Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2004 Ólympíuleikar: Verkföll yfirvofandi AÞENA, AP Sjúkraflutningamenn í Aþenu gerðu skyndiverkfall í gær til að knýja á um launahækkanir á við lögreglumenn í aðdraganda ólympíuleikanna sem hefjast þar eftir rúma viku. Stéttarfélag sjúkraflutninga- manna hafnaði tilboði yfirvalda um aukaálag vegna leikanna en krafð- ist launahækkana á við þær sem lögreglumenn í Aþenu hafa fengið. Hótuðu forsvarsmenn félagsins að grípa til skyndiverkfalla meðan á leikunum stendur frá 13. til 29. ágúst en slíkt gæti haft alvarleg áhrif á framkvæmd þeirra. ■ Alþjóðlega geimstöðin: Enn ein geimgangan FLÓRÍDA, AP Bandaríkjamaðurinn Mike Fincke og Rússinn Gennady Padalka unnu í gær að við- gerðum utan á a l þ j ó ð l e g u geimstöðinni. Þetta var þriðja geim- ganga þeirra félaga á einum mánuði. Verkefni gærdagsins var að laga lendingarhöfn á geimstöðinni fyrir nýtt flutningageimskip sem Geim- ferðastofnun Evrópu er að hanna. Í lok júní þurftu geimfararnir að fara í erfiða geimgöngu til að laga leiðslu sem hafði brunnið yfir. ■ Náðist á flótta: Drap fjölskyldu JAPAN, AP Japanskur maður á fimmtugsaldri hefur játað að hafa ráðið sjö úr einni fjölskyldu af dögum með eldhúshníf í bænum Kakogawa sem er um 450 kíló- metra fjarðlægð frá Tókýó. Maðurinn sem er ekki skyldur fólkinu réðst á það á tveimur heim- ilum þeirra og kveikti í þriðja hús- inu í eigu þeirra. Einn slapp undan sár eftir árás hans. Maðurinn náðist þar sem hann keyrði á tré við flóttann frá húsunum. Lög- reglan þekkir enn ekki alla mála- vöxtu en maðurinn segist hafa framið morðin vegna óstjórnlegs haturs á fjölskyldunni. Fólkið var á aldrinum 26 til áttrætt. ■ UNDIR EIFFELTURNINUM Parísarbúar og ferðamenn láta vatn úr gos- brunnum rigna á sig í skugga Eiffelturnsins í París. Mjög heitt er í Evrópu um þessar mundir og öllum brögðum beitt til þess að kæla sig niður. HJÁLPARSTARF Fatasöfnun Rauða kross Íslands gefur milljónir til hjálparstarfs á hverju ári. Að auki njóta nauðstaddir erlendis og fá- tækir hér á landi góðs af fatnaðin- um, að sögn Þóris Guðmundsson- ar hjá RKÍ. Að sögn Þóris er fötunum ráð- stafað á ýmsan hátt. Hluti þeirra er seldur flokkunarsvöðvum erlendis, til dæmis í Amsterdam, er selja þau aftur til verslana á Vesturlöndum, sem selja notuð föt. Þá er annar hlutinn flokkaður Í flokkunarstöð RKÍ að Gjótu- hrauni 7 í Hafnarfirði og seldur í Rauða kross búðinni L12 á Laug- avegi. Þriðji hlutinn er svo flokk- aður og gefinn þurfandi fólki hér á landi eða erlendis. „Þetta er heilmikil tíska,“ sagði Þórir um söluna á notuðu fötun- um. „Andvirði þeirra fer eins og það leggur sig í alþjóðlega neyð- araðstoð. Við reynum að flokka sem mest hér heima, því meira sem við flokkun, þeim mun meiri verðmæti fást út úr fatnaðinum. Það sem okkur tekst ekki að flokka er allt selt í flokkunar- stöðvar erlendis.“ Samtals söfnuðust 660 tonn af fatnaði til RKÍ á síðasta ári. Af því fóru 4 tonn til 600 íslenskra fjöl- skyldna sem voru með yfir 1000 börn á sínu framfæri. Þá gaf fatn- aðurinn af sér 5 milljónir sem RKÍ notaði í hjálparstarf erlendis. Í flokkunina fóru um 8200 vinnu- stundir sjálfboðaliða. ■ MILLJÓNIR Notaður fatnaður gefur af sér milljónir á ári í hjálparstarf Rauða kross Íslands erlendis. Fatasöfnun Rauða kross Íslands: Notuð föt gefa milljónir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.