Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 145 stk. Keypt & selt 32 stk. Þjónusta 41 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 11 stk. Húsnæði 32 stk. Atvinna 18 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 4. ágúst, 217. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.45 13.34 22.20 Akureyri 4.14 13.18 22.20 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna,“ segir Jón Þór Þorleifsson, framleiðandi þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöð- inni Skjá einum. „Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samvisku- samur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt,“ segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. „Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dög- um fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sund- laugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garða- bæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðk- ur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt,“ segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. „Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálf- un í að komast úr og inní laugina áfallalaust.“ ■ Mjóir vikudagar: Skemmtilegt að synda með blöðkur heilsa@frettabladid.is Ný lyf við psoriasis sem þykja lofa góðu hafa verið framleidd í Bandaríkjunum. Þau hafa feng- ið viðurkenningu á bandarísk- um lyfjamarkaði og ganga nú í gegnum prófanir í Evrópu. Í þeim rannsóknum sem farið hafa fram hafa 20-40% sjúk- linga losnað við óþægindin sem sjúkdómnum fylgja. Einnig virð- ast nýju lyfin hafa færri auka- verkanir en þau sem áður hafa verið notuð. Gallinn við þau er hinsvegar sá að þau eru rándýr, að minnsta kosti enn sem kom- ið er. Lyfin geta breytt lífi fólks umtalsvert því psoriasis er sjúk- dómur sem fólk fær yfirleitt snemma á lífsleiðinni og fylg- ir því það sem eftir er. Stress leiðir til hjarta- og æðasjúkdóma í ríkari mæli hjá körlum en konum, að því er fram kemur í nýrri sænskri rannsókn. Ástæðan er talin sú að konum gangi betur að ráða við félagslega streitu á vinnustöðum en karlar. Rannsóknin var gerð af háskólasjúkrahúsinu í Mal- mö og náði til 13.600 manns á miðjum aldri sem fylgt var um 21 árs skeið. Hún sýndi meðal annars að stressuðum hættir til að borða óhollari mat en öðr- um og að gefa sér ekki tíma til að stunda líkams- rækt. Hinsvegar var í rannsókninni ekki tekið tillit til annarra áhættuþátta svo sem reykinga, hás blóð- þrýstings eða mikillar líkams- þyngdar. Þess ber að geta að fleiri karlar tóku þátt í könnun- inni en konur. Vilji sjúklingur kvarta yfir með- ferð hér á landi getur hann beint kvörtun sinni til land- læknis eða nefndar um ágrein- ingsmál, samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. Einnig taka héraðs- læknar við kvörtunum. Athuga- semdum sjúklings vegna þjón- ustu á heilbrigðisstofnun skal beint til yfirstjórnar viðkomandi stofnunar að því er fram kemur í 28. grein laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Ísland er í þriðja sæti af Norður- löndunum yfir neyslu á sterku áfengi. Meðalneysla Íslendinga á sterkum drykkjum samsvarar 1,39 lítrum af hreinum vín- anda á mann. Á toppnum yfir neyslu áfengis eru Finnar, en þar er meðalneyslan 2,38 lítr- ar á mann. Danir eru í öðru sæti með 1,6 lítra af hreinum vínanda úr sterku áfengi. Sví- ar eru í fjórða sæti með 1,3 lítra á mann og Norðmenn drekka minnst eða 1,22 lítra. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar STAKES, sem er rann- sóknar- og þróunarmiðstöð vel- ferðar og heilsu í Finnlandi. Lyfjaverð í heildsölu á Íslandi á að vera orðið sambærilegt við meðalverð á hinum Norðurlönd- unum innan tveggja ára. Þetta kemur fram í samkomulagi sem heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti gerði við fulltrúa frumlyfja- framleiðendur í gær. Stefnt verð- ur að því að lyfjaverð í heildsölu lækki um 200 milljónir króna á ári. Samkomulagið tekur gildi 1. september næstkomandi. Á sama tíma verður formlega felld úr gildi reglugerð sem taka átti gildi 1. ágúst og fjalla um við- miðunarverð lyfja. Jón Þór Þorleifsson er ekki nógu duglegur að hreyfa sig enda hefur hann lítinn tíma þessa dagana. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU Til sölu Peugeot J5 túrbó dísel árg. ‘94, 5 manna. Vökvastýri, 2 neyslurafgeym- ar, sólarsella, spennubreytir 12/220, sjónvarpsloftnet, bakkmyndavél. Ek. 110 þús. S. 897 2518. 46 feta skemmtibátur til sölu, V. 10.8 millj. Ýmis skipti mögl. Uppl. í s. 892 5195. Rafgirðingaefni, allt til rafgirðinga, hefð- bundnar rafgirðingar, randbeitargirðingar, ferðagirðingar tilvaldar í hestaferðalagið. Vélar og þjónusta Reykjavík sími 5 800 200. Akureyri sími 461 4040. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Breskt morgunkorn óhollt BLS. 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.