Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 45
lítið spilað í sumar. FH-liðið er á mikilli siglingu þessa dagana og því fær Davíð Þór ekki tækifæri. Hann er hins vegar óumdeilan- lega mikilvægur fyrir liðið þar sem hann er leiðtogi á velli. Ólafur Ingi Skúlason verður lykilmaður á miðjunni hjá ís- lenska liðinu. Hann er líkamlega sterkur, duglegur og kjarkmikill. Hann gefst aldrei upp og það mun reyna verulega á hann ef hann á að spila með Emil Hallfreðssyni á miðjunni. Emil hefur átt frábært tímabil fyrir FH, er leikmaður sem getur unnið leiki upp á eigin spýtur en verður seint sakaður um mikinn dugnað í varnarleiknum. Hann er með frábæra tækni, mikinn hraða og sjálfstraustið í botni þessa dag- ana. Leikmenn eins og Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson og KR- ingurinn Sigmundur Kristjáns- son, sem voru báðir fastamenn í liðinu í síðustu undankeppni, hafa báðir valdið nokkrum von- brigðum í sumar. Sigmundur hef- ur gjörsamlega verið heillum horfinn og miðað við frammistöðu hans núna þá á hann ekkert erindi í hópinn. Sóknin Það eru í raun aðeins tveir leik- menn sem koma til greina í fram- línuna. Hannes Sigurðsson er öfl- ugasti framherjinn í þessum ald- ursflokki. Hann er sterkur í loft- inu, með góðan vinstri fót en eina vandamál hans er að hann fær ekki að spila nóg hjá Vikingi. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur verið það eina jákvæða við KR-liðið í sumar. Hann er duglegur, líkamlega sterkur og mikill markaskorari. Hann hefur spilað vel í lélegu KR-liði í sumar og það ætti að gera það að verkum að hann sé tekinn fram yfir leikmenn eins og Hörð Sveinsson hjá Keflavík, Garðar B. Gunnlaugsson hjá Val og Hjálmar Þórarinsson hjá Þrótti. ■ MÁNUDAGUR 9. ágúst 2004 21 MINN HÓPUR: Markverðir: Bjarni Þórður Halldórsson Fylki Páll Gísli Jónsson Breiðabliki Aðrir leikmenn: Sverrir Garðarsson FH Tryggvi Bjarnason ÍBV Sölvi Geir Ottesen Djurgaardens Jökull Elísabetarson KR Gunnar Þór Gunnarsson Fram Steinþór Gíslason Víkingi Ólafur Ingi Skúlason Arsenal Emil Hallfreðsson FH Davíð Þór Viðarsson FH Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Pálmi Rafn Pálmason KA Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi Hannes Sigurðsson Viking Kjartan Henry Finnbogason KR Markvörðurinn Ólafur Gottskálksson rekinn frá Keflavík fyrir agabrot: Fær engin svör frá Kelfvíkingum af hverju hann var látinn fara FÓTBOLTI Markvörðurinn Ólafur Gottskálksson var rekinn frá Keflavík á laugardaginn án þess að nokkrar skýringar væru gefn- ar á brottrekstrinum. Ólafur sagði sjálfur í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið kallaður inn á fund þar sem Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, hefði sagt honum að hann myndi ekki spila aftur fyrir félagið. „Ég spurði hann hverju það sætti en hann vildi ekki svara mér og sagði aðeins að þetta væri útrætt mál,“ sagði Ólafur í gær. Rúnar var álíka stuttur í spuna þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær og vildi lítið tjá sig um mál- ið. „Ég get staðfest að Ólafur Gottskálksson hefur verið látinn fara frá félaginu en ég hef ekki meira að segja um málið. Það er útrætt af okkar hálfu,“ sagði Rúnar. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest bæði frá Ólafi sjálfum og Rúnari að hann hafi farið til Eng- lands yfir verslunarmannahelgina og ekki mætt á æfingu á mánu- daginn eins og ætlast var til. Rúnar sagði það ekki vera ástæð- una fyrir því að Ólafur væri látinn fara en væri þó kornið sem fyllti mælinn. Hann vildi ekki svara frekar hvaða korn hefðu safnast í mælinn áður en þetta kom til en Ólafur sagði ástæðuna fyrir því að hann mætti ekki á æfingu á mánudag- inn vera þá að hann missti af vél- inni frá London vegna umferðar- öngþveitis. „Ég hef fengið fax frá hótelinu þar sem það kemur fram svart á hvítu að ég missti af vél- inni vegna umferðarteppu en ekki einhverju öðru og það vita Kefl- víkingar,“ sagði Ólafur. Þegar þetta var borið undir Rúnar Arnarson sagði hann ein- faldlega að hann nennti ekki hlusta á þessar afsakanir hjá Ólafi og að hann vissi vel upp á sig sök- ina. Ólafur sagði hins vegar að hann hefði æft eins og skepna, væri í sínu besta formi og að hon- um finndist það hart að fá ekki skýringu á því af hverju hann er látinn fara. ■ ÓLAFUR GOTTSKÁLKSSON Rekinn frá Kelfavík án þess að fá skýringu á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.