Tíminn - 01.10.1972, Síða 9
Sunnudagur 1. október 1972.
TÍMINN
9
Útgefandi: Fra'msóknarflokkurfnn
: Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór
: arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson
i'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiabs Tlmins)
:j Auglýsingastjóri: Steingrimur.' Gislasqbi, - Ritstjórnarqkrif-t
:j stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306j
j Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs '
: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300..Askriftargjald:
: £25 k£Ónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-í
takið. Blaðaprent h.f.
Hlutverk sveitanna
Til eru menn, sem virðast fæddir með þeirri
ástriðu að halda uppi metingi milli atvinnu-
vega og telja einn atvinnuveg mikilvægari en
annan. Einkum beinist þessi árátta að þvi að
hallmæla landbúnaðinum og gera hlut hans
sem minnstan. Hann svari tiltölulega minnstu
i þjóðarbúið, hann sé illa rekinn og þar fram
eftir götunum. Fyrst kastar þó tólfunum, þegar
svo langt er gengið að kalla niðurgreiðslur á
vöruverði styrki til landbúnaðarins. Niður-
greiðslurnar koma öllum atvinnurekstri að
gagni, þar sem tilgangur þeirra er fyrst og
fremst að koma i veg fyrir kauphækkanir, sem
væru atvinnuvegunum ofviða. Ef niður-
greiðslunar væru felldar niður, myndi það sýna
sig, að það yrði ekki landbúnaðurinn, sem stöð-
vaðist fyrst, heldur margar aðrar atvinnu-
greinar. Með þvi er ekki verið að segja, að
þeim sé haldið uppi vegna þessara atvinnu-
greina. Þeim er haldið uppi vegna alls atvinnu-
lifsins og geta þvi ekki skrifazt á reikning
einnar atvinnugreinar fremur en annarrar.
Sannleikurinn er sá, hvað sem þessir and-
stæðingar landbúnaðarins predika, að land-
búnaður er óhjákvæmileg atvinnugrein- á
íslandi, ef byggð á að haldast i landinu. Hann
er það jafnt af efnahagslegum og menningar-
legum ástæðum. Gott dæmi um hið siðar-
nefnda, er grein, sem enskur blaðamaður birti
nýlega i stórblaðinu Sunday Times um Island.
Honum fannst islenzk menning ekkert frábær
eftir að hafa verið i Reykjavik og var ekkert
sérlega hrifinn af dvöl sinni þar. En hann var
þó orðinn mikill aðdáandi islenzkrar menn-
ingar áður en hann fór frá íslandi. En megin-
ástæðan var sú, að hann hafði haft kynni af
islenzkri sveit og einu af helztu skáldum
hennar. Eftir þá heimsókn og lestur forn-
ritanna komst hann að raun um, að þrátt fyrir
allt væri Island kjarni norðursins, miklu
fremur en önnur Norðurlönd.
Kjörorð hins nýja heims er hreint land og
dreifð byggð. Þetta er nú helzta herópið viða
um heim. Afturhaldsmönnum má ekki takast
að niða svo niður landbúnaðinn, að hann
dragist saman og byggðin minnki mikið frá
þvi, sem nú er. Ekki sizt borgarbúar þurfa að
skilja, að borgarlif og sveitalif þurfa að
haldast i hendur og miðla hvort öðru af sér-
stæðri menningu sinni. Þetta skildi Einar
Benediktsson vel, þegar hann kvað um
Reykjavik:
Af bóndans auð hún auðgast,
verður stærri
hún auðgar hann, — þau
hafasamamið.
Þannig á samstarfi borgar og sveitar að
verða háttað á komandi timum. Nútimaþjóð-
félag getur án hvorugs verið. Stefna hins nýja
tima er að dreifbýlið eflist ekki siður en þétt-
býlið. Hið nýja ísland krefst ekki siður við-
lendra sveita en hið gamla ísland gerði.
Þ.Þ.
FRLENT YFIRLIT
Hve norrænir verða Danir
við kjörborðin á morgun?
Óvenjumikill lögregluvörður verður við kjörstaðina
Krag, forsætisráðherra
A MORGUN fer fram þjóð-
aratkvæðagreiðsla i Dan-
mörku um aðildina að
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Mjög harðar deilur hafa verið
um þetta mál i Danmörku að
undanförnu og óttast lögregl-
an i Kaupmannahöfn,að róstur
geti orðið við kjörstaðina á
morgun. Hinir sextiu kjör-
staðir i Kaupmannahöfn og á
Friðriksbergi verða undir
strangari lögregluvernd en
áður er dæmi um i Danmörku.
Þetta veitir nokkra visbend-
ingu um, hve mikið til-
finningamál þetta er i
Danmörku.
MJÖG er dellt um, hvort
úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar i Noregi muni hafa
veruleg áhrif i Danmörku.
Andstæðingar aðildar reyna
að sjálfsögðu að notfæra sér
hana eftir megni og hvetja til
samnorrænnar afstöðu. Undir
eðlilegum kringumstæðum
ætti slikt að vera þungt á met-
unum. En fylgjendur aðildar
hafa ekki látið skorta mótrök.
Danir eiga ekki að láta Norð-
menn, eða aðra, segja sér fyr-
ir verkum, heldur taka afstöðu
um eigin mál, án allra slikra
sjónarmiða. Þeir eiga aðeins
að vera háðir dönskum hags-
munum og sjónarmiðum við
kjörborðin. Ef til vill kann
þetta að hafa einhver áhrif, en
mest áhrif hefur það þó senni-
lega, að Krag forsætisráð-
herra tilkynnti, að gengis-
lækkun væri óhjákvæmileg, ef
Danmörk yrði ekki aðili að
Efnahagsbandalaginu. Þótt
slik yfirlýsing sé býsna hæpin
og hafi þegar valdið miklum
erfiðleikum i efnahagsmálum
Dana, hefur hún vafalitið haft
veruleg áhrif á afstöðu ýmissa
til aðildarinnar, þvi að for-
ustumenn flestra hinna stjórn-
málaflokkanna hafa tekið
kröftuglega undir þessa yfir-
lýsingu Krags. Vel má vera,
að Krag hafi hér kastað mörs-
iðrinu, sem getur ráðið úrslit-
unum.
Þá hafa sum blöðin, t.d.
Berlingske Tidende, flaggað
þvi, að það geti orðið
Danmörku hagstætt að ganga
i Efnahagsbandalagið, ef
Noregur verður utan við.
Mörg erlend fyrirtæki séu þá
likleg til þess að flytja starf-
semi sina frá Noregi til
Danmekur, þar sem þau fái þá
hagstæðari starfsskilyrði þar.
Einnig munu erlend fyrirtæki,
sem hafi ætlað sér að fjárfesta
i Noregi, þá snúa sér heldur að
Danmörku.
ÞVi er ekki að neita, að ýms
efnahagsleg rök mæla meira
með aðild Danmerkur en Nor-
egs að Efnahagsbandalaginu.
T.d. er danskur landbúnaður
jiklegur til að hagnast á aðild,
öfugt við norska landbúnað-
inn. Það hafa lika verið aðal-
rök þeirra, sem mæla með
aðild, að Danmörk verði fá-
tækt land og lifskjörin muni
versna, ef Danir væru utan
Efnahagsbandalagsins.
Fátæktin og kjaraskerðingin
hefur verið grýlan, sem þeir
hafa notað i áróðri þessum.
Þvi er ekki að neita, að þessi
áróður hefur verið öflugur.
Allir stjórnmálaflokkar lands-
ins hafa lýst sig fylgjandi að-
ild, nema Sósialiski þjóðflokk-
urinn, en hins vegar er
klofningur mikill i röðum
jafnaðarmanna og radikala.
Þá hafa nær öll blöð landsins
mælt með aðild. Skoðana-
kannanirhafa lika jafnansýnt,
að fylgismenn aðildar væru i
meirihluta, en þó yrði munur-
------- --- - --
inn minni, ef Norðmenn höfn-
uðu aðildinni.
RÖKSEMDIR þeirra, sem
eru á móti aðild, hafa m.a.
verið þær, að þótt einhver
bráðabirgðahagur yrði af að-
ild i byrjun, yrði vafasamt að
hann héldist til lengdar
Reyndin yrði oftast sú i hinum
stóru heildum, að útkjálkarnir
drægjustaftur úr. Það sem úr-
slitum réði til frambúðar, væri
framtak og dugnaður, og þetta
framtak reyndist oft mest hjá
sjálfstæðum smáþjóðum, sem
þyrftu á öllum dug sinum að
halda, en hefðu lfka frjálsræði
til athafna. t þeim efnum væri
skemmst að minna á Sviss-
lendinga og Svia, sem óttuðust
ekki versnandi lifskjör, þótt
þeir yrðu ekki aðilar að
Efnahagsbandalaginu, heldur
teldu viðskiptasamninga við
það æskilegri. Danir mættu
ekki gerast svo glámskyggnir
að halda, að þátttaka i ein-
hverju efnahagsbandalagi
geti tryggt hlut þeirra um
aldur og ævi, heldur verði það
framtak og dugnaður þeirra
sjálfra, sem marki lifskjör
þeirra. Og frjáls Danmörk
hefði betri skilyrði til fram-
taks og frumkvæðis, en
Danmörk, sem væri heft i
efnahagsbandalagi stórvelda.
AF HÁLFU fylgismanna
aðildarinnar hefur þó nokkuð
verið hampað Rússagrýlunni,
eða þvi, að Danmörk myndi
frekar færast undir rússnesk
áhrif, ef hún stæði utan
Efnahagsbandalagins.
Andstæðingar aðildar hafa
aftur bent á Sviss, Sviþjóð og
Austurriki. Eru þessi lönd
nokkuð á leið bak við járn-
tjaldið, þótt þau gangi ekki i
Efnahagsbandalagið?
Þá hafa fylgismenn aðildar
bent á, að smáriki eins og Hol-
land, Belgia og Luxemburg
séu með i Efnahagsbandalag-
inu og óttist ekki neitt.
Andstæðingar aðildar hafa
sýnt fram á, að þessi riki eigi
sér allt aðra fortið en Norður-
lönd. Sjálfstæði þeirra er til-
tölulega nýtt af nálinni og þau
hafa á liðnum öldum heyrt til
allskonar bandalögum.
Hugsunarháttur og tilfinning
þessara þjóða er þvi allt önnur
i þessum efnum en Norður-
landaþjóðanna.
MEÐAL andstæðinga aðild-
ar rikir hvað mestur ótti við
það, að það hljótist af aðild-
inni, að Danir missi eignaráð
yfir dönsku landi, sem þýzkir
auðhringar séu fúsir til að
kaupa i stórum stil. Lög hafa
að visu verið sett til að hindra
þetta, en þau má vafalitið
sniðganga með ýmiss konar
leppmennsku. Þá óttast þeir,
að erlent vinnuafl leiti til
landsins. Þetta og annað stuðli
að þvi að lama sjálfstæði og
menningfí Dana. 1 þeirra
sjálfstæðu aðstöðu, sem Danir
búa við nú, verði hlutur þeirra
svipaður og Walesbúa, Lappa,
Baska og Týróla, sem hafa
glatað sjálfstæði sinu innan
hinna stóru heilda.
Fylgismenn aðildar
mótmæla þessu, og segja það
einmitt kost aðildar, að Danir
verði þátttakendur I öllum
stofnunum bandalagsins og
geti þannig haft áhrif á allar
ákvarðanir þess. Andstæðing-
ar aðildar gera litið úr þessu
og benda á ýms dæmi þvi til
sönnunar.
Annað kvöld verður það
ljóst, hver ákvörðun Dana
verður, en úrslit atkvæða-
greiðslunnar verður loka-
ákvörðun um afstöðu Dana.
Annars staðar á Norðurlönd-
um er nú spurt: Hve norrænir
verða Danir við kjörborðin á
mánudaginn?
Þ.Þ.