Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 22
Ef þú vilt kaupa hagkvæman bíl þá er ekki óvitlaust að skoða Toyotu Corollu. Hann var valinn hagkvæmasti bíllinn í könnun sem Money Magazine, tímarit CNN, gerði á dögunum. Varahlutir sem þú getur treyst á ! sími 577 1313 • kistufell@centrum.is ✔ Pakkningarsett ✔ Ventlar ✔ Vatnsdælur ✔ Tímareimar ✔ Viftureimar ✔ Knastásar ✔ Olíudælur ✔ Legur VÉLAVERKSTÆÐIÐ TANGARHÖFÐI 13 Vélaviðgerðir Vélavarahlutir - P Ú S T Þ J Ó N U S TA - SÓLTÚN 3 - SÍMI 562 1075 Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Bílaframleiðandinn General Motors hefur gefið út þá yfirlýs- ingu á nýr og smærri Hummer- jeppi sé væntanlegur á götuna. Nýi jeppinn mun henta fleirum en risastóru, herjepparnir og heitir H3. Vélin í H3 mun vera 3,5 lítra og fimm sýlindra. Kaupendur geta valið um sjálfskiptingu eða gírskiptingu í H3 og munu allir bílar vera með stöðugleikabúnað þannig að þeir fipast ekki í beygj- um. Fleiri aukahlutir munu prýða þennan almúgabíl og General Motors hyggur á að frumsýna hann á bílasýningum við upphaf fjórða ársfjórðungs. ■ Hummer-jepparnir eru ansi vígalegir en nú mun vera á leiðinni smærri útgáfa af þessari glæsikerru. Nýr Hummer á leiðinni: Minni og meðfærilegri Niðurstöður úr árlegri könnun könnunarfyrirtækisins J.D. Power og þýska bílatímaritsins MOT sýn að eigendur Toyota eru ánægðast- ir allra bílaeigenda í Þýskalandi. Þetta er þriðja árið í röð sem þýskir bílaeigendur eru ánægðast- ir með Toyota og hefur bílafram- leiðandinn þó nokkra yfirburði fram yfir þá bíla sem næstir koma. Toyota Corolla fékk flest stig eða 859 og í öðru sæti var Toyota Avensis með 847 stig. 24.483 bílaeigendur tóku þátt í könnuninni með því að leggja mat á frammistöðu bílsins og þjón- ustuaðila eftir tveggja ára reynslu. Alls voru 77 þættir teknir til skoðunar í könnuninni, svo sem þægindi, öryggi og hönnun. Að þessu sinni voru 119 gerðir af 28 bílategundum skoðaðar í könnun- inni. Nánari upplýsingar um könn- unina er hægt að finna á heima- síðu J.D. Power, jdpower.com. ■ Reynir Jónsson, eigandi Fjalla- sports ehf. á Íslandi, hefur rekið útibú frá fyrirtækinu í Noregi síðan árið 2000. „Það er rétt, við erum að breyta jeppum bæði fyrir Íslendinga og Norðmenn. Við erum búnir að vera duglegir að kynna þetta fyrir Norðmönn- unum en hér heima höfum við breytt mörgum svona jeppum og hefur útkoman verið góð. Núna er svo komið að fyrsta Hyundai Terrasan jeppanum á að fara að breyta þarna úti,“ segir hann en umboðsaðilar þar ytra fréttu í gegnum þá íslensku hversu óvenju vel þessi jeppi liggur gagnvart miklum breytingum. Reynir er búinn að hafa jeppa- breytingar að atvinnu í þrettán ár en fyrirtæki hans, Fjallasport ehf., er sex ára gamalt og er fyrir- tækið án efa leiðandi í jeppabreyt- ingum á Íslandi. En er landinn ekki löngu kominn fram úr Amer- íkönum í þessum bransa? „Það er enginn vafi á því að Íslendingar eru komnir í fremstu röð í heiminum í dag í jeppabreyt- ingum. Það sýnir sig best á því að Ameríkanar hafa heilmikið verið að leita í þekkingu okkar hér heima á þessu sviði. Munurinn á okkur og þeim eru að þeir eru meira að breyta jeppum til sýnis en við gerum það til að nota jepp- ana og auka öryggi þeirra,“ segir Reynir. Hann segir það útbreiddan misskilning að aðeins jeppakallar sem fara á fjöll láti breyta jeppun- um sínum. „Í dag er það langmest fjölskyldufólk sem lætur breyta jeppum sínum til að auka þægindi hans og öryggi og einnig til að ferðast um bæði sumar og vetur á hálendinu. Það eru líka margir sem gera þetta til að gera jeppann fallegri, svo það er allur gangur á þessu,“ segir hann. halldora@frettabladid.is „Íslendingar eru án efa komnir í fremstu röð í heiminum í dag í jeppabreytingum. Það sýnir sig best á því að Ameríkanar eru heilmikið farnir að leita í þekkingu okkar á þessu sviði,“ segir Reynir. Ný bílakönnun: Eigendur Toyota ánægðastir Reynir Jónsson: Breytir jeppum fyrir Norðmenn Hraðakstur í Svíþjóð: Öryggismynda- vélum fjölgað Til stendur að fjölga öryggismyndavél- um á stærstu vegum í Svíþjóð um rúmlega helming eða úr 330 mynda- vélum í 700. Útreikningar sýna að um fjögur hundruð þúsund manns munu nást á filmu á ári eftir þessa fjölgun á myndavélum. Á síðasta ári var tek- in mynd af aðeins tíu þúsund manns. Hver myndavél getur tekið allt að 250 myndum á dag og munu allar myndir skrást sjálf- krafa í höfuðstöðv- arnar sem staðsettar verða í borginni Kiruna. Stjórnmálafylkingar í Svíþjóð hafa deilt um kostnað verkefnisins sem mun vera um fjórir milljarðar ís- lenskra króna. Lögreglan hefur hins vegar bent á að með þessu nýja kerfi verði vinna þeirra á helstu vegum Sví- Svíþjóðar markvissari og öruggari. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.