Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 14
Mér fannst ég vera orðinn fullorð- inn tólf ára. Það er ennþá hlegið að því í fjölskylduboðum. Þetta þótti þá þegar fyndið. Fólk varð nefni- lega ekki fullorðið fyrr en um ferm- ingu. Fljótlega upp úr því fengu flestir ef ekki allir að fara með jafnöldrum sínum á útihátíðir. Hending var ef foreldrar komu með. Þeir þóttu vitanlega hallæris- legir og var vandlega haldið til hlés. Fermingarmyndir eru þó hlægi- legri en flest annað ef hugmyndin er sú að þær sýni fullorðinn ein- stakling. Í mínu tilviki fólst fullorð- insbragurinn fyrst og fremst í gulri þverslaufu og stæljakkanum (sem ég leyndi vandlega að væri í raun- inni fenginn að láni hjá vinkonu mömmu á neðri hæðinni). Nefið var ekki einu sinni farið að stækka þótt misbólugrafin fermingarsystkin mín gætu mörg hver státað af nokkrum kynþroska. Og nú líður mér eins og gömlum karli (væntanlega líka talsvert um aldur fram). Svo margt hefur bless- unarlega breyst. Foreldrar hafa tekið sig saman og setja börnum sínum sjálfsögð mörk varðandi úti- vistartíma, fyllirísferðir og sjoppu- hangs. Rannsóknir hafa enda sýnt að þrátt fyrir að nánast allir ung- lingar prófi áfengi og jafnvel önnur fíkniefni er samneyti við foreldra mikilvægast til að forða þeim frá að festast í neyslu. Þeim mun seinna sem regluleg neysla áfengis hefst þeim mun betra. Þeim mun meiri tíma sem foreldrar verja með börn- um sínum þeim mun betra. Ábyrgir foreldrar í fjölmiðlum sem hvetja aðra foreldra til að vera með börnum sínum um verslunar- mannahelgina eru því orðnir jafn árvissir og lóur að vori. Börn eiga að fá að vera börn og foreldrar eiga að axla uppeldisskyldur sínar. Ein- falt mál. Skýr skilaboð. Ástæða þess að minna þarf á þessi sjálf- sögðu sannindi er þó líklega sú að við Íslendingar erum nokkuð begg- ja blands í þessum efnum. Mér fannst ég vera fullorðinn tólf ára vegna þess að um það leyti byrjaði ég að vinna fyrir kaupi. Okkur hef- ur alla tíð þótt sjálfsagt að vinna frá barnsaldri. Nú þegar skólaárið hefur lengst í báða enda hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni hvort ekki sé eðlilegt að börn fái sumarfrí. Er ekki úrelt að það sé nánast skylda sveitarfélaga að sjá börnum fyrir vinnu frá fjórtán ára aldri þrátt fyrir að atvinnulífið sé að langstærstum hluta hætt að nýta sér börn sem vinnuafl? Væru ekki allir sammála um að sniðganga vörur ef fram kæmi að fjórtán ára Indverjar ynnu við framleiðslu þeirra? Það er öllum hollt að vinna en börn eiga að fá að vera börn. Væri hægt að ná samstöðu um að sumarvinna unglinga hæfist sum- arið eftir samræmd próf, við sext- án ára aldur? ■ 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR14 MAÐUR VIKUNNAR Áfimmtudag var John Kerry útnefndur semforsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Íræðu sinni þar sem hann tók við útnefning- unni talaði hann mikið um fjölskyldu sína og for- eldra en mestu áhersluna lagði hann á að draga upp muninn á þeim hugmyndum sem hann hefur um framtíð Bandaríkjanna og þeirri stöðu sem nú er uppi. Í kynningu Demókrataflokksins á frambjóðanda sínum er mikið gert úr því að hann þjónaði í hernum í Víetnamstríðinu. Ekki nóg með það heldur hlaut hann margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir hetjudáð. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því eftir að hann kom heim úr stríðinu upphóf hann andóf gegn stríðsrekstrin- um og varpaði heið- ursmerkjum sínum í Potomac-ánna í Washington til merkis um andúð sína á stríðinu. Reyndar segja háværar kjafta- sögur að Kerry hafi alls ekki hent sínum eigin heiðursmerkj- um heldur hafi hann haldið þeim eftir en hent merkjum sem hann fékk frá öðr- um hermönnum. Til viðbótar þessu hafa nokkrir af fyrrverandi félög- um hans í Víetnam gefið út bók undir titlinum „Óhæfur til ábyrgðar“ (e. Un- fit for Command), sem, eins og tiltillinn segir til um, er ekki beint jákvæð í garð for- setaefnisins. Kerry studdi innrás- ina í Írak og hefur stefna hans í þessu mikilvæga kosningamáli þótt fremur óljós. Gert hefur verið grín að því að sem öldungadeildar- þingmaður hafi Kerry stutt innrásina en ekki stutt lög um fjármögnun stríðsrekstursins. Fyrir vikið hafa repúblikanar reynt að draga upp mynd af Kerry sem eins konar pólitísk- um vindhana og tækifæris- sinna. Og vísast er nokkuð til í því. Kerry er ekki leiftrandi hug- sjónamaður í pólitík. Hann fer þá leið sem best hentar hverju sinni og siglir milli skers og báru í hatrömmustu deiluefn- um bandarískra stjórnmála. Þegar Bandaríkjamenn eru spurðir um það í skoðanakönn- unum hvort Kerry hafi heild- stæða sýn á framtíð Bandaríkjanna getur meirihlut- inn ekki samsinnt því. Samt sem áður er staða hans í skoðanakönnunum tiltölulega góð og kosningasér- fræðingar telja að hann eigi ágæta möguleika á sigri. Á flokksþingi demókrata í Boston flutti Bill Clint- on, fyrrum forseti, magnaða ræðu yfir flokkssystk- inum sínum. Margir áheyrendur höfðu á orði að þar færi maðurinn sem ætti að vera í framboði en stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar mönnum að sitja í forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Samanburðurinn við Clinton á þessu flokksþingi er Kerry ekki sérlega hagstæður. Það er nefnilega þannig með Kerry að þrátt fyrir mikla pólitíska vel- gengni hefur honum aldrei tekist að hrífa fólk með sér á sama hátt og leiðtogar á borð við Clinton, Kenn- edy og Roosevelt – helstu goðsagnir Demókrataflokksins á tuttugustu öldinni. Raunar er yfirbragðið á Kerry meira í ætt við repúblikanann Richard Nixon. Brosið er stíft og þvingað. Ræðu- stíllinn er þaulæfður en laus við leiftr- andi snilld og til- finningar og pólitík- in er praktísk fremur en innblás- in af hugsjónum. Það sem gerir það hins vegar að verkum að Kerry er líklegur til að ná góðum árangri í kosningunum er einfaldlega sú stað- reynd að hann er ekki George Bush. Stjórnmálaskýrendur hafa lýst þessu svo að velgengni Kerry sé frekar til kominn vegna þess sem hann er ekki, frekar en fyrir það sem hann er. Í prófkjöri demókrata kom Kerry flestum í opna skjöldu og rúllaði yfir and- stæðinga sína. Þá kusu demókratar Kerry vegna þess að hann var ekki Howard Dean – maðurinn sem hreif með sér fjöldann en þótti ekki vera nægilega forseta- legur og yfirvegaður til að eiga möguleika á að sigra núverandi forseta. Nú siglir Kerry á öldu óá- nægju með George W. Bush. Hvort það komi til með að duga Kerry til að tryggja sér forseta- embættið er vafasamt. Kerry mun því á næstu vik- um halda áfram að meitla skilaboð sín til kjósenda þannig að þeir þurfi ekki að klóra sér í kollinum og velta vöngum þegar þeir eru spurðir að því fyrir hvað John Kerry standi í pólitík. Milli skers og báru JOHN KERRY FORSETAFRAMBJÓÐANDI TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS DAGUR B. EGGERTSSON Fermingarmyndir eru þó hlægilegri en flest annað ef hugmyndin er sú að þær sýni fullorðinn einstakling. ,, SKOÐUN DAGSINS AÐ FULLORÐNAST Hvað eru börn lengi börn? Í uppvexti í Reykjavík var mér kennt að bera virðingu fyrir ná- grönnum og eigum þeirra. Ekki skyldi brjóta rúður með snjókasti til dæmis, ekki traðka niður gróð- ur og ekki vaða inn á skítugum stígvélunum. Því hefur það komið mér á óvart undanfarið hversu grimmilega er stundum ráðist að eignum fólks í grónum hverfum borgarinnar af þeirra hálfu sem einmitt eiga að stuðla að viðhaldi og uppbyggingu fagurs mannlífs; nefnilega skipulagsyfirvalda. Það liggur við að gefið hafi verið út skotleyfi á gömlu hverfin í borg- inni, einkum Þingholtin og Skuggahverfið og nánasta um- hverfi. Margir kunna þó að meta þennan gamla borgarhluta og kom það berlega í ljós í hugmynda- samkeppni um framtíð miðborgar- innar, sem Landsbankinn stóð fyrir í vor. Íbúar gömlu Reykjavíkur í kringum Laugaveg þekkja vel hve ferðamenn og fótgangandi Íslend- ingar gefa sér góðan tíma til að þræða stíga og afkima hverfisins, skoða óregluleg þök, garðholur og spjalla við íbúa. Þarna ríkir sér- stakur og eftirsóknarverður andi innan um lágreist hús, steinbæi, stakar verslanir og nálægð. Mann- líf af því tagi sem var í hávegum haft í verðlaunuðum hugmyndum áðurnefndrar keppni. Margir sækjast einnig eftir að búa í gömlu Þingholtunum, gera upp gömul hús og hlúa að gróðri og veröndum innan um bárujárnsklædd og ósamstæða húshluta, jafnvel þótt götumyndin sé sögð misheppnuð. Skyldu söguritarar geta bent á nokkur tímabil íbúaflótta úr Þing- holtunum? Til að stuðla að því að þessi góði andi haldist svo nálægt miðbænum væri því góð skipu- lagshugmynd að styðja viðleitni íbúanna, sjá til þess að gömul hús komist í áhugasamar viðhaldsglað- ar hendur og aðstoða við endurnýj- un þess gamla; að viðhalda anda hverfisins í stað þess að gefa byggingarverktökum með risa- stórar hugmyndir leyfi til að kæfa hann. Það væri vænleg leið til að halda aðdráttarafli miðbæjarins fyrir nýja íbúa. Á sama hátt er æskilegt að stuðla að betra við- haldi húsa við Laugaveginn í stað þess að rífa upp með rótum það eina sem gerir götuna enn við- kunnanlega, nefnilega gömlu hús- in með litlu verslununum; leifarn- ar af byggingasögu svæðisins. Mjög aðlaðandi hugmyndir um að nýta baklóðir húsanna við Lauga- veginn sáust á sýningu arkítekta- nema í Listasafni Reykjavíkur í vor. Hugmyndir sem ekkert áttu skylt við að fylla upp í alla reiti með steinsteypu heldur aðgengi fólks um króka og kima. Í Þingholtunum er afar þéttbýlt þótt ekki skrapi öll hús skýin. Við Grettisgötu búa einna flestir íbúar borgarinnar á fermetra. Á baklóð- um í Þingholtunum eru ótalmörg sólrík smábýli sem prýdd eru svalagörðum og fyrirmyndarlóð- um. Samt er því slegið fram að þétta þurfi byggð við miðbæinn og spjótin beinast einatt að Þingholt- unum. Byggð hefur sannarlega verið þétt á undanförnum árum við Skúlagötu, Þórsgötu, Grettis- götu, Barónsstíg og reyndar víðar. Og nú er enn búið að skipuleggja þéttari byggð á litla græna blettin- um milli Spítalastígs, Grundar- stígs og Bergstsaðastrætis. Þetta er í samræmi við núverandi stefnu þeirra sem taka ákvarðanir um þróun byggðar í hverfinu – ef marka má framkvæmdir undan- farinna ára. Ef þetta er raunveru- lega vilji íbúa Reykjavíkur væri ekki verra að fá umræðuna upp á yfirborðið í stað þess að kynna verðlaunahugmyndir um allt aðra þróun en setja óskyldar hugmynd- ir sífellt í framkvæmd. Nú er til að mynda hugmyndin um að byggja fjögurra til fimm hæða hús sem á að fylla upp í 25 bílastæði skáhallt á móti Bernhöftsbakaríi, græna baklóð við Spítalastíg 6 og yfir- gnæfa öll eins, tveggja og þriggja hæða timburhúsin í kring. Ný- byggingin stæði í suðurátt frá Spítalastíg og þar með breiða skugga yfir eina götutréð í ná- grenninu og allt mannlíf sem teng- ist þessum reit (hugmyndirnar eru kynntar í glugga við Bergstaða- stræti 15). Í öllum íbúðum um- hverfis reitinn býr fólk sem valdi sér að setjast þarna af því það er sátt við götumyndina eins og hún er. Lái þeim hver sem vill að fara í fýlu, en verðmæti eigna þeirra er einnig í húfi. Ef götumyndin hefði fælt þessa íbúa frá, byggju þeir nú líklega í Fellahverfi þar sem götu- myndin er heildstæð og engin skörð sjáanleg í fyrirmyndartann- garði skipulagsyfirvalda. Ég skrifa því mér finnst nýj- ustu skipulagsbreytingar slæmar. Ég tek mér því í munn orð Snorra: Eigi skal höggva. Hlífum þessum sérstaka reit sem hefur glettilega heillegt yfirbragð lágreistra og vel viðhaldinna húsa. Nú er nóg hög- gvið. Stöndum frekar að því að þarna verði til reitur með gróðri, boltavelli, tengistígum eða nýjum lágreistum bárujárnshúsum og frágengnum bílastæðum eða hver- ju því sem virðir menningarsögu reitsins og bætir mannlíf ná- granna og gesta og þar með mið- bæjarins. ■ Grisjun mannlífs og götumynda MARÍA MAACK UMHVERFISSTJÓRI OG KENNARI UMRÆÐAN ÞINGHOLTIN Ég skrifa því mér finnst nýjustu skipu- lagsbreytingar slæmar. Ég tek mér því í munn orð Snorra: Eigi skal höggva. ,, Og vísast er nokkuð til í því. Kerry er ekki leiftrandi hugsjóna- maður í pólitík. Hann fer þá leið sem best hentar hverju sinni og siglir milli skers og báru í hatrömm- ustu deiluefnum banda- rískra stjórnmála. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.