Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 12
Bloggað fyrir Kerry Bloggið á netinu sækir sífellt í sig veðrið. Nýjasta dæmið er staða bloggara á flokks- þingi demókrata í Bandaríkjunum í vik- unni. Í blaðamannastúkunni sat á fjórða tug bloggara við hlið fréttamanna frá hefðbundnum fjölmiðlum. Sjónarhorn þeirra var oft annað en fréttamanna og undantekningarlaust lýstu þeir mjög ákveðnum skoð- unum á því sem þeir heyrðu og sáu. Flestir blogg- arnir eru vinstri sinnaðir stuðnings- menn Johns Kerry. Þó að bloggið hafi færri lesendur en hefðbundnir fjölmiðl- ar er um mikilvægan markhóp að ræða. Sá bloggaranna á þinginu sem mest er lesinn á heima á slóðinni dailykos.com og eru lesendur hans um 150 þúsund á degi hverjum. Brittanica fær samkeppni Alfræðiritið Encyclopaedia Brittanica er aðgengilegt á netinu. Þar má lesa um eitt hundrað þúsund greinar um hin aðskilj- anlegustu efni. Greinarnar eru samdar af sérfræðingum í hverri grein og eiga að vera mjög ábyggilegar. Aðgangur að vef- síðunni kostar 60 dollara á ári. Íslending- ar hafa frjálsan aðgang fyrir frumkvæði Björns Bjarnasonar meðan hann var menntamálaráðherra. Greiðir ríkið ákveð- na upphæð fyrir alla og tryggir þannig að- ganginn. Hefur það komið sér vel fyrir námsfólk við ritgerðarsmíð og aðra sem þyrstir í fróðleik. Nú hefur Brittanica feng- ið samkeppni frá vefriti sem kallað er Wikipedia, en þar er að finna greinar og fróðleik í sama stíl, nema hvað vefritið er ókeypis og greinarnar eru þrisvar sinnum fleiri, á fimmtíu tungumálum og allar samdar af áhugafólki (sem margt er þó sérfræðingar). Enginn ritstýrir heldur hef- ur vefurinn orðið til í gagnvirku samspili hundruð þúsunda notenda. Reiðir vefurinn sig á leiðrétt- ingar áhugasamra ef villur slæðast inn. Deilt er um hvort Wikipedia geti talist áreiðanleg heim- ild en engin spurning er um vinsældirnar því gestir eru nærri níu milljónir á dag. Kosningar hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu í umræðum manna á millum. Þannig lenti ég í karpi nokkru nýlega við miðaldra konu í heita pottinum. Hún taldi öll tormerki á því að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þjóðin hefði bein- línis ekki þroska til þess að kryfja eitthvert ákveðið mál til mergjar og kveða upp úrskurð í því. Þetta fjölmiðlamál til dæmis: Hefðu ekki kannanir sýnt að bara þriðjungur hefði kynnt sér málið? Það sýndist einfalt en væri samt svo flókið að almenningi væri ofviða að botna í því. Værum við ekki að ráða menn í vinnu á fjögurra ára fresti, sem við treystum til að vinna svona verk fyrir okkur? Fulltrúalýðræðið væri meginstoð okkar stjórnskipu- lags. Á þingi væru sérfróðir menn um verklag, vinnubrögð og pólitísk vandamál. Þeir menn réðu fram úr þessu, þannig að við þyrftum ekki að leiða hugann að því en gætum snúið okkur að geðþekkari hugðar- efnum, skroppið til sólarlanda, skellt okkur í stangveiði, þust út á golfvellina, sleikt sólskinið í sum- arbústaðnum. Einn pottverja spurði konuna hvort nokkur leið væri að treysta þroska kjósenda til að velja okkur þingmenn, ef þeim væri ekki treystandi til að kynna sér nægi- lega eitt afmarkað mál! Þá kom í ljós að konan treysti þeim í raun heldur ekki til þess; flestir færu þeir bara eftir útliti og fagurgala! Við svo búið var málið tekið af dagskrá og tekið upp léttara hjal. Þessar umræður rifjuðu upp fyrir mér einn þátt hins nýaf- staðna fjölmiðlamáls. Stjórnar- sinnar héldu því sem sagt fram, að með því að fresta gildistöku fjöl- miðlalaganna fram yfir næstu þingkosningar, væri verið að bera þau undir þjóðina með sama hætti og í þjóðaratkvæðagreiðslu, leggja málið í dóm kjósenda! Hvað sem segja má um þroska kjósenda, ber þessi röksemdafærsla ekki vitni um mikinn þroska ráðamanna. Í fyrsta lagi hefði afleiðing þessa orðið sú, eins og Kristinn H. Gunn- arsson benti á, að Framsókn hefði gengið til kosninga tengd Sjálf- stæðisflokknum órjúfandi bönd- um, án þess það hefði verið svo mikið sem rætt í nokkrum valda- stofnunum flokksins. En í öðru lagi lýsir það „grund- vallarmisskilningi að leggja þing- kosningar að jöfnu við þjóðarat- kvæðagreiðslur“, eins og fram kom í áliti því sem Þjóðarhreyfing- in sendi allsherjarnefnd Alþingis. Í Alþingiskosningum er verið að velja fulltrúa á þjóðþing á grund- velli almennrar stefnu í málaflokk- um eins og fjármálastefnu ríkisins, velferðarmálum, menntamálum og utanríkismálum. „Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál,“ segir áfram í álitinu, „þarf ekki að varða slíka almenna stefnu og varðar alls ekki kjör full- trúa á þjóðþing. Þvert á móti er til- gangur þjóðaratkvæðagreiðslu sá að taka út einstök mál til þess að þjóðin geti úrskurðað um þau beint. Það er því hugtakaruglingur að slá saman þjóðaratkvæða- greiðslu og almennum þingkosn- ingum og halda því fram að þjóðin úrskurði um tiltekið mál í þing- kosningum. Þetta er reyndar slíkur grund- vallarmisskilningur að hann kemur flestum borgurum, leikum sem lærðum, jafnmikið á óvart. Þeir sem þetta skrifa þekkja engin dæmi þess úr rúmlega 200 ára sögu al- mennra þingkosninga að því hafi verið haldið fram að almennar þing- kosningar jafngildi þjóðaratkvæða- greiðslu um eitt tiltekið mál, sem alls ekki er borið upp sérstaklega í þingkosningunum. Til að árétta þetta enn frekar er vert að huga að því að með lýðræði er jafnan átt við annað af tvennu. Annars vegar er átt við aðferð til að taka bindandi hópákvarðanir þar sem aðilar máls- ins eru ósammála, hins vegar er átt við stjórnskipulag sem einkennist í vestrænum ríkjum samtímans m.a. af þrískiptingu ríkisvaldsins og til- teknum frelsisréttindum eins og tjáningarfrelsi og prentfrelsi. Einn meginþáttur slíks lýðræðislegs stjórnskipulags er löggjafarsam- koman. Á Íslandi er sá háttur hafð- ur á, að til löggjafarsamkomu er kosið á fjögurra ára fresti og eru slíkar kosningar því fyrst og fremst hluti af hinu lýðræðislega stjórn- skipulagi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál (t.d. á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar) er hins veg- ar ekki hluti af hinu lýðræðislega stjórnskipulagi (sem sést best á því að það hefur haft sinn gang án slíkra kosninga í 60 ár) heldur að- ferð til að taka milliliðalausa, bind- andi ákvörðun um tiltekið mál.“ Loks er ótækt að leggja þjóðar- atkvæðagreiðslu að jöfnu við þá reglu að samþykki tveggja þinga þurfi til að stjórnarskrárbreyting geti tekið gildi. Í fyrsta lagi er þing rofið og efnt til kosninga þegar í stað eftir samþykkt stjórnarskrár- breytingar, en í tilfelli fjölmiðla- frumvarpsins áttu að líða tæp þrjú ár þar til um það yrði kosið! Í öðru lagi er þing kosið á nýjan leik til að uppfylla það skilyrði að tvö þing samþykki stjórnarskrárbreytingu. Kosningarnar geta því ekki einu sinni talist þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingarnar. Sennilega væri því viturlegra í framtíðinni að efna til sérstakrar þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrárbreyt- ingar, eins og gert var um lýðveld- isstjórnarskrána 1944. ■ Þ egar listinn yfir skatthæstu einstaklingana er skoðaður er aug-ljóst að eignatekjur ráða mestu um skattgreiðslur þessa hóps.Skattarnir endurspegla ekki launatekjur þess. Þeir sem borga hæstu skattana hafa selt eignir með hagnaði. Birting skattskráa vekur árlega upp umræðu um tekjuskiptingu í samfélaginu en í ljósi sífellt meira vægis eignatekna er ólíklegt að hefðbundnar aðgerðir til kjara- jöfnunar muni lækka tekjur skattakónganna. Tekjur þeirra ráðast af verði á eignum – verðbréfum, fasteignum, landi og kvóta – en verð á þessum eignum ræðst af framboði og eftirspurn á markaði. Til að hefta slíka tekjumyndun þyrftum við því að yfirgefa markaðshagkerfið. Það er á vissan hátt ánægjulegt við listana sem birtir voru í gær að kvótaeigendur eru ekki eins áberandi á þeim og oft áður. Það er þó auð- séð að kvótasala hefur aflað stórum hópi á þessum listum góðra tekna á síðasta ári. Munurinn á kvóta og öðrum eignum er að kvótaeignin varð til í einskonar happadrætti ríkisins; þar sem tiltölulega litlum hópi var gefinn eignarréttur yfir auðlindum hafsins. Kosturinn við slíkt fyrirkomulag var talinn vera sá að með henni væri hægt að byggja upp skynsamlegri nýtingu á þessum auðlindum. Kenningin var sú að menn færu betur með eigin eignir en annarra – eða það sem enginn ætti. Ókosturinn sem fylgdi var óréttlætið sem fólst í því að til- tölulega fámennum hópi manna var falin án nokkurs endurgjalds eign sem nú er nokkur hundruð milljóna króna virði. Fylgjendur kvótans hafa haldið því fram að sætta megi sig við þennan ókost þar sem kost- irnir við eignarrétt á kvóta séu meiri fyrir samfélagið. Reynslan hefur sýnt að stór hluti þeirra sem fengu kvótann gefins hefur þegar selt hann. Útgerðarmönnum var stillt upp frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að reka áfram fyrirtæki sín og byggja upp eignir sínar í nýju umhverfi en hins vegar að selja kvótann og fá strax greiddan margra ára ávinning af rekstrinum. Það hefði verið undarlegt ef flestir útgerðarmannanna hefðu ekki tekið seinni kostinn. Þótt sá fyrri sé ábyrgur og aðdáunarverður þá er sá seinni eiginlega mannlegri. Vegna gagnrýni ýmissa aðila á kvótakerfið brugðust stjórnvöld aldrei við þessum ágalla á kvótakerfinu. Þau töldu það andstætt hags- munum sínum að beina sjónum fólks að skyndilegum gróða fámenns hóps og þar með helstu göllum kerfisins. Þau áttu fullt í fangi með að verja þá hluti kerfisins sem þau skilgreindu sem kosti. Það má jafnvel segja að stjórnvöld hafi ýtt útgerðarmönnum út í kvótasölu. Til að örva sparnað ákváðu stjórnvöld að hafa eignatekjur skattfríar lengst af og loks í lægra skattþrepi en launatekjur. Hagnað- ur einstaklinga af sölu á útgerðarfélögum með kvóta var því lengi vel skattfrjáls en ber í dag 10 prósenta skatt. Á sama tíma greiða fyrirtæki 18 prósenta skatt og einstaklingar tæplega 39 prósenta. Ef verð á kvóta er hátt og ekki þess bjartara framundan í rekstri útgerða er næsta óskynsamlegt fyrir útgerðarmanninn að selja ekki sem fyrst. Þótt fiskurinn í sjónum hafi verið skilgreindur sem þjóðareign þá var hann ríkiseign á sama hátt og lendur ríkisins eða fyrirtæki sem hafa verið byggð upp fyrir skattfé og rekin af ríkisvaldinu. Þegar litið verður yfir efnahagsstefnu íslenskra stjórnvalda undanfarna áratugi mun einkavæðing ríkiseigna án efa verða talin mikilvægasta og áhrifa- mesta aðgerðin. Án efa verður deilt um verð á tilgreindum eignum sem voru seldar og hvort stjórnmálatengslum kaupenda hafi verið leyft að skerða hagsmuni ríkissjóðs. En sala á einstökum fyrirtækjum – jafnvel eins mikilvægum og viðskiptabönkunum – mun blikna við hliðina á einkavæðingu kvótans. Sem einkavæðing var kvótakerfið undarlega kæruleysisleg aðgerð og ekki er hægt að sjá að stjórnvöld hafi leyft sér að hugsa fyrir afleiðingar hennar. Framundan er sala á Símanum. Búast má við að hún fari fram sam- kvæmt eðlilegum viðskiptaháttum til að gæta réttlætis og vernda hags- muni ríkissjóðs.■ 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Áhrifa gjafakvótans má enn sjá á skattskrám. Kæruleysislegasta einkavæðingin Þjóðaratkvæði og þingkosningar ORÐRÉTT Skemmtileg smíð Þú virðist vera í góði formi þessa dagana. „Ég er smíðaður til þess. Nóg er af leiðindapúkunum.“ Árni Johnsen, fyrrv. alþingismaður, syngur Brekkusönginn á þjóðhátíð í Eyjum um helgina. DV 30. júlí. Frádráttarafl Frasar á borð við „dagskrá fyrir alla fjölskylduna“ og „af nógu er að taka fyrir alla aldurshópa“ fæla mig frá. Inga Rún Sigurðardóttir blaðamaður, sem finnst útihátíðir yfirhöfuð plebbalegar. Morgunblaðið 30. júlí. Ekki fagnaðarefni Fáir aðrir en hörðustu frjáls- hyggjumenn halda því fram af alvöru að íbúum þriðja heims- ins beri að taka hnattvæðing- unni fagnandi. Nema það sé sérstakt fagnaðarefni að fá að eyða ævinni í að strita myrkr- anna á milli, gjarnan við ömur- legar aðstæður, við framleiðslu á vörum sem Vesturlandabúar girnast. Elva Björk Sverrisdóttir blaðamaður. Morgunblaðið 30. júlí. Kynsvall kratanna Sósíaldemókratar hafa snúist svo gjörsamlega gegn uppruna sínum, segir einn forystu- manna andófsins [gegn Ger- hard Shröder í þýska jafnaðar- mannaflokknum] að það er sem við sjáum páfann í Róm hvetja lýðinn til að leggjast í kynsvall. Árni Bergmann, fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans, í heimsmálapistli. DV 30. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið MIÐI Á 99KR? 11. HVER VINNUR SENDU SMS SKEYTIÐ BT FBG Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. VINNINGAR ERU: MIÐAR Á MYNDINA · BOLIR · VHS OG DVD MYNDIR FULLT AF GRETTIR VARNINGI · HÚFUR · MARGT FLEIRA gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLUR ÓLAFUR HANNIBALSSON Þetta er reyndar slíkur grundvallarmisskiln- ingur að hann kemur flestum borgurum, leikum sem lærð- um, jafnmikið á óvart. Þeir sem þetta skrifa þekkja engin dæmi þess úr rúmlega 200 ára sögu almennra þingkosninga að því hafi verið haldið fram að almennar þingkosningar jafngildi þjóðaratkvæða- greiðslu um eitt tiltekið mál. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.