Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 12
WASHINGTON, AP John Kerry, fram- bjóðandi Demókrataflokksins til forsetaembættisins í Bandaríkj- unum, gefur í skyn að hann muni ná samkomulagi um lyktir Íraks- stríðsins nái hann kjöri sem forseti. Hann neitar hins vegar að gefa upp hvað hann hafi fyrir sér í þessum efnum. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að áður hafi forsetafram- bjóðendur þóst munu eiga auð- veldara með að leysa úr stríðs- rekstri heldur en sitjandi forsetar. Þannig sagðist Richard Nixon búa yfir leynilegri áætlun til að binda endi á Víetnamstíðið þegar hann bauð sig fram 1968 og Dwight Eisenhower sagðist mundu geta bundið endi á stríðið í Kóreu. Kerry og stuðningsmenn hans hafa mjög gefið í skyn á síðustu vikum að næði Kerry kjöri yrðu samskipti Bandaríkjamanna við umheiminn vinsamlegri en þau eru nú. Kerry hefur gefið til kynna að erlendir þjóðhöfðingjar vilji heldur sjá hann í forsetaemb- ættinu heldur en Bush. Enginn hefur þó getað nefnt nöfn í því samhengi enda væru slíkar yfir- lýsingar ekki í takt við hefðir og venjur í alþjóðlegum samskiptum fullvalda ríkja. ■ 12 4. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR FRAKKLAND Mikil deila er sprottin upp í Frakklandi milli víngerðar- manna og heilbrigðisyfirvalda um hvort leyfa eigi auglýsingar um kosti áfengis svo Frakkar drekki meira, að því er fram kemur í breska blaðinu The Guardian. Fimm þingmenn úr vínræktar- héruðum Frakklands lögðu fram skýrslu nú fyrir helgi þar sem fram kemur að stemma megi stigu við þessari þróun með því að veita léttvíni sérstaka lagalega stöðu, endurskilgreina það sem matvæli með næringargildi og auglýsa kosti þess og heilnæmi. Það hefur lengi legið fyrir að útflutningur á léttvíni frá Frakk- landi hefur dregist mjög saman vegna aukinnar samkeppni til- tölulega nýtilkominna framleið- enda í löndum utan Evrópu. Gæði vína „nýja heimsins“ hafa farið verulega batnandi og telja neyt- endur þau nú standast fyllilega samanburð við frönsk vín. Það er hins vegar minna þekkt staðreynd að Frakkar hafa sjálfir dregið mikið úr neyslu léttra vína og drekka nú einungis 340 millj- ónir lítra í samanburði við 430 milljónir lítra fyrir aldarfjórð- ungi. Ársneysla fullorðins Frakka á léttvíni að meðaltali var 100 lítrar í upphafi sjöunda ára- tugarins en 58 lítrar í fyrra. Læknar eru hins vegar alfarið á móti því að þetta verði gert. Þeir benda á að áfengi sé valdur að um 40 þúsund ótímabærra dauðsfalla á ári hverju í Frakk- landi. Auk þess hafi ríkisstjórnin nýlega sett fram markmið sín í heilbrigðismálum og eitt þeirra sé að draga úr neyslu áfengis um 20 prósent á næstu fimm árum. Málið er íbúum vínræktarhér- aðanna Bordeaux, Bourgogne, Beaujolais og Champagne afar hjartnæmt. Léttvínsiðnaðurinn sér fjórðungi úr milljón manns fyrir atvinnu en hefur auk þess gífurlegt menningarlegt og sögu- legt vægi. sda@frettabladid.is ■ UMHVERFISMÁL UMHVERFISÁHRIF DETTIFOSS- VEGAR Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna mats á um- hverfisáhrifum Dettifossvegar. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir en stefnt er að því að ákvörðun Skipulags- stofnunar liggi fyrir í lok ágúst. www.icelandair.is/florida Sólskinsríkið Florida nýtur sífellt meiri vinsælda hjá Íslendingum. Við höfum nú ákveðið að mæta þessum vinsældum og fjölga ferðum til Florida. Frá næsta hausti verður flogið fjórum sinnum í viku til Orlando. Núna geta allir komist í sólina, sæluna og áhyggjuleysið. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Best Western Plaza á mann í herbergi m.v. 2 fullorðna og 2 börn. 30. nóv.-7. des., 11.-18. jan., 24.-31. jan. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. Verð frá 47.888 kr.* Fjórum sinnum í viku til Orlando ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 Frakkar deila um áfengisauglýsingar Mikil deila er sprottin upp í Frakklandi milli víngerðarmanna og heilbrigðisyfirvalda um það hvort hvetja megi Frakka til að drekka meira af léttvíni með því að auglýsa kosti þess og heilnæmi. ÍSLENSKAR ÁFENGISAUGLÝSINGAR Það er víðar en á Íslandi sem deilt er um áfengisauglýsingar. VIÐSKIPTI Vextir sem ákvarðaðir eru á almennum útlánum Íbúða- lánasjóðs eftir útboð eru fastir, það er þeir gilda út lánstímann. Við næsta útboð eru ákvarðaðir nýir vextir sem gilda út lánstím- ann hjá þeim sem þá taka lán og svo koll af kolli, samkvæmt upp- lýsingum Guðmundar Bjarnason- ar, framkvæmdastjóra Íbúða- lánasjóðs. Vextir á almennum út- lánum Íbúðalánasjóðs frá 1. ágúst 2004 hafa verið ákvarðaðir 4,5%. Vextir ÍLS-veðbréfa sem af- hent verða eftir hina nýju vaxta- ákvörðun bera þannig 4,5% vexti, en ÍLS-veðbréf sem afhent voru fyrir 31. júlí bera vexti júlímán- aðar sem voru 4,8%, þó þau verði ekki keypt fyrr en í ágústmánuði. Vextir á almennum útlánum Íbúðalánasjóðs verða ákvarðaðir mánaðarlega og verða í framtíð- inni birtir á heimasíðu sjóðsins. Vextir á almennum útlánum Íbúðalánasjóðs byggja á fyrsta útboði Íbúðalánajóðs á íbúðabréf- um sem fram fór þann 27. júlí sl. Ávöxtunarkrafa í útboðinu að viðbættri söluþóknun bréfanna var 3,91%. Íbúðalánasjóður legg- ur vaxtaálag á almenn útlán sjóðsins sem nú er 0,60%. Vaxtaálag Íbúðalánasjóðs byggir á þremur þáttum. Álagi til að mæta rekstrarkostnaði, áætl- uðum útlánatöpum og vaxtaá- hættu sjóðsins. ■ GUÐMUNDUR BJARNASON Vextir eru fastir út lánstímann, þannig að lántakendur eiga ekki á hættu að vextir á lánum sem þeir hafa tekið, breytist, þótt nýtt útboð fari fram. Almenn útlán Íbúðalánasjóðs: Fastir vextir út lánstímann Lék í myndum Bertolucci: Leikkona fellur frá RÓM, AP Ítalska leikkonan Laura Betti, sem gerði garðinn frægan í myndum ítalskra leikstjóra á borð við Bertolucci, Fellini og Pasolini, er látin. Leikkonan lést á laugar- dag sjötug að aldri eftir hjarta- áfall í kjölfar skurðaðgerðar. Betti lék í frægum myndum eins og „Síðasti tangó í París“ og „1900“ eftir Bertolucci en hennar er hvað helst minnst fyrir vináttu sína við Pasolini, hún helgaði líf sitt minningu og störfum leik- stjórans eftir að hann var myrtur á strönd nærri Róm árið 1975. ■ BETTI Ítalska leikkonan Laura Betti byrjaði feril sinn sem djasssöngkona. Þau leiðu mistök urðu í umfjöllun blaðsins um björgunarafrek við Vík í Mýrdal að Hallgerður Lind var sögð Kristinsdóttir. Hið rétta er að hún er Kristjánsdóttir. Við- komendur eru beðnir velvirðing- ar á mistökunum. ■ LEIÐRÉTTING ■ BANDARÍKIN Táningsstúlkna leitað: Myrtu afa og ömmu BANDARÍKIN, AP Lögregla í Bandaríkj- unum leitar nú tveggja tánings- stúlkna sem grunaðar eru um að hafa myrt ömmu og afa annarrar. Gömlu hjónin voru stungin til bana á heimili sínu í Fayette-sýslu í Georg- íu-ríki á mánudagskvöldið. Handtökutilskipun var gefin út í gær á hendur Holly Harvey, barna- barni hjónanna sem bjó hjá þeim, og vinkonu hennar, Söndru Ketchum. Hjónin voru stungin margsinnis með stórum hníf. Lík mannsins fannst í eldhúsinu en konunnar í kjallara. Hafði hún sýnilega veitt mikla mótspyrnu og verið stungin að minnsta kosti fimmtán sinnum. ■ SUMARFRÍ Hundruð ferðamanna bíða þess að komast um borð í ferju í suðurhluta Spánar þaðan sem siglt er til Afríku. Fjöldi innflytjenda frá Norður-Afríku til hinna ýmsu Evrópulanda ferðast árlega gegnum Spán til þess að heimsækja æskuslóðirnar. FRELSISSTYTTAN OPNAR Frelsis- styttan í New York opnaði í gær aftur fyrir ferðamenn en styttan hefur verið lokuð síðan 11. sept- ember 2001. Opið er fyrir almenn- ing upp að sextándu hæð en kór- óna og kyndill styttunnar verða áfram lokuð af öryggisástæðum. AP /M YN D John Kerry forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum: Segist geta komið hernum frá Írak KERRY Á ATKVÆÐAVEIÐUM John Kerry veifar til stuðningsmanna á fundi í Michigan. Stuðningsmenn hans hafa gefið í skyn að nái Kerry kjöri muni reynast auðveldara að ná alþjóðlegri samstöðu um framhald mála í Írak.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.