Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 29
FÓTBOLTI Skjár einn boðaði til blaða- mannafundar í gærdag og kynnti hvernig staðið yrði að málum varðandi enska boltann sem stöð- in tryggði sér nýverið sýningar- réttinn á. Sýndir verða um 220 leikir frá ensku úrvalsdeildinni á komandi vetri og verða þeir allir í opinni dagskrá. Því má gera ráð fyrir að um 80 þúsund heimili komi til með að hafa aðgang að enska boltanum. Til að gera þetta mögulegt hefur Skjár Einn fengið fyrirtækin Actavis, Frjálsa fjárfestingar- bankann, Icelandair og Visa, til samstarfs við sig. Þulir á leikjunum verða þeir Gunnar Helgason, leikari, Kristinn Kjærnested, fram- kvæmdastjóri hjá Atlantsskipum, áðurnefndur Snorri Már Skúlason og nafni hans, Snorri Sturluson, sem marga fjöruna hefur sopið. Þeim til aðstoðar verða knatt- spyrnumennirnir Guðmundur Benediktsson, Ríkharður Daðason og Þórhallur Dan Jóhannsson. Þá verða enskir þulir á einhverjum leikjum. Hinn kunni sjónvarpsmaður, Snorri Már Skúlason, hefur verið fenginn til að stýra þessu stóra verkefni og segir hann það bæði stórt og krefjandi en jafnframt mjög spennandi: „Útsendingar- rétturinn frá ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu er meðal allra eftirsóttasta og jafnframt dýrasta sjónvarpsefni í heimi og við munum auðvitað kappkosta þess að gera þetta eins vel og mögulegt er,“ sagði Snorri Már á fundinum í gær. Skjár Einn mun að jafnaði sýna 6 leiki á viku. Upphitunarþættir verða fyrir leikina á föstudögum og laugardögum og á mánudögum verða öll mörk helgarinnar sýnd í sérstökum þætti sem bera mun nafnið, Þrumuskot. MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2004 AC Mílan lagði Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea, beið lægri hlut fyrir ítalíumeisturum AC Mílan á æfingamótinu í Bandaríkjunum. Leikur- inn, sem fram fór í Philadelphiu, endaði 3-2. Það var Eiður Smári Guðjohnsen sem kom Chelsea á bragðið á 19. mín- útu. Brasilíumaðurinn Cafu jafnaði metin á 26. mínútu en það var síðan Frakkinn Didier Drogba sem kom Chelsea aftur yfir með marki á 38. mínútu en þetta var í fyrsta sinn sem hann er í byrjunarliðinu. Leikmenn AC voru ekki af baki dottnir þrátt fyrir þetta og jöfnuðu á 76. mínútu með marki frá Ítalanum Allesandro Costacurta. Það var síðan Andriy Shevchenko sem tryggði ítalska liðinu sigurinn með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Nedved hættur með tékkneska landsliðinu Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Nedved hefur verið lykilleikmaður tékkneska landsliðsins undanfarin ár. Nedved leikur með ítalska stórliðinu Juventus og stefnir hátt á þeim vettvangi. KLÁRIR Í SLAGINN Snorri Már Skúlason greinir frá því hvernig útsendingum frá enska boltanum verður hagað í vetur. Við hlið hans sitja þeir Kristinn Bjarnason frá Frjálsa fjár- festingarbankanum og Helgi Hermannsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Allt komið á hreint varðandi enska boltann á Skjá einum: 220 leikir á dagskrá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.