt
nef sem átti að benda til glæpa-
hneigðar. Murray telur einnig að
ýmsir merkir 19. aldar menn hafi
sett mark sitt á sköpun Dracula,
þar á meðal Alfred Tennyson,
vegna þess hvernig tennur hans
voru lagaðar, Gladstone, vegna
þess að hann virtist ódauðlegur, og
síðast en ekki síst skáldsagnaper-
sónan og utangarðsmaðurinn
Heathcliff í Fýkur yfir hæðir.
Stoker var sex ár að skrifa
Dracula og bókin var gefin út árið
1897. Hann skrifaði aldrei neitt
sem komst í hálfkvisti við verkið
og lést árið 1912.
Ný bók um höfund Dracula
BRAM STOKER Frægð hans byggir á einu
verki, sögunni um Dracula, og nú er komin
á markað fjórða ævisaga rithöfundarins.
Ný ævisaga leikkonunnar Natalie
Wood hefur fengið einkar góða
dóma gagnrýnenda og þeir hrifn-
ingarfyllstu segja hana frábæra.
Wood lést 43 ára og enn leikur
vafi á því hvort dauði hennar var
slys eða hvort hún fyrirfór sér.
Höfundur þessarar nýju ævisögu
er Gavin Lambert en hann skrif-
aði meðal annars skáldsöguna
Inside Daisy Clover og Wood fór
með aðalhlutverkið þegar bókin
var kvikmynduð. Auk þess að
vera rithöfundur hefur Lambert
starfað sem kvikmyndagagnrýn-
andi og hann var um langt skeið
aðstoðarmaður og um tíma ást-
maður, leikstjórans Nicholas Ray
sem var einn af elskhugum Wood.
Við ritun bókarinnar ræddi
Lambert við vini og ættingja
leikkonunnar og fékk aðgang að
bréfum og dagbókum. Líf Natalie
Wood var ekki dans á rósum.
Móðir hennar var hálfgert skrím-
sli sem ýtti kornungri dóttur
sinni út í kvikmyndaleik og lét
hana sjá fyrir fjölskyldunni.
Wood þjáðist alla tíð af óöryggi og
þegar hún komst á fullorðinsár
reyndi hún tvisvar að fyrirfara
sér. Ástarlíf hennar var skraut-
legt og það vafðist ekkert fyrir
henni að eiga í tveimur ástaræv-
intýrum á sama tíma.
Wood giftist leikaranum
Robert Wagner þegar hún var
kornung. Þau skildu en giftust
aftur tíu árum seinna og eignuð-
ust saman barn. Wagner hefur
fram að þessu ekki viljað ræða
opinberlega um hjónaband sitt og
lát eiginkonu sinnar en við ritun
bókarinnar ræddi hann opinskátt
við Lambert og sagði við hann:
„Þegar þú hefur sagt sannleikann
um Nataliu eins og hann horfir
við þér þá mun ég öðlast frið.“
Einn lykilmaður neitaði þó að tala
við Lambert en það er leikarinn
Christopher Walken. Walken, sem
kann að hafa verið ástmaður
leikkonunnar, var með henni og
eiginmanni hennar á skútu þeirra
þá örlagaríku nótt sem Wood
drukknaði eða drekkti sér. Síð-
ustu mánuðina sem hún lifði tók
Wood reglulega inn svefntöflur
og verkjatöflur og drakk óhóf-
lega. Hún hafði neytt nokkurs
magns áfengis skömmu áður en
hún lést. Lambert dregur fram
staðreyndir um lát hennar en
sker ekki úr um hvort leikkonan
féll fyrir borð af slysni eða henti
sér í sjóinn.
Forvitnileg ævisaga
Heather skrifar
sjálfshjálparbók
Eiginkona Paul McCartney,
Heather, situr nú við skriftir. Hún
er að skrifa sjálfshjálparbók sem
Penguin mun gefa út á næsta ári.
Sagt er að Heather hafi aðstoðar-
mann við skriftirnar. Bókin mun
fjalla um mataræði, lífsstíl,
vítamín og jóga.