Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Fyrirhugaða valdaránið Það var ekki í síðustu vikuog sennilega ekki heldur í vikunni þar á undan sem ég heyrði mann segja í útvarps- þætti að Fréttablaðinu hafi verið att fram sem helsta vopni óvandaðra manna í fyr- irhuguðu valdaráni. Þá hafði liðið langur tími frá því að ég heyrði þennan sama mann og vini hans segja þetta sama. Ég varð nokk undrandi þegar ég heyrði að enn, mörgum mán- uðum síðar, eru sömu menn enn með sömu fáránlegu sam- særiskenningarnar. Trúi samt ekki að þeir hafi látið svona viku eftir viku. Hvað veit mað- ur svosem. Þetta eru skemmti- lega skrýtnir karlar. HEF stundum velt fyrir mér hvort þeir sem eru uppfullir af samsæriskenningum eða vissu um óheilindi annarra séu ann- að hvort sjálfir þátttakendur í samsæri og með hugann fullan af rangindum eða hvort þeir haldi að þannig sé þetta og þeir hafi einfaldlega ekki fengið að vera með. Held að það síðara sé réttara. Sumir hafa greinilega ímyndað sér spennandi veröld og þrá að vera með í því sem ekki er til. Þeir eru komnir svo langt í ímyndun sinni að þeir eru farnir að trúa vitleysunni og eru þess vegna spældir að fá ekki að vera með í heimi sem einungis er til í þeirra eigin huga. TÖLVULEIKUR sem ég á bíð- ur mér að fara aftur til hins raunverulega lífs þegar ég vil hætta að spila. Þennan mögu- leika þyrftu þeir að hafa sem eru uppfullir af samsæris- kenningum annars fólks. Það er svo sem ekkert að því að þrír miðaldra karlar ímyndi sér þetta og hitt og sennilega ekkert að því að þeir útvarpi rausinu. Eflaust er því tekið einsog það er sagt. Öfgar eru öfgar og þeim trúa fáir og vafalaust endar þetta sem meinlaust nöldur. Kannski broslegt. AÐRIR töluðu á sömu nótum. En eru löngu hættir, löngu hættir. Enda vita flestir að það er ekki hægt að lifa rangt. Það kemst enginn upp með að breyta rangt og vera um leið marktækur. Það á ekki bara við um fjölmiðla. Líka í stjórn- málum og svo miklu víðar. Ímynduð ykkur bara ef vagn- stjórinn á Grandi - Vogar keyrði alltaf eins og hann væri á Hagar - Sund. Farþegar hættu að reikna með honum, kjósendur hættu að kjósa hann og lesendur að lesa hann. ■ BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.