Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 2
Útlendingar í Noregi: Þúsundum vísað úr landi NOREGUR Útlendingadeild norsku lögreglunnar hyggst vísa rúmlega tíu þúsund útlendingum úr landi í ár, kemur fram í Aftenposten. Aldrei fyrr hefur slíkum fjölda verið vísað úr landi á einu ári en útlendinga- og flóttamannamót- tökur Noregs eru yfirfullar og er nú ætlunin að senda burt alla sem ekki fá samþykki fyrir dvalar- leyfi. Flestir eru Serbar, Rússar og Afganar en yfirvöld telja óæskilegt að senda Afgana til síns heimalands. Útgjöld norska ríkis- ins í ferðakostnað útlendinganna nema milljarði á ári. ■ 2 9. ágúst 2004 MÁNUDAGUR WASHINGTON, AP Meðan sjónir Bandaríkjamanna beindust eink- um að John Kerry, forsetafram- bjóðanda demókrata, tókst honum að bæta ímynd sína nokkuð en náði samt ekki að hrista svo neinu nam upp í kosningabaráttunni. Nú þegar augun eru farin að beinast meira að Bush á ný skjóta upp kollinum ýmis vandkvæði á því að hann nái endurkjöri. Helmingur kjósenda telur til að mynda núorðið að Íraksstríðið hafi verið mistök, en í síðasta mánuði töldu 40 prósent að stríðið væri misráðið. Um það bil 46 prósent kjósenda treysta ekki repúblikönum fyrir efnahagsmálum, og nú er svo komið að 59 prósent kjósenda hafa litla trú á þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa tekið. Almennt telur fólk að Bush sé bæði sterkari og ákveðnari en Kerry, en á hinn bóginn telja menn Kerry vera greindari, heið- arlegri og ekki jafn þrjóskan og Bush. ■ Slys á Gjábakkavegi: Jeppi og rúta rákust saman UMFERÐARSLYS Tveir voru fluttir á slysadeild þegar lítill jeppi og rúta rákust saman á Gjábakka- vegi á þriðja tímanum í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi komu bílarnir hvor úr sinni áttinni þegar slysið átti sér stað. Fjórir voru í jeppanum og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild en voru meiðsl þeirra ekki talin al- varleg við fyrstu sýn. Sæti rút- unnar voru nærri fullskipuð. Jeppinn skemmdist mikið og er óökufær en rútan varð fyrir út- litsskemmdum en var ökufær að sögn lögreglu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ EVRÓPA „Voða fyndið, en nei.“ Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinseg- in daga í Reykjavík sem náðu hámarki með Gay Pride-skrúðgöngunni á laugardag. SPURNING DAGSINS Heimir, er ekki kjörið að skrúðgangan fari upp Laugaveginn en ekki niður? JOHN KERRY Þykir ekki jafn þrjóskur og Bush. Skoðanakannanir í Bandaríkjunum: Athyglin beinist nú að Bush UMDEILD LÖG SAMÞYKKT Efri deild rússneska þingsins hefur samþykkt umdeild lög um félags- leg málefni, sem afnema ýmis fríðindi fyrir öryrkja og aldraða, svo sem ókeypis almenningssam- göngur og ókeypis lyf. FUNDUST NÆR DAUÐA EN LÍFI Meira en 70 ólöglegir innflytj- endur frá Afríku fundust nær dauða en lífi á litlum báti suður af Sikiley í gær. Báturinn var dreginn til hafnar í Sýrakúsu á Sikiley. BJARGAÐ ÚR HAFSNAUÐ Fjórum Bretum, sem höfðu ætlað að setja met í siglingu á árabát yfir Atl- antshafið, var bjargað eftir að bátur þeirra brotnaði í miklu óveðri í gær. Slys á Bústaðavegi: Grunaður um ölvun UMFERÐARSLYS Fernt var flutt á slysadeild Landspítalans eftir bíl- slys á Bústaðavegi um sjöleytið í gærmorgun. Fólksbíll á austurleið á Bústaðavegi ók yfir umferðar- eyju gegnt Veðurstofu Íslands og keyrði á annan fólksbíl sem var á vesturleið og lenti framan á rútukálfi. Ökumaður bílsins sem keyrði yfir eyjuna var fluttur á slysa- deild auk rútubílstjórans og tveggja farþega rútunnar. Meiðsl rútubílstjórans reyndust ekki al- varleg og var honum leyft að fara heim en meiðsl hinna þriggja munu vera meiri þó ekki liggi fyrir hversu mikil. Að sögn lög- reglu er málið í rannsókn en grun- ur er um ölvunarakstur. ■ Gæti tryggt íslenska hagsmuni í ESB Norrænir jafnaðarmenn vilja kanna hvort sérstakt fiskveiðistjórnunar- svæði sé mögulegt. Mikilvægt skref, segir Össur Skarphéðinsson. JAFNAÐARMENN Formenn jafnað- armannaflokkanna á Norðurlönd- unum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort hægt væri að setja á sérstakt fisk- veiðistjórnunarsvæði á Norður- Atlantshafi. Var þetta meginniður- staða fundar formanna jafnaðar- flokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðins- sonar, formanns Samfylkingar- innar, er þetta ákaflega mikil- vægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusam- bandið og gæti tryggt fullt for- ræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir það með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raun- hæf,“ segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hug- mynd frekara brautargengi. „Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórn- arandstaðan, að minnsta kosti Samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafn- aðarmannaflokkana, sem eru einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsson hefur vissulega gert,“ segir Össur. Hann segir fund jafnaðar- mannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmála- flokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. „Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norð- urlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusam- bandsins,“ segir Össur. sda@frettabladid.is GÖRAN PERSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formenn norrænna jafnaðarmannaflokka funduðu úti í Viðey. „Mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æski- legt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins,“ segir Össur. Svíþjóð: Strokufangi gómaður SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan handtók í gær Mårten Tammiharju, einn af þremur föngum sem struku úr Norrtälje-fangelsinu á miðviku- dag, segir í sænska Aftonbladet. Tammiharju var gómaður í Husqvarna í Smálöndum ásamt eiganda eftirlýstrar BMW-bifreið- ar sem talið er að þrír menn hafi notað til að aðstoða fangana við flóttann. Vitni kom auga á bílinn og hafði samband við lögreglu, sem hóf umfangsmikila þyrluleit í grenndinni. Sáust þá þrír menn hlaupa úr bifreiðinni og inn í skóg en aðeins tveir þeirra náðust. Óvíst er hver þriðji maðurinn er en bindur lögregla vonir við að sá sé meðal strokufanganna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KÁRAHNJÚKAR Rennsli í Jöklu var í rénun í gær, að sögn Guðmundar Péturssonar, yfirverkfræðings við Kárahnjúkavirkjun. Hann segir að vatnsyfirborð Jöklu hafi lækkað um allt að tvo metra og rennslismagn sé um 600 rúm- sentímetrar á sekúndu, en var um 900 þegar mest var. Guðmundur segist ekki sjá neitt sem bendi til að miklir vatnavextir verði á næstunni en þeir hafi þó styrkt garðinn því það eigi eftir að koma í ljós hvort hlý- indin leiði til aukins rennslis- magns. Fyrir helgi hækkaði yfirborð Jöklu um tíu metra og vatn flæddi inn fyrir varnargarð við Kára- hnjúkastíflu. Guðmundur vill þó meina að meira hafi verið gert úr því í fjölmiðlum en efni voru til. ■ Vatnavextir við Kárahnjúka: Rennsli í Jöklu minnkar en áfram óvissa FLÓÐIÐ RÉNAR Hér má glöggt sjá hve mikið vatnshæðin breyttist á einum sólarhring. Brotthvarf Ísraela frá Gaza: Árangur í viðræðum ÍSRAEL Verka- mannaflokkurinn í Ísrael greindi í gær frá árangri í viðræðum við Ariel Sharon, for- s æ t i s r á ð h e r r a Ísraels. Sam- komulag náðist um skilyrði varð- andi brotthvarf Ísraela frá Gaza. Enn ber þó mikið í milli í mál- um sem Verka- mannaflokkurinn kallar „svíns- legan kapítalisma“ ríkisstjórnar- innar. Sharon gerði marga andsnúna sér sem fylgja landtökufólki að málum og glataði meirihlutafylgi á þingi þegar hann tók ákvörðun um að láta Gaza af hendi og láta af hendi fjórar byggðir landtöku- fólks á Vesturbakkanum fyrir síð- ari hluta næsta árs. ■ ÚTAFAKSTUR Á HOLTAVÖRÐU- HEIÐI Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðing- um að hún fór út af á norðan- verðri Holtavörðuheiði, að sögn lögreglunnar á Hólmavík. Tveir farþegar voru í bílnum. Lögregl- an segir að fólkið hafi verið sárt og aumt eftir bílbeltin en ekki sakað að öðru leyti. Bíllinn er mikið skemmdur og óökufær. ■ ARIEL SHARON Harðlínumenn hafa snúist gegn honum vegna ákvarðana um að láta af hendi landsvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.