Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 9
9MÁNUDAGUR 9. ágúst 2004 FLEIRI LÍK FUNDIN Stór fjöldagröf hefur fundist nærri bosn- íska bænum Miljevina, 50 kílómetra austur af Sarajevó. Þar eru talin vera 160 lík Bosníu-múslima sem Serbar myrtu í borg- arastríðinu í Júgóslavíu fyrir áratug. Malawi: Fjöldi lést í bílslysi MALAWI, AP Að minnsta kosti 27 lét- ust og fjöldi slasaðist þegar vörubíll í eigu fyrrum samgönguráðherra Malawi rakst á annað farartæki. Vörubílstjórinn missti stjórn á bíln- um í Dedza-héraðinu sem er um átta kílómetra frá höfuðborginni, Lilongwe. Ekki er víst hve margir voru í vörubílnum en fólkið var á leið- inni í jarðarför. Í hinu farartæk- inu var verið að flytja vörur til höfuðborgarinnar. Að sögn vitna köstuðust margir af vörubílnum en aðrir festust undir bílflakinu. 23 dóu samstundis en fjórir á sjúkrahúsi. ■ Hryðjuverkaógnin í Bandaríkjunum: Hvorki meiri né minni en síðustu þrjú ár BANDARÍKIN, AP Lögreglustjórinn í New York segir að hættan af hryðjuverkum nú sé hvorki meiri né minni en hún hefur verið allar götur síðan 11. sept- ember 2001. Ráðherra heimavarna í Bandaríkjunum, Tom Ridge, sagði í síðustu viku að leyniþjón- ustuupplýsingar bentu til að árásir væru í vændum. Síðar var greint frá því að þær upp- lýsingar væru allt að þriggja ára gamlar. „Ég held að hættan sé nokkuð stöðug,“ sagði Raymond Kelly, lögreglustjóri í New York. „Það er hæpið að tala um aukna hættu eða minnkandi eða að hún hver- fi alveg.“ Kelly sagði þó að stjórnvöld- um bæri skylda til að upplýsa borgarana um allt sem benti til hryðjuverkaárása, jafnvel þótt stöðugar tilkynningar drægju úr athygli almennings. Stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa sætt gagnrýni fyrir að vara sífellt við yfirvofandi árásum hryðju- verkasamtaka. ■ GUÐNI OPNAR FJÓS Nýtt kennslu- og rannsóknarfjós við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri var formlega tekið í notkun föstudaginn 6. ágúst við hátíð- lega athöfn. Guðni Ágústsson, ráðherra land- búnaðarmála, klippti á borða í tilefni vígslu fjóssins en með tilkomu þess á að verða mikil breyting á kennslu- og rannsóknarað- stöðu í nautgriparækt í landinu. GEYSIR Getur borað allt að 4000 km djúpar holur. Borinn Geysir: Stærsti bor Íslendinga FRAMKVÆMDIR Jarðboranir hafa fest kaup á hátæknibor frá ítalska fyrirtækinu Soilmec. Kaupverðið er 600 milljónir króna. Fyrirtækið hefur keypt borinn vegna aukinna verkefna hér innanlands og til að eiga meiri möguleika á vettvangi fjölþjóðlegrar samkeppni. Borinn hefur hlotið hið þjóð- lega nafn Geysir. Hann er af nýrri kynslóð vökvaknúinna bora og er hannaður til að henta vel við íslenskar aðstæður. Geysi mun aðallega verða beitt til að bora allt að 4000 m djúpar háhitaholur. Fyrsta verkefni Geysis verður fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í tengslum við Hell- isheiðarvirkjun. Starfsmenn á bornum verða 6 hverju sinni. ■ Slys í Rússlandi: Námumenn taldir af MOSKVA, AP Leitarmenn héldu áfram leitinni að kolanámumönn- unum fjórum sem verið hafa í sjálfheldu neðanjarðar síðan á þriðjudag. Steinahríð lokaði átta kolanámumenn inni í námu sem staðsett er í brorginni Vorkuta, 900 km norðaustur af Moskvu. Þrír mannanna fundust á lífi sem og lík eins. Leitin heldur áfram en ólíklegt þykir að fjórmenningarn- ir finnist úr því sem komið er. Slík slys eru mjög algeng í rússneska kolanámuiðnaðinum. ■ Ólympíuleikar nálgast: Ánægja í Aþenu AÞENA, AP Mikill meirihluti Aþeninga segir fórnir sem gerðar hafa verið á liðnum árum við und- irbúning ólympíuleikanna vera þess virði. Aþena hefur verið eins og iðnaðarsvæði á síðustu árum sökum allra þeirra nýju bygginga sem risið hafa í tengslum við leik- ana. Þrátt fyrir það segir meiri- hluti þeirra einnig að þeir muni ekki fylgjast með af áhorf- endapöllunum þó að þeir muni dvelja í borginni meðan á leikun- um stendur. Þrátt fyrir að miðasala á leik- ana hafi aukist í síðustu viku er einungis búið að selja 2,3 milljón- ir af þeim 5,3 milljónum sem í boði eru. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.