Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 18
Vítamíntöflur á helst að taka inn eftir máltíðir, til dæmis aðalmáltíð dagsins. Ef vítamín eru tekin á fastandi maga eru meiri líkur á að þau skolist burt ónýtt með þvaginu. Vítamíntöflur á alltaf að geyma á dimmum, svölum stað. Karma þýðir athöfn á sanskrít. Hver athöfn á sér afleiðingu. Vandamál skapast í lífi fólks þeg- ar það hugsar ekki um langtíma- afleiðingar athafna sinna. Oft má reikna út langtímaafleiðingar með því að skoða skammtímaaf- leiðingar. Þegar barn brennir sig á hellu þarf enginn að segja því að snerta ekki helluna aftur. Það þarf ekki að brenna allan lík- amann til þess að átta sig á hætt- unni. Beita má þessari aðferð á mataræði, fjármál, samskipti, at- vinnu og svo framvegis. En að- ferðin krefst umhugsunar og framsýni. Tökum nokkur dæmi. Hvers vegna fer fólk í skóla? Til þess að eiga betri framtíð. Hvers vegna sparar fólk peninga? Vegna þess að það tekur fjár- hagslegt sjálfstæði fram yfir skammtíma skemmtun og skuld- ir. Hvers vegna hættir fólk að reykja? Vegna ávinninga eða ótta við afleiðingar. Hvers vegna hættir fólk að drekka? Vegna þess að það umturnast við drykkjuna og eyðileggur líf sitt og annarra. Hugsunin þarf að vera skýr og það þarf að beita henni reglulega á öll svið lífsins. Þeir sem ekki hlusta á skamm- tímaafleiðingar (instant karma) og breyta um hegðun samkvæmt því munu þurfa að horfast í augu við langtímaafleiðingar hvort sem þær eru jákvæðar eða nei- kvæðar. Þannig er lífið bara. ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM AÐ TAKA AFLEIÐINGUM GJÖRÐA SINNA. Instant karma gbergmann@gbergmann.is. YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA SUMARYOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir. CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva Óskum eftir sölufólki um land allt Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna „Þetta er mjög holl hreyfing fyrir líkamann og ekkert högg á hné og mjaðmir eins og í hlaupi til dæm- is,“ segir Helgi Páll Þórisson, ann- ar eigandi linuskautar.is. Hann og Árni Valdi Bernhöft reka þetta fyrirtæki og er þetta þeirra fimm- ta sumar í bransanum. „Við tökum að okkur hópa, til dæmis saumaklúbba, gæsa- og steggjahópa og fyrirtækjahópa og kennum þeim að línuskauta al- mennilega. Við kennum þeim að bremsa rétt, standa rétt, skauta rétt og bakka,“ segir Árni Valdi en bætir við að það fari eftir hópnum hve mikið sé kennt á einu nám- skeiði. „Það eru ekki allir sem ná því að bakka en ef hópurinn er góður og fljótur að læra þá kenn- um við þeim líka að snúa við á ferð. Síðan endum við yfirleitt á léttu street-hokkí, sem er eins og íshokkí bara á línuskautum,“ seg- ir Árni en þeir félagar taka líka fólk í einkakennslu. Helgi og Árni Valdi eru ekki einungis með hópnámskeið heldur skipuleggja þeir og standa fyrir uppákomum á línuskautum og leikjanámskeiðum. „Við sjáum til dæmis um línuskautahlaupið nú í lok ágúst sem hingað til hefur ver- ið hlaupið með Reykjavíkurmara- þoninu,“ segir Árni Valdi en þeir félagar stefna á að fara með hóp í línuskautaferð til Þýskalands á næstunni. „Við förum með ferða- skrifstofunni Íslandsvinir og tök- um þátt í línuskautaviðburði þar sem tugþúsundir manna koma saman og skauta. Þetta er gert í mörgum borgum í Evrópu eins og til dæmis París, London, München og Frankfurt. Þá er miðbærinn lokaður fyrir umferð og fólk kem- ur bara til að skauta,“ segir Helgi en þetta er í fyrsta sinn sem svona hópur fer frá Íslandi. „Við verðum svona um það bil tuttugu eða þrjá- tíu og skráning er á linuskautar.is. Það er nú samt æskilegt að þeir sem skrái sig séu búnir að fara á námskeið hjá okkur eða kunni eitthvað á línuskauta,“ segir Árni Valdi. Nemendur á öllum aldri Þeir félagar hjá linuskautar.is stíla frekar á eldra fólk en krakk- ar eru samt velkomnir með. „Að- sóknin á þessi námskeið hefur aukist gríðarlega á milli ára, eða um þrjú hundruð prósent. Við miðum þessi námskeið við svona átján ára aldur og upp úr en elsti nemandi sem við höfum kennt var um sjötugt,“ segir Helgi og bætir við að margir haldi að línuskautar séu einhver tískubóla. „Því hefur verið haldið fram að þetta sé tískubóla í um fimm til sex ár þannig að ég held að þetta sé kom- ið til að vera.“ Strákarnir eru eingöngu með þessi námskeið á sumrin. Þeir byrja um lok apríl, byrjun maí og eru alveg fram í ágúst eða sept- ember. Þeir hafa góða aðstöðu í Skautahöllinni í Laugardal þannig að ef viðrar illa þá geta þeir alltaf farið með hópa inn á námskeið. „Þegar byrjar að hlýna og sólin að skína þá fara tölvupóstarnir alveg að hrynja inn,“ segir Árni Valdi. Mikil brennsla „Það er á allra færi að læra á línuskauta,“ segir Helgi og bætir við að þetta sé mjög alhliða hreyf- ing. „Þú brennir meiru á línu- skautum heldur en að hlaupa á sama tempói. Síðan reynir þetta mjög vel á fótleggi, rass, mjóbak, maga og hendur,“ segir Helgi en þeir félagar hafa kennt að minns- ta kosti fimm til átta hundruð manns á ári síðustu ár. „Af þess- um fjölda hafa kannski fimm hætt við á miðju námskeiði þannig að þetta er greinilega eitthvað sem allir geta,“ segir Helgi sem segir að góðar aðstæður til línuskauta- iðkunar séu á flestum göngustíg- um í Reykjavík og nágrenni. Árni Valdi og Helgi geta bæði tekið hópa að sér niðri í Laugardal og mætt á staðinn ef þess er óskað. Fyrsta skrefið til að panta þessa línuskautakennara er að fara inn á vefsíðu þeirra, linuskautar.is, og senda þeim tölvupóst. Síðan er fundinn tími og þá er allt klappað og klárt. „Það er munur á því að skauta og skauta rétt og það er það sem við viljum kenna fólki,“ segir Árni Valdi að lokum. lilja@frettabladid.is Holl, alhliða hreyfing: Munur á að skauta og skauta rétt Fjör á línuskautanámskeiði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ráð frá lesendum: Eldingavari við bílveiki Í framhaldi af grein um bílveiki hér á síðunum hafa margir lesendur komið að máli við blaðið með ábendingar sem reynast vel við bílveiki. Algengast var að fólk benti á eldingavara sem góða lausn. „Þetta eru svona reimar sem hengdar eru neðan í bílinn og þá er hann jarðtengdur,“ segir Dýrleif Skjóldal sem er búsett á Akureyri. „Þetta veldur því að farþegarnir ná betra jarðsambandi og verða því ekki veikir. Ég hefði ekki trúað þessu ef ég hefði ekki reynt það sjálf en þetta svínvirkar.“ Dýrleif segir að því miður geti verið erfitt að fá svona reimar, það sé einna helst á bensínstöðvum og þá á Suðurlandi þar sem „tiltölulega oft“ eru eldingar. „Við höfðum svona á bíl sem við áttum og strákarnir mínir urðu aldrei bílveikir á meðan. Þegar við fengum svo nýjan bíl sem var ekki með þessum reimum byrj- uðu þeir að kasta upp. Þar sem við vor- um á ferðalagi brá maðurinn minn á það ráð að hnýta vír sem hann átti í dráttar- krókinn á bílnum og það virkaði þar til við fengum nýjar reimar.“ Við komum þessu hér með áleiðis og vonum að fólk geti nýtt sér eldingavarann með góðum árangri. ■ Fjölmargir hafa komið í veg fyrir bílveiki með því að setja eldingavara á bílinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.