Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 54
Drykkjuferðir á spænskar sólar- strendur eru á útleið. Fólk er hætt að fara til B e n e d o r m , Costa del Sol, Mallorca og Ibiza til að sleik- ja sólina og djamma. Fram- haldsskólarni r keppast nú við að halda til Króatíu, grísku eyjanna og Ítal- íu. Síðan eru það þeir enn frumlegri sem ferðast á eigin vegum um framandi slóðir Afríku og Asíu. Það skal þó ósagt látið hvort drykkjan og djammið sem slíkt sé úti en spænskir sóðalegir skemmtistaðir eru alveg örugglega í kuldanum. Ágústmánuður er blómlegur tími hjá leikaranum Sverri Guðnasyni. Ekki nóg með að hann hafi eign- ast dóttur fyrsta dag mánaðarins heldur eru tvær sænskar kvik- myndir þar sem Sverrir fer með hlutverk frumsýndar í ágúst. Í kvikmyndinni Fröken Sverige, leikur Sverrir á móti Alexöndru Dahlström sem er þekktust fyrir að hafa leikið í kvikmyndinni Fucking Åmål. „Það var verulega gaman að taka upp þá mynd. Tök- ur fóru fram í Trollhattan sem er Hollywood Svía og því oftast nefnt Trollywood,“ segir Sverrir. „Við vorum þar í rúman mánuð á hóteli þar sem var mikill drauga- gangur,“ en Fröken Sverige segir frá stelpu, leikinni af Alexöndru Dahlström, og vinagengi hennar sem eru grænmetisætur í mót- mælaaðgerðum. „Stelpan er lengi búin að vera ástfangin af strák sem ég leik en hann er ekki góður gaur. Hún þreytist skyndilega á þessu líferni og ákveður því að leita á önnur mið.“ Fröken Sverige er stór mynd á sænskan mælikvarða en þekkt leikkona Svía, Tova Magnusson, leikstýrir myndinni sem vonandi ratar um síðir í íslensk kvik- myndahús. Sverrir fluttist ungur að árum frá Íslandi en hafði þá þegar hafið leikferilinn. „Ég flutti til Svíþjóðar þegar ég var tólf ára en hafði þá leikið í Ljósi heimsins í Borgarleikhúsinu, sem var sýnt árið 1989.“ Þaðan lá leið Sverris í íslenskt sjónvarp en hann fór með aðalhlutverkið í barnamyndinni Emil og Skundi. „Þetta var upp- takturinn en þegar ég kom til Svíþjóðar gat ég ekkert leikið fyrst um sinn út af tungumálinu. Ég byrjaði aftur þegar ég fór í leiklistarmenntaskóla og hóf þá að leika í sjónvarpsþáttaröð í Svíþjóð og var ráðinn við leikhús sem kallast Replica er ég var á lokaárinu í skólanum.“ Síðan þá hefur Sverrir haft nóg að gera og lék meðal annars hjá sænska ríkissjónvarpinu nú í sumar í þáttaröð sem nefnist Komissionen og Sverrir hefur allt í allt leikið í átta kvikmyndum í fullri lengd. „Fyrsta bíómyndin sem ég var í var árið 2000 og heitir Familjehemligheter og ein- hver sagði mér að það væri hægt að leigja þá mynd á Íslandi,“ en nýlega var myndin Sex points, þar sem Sverrir er í litlu hlut- verki, frumsýnd í Svíþjóð. Þó Sverrir sé búsettur í Svíþjóð og eigi sænska konu er hann duglegur að sækja Ísland heim. „Ætli ég komi ekki næst um jólin því dóttir mín er svo lítil ennþá að við ferðumst ekki mikið í bráð. Ég reyni að koma eins oft og ég get til Íslands til að heilsa upp á fjölskylduna.“ tora@frettabladid.is ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Forsætisráðherra Finnlands. Um 40 þúsund. Hann sviðsetti eigin aftöku. „Við uppgötvuðum Hugleik fyrir um það bil sex árum síðan þegar hann var að hringja inn í kvikmyndaget- raunirnar okkar,“ segir Sigurjón Kjartansson úr Tvíhöfða en sjón- varpsteiknimyndir myndlistar- mannsins Hugleiks og Tvíhöfða, TV í höfði, eru komnar út á DVD. „Hugleikur var alltaf að vinna í kvikmyndagetraununum og þegar hann kom og sótti verðlaunin upp- hófst samstarfið. Við fengum hann til að vera kvikmyndagagnrýnanda hjá okkur og svo skemmtilega vildi til að Hugleikur er mjög hæfileika- ríkur maður og hafði auk þess kunnáttu til að gera teiknimyndir,“ segir Sigurjón en Hugleikur út- skrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur gefið út mynda- sögubækur síðan. TV í höfði hafa verið sýndar á Popptíví í vetur. Handrit teikni- myndanna var byggt á útvarps- þætti Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar, Tvíhöfða. Að sögn Sigurjóns eru þættirnir heimsmet því aldrei áður hefur verið gerð teiknimynd eftir útvarpsþætti. „Við Jón skrifuðum handritin að útvarps- þáttunum, sketsjum og meðal ann- ars framhaldsleikritinu Kleópötru en völdum svo úr því heppilegt efni fyrir Hugleik að myndskreyta.“ Jón Gnarr og Sigurjón höfðu sterkar skoðanir á myndskreyting- unum. „Aðallega skiptum við okkur af því hvernig við sjálfir litum út enda hégómagjarnir menn. Hugleik- ur var mikið fyrir að láta okkur líkj- ast geimverum, við vorum ekki með hendur og svona svo við rákum hann oft til baka með það sem hann teikn- aði. Við vildum til dæmis hafa hend- ur og vera dálítið mannlegir. Hug- leik tókst vel til við að draga fram okkar karaktereinkenni og hann fékk nokkuð frjálsar hendur við að skapa aðrar persónur eins og þær sem koma fram í smásálunum og fleiru.“■ 9. ágúst 2004 MÁNUDAGUR … fær veðurstofan fyrir að spá anga af hitabylgju Evrópu yfir landið. HRÓSIÐ í dag Jamie Oliver Kyssti mig á báðar kinnar Sandgerðingar grýta Leoncie Bæjarstjórinn er ruddi Mummi í Götusmiðjunni Berst fyrir látna móður sína 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2 sykrað, 6 bókaforlag, 8 sómi, 9 borg, 11 klafi, 12 leifturljós, 14 hærast, 16 utan, 17 kveikur, 18 hald, 20 tveir eins, 21 þramma. Lóðrétt: 1 naut, 3 tveir eins, 4 slitnar, 5 verkur, 7 þenst út, 10 far, 13 und, 15 sáð- lönd, 16 fiskifæða, 19 listamaður. Lausn. Lárétt: 2sætt,6ab,8æra,9róm,11ok, 12flass,14grána, 16án,17rak,18tak, 20rr, 21arka. Lóðrétt: 1tarf, 3ææ,4trosnar, 5tak, 7bólgnar, 10mar, 13sár, 15akra, 16áta,19kk. DVD SIGURJÓN OG JÓN GNARR Eins og þeir birtast okkur í TV í höfði sem myndskreytt var af Hugleiki Dagssyni. Hégómagjarnir menn setja heimsmet TEIKNIMYNDIR ■ Hugleiks og Tvíhöfða komnar út Í Trollywood með Alexöndru Dahlström SVERRIR GUÐNASON TVÆR SÆNSKAR BÍÓMYNDIR ■ sem Sverrir fer með hlutverk í verða frumsýndar í ágúst. FRÖKEN SVERIGE Sverrir Guðnason fer með stórt hlutverk í Fröken Sverige á móti Alexöndru Dahlström sem Íslendingar þekkja úr myndinni Fucking Åmål. Það er óhætt að segja að Fahren- heit 9/11 sé inni þessa dagana. Þó að myndin hafi nýlega verið tekin til sýninga hér á landi virðast allir hafa skoðun á henni. Myndin sem er úr smiðju Michaels Moore vann meðal annars Gullpálmann á dögunum og hefur hlotið gífurlega aðsókn í Bandaríkjunum. Það líður varla sá dagur að ekki berist fréttir af höfundi myndarinnar, andstæð- ingum hans eða aðdáendum. Nú er spurningin hvaða áhrif myndin hafi en eitt er víst að Fahrenheit 9/11 verður mikið í umræðunni næstu vikur. | INNI & ÚTI | Fahrenheit 9/11 INNI ÚTI Drykkjuferðir til Spánar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.