Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 32
24 4. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ BÆKUR Í teiknimyndunum er ekki óvana- legt að úrhellisský elti einhverja óheppna persónuna. Í Suður Afríku er kona sem segist eiga við álíka raunverulegt vandamál að stríða, nema það sé ekki rigning- arský sem eltir hana á röndum, heldur rigni yfir hana steinum hvert sem hún fer. Fyrir þremur vikum síðan var hin 58 ára Miyi Shongi gerð brottræk úr þorpi sínu og flutti þá til ættingja sem búa í 30 km fjarlægð. En hún segir að steina- regnið hafi elt hana þangað. Ástæðuna fyrir þessu segir Miyi að trúlegast sé að verlsunarkona frá Zimbabve hafi lagt ill álög á hana, því Miyi greiddi ekki fyrir föt sem hún fékk lánuð hjá henni. Þegar fyrst bar á vanda- málinu í þorpinu Lombanim, kallaði fjölskylda konunnar á lögregluna til að fá hjálp. Tals- maður lögreglunnar, Ailwei Mushavhanamdi sagði, „við vorum þarna í næstum heila nótt og sáum steina falla frá himnin- um líkt og rigningu. Við grennsl- uðumst fyrir í nágrenninu til að athuga hvort það væri ekki ein- hver að kasta steinum af þakinu, en fundum engan.“ Andalæknir sem Miyi ráðgað- ist við sagði henni að finna öflugri andalækni til að brjóta álögin. Hann ráðlagði henni einnig að finna kaupmanninn, biðjast afsök- unar og borga fyrir fötin. ■ Samkvæmt hollenska bókafor- laginu A.W. Bruna, hefur sænski metsöluhöfundurinn Henning Mankell stolið hugmyndum frá hinum íslenska glæpasagna- konungi, Arnaldi Indriðasyni í nýjustu bók sinni „Hendelser om høsten“. Þykir sagan líkjast um of bók Arnalds „Grafarþögn.“ Frá þessu segir á vefútgáfu norska ríkisútvarpsins nrk.no. Samlíkingin felst í því að í báðum bókunum finnast bein frá síðari heimsstyrjöldinni og á þeim báðum leysist gátan á sambærilegan hátt. „Ég hef ekki lesið sögu Mankells, þar sem hún er bara til á hollensku,“ segir Arnaldur og bætir því við að hann trúi því ekki að maðurinn eigi það til í sér að stela frá öðrum. Glæpa- sagnahöfundarnir tveir þekkjast ekki en hafa þó lesið saman á glæpasagna- ráðstefnu hér á landi. Eftir Mankell er haft að hann hafi aldrei lesið bækur Arnalds. Samkvæmt því er möguleiki á að um tilviljun sé að ræða. Einnig kemur fram í frétt norska ríkisút- varpsins að hollenska forlagið muni ekki gera meira í málinu. Af Arnaldi er það annars helst að fregna að hann situr við skriftir á nýjustu bók sinni um lögreglu- manninn Erlend og félaga, sem einmitt eru aðalsöguhetjur Grafarþagnar. Vinnuheiti bókar- innar er Kleifarvatn og er áætlað að hún muni koma út í haust. ■ Suðurafrísk kona segir grjótskúr elta sig. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN SMÁSTEINAR Það á víst bara að vera smásteinaregn sem eltir konuna á röndum. Óvanalegt úrhelli ARNALDUR INDRIÐASON Trúir ekki að Mankell hafi stolið hugmynd sinni. HENNING MANKELL Hollenskt bókaforlag ásakar hann um ritstuld frá Arnaldi Indriðasyni. Mankell of heiðarlegur Brátt verður afhjúpuð vaxmynd af hjartaknúsaranum Brad Pitt berum að ofan á Madame Tussauds-listasafninu í Amster- dam. Þetta verður fyrsta vax- myndin í sögu safnsins þar sem efri hluti líkamans verður nakinn. Aðdáendur Pitt, sem vafalítið munu flykkjast á safnið, geta jafnframt heyrt hjarta hans „slá“ ef þeir standa nógu nálægt vaxmyndinni. Við hlið myndarinnar af Pitt, í sal sem kallast X-appeal, verða aðrar af söngkonunum Beyoncé Knowles og Jennifer Lopez. Pitt, sem var nýlega kjörinn kynþokkafyllsti maður heims í könnun breska tímaritsins Company, sést næst á hvíta tjaldinu í framhaldsmyndinni Ocean¥ s Twelve. Verður hún frumsýnd í desember. Leikstjóri er sem fyrr Steven Soderbergh sem sló í gegn með myndinni Sex, Lies, and Videotape. ■ Pitt ber að ofan í Amsterdam HOT HOT HEAT Þessi kanadíska rokksveit er að ljúka upp- tökum á annarri plötu sinni. Ný plata frá Heat Kanadíska rokksveitin Hot Hot Heat er stödd í Los Angeles við upptökur á sinni annarri plötu. Upptökustjóri er Dave Sardy sem áður hefur tekið upp fyrir Jet og The Thrills. Talið er að upptökum ljúki í þessum mánuði en sjálf platan kemur að öllum líkindum út í desember. Að sögn hljómborðs- leikarans Steve Bays verður hún enn meira grípandi en fyrri pla- tan. Þrettán lög verður að finna á gripnum, þeirra á meðal Counterclockwise og Middle of Nowhere. ■ ■ KVIKMYNDIR BRAD PITT Mörgum þótti mikið til koma þegar Brad Pitt fór úr að ofan í myndinni Troy. Nú verður vaxmynd af honum berum að ofan að finna í Madame Tussaud-listasafninu í Amsterdam. ■ TÓNLIST út sa la Allt að 50% afsláttur VOGUE REYKJAVÍK • MÖRKIN 4 • SÍMI 577 5060 VOGUE AKUREYRI • SKIPAGATA 18 • SÍMI 462 3504 Laugavegi 32 sími 561 0075

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.