Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 30
S amkvæmt breska blaðinuThe Observer dóu 87manns vegna kókaínneyslu þar í landi á fyrstu sex mánuð- um síðasta árs, tvöfalt fleiri en á sama tíma árið 2002. Fjölgun dánartilfella er rakin til þess að í Bretlandi er fólk í auknum mæli farið að drekka með kóka- ínneyslunni eða að innbyrða önnur efni um leið. Blanda áfengis og kókaíns býr til eitrun í líkamanum sem kallast cocaethylene og get- ur valdið hjartaskemmd- um og leitt til dauða. Neysla kókaíns er orðin almennari í Bretlandi en áður þegar efnið var aðallega eiturlyf ríka og fræga fólksins. Ein af ástæðum þess er mikil verð- lækkun á efninu ytra en verð- ið á gramminu er komið niður í um 5000 krónur í stað 9000 króna fyrir nokkrum árum. Ungt fólk lítur svo á að kókaín sé skaðminna efni en alsæla sem notið hefur mikilla vinsælda meðal ungs fólks í Bretlandi og er sérstaklega tengt við „rave“- in sem hafa átt miklum vinsæld- um að fagna síðan á níunda ára- tugnum. Samkvæmt fréttum frá Dan- mörku frá því fyrr í sumar er um svipaða þróun að ræða þar í landi. Neyslan er orðin almenn- ari og er nú talin ná til allra þjóðfélagshópa. Danska lögregl- an lagði hönd á 104 kílógrömm efnisins sem þykir benda til að neyslan þar í landi sé um tonn af á ári þar sem rannsóknir benda til að einungis um tíu prósent efnisins sem berist til landsins sé handlagt af yfirvöldum. Að sama skapi þá segja dönsk heil- brigðisyfirvöld að innlagnir á sjúkrahús vegna kókaínneyslu hafi aukist til muna á síðustu árum. Það er margt sem bendir til að kókaínneysla hafi einnig auk- ist á Íslandi á sambærilegan hátt. Meiri eftirspurn „Við höfum tekið meira kókaín á þessu ári heldur en áður. Þetta er mesta magn sem lagt hefur verið hald á á hálfu ári hér á flugvellinum,“ segir Kári Gunn- laugsson, aðaldeildarstjóri hjá tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli. Bætt tollgæsla er talin spila inn í aukningu þess efnis sem lagt var hald á. Þó er talið að einungis sé lagt hald á um 5 til 10% ólöglegra efna sem reynt er að smygla til landsins. Ef magnið sem lagt hefur verið hald á er borið saman við tölur síðustu ára er ljóst að vinsældir kókaíns hafa aukist hér á landi. Allt þar til árið 2001 fór magn kókaíns sem handlagt var ekki yfir kíló á ári. „Ég er viss um að kókaínneytendum hefur fjölgað hér á landi,“ segir Kári. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, segir þá hafa fengið inn um 10 tilfelli kókaín- fíkla þar til 1998 þegar mikil aukning varð á fjölda þeirra. Fjölgun kókaínfíkla sem skráðu sig inn á Vog fór snarhækkandi þar til árið 2000 að nokkuð dró úr. Frá 2000 hefur hækkunin verið nokkuð jöfn. Þórarinn seg- ir að árleg kókaíntilfelli sem stofnunin tekur til meðferðar séu um 200. „Á heildina litið er um að ræða vaxandi neyslu örvandi efna á síðasta ári þó ekki sé um að ræða eins hlutfallslega mikla aukningu á neyslu kókaíns og 1998 og 1999,“ segir Þórarinn. „Þegar ég var í neyslu fyrir 12 árum þá lenti maður í bölvuð- um vandræðum þegar maður vildi fá kók. Einn og einn lúrði þá á nokkrum kornum. Þrátt fyrir að verðið á kókaíni hafi staðið í stað er kókaínneysla orðin almennari. Íslendingar hafa aldrei sparað við sig til að komast í vímu. Þeir eiga ekki fyrir gúmmístígvélum eða húsa- leigunni af því dópið er svo dýrt,“ segir Mummi, sem rekur meðferðarheimilið Götusmiðj- una fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára. Hann segir framboð á kókaíni yfirdrifið á Íslandi. Hægt væri að segja að fjölg- un neytenda kókaíns hafi farið stighækkandi á síðustu árum þó ekki hafið orðið alger sprenging í neyslu þess síðan á síðustu árum liðins áratugar. Verðið ekki breyst Samkvæmt þeim sem Frétta- blaðið talaði við þá bendir flest til þess að verðið á kókaíni hafi staðið í stað á síðustu árum. Tal- að er um að götuverðið á draslkóki sé um 10.000 krónur á meðan betra efni seljist á um 15.000 krónur. Hins vegar segir einn af heimildarmönnum Fréttablaðsins úr djammlífi borgarinnar að verðið á gramm- inu hafi lækkað og sé nú komið niður fyrir tíuþúsundkallinn. Yngri kókaínneytendur Kókaín hefur í gegnum tíðina verið tengt við heim ríka og fræga fólksins á Íslandi. Svo virðist sem þetta hafi breyst og yngra og venjulegra fólk er í auknum mæli farið að neyta kókaíns. „Neyslan hefur aukist. Áður fyrr var kókaín notað af þeim sem áttu meiri peninga en nú hefur neyslan færst niður í aldri. Það eru fleiri sem nota það en áður,“ segir Ásgeir Karlsso, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykja- vík. Samkvæmt Þórarni Tyrfings- syni voru 80 tilfelli af 192 sem Vogur hafði afskipti af á síð- asta ári á aldrinum 20 til 24 ára og að meðalaldur kókaín- neytenda hafi ekki lækkað tilfinnanlega. Hann segir sjaldgæft að kókaínfíkill hafi ekki áður verið ánetjaður öðrum efnum hér á landi sem sé öðru- vísi en í öðrum löndum til dæmis í Bandaríkjunum þar sem ungt fólk ánetjist kókaíni án þess að hafa notast við önnur fíkniefni áður. Aldurslækkunin á notendum kókaíns á síðustu misserum er þó ekki það áberandi að hún sjá- ist á heildartölum meðferðar- stofnunarinnar. Mummi í Götusmiðjunni seg- ir að um 20% þeirra sem séu hjá samtökunum hafi notað kókaín. Fyrir nokkrum árum var þessi prósentutala um 5%. Hann segir sláandi að meirihluti þessa unga fólks sé stúlkur. Ástæðuna segir Guðmundur að stúlkur séu oft þiggjendur á kókaín sem þær fá frá strákum sem bjóða þeim efnið í skiptum fyrir kynlíf. Enginn komi hins vegar til stráka og bjóði þeim sérstak- lega. Heimildarmenn Fréttablaðs- ins úr næturlífinu taka undir orð Mumma: „Einn sem ég þekki notar kókið sem gjaldmiðil til að fá sér að ríða. Litlar stelpur sem finnst gott að fá sér í nefið og totta typpi fyrir það. Það er bara standard. Þetta þykir kúl ef þú ert 16, 17, 18 ára, og það er ekk- ert mál fyrir stráka að komast yfir stelpur svona.“ Annar af heimildarmönnum blaðsins úr næturlífinu segir neyslu kóka- íns á djamminu hafa tvöfaldast á síðasta eina og hálfa árinu. Hann segir að algengara sé að það sjáist á stúlkum að þær séu kókaðar en á strákum sem þurfi þó ekki að þýða að þær noti efn- ið meira. Aukin dauðsföll Jakob Kristinsson, lyfjafræð- ingur hjá rannsóknarstofu í lyfjafræði, segir kókaín miklu eitraðra efni en amfetamín og segist ekki vita til að dauðsföll hafi átt sér stað sökum am- fetamínneyslu. Hins vegar seg- ist Jakob hafa séð dauðsföll af völdum kókaíns og alsælu. Jakob segir að mikil aukning hafi átt sér stað á Íslandi á dauðsföllum sem rekja má til fíkniefnaneyslu en hann segist ekki hafa tekið eftir sérstakri aukningu á dauðsföllum sem rekja megi til kókaínneyslu. Þórarinn Tyrfingsson segir að ef tilhneigingin verði sú að fíklar „færi sig úr amfetamíni yfir í kókaín“ aukist líkurnar á fjölg- un dauðsfalla sökum of stórra skammta þar sem kókaín sé hættulegra vímuefni en am- fetamín hvað varðar líkur á skyndidauða. „Dauðaskammtur- inn af amfetamíni er vel þekkt- ur. Hér á Íslandi hefur am- fetamínfaraldur geisað mjög lengi og það er afar fátítt að sjá skyndidauða vegna of stórra skammta,“ segir Þórarinn. Spurningin er hvað gerist með árunum eftir því sem neysla kókaíns verður almenn- ari. Eftir því sem kókaín kemst í almennari neyslu er líklegra að það verði enn ódýrara. Slíkt eykur líkurnar á að neytendur fari með kókaín eins og hvert annað eiturlyf sem aftur eykur líkurnar á því að það verði notað í óhófi eða sem hluti af óþekktri lyfjablöndu sem valdið geti al- varlegum skaða. ■ 22 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR Fréttablaðið talaði við 22 ára fíkil sem hefur verið edrú í nokkra mánuði. Hann byrjaði í hassneyslu þegar hann var tólf ára og fór svo í harðari efni eins og svo oft er raunin. Á meðan hann var í neyslu var kókaín í miklu uppáhaldi. Hann segir að það hafi alltaf verið nóg af kókaíni í kring um hann. AF HVERJU KÓKAÍN? “Á tímabili þá notaði ég bara alsælu en ég fílaði ekki hvað ég varð alltaf rosalega þunglyndur af því. Þú sérð alveg á manni ef hann er á alsælu. Þú getur ekki mætt í vinnuna út úr poppaður. Þá breytti ég yfir í kóka- ín því það var auðveldara að fela neysluna. Ég gat verið á kókaíni á hverjum degi. Ef þú sýgur inn kók og drekkur þá næst fram öðruvísi víma en ef maður sýgur bara kók. Það myndast nýtt efni í hausnum á manni. Þegar ég var á kóki þá vildi ég helst ekki gera það nema að drekka bjór með því annars var ég of stífur. Með áfenginu þá verður maður slakari.“ HVERNIG ERU GÆÐI KÓKAÍNS Á ÍSLANDI? “Að prófa kókaín á Íslandi er voðalega lítið kóka- ín, það er kannski 20% af því sem það var áður en það var útúrþynnt með einhverjum öðrum efnum. Mín reynsla er sú að kókaín á Íslandi sé algert drasl ef ég ber það saman við kók í öðrum löndum. Maður notar kókaín á Íslandi og þarf að velta því fyrir sér hvort maður finnur eitthvað, ef maður prófar kókaín í Suður-Ameríku þá finnur maður sko fyrir því.“ ÞEKKIR ÞÚ MÖRG DÆMI UM AÐ MENN HAFI TEKIÐ INN OF STÓRAN SKAMMT AF KÓKI? “Ég hef farið fjórum sinnum upp á spítala vegna of stórs skammts kókaíns. Það er mjög erfitt að óverdósa á kókaíni hér á landi vegna þess að efnið er svo lélegt. Kannski fara gæðin á kókaíni hérna að lagast með meiri eftirspurn. Ég lenti einu sinni í því á Íslandi að sjúga upp kókaín sem var búið að blanda með rottueitri. Þá fór ég upp á spítala. Í hin skiptin var ég í útlöndum. Ég þekki ekki margar slíkar sögur af fólki á Íslandi, bara ein vinkona mín hefur lent í því. Hins vegar er nokk- uð algengt að fólk fari vegna of stórs skammts eiturlyfja en það er sjaldgæft út af kókaíni.“ ER KÓKAÍNNEYSLA ORÐIN ALMENNARI Á ÍS- LANDI? “Minn vinahópur hefur alltaf verið fullur af eiturlyfjum þannig að það sem ég sé hefur ekki breyst mikið. Kókaínneyslu er orðin eins og að drekka kók, það nota allir eiturlyf og það er ekki bara eins og ég hangi í einhverjum kjallara í Breiðholtinu heldur er ég úti um allt. Einu sinni voru bara ríku gæjarnir sem áttu í nefið nú er þetta almennara. Það var ekki þannig en eins og með flesta hluti á Íslandi er þróunin mjög hröð. Þegar ég var í neyslu þá keypti ég slag á fimmt- án þúsund og bjó til þrjú grömm úr því. Svo seldi ég tvö af þessum þremur á tólf þúsund stykkið og notaði svo þriðja grammið sjálfur. Þannig fjár- magnaði ég mína neyslu og kom út í gróða. Kókaínneysla er orðin algengari en glæpirnir í kringum neysluna hafa ekki breyst mikið. Mesta breytingin er meiri neysla.“ Magn kókaíns sem tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli hefur lagt hald á síðastliðinn áratug eykst árlega. Fólkið sem notar efnið er yngra en áður: Kókaín flæðir yfir Ísland SAGA FÍKILS: Saug upp rottueitur MAGN KÓKAÍNS 1994 91,5 g 1995 26 g 1996 0 1997 174 g 1998 630 g 1999 37,14 g 2000 822,2 g 2001 65 g 2002 1512 g 2003 1031 g 2004 1630,9 g* *(það sem af er árinu) FJÖLDI KÓKAÍNFÍKLA 1994 11 1995 10 1996 9 1997 21 1998 42 1999 75 2000 162 2001 173 2002 182 2003 192 Á síðasta áratug hefur þeim sem fá grein- ingu á Vogi sem stórneytendur kókaíns fjölgað úr 11 í 192.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.