Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 6
6 4. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR FLUTNINGAR Rúmlega átta sinnum dýrara er að flytja 7 metra langan flutningabíl með Herjólfi milli lands og Eyja, en kostar að flytja venjulegan fólksbíl eða jeppa. Grunngjald fyrir fólksbíla, jeppa eða tengivagna er 1.700 krónur, eða 3.400 krónur báðar leiðir. 28.000 krónur kostar að flytja 7 metra langan flutningabíl báðar leiðir, greiða þarf 2.000 krónur fyrir hvern metra á bílum sem lengri eru en 6 metrar. Einhvers kurrs gætir meðal sjálfstætt starfandi flutningabílstjóra með þennan mun og hafa þær raddir heyrst að með þessu sé fótunum kippt undan vöruflutningum ein- yrkja milli lands og Eyja. Guðfinnur Þór Pálsson, rekstr- arstjóri Herjólfs hjá Landflutn- ingum - Samskipum, segir að unnið sé eftir gjaldskrá Vegagerð- ar ríkisins varðandi flutning á far- artækjum. „Það eru nokkrir flutn- ingaaðlilar sem flytja vörur með Herjólfi, Landflutningar þar á meðal. Þar sitja allir við sama borð og greiða sama gjald fyrir flutninga, sama hvort það eru Samskip eða aðrir,“ segir hann og áréttar að allar breytingar á gjaldskrá fyrir flutninga með Herjólfi séu háðar samþykki Vegagerðar ríkisins. „Samskip rýkur ekkert til og breytir gjöld- um,“ segir hann. ■ SIGLINGAR Hafsteinn Jóhannsson, kafari frá Akranesi, lauk ekki hringsiglingu sinni um landið á seglskútunni Eldingu. Hann lagði upp í ferðina frá Kópavogi þann 18. júní sl. og sigldi vestur fyrir land. Þegar kom á Seyðisfjörð um verslunarmannahelgina bentu tollayfirvöld honum á að hann væri kominn þrjá daga fram yfir þann tíma sem heimilt væri að vera með skútuna hér á landi án þess að greiða af henni toll. Hafsteinn hefur síðustu áratugi verið búsettur í Noregi, en þar smíðaði hann skútuna sjálfur. „Þú mátt aldrei vera hér með bíl eða skemmtibát lengur en í mesta lagi eitt ár tollfrjálst,“ sagði Jóhann Freyr Aðalsteinsson, deild- arstjóri tollgæslunnar á Seyðisfirði og stað- festi að Hafsteini hafi verið bent á að hann væri kominn fram yfir þann tíma. Hafsteinn hélt til Fær- eyja frá Höfn í Horna- firði á mánudaginn, en þaðan siglir hann til Hjaltlandseyja og svo til Noregs þar sem skútan verður geymd næsta árið. Valdimar I. Sigur- jónsson, sem var sam- ferða Eldingu í litlum rauðum hraðbáti úr plasti á siglingunni umhverfis land- ið, lenti svo í hrakningum á leiðinni frá Höfn í Hornafirði þegar hann var orðinn einn. Björgunarbáturinn Þór frá Vestmannaeyjum tók Valdimar í tog til Eyja aðfararnótt sunnudagsins var. Þar bíður hann nú hagstæðari veður- skilyrða áður en hann heldur áfram för sinni á hraðbátnum til Þorlákshafnar. Þegar Hafsteinn lagði upp í ferðina sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að hann hygðist jafnvel hætta sigl- ingum og ferðin yrði hugsanlega hans síðasta. Hafsteinn ánafnaði Byggðasafninu á Akranesinu seglskútuna árið 1993, en í gjafa- bréfinu kemur fram að hann hafi umráð yfir skútunni þar til hann vill skila henni. Nú er útlit fyrir að bið verði á þeim skilum og á því að Hafsteinn láti af siglingum, a.m.k. þar til gengið hefur verið frá því með hvaða hætti skútan verður flutt inn í landið og hún verðmetin. Frægasta sigling Hafsteins var þegar hann sigldi Eldingunni einn síns liðs umhverfis hnöttinn árið 1991. Þá sigldi hann viðstöðulaust í 241 dag, alls 25 þúsund sjómílur og er hann eini Norðurlandabúinn sem hingað til hefur afrekað slíka siglingu. olikr@frettabladid.is Dóttir Saddams: Verður að fara í pólitík AMMAN, AP Elsta dóttir Saddams Hussain, Raghdad, lýsti yfir í gær að hún yrði að gerast stjórnmála- maður. „Ég er dóttir Saddams. Ég hef skyldum að gegna þar sem ég ber nafn hans og hann treystir á mig,“ sagði Raghdad. Raghdad segir föður sinn þarfnast hjálpar hennar þar sem bræður hennar séu báðir látnir. „Ég er sú eina sem eftir er og þess vegna verð ég að hjálpa föður mínum. Að sögn Raghdad hefur fjöldi fólks komið að máli við hana og beðið hana um að gerast stjórn- málamaður þar sem hún sé arf- taki Saddams. ■ Sláturfélag A-Húnvetninga: Nautakjöt hækkar LANDBÚNAÐUR Sláturfélag Austur- Húnvetninga hækkaði verð á flestum flokkum nautgripakjöts til bænda núna um mánaðamótin, að því er fram kemur á vef Lands- sambands kúabænda, naut.is. Hækkunin er þó sögð vera nokkuð misjöfn á milli flokka, en félagið nú sagt greiða að jafnaði hæstu verð allra sláturhúsa á Norður- landi. „Sláturhúsið á Hellu greiðir þó enn hæstu verð landsins á alla algengustu flokka nautgripa- kjöts,“ segir á vefnum. ■ Bobby Fischer: Svartfjalla- land segir nei SERBÍA-SVARTFJALLALAND, AP Svart- fellingar munu ekki skjóta skjóls- húsi yfir skákmeistaranum Bobby Fischer vegna andstöðu Banda- ríkjamanna að sögn forseta Svart- fjallalands. Talsmenn Fischer lögðu víst til að hann myndi sækja um hæli þar, en hann er ákærður fyrir að brjóta viðskiptabann sem hvíldi á Júgóslavíu árið 1992 þegar hann tefldi við Borís Spasskí. Fischer hefir verið í haldi í Japan í þrjár vikur en vegabréf hans reyndist útrunnið þegar hann ætlaði að yfirgefa landið. Banda- ríkjamenn hafa farið fram á að Fischer verði framseldur. Hann hefur sótt um hæli í Japan. ■ ■ VIÐSKIPTI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,77 0,24% Sterlingspund 130,55 0,47% Dönsk króna 11,62 0,10% Evra 86,27 -0,03% Gengisvísitala krónu 121,35 0,41% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 240 Velta 1.016 milljónir ICEX-15 3.076,24 -1,11% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 390.674 Vátryggingafélag Íslands 240.172 Straumur Fjárfestingarbanki hf 125.884 Mesta hækkun Nýherji hf. 2,70% Hlutabréfsj. Búnaðarbankans 1,98% Hampiðjan hf. 1,75% Mesta lækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. -2,38% Íslandsbanki hf. -2,17% Jarðboranir hf. -1,03% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.109,0 -0,7% Nasdaq* 1.863,5 -1,5% FTSE 4.429,7 0,3% DAX 3.877,3 0,4% NIKKEI 11140.6 -0.73% S&P* 1.101,9 -0,4% * Bandarískar vísitölur kl. 17 VEISTU SVARIÐ? 1Eitt frægasta naut landsins eignaðistafkvæmi í síðustu viku. Hvað heitir nautið? 2Hvað heitir forseti Hæstaréttar? 3Hver sigraði á Shoot-out golfmótinu áSeltjarnarnesi? Svörin eru á bls. 30 fiú veist fletta allt! Skiptibókamarka›urinn er í fullum gangi. Komdu til okkar me› gömlu skruddurnar og skiptu í n‡jar e›a nota›ar – og flú fær› frábærar skólavörur fyrir afganginn. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 23 9 HERJÓLFUR VIÐ VESTMANNAEYJAR Gjaldskrá fyrir flutning bifreiða með Herjólfi er komin frá Vegagerð ríkisins. Landflutningar - Samskip sem sjá um rekstur ferjunnar segja alla sitja við sama borð sem flytja vörur með ferjunni. Flutningur bíla með Herjólfi til Eyja: Átta sinnum dýrara fyrir flutningabíla Sægarpur flýr til Noregs með skútu sína Tollamál hafa hrakið Hafstein Jóhannsson, kafara frá Akranesi, úr landi með seglskútuna Eldingu, án þess að hann lyki hringsiglingu um landið. HAFSTEINN Á ELDINGUNNI Sægarpurinn Hafsteinn Jóhannsson, kafari frá Akranesi, er farinn með heimasmíðaða skútu sína, Eldinguna í höfn í Noregi til að þurfa ekki að greiða af henni tolla og gjöld hér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HRAÐBÁTUR VALDIMARS Björgunarbáturinn Þór frá Vest- mannaeyjum kom til hjálpar eftir að leiðir skildu hjá Elding- unni og Valdimari I. Sigurjóns- syni, sem ætlaði að vera skút- unni samferða á hraðbátnum hringinn í kringum landið. SEKT FYRIR GAGNAEYÐINGU Bandaríska verðbréfamiðlunar- fyrirtækið Fidelity samþykkti í gær að greiða tvær milljónir Bandaríkjadala (um 140 milljónir króna) í sekt eftir að upp komst um að félagið hafði látið eyða gögnum af skrifstofu sinni áður en yfirvöld gerðu árlega úttekt á starfseminni. Brotin áttu sér stað á árunum 2001 og 2002. HÆKKUN VERÐBÓLGU Greining Íslandsbanka býst við að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 pró- sent milli júlí og ágúst. Fyrir var búist við að vísitalan stæði í stað, en hækkun á eldsneyti breytti þeirri spá. Samkvæmt þessu ger- ir greining Íslandsbanka ráð fyr- ir því að tólf mánaða verðbólga verði 3,8 prósent í ágúst. BOBBY FISCHER Á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm í heimalandi sínu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.