Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 35
Það verður allt iðandi af lífi í Ár- bæjarsafni um helgina. Dagskrá- in er fjölbreytt fyrir þá sem kjósa að njóta þess sem Reykjavík hef- ur upp á að bjóða þessa mestu ferðahelgi ársins. Leikjadagskrá fyrir börnin hefur verið skipulögð í dag en þeim gefst einnig kostur á að setj- ast á hestbak klukkan 14. Græn- metismarkaður verður einnig í gangi, handsaumuð dúkkuföt til sölu og útsaumaðir vettlingar. Sunnudagurinn í safninu ber yfir- skriftina Pósturinn kemur en póstlest mun fara um svæðið og gefst gestum kostur á að fylgjast með póstinum færa íbúum gömlu húsanna bréf. Lummur verða síð- an á boðstólum fyrir svanga en húsfreyjan í Árbænum verður iðin við baksturinn. Frídagur verslunarmanna, mánudagurinn, verður síðan tileinkaður leikjum og leikföngum fyrri tíma með skemmtilegri barna- og fjöl- skyldudagskrá. Farið verður í rat- leik og gamla hópleiki, leikið með leggi og skeljar, stultur og húla- hringi, sippubönd og ótal margt fleira. LAUGARDAGUR 31. júlí 2004 27 Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi í Klúbbn- um við Gullinbrú í kvöld. Húsið opnar klukkan níu en bandið byrj- ar að spila upp úr ellefu. Að sögn Geirmundar verður vonskuveður á Suðurlandinu um helgina og engin ástæða til að leita langt yfir skammt að góðri skemmt- un. „Við lofum góðu stuði, tök- um Geirmundarsveifluna landsþekktu og önnur lög í bland ef fólk biður um. Hljómsveitin er þekkt fyrir að eyða ekki tímanum í pásur og ég ráðlegg fólki að koma snemma svo það nái sér í borð. Við höfð- um til stórs aldurshóps og þetta verður dúndur dansiball!“ Á sunnudagskvöldið heldur Geirmundarsveitin í Skagafjörð- inn og spilar á árlegu balli í Ár- garði. ■ Geirmundur við Gullinbrú GEIRMUNDUR VALTÝSSON Hljóm- sveit hans heldur stórdansleik í Klúbbnum við Gullinbrú í kvöld. ÁRBÆJARSAFN Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. Leggir, skeljar og húlahringir Á þriðjudögum Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.