Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 4
4 9. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Vöxtur Flugfélags Íslands: Aukið flug austur SAMGÖNGUR Innanlandsflug hefur aukist gríðarlega í sumar og segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, að enn sé búist við frekari flugumferð. „Við sjáum 15-18% vöxt frá því á sama tíma í fyrra og aukningin er mest austur á landið. Flug á Egils- staði hefur aukist um 30% frá því í fyrra, sem tengist að sjálfsögðu starfseminni við Kárahnjúka. Verktakar og aðrir starfsmenn virkjunarinnar eru meirihluti þeirra sem nýta sér flug austur. Það sem af er liðið árinu er af- koman góð og ég held það sé alveg á hreinu að við stöndumst sam- keppni. Við byggingu álversins á Reyðarfirði rís 1.800 manna vinnustaður og því má reikna með áframhaldandi uppgangi með haustinu. Það kom okkur hins veg- ar verulega á óvart hvað flug til Ísafjarðar hefur aukist í sumar.“ Flugfélag Íslands býður einnig upp á skemmtiferðir frá Akureyri og út í Grímsey en að sögn fram- kvæmdastjórans hefur 100% aukning orðið á ferðunum í ár. ■ RÁÐHERRAFUNDUR Íslendingar og Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir muni taka meiri þátt í starfi Evrópusambandsríkjanna á Norð- urlöndunum og Balkanskaga, að því er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnar- gerði við Eyjafjörð í gær. „Svíar, Norðmenn og Finnar halda reglulega fundi með þeim balknesku ríkjum sem eru í Evr- ópusambandinu og viljum við gjarnan koma meira að því til að fylgjast betur með því sem þar fer fram. Enda liggur það ljóst fyrir að þeir sem eru í ESB nú þegar vilja hafa okkur með og telja styrk af því,“ sagði hann. „Það kom mjög skýrt fram hjá Dönum og Svíum að þeir telja að Evrópusambandið sé ekki að þróast inn í sambandsríki heldur sé það að þróast sem stofnun þar sem sjálfstæð ríki vinna saman. Eftir því sem ríkin hafa orðið fleiri þeim mun minni líkur séu á því að Evrópusambandið muni þróast í þá átt,“ sagði Halldór. Halldór sagði fund norrænu forsætisráðherranna hafa heppn- ast vel. Áhersla hafi verið lögð á að styrkja norrænt samstarf og jafnframt að auka samstarfið við Eystrasaltslöndin og bjóða þeim að taka þátt í ýmsum norrænum stofnunum. „Við ræddum einnig vandamál sem hafa komið upp vegna lægri skattlagningu á áfengi. Fulltrúar landanna sem eru í ESB sögðust mundu vinna að því að skerpa bet- ur sameiginlega sýn ESB á þessi mál,“ segir Halldór. Hann býst við að það verði erfiður róður vegna ólíkra viðhorfa landanna gagn- vart áfengi. „Danir og Svíar útiloka það ekki að þeir muni þurfa að lækka skatt á áfengi enn frekar. Það er pressa á okkur á Íslandi að gera hið sama, sérstaklega frá ferða- iðnaðinum. Ég held að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að ganga eitthvað í þá átt,“ segir Halldór. sda@frettabladid.is Lottóið: Einn fær 39 milljónir LOTTÓ „Við komumst að því í fyrra- málið hver vinningshafinn er. Það verður mitt fyrsta verk að fletta því upp og hringja í hann,“ sagði Guðbjörg Hólm, þjónustufulltrúi Íslenskrar getspár, í gær þegar ljóst var orðið að fyrsti vinningur í Lottóinu hafði komið á einn vinn- ingsmiða. Vinningshafinn fær 39,3 millj- ónir í sinn hlut, en hann er með miðann sinn í áskrift. Bónusvinningurinn kom sömu- leiðis allur á einn miða. Sá miði var seldur í Bónusvídeó í Vest- mannaeyjum og fær vinnings- hafinn rúmlega 1,1 milljón króna í sinn hlut. Þá hlaut einn vinningshafi 1,5 milljón í Jóker og seldist sá miði í Skalla, Hraunbæ 102, Reykjavík. ■ Er staða samkynhneigðra í ís- lensku samfélagi nægilega góð? Spurning dagsins í dag: Tókstu þátt í hátíðarhöldum vegna Hinsegin daga? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 34% 66% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is EITT FÓRNARLAMBANNA Af hinum fjórtán særðu eru þrír alvarlega slasaðir. Sprengjuárás í Pakistan: Sex látnir og fjórtán særðir KARACHI, AP Sex létu lífið og fjórt- án særðust, þar af þrír alvarlega, þegar sprengjur sprungu við skóla í borginni Karachi í Pakist- an. Þúsundir sunnímúslima eru við nám í skólanum, að sögn yfir- valda. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Að sögn sjónarvotta sprungu tvær sprengjur við skólann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á skólann. Í maí á þessu ári var skólastjóri hans skotinn en hann var yfirlýstur stuðnings- maður talíbana. Karachi er talin vera athvarf margra hryðju- verkamanna. ■ Gó›ur bakpoki me› leikfimipoka. Mittisól og endurskinsmerki. 3 litir: Blár, grænn og rau›ur. Ver›: 3.990 kr. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 23 9 Bakpoki me› leikfimipoka Gamli aðskilnaðarflokkurinn í Suður-Afríku: Til liðs við Afríska þjóðarráðið SUÐUR-AFRÍKA Nú hyggst Nýi Þjóðar- flokkurinn í Suður-Afríku, arftaki Þjóðarflokksins gamla sem tók upp aðskilnað kynþáttanna þar í landi, ganga til liðs við sinn forna fjanda, Afríska þjóðarráðið, sem áratugum saman barðist gegn aðskilnaðar- stefnunni og náði síðan völdum í fyrstu frjálsu kosningunum í land- inu árið 1994. Nýi þjóðarflokkurinn ætlar að ganga til kosninga undir merkjum Afríska þjóðarráðsins, en síðan verður Nýi þjóðarflokkurinn form- lega lagður niður í september á næsta ári. Marthinus van Schalwyk, leið- togi Nýja þjóðarflokksins, segist ætla að ganga í Afríska þjóðarráðið á næstu vikum og hvetur flokks- félaga sína til að gera slíkt hið sama. Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, fagnaði þessari ákvörðun Nýja þjóðarflokksins. ■ Dómsmál vestan hafs: Ákæra dánarbú talíbana BANDARÍKIN, AP Hermaður sem slasaðist í skotbardaga í Afganist- an og ekkja hermanns sem lét líf- ið í bardaganum ætla að höfða mál gegn látnum manni sem átti son í bardaganum. Hinn látni, Ahmed Said Khadr, er talinn hafa veitt fé til al-Kaída hryðjuverkasamtak- anna. Rökin fyrir stefnunni eru þau að hinum látna hafi láðst að hafa hemil á fimmtán ára syni sínum, sem gert hafi honum kleift að valda öðrum skaða í bardaganum sem fór fram í júlí 2002. Ákærendurnir fara fram á milljónir dollara í skaðabætur. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Kanada hafa fryst eigur manns- ins. ■ Hnífstungur í Osló: Vænisjúkur morðingi NOREGUR Sómalskur maður sem ákærður er fyrir að hafa framið morð og stungið átta manns með hnífi í sporvagni í Osló hefur ver- ið úrskurðaður vænisjúkur af geðlæknum eins og fram kemur í norska Dagblaðinu. Það gæti haft í för með sér að maðurinn yrði frjáls ferða sinna eftir nokkurra mánaða dvöl á geðsjúkrahúsi. Norska lögreglan handsamaði manninn á þriðjudag en andlegt ójafnvægi hans hefur komið í veg fyrir yfirheyrslur. ■ NELSON MANDELA Barðist gegn aðskilnaðarstefnu Þjóðarflokksins í Suður-Afríku áratugum saman. INNANLANDSFLUG EYKST Framkvæmdir á Kárahnjúkum og Reyðar- firði hafa aukið innanlandsflug til muna. Í SVEINBJARNARGERÐI Forsætisráðherrar Norðurlanda og Halldór Ásgrímsson stilltu sér upp fyrir myndatöku á hlaði Sveinbjarnargerðis í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR V IG FÚ SS O N Halldór vill nánari samvinnu við ESB Halldór Ásgrímsson segir að Íslendingar hafi lýst því yfir að þeir muni taka meiri þátt í starfi Evrópusambandsríkjanna á Norðurlöndum og Balkanskaga. Danir og Svíar segja að ESB sé stofnun sjálfstæðra ríkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.