Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 16
Hverjar eru tekjurnar? Frjáls verslun hefur birt lista yfir áætlaðar tekjur þúsunda Íslendinga. Ritstjóri blaðsins, Jón G. Hauksson, sagði í út- varpsviðtali að upplýsingar blaðsins end- urspegli ekki endilega tekjur fólks. Blaðið birtir einungis upplýsingar um launatekj- ur en ekki fjármagnstekjur. Ritstjórinn sagði sjálfur að margir ríkir kjósi að fá megin- hluta teknanna sem fjármagns- tekjur enda langtum lægri skattar greiddir af þeim tekjum. Svo endaði hann með að segja að skattar séu áætlaðir á marga, þar á meðal Jón Ólafsson svo það er ólíklegt að hann hafi haft sjö milljónir á mánuði, þó líti út fyrir að svo hafi verið. Að mæta Þeir þingmenn og ráðherrar sem ekki mættu til embættistöku forseta hafa gefið mismunandi ástæður fyrir fjarveru sinni. Sumir voru veikir og ekkert er við því að gera. Aðrir voru í embættiserind- um erlendis en flestir voru uppteknir við annað, misléttvægt. Það blasir við að fjöldi þingmanna og nokkrir ráðherrar kusu að vera ekki við embættistökuna til að sýna andstöðu sína við forsetann. Það þekkja allir að þurfa að mæta í ein- staka veislur og á tímamót í lífi fólks þó svo að það sé ekki alltaf skemmtilegt og spennandi. Kurteisir mæta. Tíu ára gamall Aðalbíll forsetaembættisins er orðinn tíu ára og ekinn um 200 þúsund kíló- metra. Embættið á annan bíl, sá er orð- inn fjórtán ára. Þetta ber glæst vitni um nýtni og nægju- semi. Svo má spyrja hvort embættið eigi að hafa glæsi- kerru til afnota þegar mikið liggur við. Ég man ekki eftir að öfunda nema tvo menn af vinnunni þeirra. Öðr- um manninum var borgað stórfé fyrir að hugsa. Ekki var til ann- ars ætlast af honum en að hann gerði mönnum viðvart þegar hon- um datt eitthvað sniðugt í hug. Þessi maður kemur raunar ekki meira hér við sögu. Hinn maður- inn, blaðamaður að atvinnu, hafði þann starfa sumarlangt að ferð- ast um Evrópu í leit að besta kaffibolla í heimi. Hann tók sér góðan tíma til ferðalaga um Frakkland, Spán og Austurríki en auðvitað fór mestur tími í vett- vangsrannsóknir á Ítalíu. Sjálfur hef ég löngum haldið því fram að kaffið á venjulegri ítalskri bens- ínstöð sé betra en kaffið á flest- um fimm stjörnu hótelum um norðanverða álfuna. Svo fór líka að maðurinn fann besta kaffibolla í heimi á veitingastað á Ítalíu. Þetta var í borginni Tríest austast á Norður-Ítalíu. Ég var búinn að gleyma nafninu á veitingastaðn- um þegar ég átti leið um Tríest núna um daginn. Mig rámaði í eitthvert nafn, en það reyndist ekkert hjálplegra en að muna suma tölustafina í símanúmeri. Leitin að kaffinu góða í þessari sérstæðu og undarlega melankól- ísku borg stóð því lengi dags og hafði það helst í för með sér að um nóttina lá ég andvaka og með brjóstsviða. Það var erfitt að hugsa um nokkuð annað en kaffi þessa nótt, enda fann ég fyrir þeim drykk í hálsinum með reglulegu millibili. Í stað þess að telja kaffibaunir reyndi ég að beina hugsuninni inná sem syfjulegastar brautir og þá urðu auðvitað fyrst fyrir dag- leg viðfangsefni á skrifstofunni. Og þar var svo sem af nógu að taka. Eitt er að alþjóðleg viðskipti með kaffi eru orðin svo mikil að þau eru meiri en viðskipti með nokkra aðra hrávöru, að olíu und- anskilinni. Annað er sú undarlega staðreynd að sigurför kaffisins um víða veröld á síðustu árum hefur verið leidd af þjóð sem þar til fyrir skemmstu bjó til versta kaffi í heimi. Engar alþjóðlegar keðjur eru til af ítölskum kaffi- húsum en í hundrað löndum og þúsund borgum heimsins má hins vegar finna bandarísk kaffihús eins og Starbucks. Þetta minnir á þau sannindi um atvinnulíf sam- tímans að snilli við markaðssetn- ingu er oft ábatasamari en þekk- ing á framleiðslu. Það var hins vegar annað með þessi kaffiviðskipti sem reyndist áleitnara. Þegar menn kaupa sér kaffibolla á Íslandi geta þeir búist við að framleiðendur kaffisins fái í sinn hlut innan við eina krónu af þeim þrjúhundruð krónum sem þeir greiða fyrir bollann. Upp- hæðin sem fer í að borga fyrir sjálft kaffið er svo lítil að eftir af- nám auranna ræður íslenskur búðarkassi ekki við hana. Ef menn kaupa kaffipakka úti í búð mega þeir reikna með að innan við tuttugasti hlutinn af verðinu endi hjá framleiðendum kaffisins. Þá er ég að tala um fólkið sem á akrana, ræktar kaffið, tínir baun- irnar, sorterar þær, flytur og pakkar þeim í sekki. Kaffið hefur farið slíka sigur- för um heiminn á síðustu árum að víðast hvar á jörðinni geta menn nú setið á góðum kaffihúsum, val- ið eftir smekk á milli úrvalsteg- unda af kaffi frá ólíkustu heims- hornum og rætt sín á milli með notalegum yfirlætissvip um mun- inn á eþíópísku Yrgacheffe og Bláfjallakaffi frá Jamaica. Engu að síður lifa flestir þeirra sem koma nálægt ræktun á kaffi tví- sýnu lífi í hreinni örbirgð og stundum röngu megin við hungur- mörkin. Og ástandið fer versn- andi. Hungur og skelfing ríkir í kringum kaffiplantekrur í Suður- Ameríku, Afríku og sums staðar í Asíu. Ástæðan fyrir þessu er ein- faldlega sú að meira er framleitt af kaffi en heimsbyggðin drekk- ur. Fæstir þeirra sem rækta kaffi geta heldur fundið landi sínu ábatasamara hlutverk. Verð á hráefnum, ekki síst matvöru, hef- ur farið lækkandi um langt skeið, þótt vaxandi eftirspurn frá Kína hafi nú hleypt lífi í markaði fyrir nokkrar tegundir af hrávöru. Fátt er til ráða fyrir kaffibændur, kvótakerfi og verðsamráð hafa virkað illa og stórfyrirtækin sem kaupa kaffið ráða verðinu vegna offramleiðslu. Við gerum bænd- unum örugglega ekki greiða með því að hætta að drekka kaffi eða með því að heimta hindranir í milliríkjaviðskiptum. Við getum leitað að kaffi frá litlum framleið- endum sem borga smábændum viðunandi verð en engin lausn er einföld. Við megum hins vegar oftar muna það undarlega lán, sem sem skilaði okkur, hrávöru- framleiðendum við ysta haf, á betri enda viðskiptakeðjunnar. ■ Þ að eru líklega flestir sammála því að ekkert geti komið í veg fyr-ir frjálsa verslun með landbúnaðarvörur. Íslensk stjórnvöld getatafið þróun í þessa átt en þau geta ekki stöðvað hana. Niðurstað- an er því ljós þótt enn sé óljóst hversu langan tíma það taki að ná henni. Af ummælum Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra undanfarna daga má hins vegar ráða að nokkur vilji sé til þess innan ríkisstjórnar- innar að verjast þessum fyrirsjáanlegu breytingum sem lengst. Þótt enginn trúi því lengur að hægt sé að einangra íslenskan landbúnað frá veröldinni vill Guðni augljóslega verja vígið eins lengi og kostur er. Hann virðist meta það sem ávinning fyrir íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa að fresta yfirvofandi breytingum sem lengst. Er þetta skynsamleg afstaða? Hefur fólk yfirleitt hag af því að fresta því sem verður ekki forðað? Það á vissulega við þegar núverandi ástand er án efa gott og það sem tekur við óvéfengjanlega vont. Eða þá ef þekking okkar á næsta þrepi er svo veik að við getum ekki metið kosti þess að komast þangað. Af þessum sökum viljum við til dæmis lifa sem lengst þótt við vitum að dauðinn verður ekki umflúinn. En sú breyting sem er fyrirsjáanleg í íslenskum landbúnaði er ekki þessarar ættar. Núverandi ástand er alls ekki gott og það er ekkert sem segir að frjáls verslun með landbúnaðarvörur muni ekki hafa jákvæðar afleið- ingar fyrir landbúnaðinn – að ekki sé talað um þá sem byggja afkomu sína á honum í dag. Núverandi landbúnaðarkerfi getur af sér dýrar vörur fyrir neytend- ur. Þrátt fyrir kostnað neytenda hefur kerfið ekki tryggt bændum góða afkomu. Þvert á móti hafa þeir þurft að sætta sig við bág kjör – jafnvel svo bág að þeir geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum af búrekstrin- um. Og bændur búa við veika afkomu þrátt fyrir að þeir séu styrktir beint úr ríkissjóði – með skattfé almennings. Þótt Guðna Ágústssyni þyki hlíðin fögur, mjólkin ljúf og kjötið bragðgott getur það ekki dreg- ið dul á þá staðreynd að landbúnaðarkerfið er ákaflega vont. Ef við ætt- um að finna því einhverja kosti væri sá helstur að það er jafnt vont við alla: Bændur, neytendur og skattgreiðendur. Frjáls verslun með landbúnaðarvörur mun hafa mikil áhrif á ís- lenskan landbúnað en þó ekki meiri en frjáls verslun hefur haft á aðr- ar atvinnugreinar. Íslenskur landbúnaður mun ekki sitja einn að ís- lenska markaðnum heldur þarf hann að keppa við landbúnað annarra þjóða. Hann mun þar njóta fjarlægðar. Þótt aðrar þjóðir geti framleitt sumar vörur ódýrar mun mismunurinn tapast í flutningsgjöldum. En aðrar greinar og einstaka bændur munu þurfa að láta í minni pokann fyrir samkeppni að utan. En sumir bændur – og jafnvel heilu greinarn- ar – munu eflast við samkeppnina og standa sterkari á eftir með hag- kvæmari framleiðslu, betri vörur eða sterkari þjónustu. Framleiðslu- og milliliðafyrirtækin verða hrakin í endurskipulagningu til að lækka kostnað og bæta þjónustu. Á eftir munum við búa við öðruvísi landbún- að – ekki bara að umfangi og verkefnum heldur landbúnað sem getur staðið undir sér sjálfum en er ekki upp á stuðning landbúnaðar- ráðuneytisins kominn. Kannski er það það sem Guðni óttast og vill fresta sem lengst. ■ 4. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Á betri enda keðjunnar ORÐRÉTT Nei, ekki Hannes Sakaður um að hafa stolið frá Arnaldi. Frétt um að sænskur metsöluhöfund- ur hafi nýtt sér efnivið úr bók eftir Arnald Indriðason. Morgunblaðið 3. ágúst. Skyldi þó ekki vera Getur Long John Baldry verið tannlæknir, sem Jakob Frímann hitti fyrir tilviljun á flugvelli í Suður-Afríku árið 1974? Ívar Páll Jónsson blaðamaður skrifar um listir og launmál. Morgunblaðið 3. ágúst. Trúlegt! Líklegast er að þeir þingmenn og ráðherrar, sem mættu ekki …, hafi einfaldlega verið búnir að ráðstafa sér með öðrum hætti t.d. með því að eyða sumarleyfi með fjölskyldum sínum. Svo er auðvitað til í dæminu að ein- hverjir þeirra hafi ekki átt „kjól“ til að klæðast við athöfnina. Staksteinar afsaka fjarveru þing- manna og ráðherra við embættistöku forseta Íslands. Morgunblaðið 3. ágúst. Nokkur núll vantar Svarthöfði vildi ólmur verða skattakóngur og fá nafnið sitt birt í fjölmiðlum. Vandinn er að- eins sá að nokkur núll vantar á tekjuhliðina til þess að draumur- inn um athygli rætist. Svarthöfði leggur orð í belg um skattana. DV 3. ágúst. Alvara lífsins í 7 ára bekk Það verður gaman að byrja í skólanum en auðvitað verður þetta erfiðara en í fyrra. Nú er ég nefnilega að fara í annan bekk. Anna Kolbrún Lárusdóttur byrjar í öðrum bekk Engjaskóla í haust. DV 3. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Þótt Guðna Ágústssyni þyki hlíðin fögur, mjólkin ljúf og kjötið bragðgott getur það ekki dregið dul á þá staðreynd að landbúnaðarkerfið er ákaflega vont. Ef við ættum að finna því einhverja kosti væri sá helstur að það er jafnt vont við alla: Bændur, neytendur og skatt- greiðendur. ,, sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG KAFFI JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Ef menn kaupa kaffi- pakka úti í búð mega þeir reikna með að innan við tuttugasti hlutinn af verðinu endi hjá fram- leiðendum kaffisins. Þá er ég að tala um fólkið sem á akrana, ræktar kaffið, tínir baunirnar, sorterar þær, flyt- ur og pakkar þeim í sekki. ,, Landbúnaðarráðherra virðist vilja fresta sem lengst fyrirsjáanlegu frelsi í verslun með landbúnaðarvörur. Frjáls verslun for- senda sjálfstæðs landbúnaðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.