Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 31. júlí 2004 FÓTBOLTI „Það er bara mikil til- hlökkun á mínum bæ og virkilega gaman að snúa heim og keppa við Skagamenn. Lið undir stjórn Ólafs Þórðarsonar hafa löngum verið þekkt fyrir mikla baráttu og þannig býst ég við að þetta verði hörkuleikur,“ sagði Pétur Mart- einsson, leikmaður íslenska lands- liðsins og Hammarby í Svíþjóð, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hammarby dróst gegn liði ÍA í annarri umferð forkeppni Evr- ópukeppni félagsliða, en Skaga- menn slógu sem kunnugt er eist- neska liðið TVMK Tallinn út úr keppni fyrr í vikunni. FH drógust gegn skoska liðinu Dunfermline en það lið hafnaði í 4. sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðustu leik- tíð og komst nýlega í heimsfrétt- irnar þegar Diego Armando Maradona yngri var við það að ganga til liðsins. Þó að andstæðingarnir séu á pappírunum töluvert sterkari en íslensku liðin verður drátturinn að teljast nokkuð góður, og þá sér- staklega fyrir ÍA, sem slapp til að mynda við að mæta firnasterku liði Bröndby frá Danmörku. Ferðalögin eru eins ódýr og kost- ur er og möguleikinn á að sigra er svo sannarlega fyrir hendi, en hel- sti lösturinn er að bæði ÍA og FH leika síðari leikinn á útivelli. „Ég er bara nokkuð sáttur við að mæta Dunfermline en við fyrstu sýn þá eiga þeir að vera með talsvert sterkara lið en við. En við förum í einvígið til að vinna og ætlum að reyna að hafa gaman af,“ segir Ólafur Jóhannes- son, þjálfari FH. Lið hans átti í litlum vandræðum með að leggja hið skelfilega velska lið Hereford- west. En sér Ólafur þó ágætis kost í því að hafa þegar mætt liði frá Bretlandseyjum í keppninni? „Dunfermline spilar ábyggilega svipaðan bolta nema hvað þeir eru miklu betra fótboltalið. Ég veit lít- ið sem ekkert um liðið en við mun- um ábyggilega senda mann út til að sjá þá spila áður en við mætum þeim,“ segir Ólafur. Um möguleika liðs síns gegn Skagamönnum segir Pétur að þeir séu sýnd veiði en ekki gefin. „En ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu þá tel ég að við vinnum þetta einvígi. Við eigum að vera með betra lið en það getur samt ávallt brugðið til beggja vona í Evrópukeppni,“ segir hann og bætir við að leikmenn ÍA geti ekki búist við neinni greiðastarf- semi af sinni hálfu. „Rétt eins og liðið í heild sinni fer ég í alla leiki til að vinna. Ég er auðvitað liðs- maður Hammarby og engu skiptir að ég kem frá Íslandi. Þetta er mín vinna og ég mun bara spila minn venjulega leik og láta finna fyrir mér,“ segir Pétur, sem hefur verið fastamaður í vörn Hammar- by í sænsku úrvalsdeildinni í sum- ar og gengið vel. „Mér líður mjög vel hérna, klúbburinn er töluvert sterkari en þegar ég var hér síðast og það er mun fagmannlegra að öllum mál- um staðið. Metnaðurinn er mikill að komast lengra í Evrópukeppn- inni og ég er bjartsýnn á að það takist.“ ■ Íslendingaslagur í UEFA- bikarnum á Akranesi Skagamenn drógust gegn Pétri Marteinssyni og félögum í Hammarby í 2. umferð forkeppninnar. FH-ingar mæta skoska liðinu Dunfermline. FYRIRLIÐINN Á FULLRI FERÐ Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, sést hér á fullri ferð með boltann í Evrópuleiknum gegn velska liðinu Haverfordwest á fimmtudaginn. FH-ingar mæta skoska liðinu Dunfermline í næstu umferð en Skagamenn leika gegn sænska liðinu Hammarby sem er með landsliðsmanninn Pétur Marteinsson innanborðs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.