Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 16
HELGI HARALDSSON FRÁ HRAFNKELSSTÖÐUM: Bréf til Benedikts Benedikt hinn bókvisi, sem breytir aldrei stefnunni orðinn er að aðhlægi upp á hól hjá Lögbergi. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefi ég fariö svo i taug- arnar á vini minum Benedikt frá Hofteigi, að hann sendir mér hverja skammargreinina af annarri en mér vitanlega hefi ég aldrei stigið á strá, sem honum má til meins verða alla mina daga. Ég skrifaði lofsamlega grein um bók hans tslendu á sin- um tima, og sagði nú ekki kost og löst á þeirri ritsmið, heldur dró fram kostina, þvi aö mér fannst þeir þess viröi. Fyrst var grein i Timanum 3. marz sl. Það var sá dómadags þvættingur, að hún var langt fyrir neðan það, sem er yfirleitt svara vert að minum dómi. Benedikt hefur falliö i þá fráleitu freistni, þegar rökin þrjóta að nota stóryrðin og öskra til þess að vekja eftirtekt. Þegar ég svarði ekki kom framhaldið og það var að dómi Timans ekki prenthæft, en hefur nú komiö i Þjóðviljanum sunnu- daginn 6. ágúst og ber þetta frum- lega nafn: Ólætin i Helga. — Enn- þá fékk Benedikt ekkert svar frá mér, og þá var að nota þetta þjóð- lega ráð, að senda mér bréf, sem birtist i Timanum fimmtudaginn 17. ágúst. Ég hefi nú alltaf haft þá reglu, að svara bréfum, sem hátt- ur er eldri manna i þessu landi. Það er þvi bezt, að Benedikt fái eitthvað til þess aö hugsa um næstu daga. Nú dettur mérekki til hugar, að fara að kvelja lesendur Timans með þvi að rifja nema fátt upp úr þessum bókmenntum Benedikts. Þeirgetanáð í greinarnar sjálf- ar og mætti segja mér, að öllum þætti nóg að lesa þær einu sinni. Þá verður ekki komizt hjá þvi, að hafa sem inntak upphafið á bréfinu i Timanum þann 17. ágúst, sem er á þessa leið: ,,Tim- inn gerði mér þann greiða, að vilja ekki birta grein eftir mig, sem snerti þig og þin fræði um Lögberg og útilegumenn. Nú sé ég, að það var góður greiði. Þvi heíur Timinn gert þér þann óleik, að birta eftir þig samsetning um Lögberg, sem sýnir það, að hvorki ég né aðrir koma neinu i kring, þótt við þig sé talað um íræðileg efni. Ég sendi þér góða visu i þessu greinarkorni og ég veit að Andrés Kristjánsson kann hana. Það er næstum að ég vilji strika yfir hana eins og greinina, eftir að ég er búinn að lesa siðustu relluna þina um spangarlögberg- ið. Allir viti bornir menn munu hai'a kastað fyrir róöa þjóðsög- unni um alþingi á Spönginni”. Þarna sló Benedikt mér viö, þvi að svo heppinn hefi ég aldrei ver- ið, að skrifa svo vitlausa grein, að hún þætti ekki prenthæf. En svo er það hitt, að enginn viti borinn maður haldi þvi fram að Lögberg sé á milli Nikulásar- gjár og Flosagjár. — Ég skora nú á Benedikt i næstu grein, að flokka fyrir okkur hverjir eru viti bornir i þessu landi og hverjir ekki. — Ég hefi nú komið með vottorð frá ekki heimskari mönn- um en Jónasi Hallgrimssyni, Sigurði Vigfússyni, fornfræðingi, Jóni Steingrimssyni, eldklerki og siðast en ekki sizt frá Arna Óla, blaðamanni. Hverja leggur Benedikt á móti þessum til þess að raða á þúfuna sina, og svo er ég með landakort frá Danmörku, sem tekið er 1908, en prentað 1910, og þar er Lög- berg prentað með stórum stöfum á milli gjánna. Fjandakornið að vitleysa frá mér hafi prentað þetta. En árið 1910 efaöist enginn um hvar Lögberg var. ,,Það er litið þjóðþrifaverk,,að hæðast að Lögbergi,” segir hinn mikli fræðimaður Benedikt frá Hofteigi i bréfi til min, og er ég honum samdóma. Benedikt segir i einum staö með talsverðu yfirlæti: ,,Ég held aö mér sé óhætt að tala um fræði á borð við Helga á Hrafn- kelsstöðum”. Ég hefi nú aldrei nefnt sjálfan mig fræðimann og mun aldrei gera. En ég hefi stundum talaö við menn, sem hafa sjálfir gefiö sér þetta virðm lega nafn, öllum hugsandi mönn- um ólærðum til aðhláturs. Þessum mönnum hefir Benedikt frá Hofteigi gefið það virðulega nafn, að þeir séu rannsóknar- lausir kjaftaskúmar. En þaö sorglega er, að hann sómir sér ekkert illa á bekk með þessum mönnum, þegar hann fer að ræða um Fjalla-Eyvind og Höllu frá Birtingaholti. Nú ætla ég að lofa mönnum að heyra smápóst úr grein Benedikts þar sem nútima fræðimaður er á ferðinni, ,,sem þykist öörum þröstum meiri”. Þar stendur þetta: „Samt gengur oflæí' Helga svo langt, að hann segir í þvi tilefni, að i Njálssögu hefir verið bætt i afritum eftir 1230 sem vani er fræðibóka: En af Valgarði er kominn Kolbeinn ungi. Vilja menn staldra hér við ofurlitið og hugsa. Afgerandi setning um Kolbein unga er inn- skot siðari tima, sem háttur er fræðimanna. Aðeins af þvi að hún fellur ekki i kramiö hjá Benedikt. Hvernig væri setningin umKol- bein, ef Njála væri skrifuð um miðja 12. öld, eins og Benedikt heldur fram? Þá væri sennilega sagt um einhvern af Ásbirningum á þessa leið „Frá honum kom Kolbeinn ungi” þvi að hann fædd- ist árið 1208. I grein um höfund Njálu, sem kom i Lesbók Timans fyrir nokkru, er þessi póstur, og taki menn nú vel eftir: „1 fornum islenzkum fræðum er ekki gerlegt að hafna einu einasta orði, sem skrifað hefur verib. Til þess höf- um við enga þekkingu og munum aldrei hafa, þvi að þekkingin liggur i fræðunum sjálfum, og hana er ekki annarsstaðar að finna”. — „Sá sem svona vitur- lega skrifar er Arni Benediktsson og kennir sig við Hofteig. Sýni- lega föðurbetrungur, og hafi hann þökk fyrir. Nú skal ég ekki þreyta lesendur með frekari umræðum um Njálu og Lögberg. Svo getur Benedikt rætt við aðra fræðimenn um þaö, hver hafi skrifað Heimskringlu, en það er annarstaðar, sem hann skal ekki sieppa svona vel. — Það er þessi dómadags-þvættingur um Fjalla-Eyvind sem hann leyfir sér að bera á borð fyrir okkur sveitunga hans og frændur. Þab er honum ofurefli. Við skul- um lofa honum að lesa guðspallið. Þab er á þessa leið i Þjóðviljanum 28. des. s.l.: „Næst skrifar Helgi um Fjalla-Eyvind og þykir mér nú kárna, þvi að sögu Fjalla- Eyvindar hefi ég rannsakað og skrifað um það i Sunnudagsblaði Þjóðviljans fyrir nokkrum árum. Helgi birtir tómt þjóðsagna- slúður, sem haft hefur verið i frammi af furöulegu kappi án allra staðreynda um lif mannsins. Sönn saga um manninn snertir hann ekki neitt, en útileguslúöur allt snertir hann stanzlaust.” Margt fleira segir i þessum dúr og ekki er verið að koma með rök- in fremur en fyrri daginn um hvað ég hefi farið rangt með. En það vill svo vel til, að ég get kom- ið með góð rök fyrir öllu, sem ég sagði um Fjalla-Eyvind. Það tel ég mig skyldugan að gera, þvi að vist eru ennþá ýmsir til, sem trúa þvi, sem Benedikt segist hafa rannsakað. Ég kom ekki með nema fá rök i grein minni 24. febrúar s.l., og það var af hlifð við kunningja minn, Benedikt frá Hofteigi, og hann iaunar mér það með þvi að segja i seinni greininni: „Nú er Helgi kominn. Þessu rausi hans svara ég ekki neinu teljandi enda er hér ekki haggað við neinu, er ég kenndi honum, og hann vill ekki læra.” Ég má til að launa honum, þó i litlu sé, kennsluna. Fyrst hann vill fá meira þá skal hann sannarlega fá það. Arið 1970 kom út bók sem heitir „Saga Fjalla-Eyvindar” eftir Guðmund Guðna Guðmundsson. Stór- skemmtileg bók, sem ég held að hafi allt of mikið farið fram hjá mönnum. Vil ég benda mönnum á þessa bók, og ekki sizt Arnesing- um. Ég þori ekki að fullyrða, að menn verða ekki fyrir vonbrigð- um. Þar er safnað öllu, sem var ritað og um vitað um Fjalla- Eyvind, og höfundur gerir sér sýnilega mikiö far um að fara rétt með og segir sögu á þvi máli, að til nýjungar má telja á nútiðar visu. Mér kom ekki til hugar, að ég yrði ánægður með þessa bók. En það fór svo að enginn póstur bókarinnar varð til þess að hneyksla mig. Næst gef ég svo Helgi Haraldsson Gisla Konráössyni orðið. Hann er fæddur um það leyti sem Fjalla- Eyvindur er talinn dáinn, og þá alinn upp með samtiðarmönnum Fjalla-Eyvindar og getur það tal- izt góð aðstaða, þó aö Gisli sé stundum rengdur og hendir þaö fleiri en hann. „Árið 1762 var Fjalla-Eyvindur og hans fólk sunnan undir Hofs- jökli og tóku þau að gripa fé af afrétti og urðu fjárheimtur hinar verstu um Árnesþing. Kærðu menn þá vandræði sin fyrir Brynjólfi sýslumanni Sigurðssyni i Hjálmholti. Hér verður að stikla á þvi stærsta. Enginn maður var i hreysi útilegumannanna er leitarmenn komu, en þeir sáu 4 eða 5 menn sækja upp á jökulinn. Voru það Eyvindur, Halla og barn þeirra, Arnes og Abraham. Þaö sáu leitarmenn gjörla að f jallabú- ar tóku sér hvild er upp dró á jökulinn. Sóttu nú byggðamenn eftir þeim og dró fljótt saman, þvi sunnanmenn sóttu knálega á eftir. En það er frá Eyvindi að segja, er þeim þótti ósýnt um undankomu, stakk hann með pál- staf sinum stykki úr jöklinum og lagði klakastykki þau i slöngu og varpaði af henni að sunnanmönn- um. Meðan Eyvindur átti við þennan starfa sóttu förunautar hans meö Höllu og barnið hærra á jökulinn. Hörfuðu þá sunnan- menn til baka nokkuð, þvi mjög geigaði þá við slönguskot Eyvind- ar. Þvi að maður kunni það manni að segja, að Eyvindur kunni þá iþrótt svo vel, að nálega hæfði hann allt og drap fugla með slöngu sinni. En er sunnanmenn stöövuðu flokk sinn rann Eyvind- ur eftir förunautum sinum upp á jökulinn. Tók þá einn maður i flokki leitarmanna til orða að það mundir hið mesta óráð og mann- hætta aö þreyta eftirförina og eiga ávalt slönguskot Eyvindar yfir höfði sér, en þó kom svo, ab þeir sóttu á jökulinn og þangað er þeir fundu ból i jöklinum, þar er þeir Eyvindur höfðu hvild tekið og var snjór þiðnaður i bælinu og sá gjörla hvar Eyvindur hafði frá Hofteigi klakann uppbrotið til slönguskot- anna. Þykknaði þá i lofti og þótti sunnanmönnum beztur kostur aftur að snúa. Hér gæti verið amen eftir efninu, þvi að hér endar Gisli Konráðsson. Næst ætla ég að bjóða vini vor- um Benedikt upp á dulitið slúður úr bókum sýslumanns Arnessýslu með þessari undirskrift: „Testerað að Hjálmholti d.21. octobris 1762 Brynjólfur Sigurðs- son.” Af þvi aö ég er hræddur um aö þetta vanti i sögu Fjalla- Eyvindar, sem Benedikt skrifaði i Sunnudagsblaði Þjóðviljans fyrir nokkrum árum, þá má hann eiga það og láta það koma i blaðinu þegar hann vill. „Anno 1762 þann i.s.t. octobris sem var Föstud. fóru 33 karlar með 45 hesta frá Kaldbak i Hrunamannahreppi upp á fjöll að leita eftir mönnum, sem höfðu sézt þar 7da septembris. Mennir- nir voru úr Biskupstungum 8, Hrunamannahrepp 7, Gnúpverja- hrepp 4, af Skeiðum 3, Villinga- holtshrepp 4, Hraungerðishrepp 2 og úr Bæjarhrepp 3. Þann þriðja október fundu þeir hibýli þjóf- anna vestan til við Arnarfell undir jöklinum hérumbil 3 þing- mannaleiðir frá byggð. Þar var grafinn innan stór hóll, fallega hlaðnir kampar að dyrum og hrisþak áþeim.Fyrir innan kamp- anna var hús þvert um tveggja faðma langt, en vel faðms breitt grafið með pál og reku. Innar af þverhúsinu lágu nær 2ja faðma löng göng i hólinn i kringlótt eldhús, sem var 20 fet i kring. I eldhúsinu var litil hlóð. Uppi yfir þeim héngu 2 lundar- baggar og magáll af sauðum. Húsin voru af viðarflökum og sauðagærum upp gjörð og tyrfð, gærurnar skaraðar sem helluþak. 1 fremra húsinu fundust tvær bækur nefnilega Sumarpartur Gislapostillu 8vo og Jóns Arason- ar passiupredikanir, tveir askar, mjólkurtrog, sm iöjubelgur, smjör skemmt i ábrúkuðum skinnstakk 4 fjórðungar að vikt, rifrildi af skinnbrók og þar i sam- anrunnin vorull, 2 pör karl- mannsskór af nýju hrossskinni, 1 par kvenskór, 1 par dito minni til 10-11 vetra gamals ungmennis af sauðskinni, kvenmannssvuntu, slitur af grænu raski, klæðis kventreyju garmur, barns nær- skyrturæfil af einskeftu rauðir kven- og aðrir barnssokkar ræfl- ar, gul prjónapeysa með sléttum látúnshnöppum, skjóða með álftaíiðri i, vorullar band- hnykklar, 2 snældusnúðar Utanhúss var þar viðar- köstur af rifhrisi, fullkomlega á 30 hesta i honum sauðakjöt föll af 73 1/2 sauð tals, ganglimir af fol- aldi, sauðamör, nóg klif á 4 hesta, ristlar á 1 hest. Sauðahöfuð voru þar hjá i bunka 75 flest af gömlum sauðum nokkuð af tvævetrum og þrevetrum á hverjum mörkin þekktust og áttu heima 22 i Unnarholti, 9 á Kópsvatni, 18 i Tungufelli, 15 á Berghyl, 1 i Mið- felli, 2 á Hólum, 2 á Seli, 3 i Skál- holti, 1 i Auðsholti og tvö óviss. Að þetta sé satt og svoleiðis eft- ir leitarmönnum uppteiknað Hjálmholti, Brynjólfur Sigurðs- son sýslumaður.” Kofann brenndu leitarmenn upp með hreysinu og kofunum, sem þeir umturnuðu og umveltu. Ég hefi ritaö skýrslu sýslu- mannsins alveg orðrétta fyrir þá, sem fundvisir eru á flisina i auga bróður sins, og svo ættu 33 Árnes- ingar að vera sæmilega vitnis- bærir. Nú ætla ég að koma með nokkra punkta úr Sögu Fjalla-Eyvindar eftir Guðmund Guðna Guðmundsson, sem eru eins og talaðir úr huga minum. „Af 33 mönnum i leitinni eru 7 úr fæðingarhrepp Eyvindar, þar sem hann var frændmargur og átti marga stallbræður og vini á æskuárum. Mundi þessu fólki ekki hafa runnið blóðið til skyld- unnar, þegar það stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að kreppa átti einn af sveitungum þeirra til æfilangrar þrælkunar eða dauða? Þá er það eftirtektarvert, að eng- in sauðamörk eru hjá Eyvindi frá þeim bændum, sem vitað er eða ætla má að séu h’onum nákomn- astir, svo sem Skipholti og Kald- bak. Það verður ekki betur séð en að Eyvindur hafi valið sér sauði úr hjörð Hreppamanna, ekki aðeins eftir vænleik heldur einnig eftir eyrnamörkum. Hinsvegar hefur útilegumönn- unum litizt vel á féð af jöröum biskupsins i Skálholti, amt- mannsins Magnúsar Gislasonar, er átti Tungufell og sýslumanns- ins, er átti Kópsvatn. Það er einkennilegt, að enginn er nefndur á nafn af útilegumönn- unum, sem allir hafa þó vitað að var Eyvindur og bófaflokkur hans. Liklega hefur Brynjólfur sýslumaður ekki gengið þess dul- inn, að hér var Fjalla-Eyvindur á ferð og skæðari hverjum fjalla- ref. Sýslumaður hefir þá verið búinn að sjá að Eyvindur var ekki hans meðfæri. Liklega hefir hann verið farinn að iðrapt eftir fljót- færnislega ákvörðun, þegar hann lýsti eftir Eyvindi á Alþingi og hræddi hann frá samfélagi við byggðarmenn, en afleiðingin blasti nú við honum sjálfum, þar sem Eyvindur var nú orðin bófa- foringi og hinn mesti vágestur allri byggö landsins og virtist hvorki hafa ótta af sýslumonnum, biskupi eða sjálfum amtmannin- um, þar sem hann sópaði nú saman sauðum af jörðum þeirra og slátraöi inn á öræf- um landsins, þar sem enginn gat haft hendur í hári hans. Jafnvel milli 30 og 40 'manna úrvalssveit varð að láta sér lynda, að eta og hirða úldið slátur og eta i raunum sinum. En lengi hefur Eyvindur ekki verið bófa- foringi og er sagt, að þetta haust hafi hann leyst upp flokk sinn og leitað vestur á Strandir og þá hafa hinir liklega elt hann og leit- að sér þar hælis. En þótt Ey- vindur, Halla og Guðrún dóttir þeirra 12 ára, ásamt einhverjum fleiri kæmust lifandi upp á jökul- inn, þar sem allra veðra var von með tjaldtusku og einhvern mat- arbita, þá var þar engin sæld að gista og vita heimili sitt rænt og brennt undir jökulröndinni. Þeir, sem séð hafa höggmynd Einars Jónssonar frá Galtafelli af útilegumannninum með lik konu sinnar i bakinu og telpuna sina i fanginu, geta bezt gert sér i hug- arlund aðkomu útilegumannsfjöl- skyldunnar, þegar hún kom ofan af jöklinum aðfram komin af hungri og kulda og leit yfir bruna- rústir heirr.ilis sfna á regin öræf- um. Margar sagnir eru um við- brögð Eyvindar er hann kom af jöklinum og sjálfsagt meira og minna rangar. Þó er liklega eitt- hvað i þeim að finna, eins og til dæmis þetta úr riti Gisla Konráðssonar. Nú var biöre beirra Evvindar og Höllu sú ein, að hann gat grafið rætur úr jörðu. Tók hann nú bráðum að gildra til veiða. Náði hann 5 lömb- um og rak til kofa sins, en hris- byrði hafði hann á baki og sagði hann svo frá sjálfur, að þá hafði hann átt örðugast með elds- kveikju en líf þeirra lá við. En þó tókst Eyvindi svo hamingjusam- lega að kveikt fékk hann um siðir. En það er heldur enginn hamingjuvegur að leggja Fjalla- Eyvind i einelti og sannaðist það oftar en i þetta skipti. Sama haustið og Brynjólfur sýslumaður sendi óvigan her bænda á móti honum, kom upp skæð fjárpest sunnanlands og lagðist fyrst á fé sýslumannsins i Hjálmholti og drap þar blómann úr bústofni hans, eða um 80 sauði, álika margt og sauðaföllin sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.