Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 31. júlí 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 1 2 3 Laugardagur JÚLÍ ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Orgeltónleikar í Hallgríms- kirkju þar sem Kári Þormar, org- anisti Áskirkju, leikur tónlist eftir Bach, Mendelssohn, Messiaen, Jón Nordal, Gunnar Reyni Sveinsson o.fl.  14.00 Madrigalkórinn í Kiel syngur í hvelfingu Laxárstöðvarinnar í Að- aldal. Aðgangur er ókeypis. Hann mun einnig syngja klukkan 21.  15.00 Bachsveitin flytur ítalska strengjatónlist frá 17. öld á Sumar- tónleikum í Skálholti. Jaap Schröder mun veita sveitinni forystu.  17.00 Skálholtskvartettinn flytur strengjakvartetta eftir L. Boccherini og J. Haydn á Sumarónleikum í Skálholti.  21.00 Tenórinn Eyjólfur Eyjólfsson flytur íslensk og erlend söngverk frá barokktíma ásamt Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara og Arn- geiri Heiðari Haukssyni á teorbu á Sumartónleikum í Skálholti.  21.30 Kristján Pétur Sigurðsson heldur tónleika í Deiglunni á Ak- ureyri helgaða Tom Waits.  Tónleikar til heiðurs sr. Einari í Hey- dölum í Heydalakirkju. Sungin verða lög úr íslenskum kirkju- söngbókum allt frá 16. öld.  Hljómsveitin Mannakorn heldur tón- leika í Úthlíð í Biskupstungum. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Anna Sigríður Hróðmars- dóttir og Guðrún H. Bjarnadóttir Hadda opna sýninguna Bláskel í ash galleríi Lundi, Varmahlíð. Sýn- ingin stendur út ágúst og er opin frá 10.00 - 18.00 alla daga.  14.00 Kristín Geirsdóttir kynnir myndverk í galleríinu húnoghún, Skólavörðustíg 17b. ■ ■ SKEMMTANIR  14.00 Skipulögð leikjadagskrá verður fyrir börnin á Árbæjarsafni. Einnig verður grænmetismarkað- ur, handsaumuð dúkkuföt til sölu og útsaumaðir vetlingar.  15.00 Brekkusöngur, Benedikt búálfur, Páll Óskar Hjálmtýsson, Leikfélag Sólheima með lög úr Hárinu, Abbalög og Bítlalög og fleira á Sólheimahátíð.  17.00 Rokkhljómsveitin Touch heldur tónleika á Pizza 67 í Vest- mannaeyjum.  20.00 Lauflétt spurningakeppni á Gömlu Borg í Grímsnesi. Síðan verður dansað til klukkan 2.00.  21.00 Stórtónleikar Stuðmanna og blúsrokkarans Long John Baldry í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  22.00 Grand Rokk partí. Óvænt skemmtiatriði þegar líða tekur á kvöldið.  23.00 Hljómsveitin Brimkló efnir til innihátíðar á Broadway.  23.00 Stuðbandalagið frá Borgar- nesi verður með dansleik á Kringlukránni.  23.00 Búðarbandið skemmtir í Hressingarskálanum í kvöld.  23.00 dj Nonni Quest spilar í fyrsta sinn á Nasa.  Paparnir spila á Neistaflugi í Nes- kaupstað.  Egó heldur fyrstu tónleikana í 20 ár á Þjóðhátíð í Eyjum.  Í svörtum fötum og Skítamórall spila í Sjallanum og KA heimilinu, Akureyri.  Techno Party 360˚ Down Under á Sjallanum, Akureyri.  Geirmundur spilar á Klúbbnum v/Gullinbrú.  Spútnik spilar á Players, Kópavogi.  Hljómsveitin Sent spilar á Allanum, Siglufirði.  Lúdó sextett og Stefán spila á Út- laganum.  Hermann Ingi jr. spilar á Catalinu.  Maggi í Úlpu sér um stuðið á 22 í kvöld.  Hljómsveitin Tilþrif og Ruth verða með dansleik á Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri.  Dj. Andri spilar á Felix.  Dj. Kiddi Bigfoot spilar á Hverfis- barnum. ■ ■ ÚTIVIST  09.00 Minjasafnið efnir til göngu- ferðar um Garðsárdal yfir í Bleiksmýrardal. Lagt verður af stað frá bænum Garsá. Gangan stendur yfir í 8 klukkutíma. Skrán- ing er í síma 462 4162,  13.00 Fetað verður í fótspor Axlar- Bjarnar undir leiðsögn Sæmundur Kristjánssonar. Gengið verður frá Búðakirkju, hin forna Jaðra- gata/Jaðargata frá Axlarhólum að Hraunlöndum og Klettsgatan þrædd til baka að Búðum. Áætl- aður göngutími er 5-6 klst. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Helga Ingólfsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti, flytur minningarbrot úr þrjátíu ára sögu Sumartónleik- anna. Fyrirlesturinn er í Skálholts- skóla. Borgarbúar þurfa ekki lengur að fara út á land til að skella sér á útihúsið, Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn hefur séð til þess. Stór- tónleikar verða þar í kvöld þar sem Stuðmenn stíga á stokk ásamt blúsrokkaranum Long John Baldry. Þessi skemmtun verður að teljast gjaldgeng í útihátíðar- hópinn enda ein reyndasta versl- unarmannahelgarhljómsveitin þar á ferð. Í tilefni af þessu verð- ur ókeypis í öll tæki garðsins frá klukkan 18 til 23 en tónleikarnir sjálfir hefjast klukkan 21. Á frí- dag verslunarmanna, mánudag, verður í tilefni dagsins frítt inni í garðinn í boði Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur. ■ Viðburði sunnudags og mánudags má finna á visir.is. STUÐMENN Troða upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um í kvöld. TÓNLIST ■ Stuðmenn leika á hátíðinni í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Útihátíð í borginni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.