Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. september 1972
TÍMINN
3
Umrenningar
Hamsuns
komnir út
á íslenzku
Knut Hantsun (1859—1952) er
tvimælalaust meðal fremstu og
vföfrægustu skáldsagnahöfunda,
sent uppi hafa verið. Með UM-
RENNINGUM, sem Almenna
bókafélagið sendir frá sér þessa
dagana, er loks komin út á is-
len/.ku sú skáidsaga Hamsuns,
sent jafnoft hefur verið nefnd EIN
SKEMMTILEGASTA SKALD-
SAGA ALDARINNAR.
UMRENNINGAR, eða LAND-
STRYKERE eins og sagan heitir
á frummálinu,kom fyrst út árið
1927 og táknaði i raun þáttaskil i
höfundarævi skáldsins. Með
henni var Hamsun laus orðinn úr
sjálfheldu þeirrar beiskju og ver-
aldarþreytu, sem hafði þjakað
hann um skeið, og þar með hófst
það timabil i lifi hans, sem var
ekki aðeins auðugast i skáldlegu
tilliti, heldur rikast af bjartsýni
og hamingju. Og þessa hvors
tveggja bera UMRENNINGAR
mjög órækt vitni. óviða er göldr-
óttsnilli þessa siunga töframanns
jafnfersk og lifandi sem i þessari
bók og mcðal þess flökkulýðs,
sem Hamsun lýsir þar af eisku-
legri innlifun og frásagnargleði,
má finna heilt litróf af sindrandi
persónugerðum, sem hverum sig
vcrður lesandanum nteð öllu ó-
gleymanleg.
Stefán Bjarman hefur snúið
sögunni á islenzku, en hann hefur
fyrir löngu getið sér lof fyrir
vandasömustu þýðingar,svo semá
Þrúgum reiðinnar eftir John
Steinbeck.
Bókin er 224 bls. aö stærð,
prentuð og bundin i Prentsmiðju
Hafnarfjarðar, en Torfi Jónsson
gerði kápu.
Kaþólsku biskuparnir á Hótel Loftleiðum i gær. Timantynd Gunnar.
Átta kaþólskir biskupar syngja messu
ÞÓ-Reykjavik.
F’rá þvi á miðvikudag hafa
kaþólskir biskupar á Norðurlönd-
um þingað i Reykjavik. Þetta er i
fyrsta skipti, sem kaþólskir
biskupar koma saman til fundar á
Islandi, en biskuparnir koma
saman tvisvar á ári, til að vinna
saman að málum kirkju sinnar og
bera saman bækur sinar.
A blaðamannafundi, sem
biskuparnir héldu i gær, kom
m.a. iljósaðum 110þús. manns á
Norðurlöndum tilheyra róm-
versk-kaþólsku kirkjunni. Kaþó-
likkar eru langflestir i Sviðþjóð
eða milli 70 og 80 þúsund, 25 þús-
und eru i Danmörku, 2000 i Finn-
landi. 1000 i Noregi og 1050 á Is-
landi. Þó svo að kaþólikkarnir
séu fæstir i Noregi hafa þeir þrjá
biskupa þar. Ástæðan fyrir þvi er
sú. að til skamms tima var mjög
erfitt fyrir einn biskup að þjóna
Noregi sökum lengdar landsins.
Þvi var landinu skipt i þrjú svæði,
og er einn biskup á hverju þeirra.
Þeir sitja i Osló, Þrándheimi og
Tromsö, annars hafa biskuparnir
aðsetur i höfuðborgum landanna.
Biskuparnir sögðu, að kaþólska
kirkjan á Norðurlöndunum heföi
vaxið hægt en sigandi á siðustu
árum, og hefði vaxið hægt en s
Biskuparnirsögðu, að kaþólska
kirkjan á Norðurlöndunum hefði
vaxið hægt en sigandi á siðustu
árum, og hefði haldið nokkurn
veginn i við fólksfjölgunina.
1 dag kl. 10.30 syngja biskup-
arnir saman hátiðamennsu i
Kristkirkju i Landakoti, og verð-
ur það örugglega fjölmennasta
biskupamessa, sem haldin hefur
verið hér á landi, þvi eigi færri en
8 biskupar taka þátt i messunni.
Einnig munu biskuparnir heim-
sækja forseta tslands að
Bessastöðum i dag.
'fj
Um helgina fer fram mikil björgunaræfing I Saltvík á Kjalarnesi, og taka þátt i þessari æfingu félagar úr hjálparsveitum skáta, björgunar-
sveitum Slysavarnafélagsins og flugbjörgunarsveitum. Mun þetta vera i fyrsta skipti, sem allir þessir aðilar isameiningu, taka þátt I samcigin
legri björgunaræfingu. Það er Hjálparsveit skáta i Reykjavik sem efnir til æfingararinnar i tilefni af 40 ára afmæli sveitarinnar.
Meðfylgjandi mynd var tekin, er félagar úr björgunarsveitum Slysa varnafélagsins sigldu áleiðis upp i Saltvik um hádegisbilið á laugar-
daginn. (Timamynd G.E.)
XiJUJUFJ Í3
nJJi bs^ill
55JJJ ÍJJ é
TRIANON
PALMA IBODIR
TROPICAL
ANTILLAS
BARBADOS
Mallorkaferðir Sunnu - Betnt með DC 8
stórþotu, eða ferðir með Lwndúnadvöl. Vegna
mikilla viðskipta oggóðra samibanda gegnum
árin á Mallorca getur aðeirrs Sunma boðið
þangað „islenzkar" ferðir með frjálsu vali um
eftirsóttustu hótelin og íibóðimar, sem allir
er til þekkja, vilja fá.
Eigin skrifstofa Sunnu i Palma með islenzku
starfsfólki tryggir farþegum öryggi og góða
þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótélin
í Palma -eða baðstrandabæjunum Arenal,
Palma Nova, Magaluf, eða Santa Ponsa.
Sunna hefir nú einkarétt á Islandi fyrir hin
víðfrægu Mallorqueenes hótei, svo sem
Barbados AntiiHlas, Coral Playa, De Mar,
Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl. - Trianon
íbúðirnar í Magaluf og góðar ibúðir í Santa
Ponsa og höfuðborginni Palma. öll hótel og
íbúðir með baði, svölum og einkasundlaugum,
auk baðstrandanna, sem öllum standa opnar
ókeypis eins og sólin og góða veðrið.
Aðeins Sunna getur veitt yður allt þetta og
frjálst val um eftirsóttustu hótelin og íbúðirnar
og íslenzka ferð - og meira að segja á lægra
verði en annars staðar því við notum stærri
flugvélar og höfum fleiri farþega.
Mallorka, Perla Miðjarðarhafsins - „Paradís
á jörð“ sagðitónskáldiðCfiopinfyrir 150árum.
- Land hins eilífa sumars, draumastaður .
þeirra sem leita skemmtunar og hvíldar. -
Vinsælasta sólskinsparadis Evrópu. - Mikil
náttúrufegurð - ótakmörkuð sól, - Borgir,
ávaxtadalir, fjöll, - Blómaskrúð og hvitar
baðstrendur.
Stutt að fara til stórborga Spánar, Frakklands
og Italíu, ogtil Afríku. Eigin skrifstofa Sunnu
í Palma með íslenzku starfsfólki veitir öryggi
og ómetanlega þjónustu, skipuleggur ótal
skemmti- og skoðunarferðir með íslenzkum
fararstjórum. A Mallorka veitir Sunna íslenzka
þjónustu. Þar er ekkert veður en skemmtana-
lífið, sjórinn og sólskinið'eins og fólk vill
hafa það. Athugið að panta tímanlega, því þó
Sunna hafi stórar þotur á leigu og pláss
fyrir um 500 manns á hótelum og íbúðum
þá komast oft ekki allir sem vilja. Við gefum
sjálfum okkur ekki einkunn en þúsundir
farþega sem ferðast með Sunnu ár eftir ár
eru okkar beztu meðmæli.
FERflASKRIFSTOFAN SIINNA BANKASTRIETl 7 SIMAfl 1B4D01ZN7D
Uppselt í eina og tvær vikur 21. september
N0KKUR SÆTI LAUS í 3ja vikna ferð 21. september og í tvær vikur 28. september. Verð frá kr. 11.800,00