Tíminn - 01.10.1972, Síða 20
Ilvellur og Benni finna eldflaug fyrsta
leiðangursins til Rómar-steinsins — og nálgast
staðinn i bifreið sinni. . .
r Pabbi! Hir.gað
eru komnir tveir
menn! uTl
Hvað, Stebbi minn?
Hvers vegna
kaliar þú? y
' Ég er svo aldeilis
hissa! Maria — þai
eru komnir gestir!
Velkomnir! Jóhann
heiti ég! ,
yGaman að
sjá ykkur!
aria — þetta;-—^-/Og BenniIÞeiP'
Hvell-Geiri! Við) eru komnir i
fum séð hann i J heimsókn ^
Snvami! ^{tilokkar! /r~"^
Okkar ánægja!
World
ights reserved.
Kartöflurnar
enn ao spretta
Enn er sama jórsalaveðrið á
Norðurlandi, sffelld hlýindi,oftast
sem næst sumarhiti og stundum
vel það og mesta kyrrð.
— Fjörðurinn er hvitur af logni,
sagði fréttaritari Timans á Akur-
eyri, og enn hefur ekki komið nein
frostnótt þetta sumarið. Kartöflu-
grös standa algræn, þar sem þau
hafa verið látin óhreyfð, og ég
fullyrði, að kartöflur hafa vaxið,
svo að miklu nemur, siðast liðinn
hálfan mánuð.
Það ér algengt, að góð tið sé
norðan lands i septembermánuði,
þegar haustrigningarnar svo-
nefndu eru hvað striðastar á
Suöurlandi. En þessi bliðukafli er
orðinn venju fremur langur, auk
þess sem hann hefur verið sér-
lega ljúfur.
Rætt um framtíð
Hlíðarenda
— Okkur þykir Hlfðin fögur,
ekki siður en Gunnari forðum, og
okkur er annt um Hliðarenda,
sagði Sigurður Tómasson á
Barkarstöðum við Timann i gær.
A Hliðarenda er nú ekki búið og
við berum nokkurn kvíðboga fyrir
þvi, hver vcrða afdrif þessa sögu-
fræga staðar.
Þess vegna hreyfði ég þvi á
sýslunefndarfundi i sumar, hvað
tiltækilegt væri að gera til þess,
að staðurinn fengi notið sin að
verðugu á komandi árum. Niður-
staðan var sú, að okkur tveimur,
mér og Jón skólastjóra
Hjálmarssyni i Skógum, var falið
að vinna að þessu máli. En ég get
ekkert um það sagt, að svo
stöddu, hvað við leggjum til
málanna.
Það er skammt um liðið siðan
sýslunefndarfundurinn var
haldinn, og við erum ekki enn
farnir að bera saman bækur, og
þaðan af siður höfum við rætt við
eigendur Hliðarenda, þrjú syst-
kini, sem þar ólust upp. Þetta er
þvi allt i deiglunni enn.
,,Okkur þykir
hallað á
Norðurverk"
V Hafa aðrir
Það er ótrúlegt
að við séum á
einangruðum
loftsteini!
landnemar
aðlagast jafn
v vel? J
— Okkur þykir þið gera hlut
Norðurverks verri en hann er i
grein ykkar um vegagerðina hér
við Eyjafjörð, sagði eftirlits-
maður Vegagerðar rikisins þar
nyrðra i simtali við blaðið i gær.
Þaö er ekki rétt, að verkið hafi
hafizt i fyrrahaust, heldur voru
þá aðeins kannaðar aðstæður, og
þess vegna var ekki tekið til að
nýju i febrúarmánuði, heldur var
þá byrjað á framkvæmdum.
Dagsektirnar eru ekki nema 1
0/00 — ekki tvö eins og sagt er.
Um hraðbrautina er það að
segja, aö hún seig frá byrjun eins
og vera hlaut, þar sem leir er
undir. Hún er tvo metra yfir sjó,
og mun þá miðað við hálffallinn,
en munur flóðs og fjöru á Akur-
eyri en ekki jafnmikill og viða
annars staðar.
Kluftakynið huldukyn
segir Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum
t fornsögunum bregður fyrir
frásögnum af þvl, að hestar
þeir eða hafrar, er enginn átti
von á, komu saman viö búpen-
ing manna, og var það segin
saga, að af þessum ókenndu
gripum æxluðust úrvalsskepn
ur. i þjóðsögum segir einnig af
sækúm, er voru kúa mjólkur-
lagnastar, ef á annaö borð tók-
st að sprengja blöðruna á
grönum þeirra og hcmja þær á
þurru landi, og fæddu af sér
kostagripi, sægráa.
Flestir munu standa i þeirri
trú, að það sé ár og dagur sið-
an þvilikir viðburðir gerðust,
og táknar þá árið talsvert
lengri tima en gengur og ger-
ist. Helgi á Hrafnkelsstöðum
er þó ekki á þeim buxunum.
Hann ætlar að koma okkur,
sem vantrúaðir erum, i
stöfunina i útvarpsþætti á
mánudagskvöldið: Eitthvert
bezta og frægasta kúakyn
landsins, Kluftakynið, sem
raunar er i Hreppunum kom-
ið, er runnið frá huldunauti,
sem uppi var nokkrum áratug
um fyrir daga sæðingarstööv-
anna.
Saga Helga kvað i stórum
dráttum vera á þessa leið: A
siðasta áratug nitjándu aldar
bjó Stefán, afi Brynjólfs
Bjarnasonar, fyrrverandi
menntamálaráðherra, að
Núpstúni i Hrunamanna-
hreppi. Vetur einn gerðist það,
sem ekki er í frásögur fær-
andi, að snemmbæra, bezta
kýrin á bænum, beiddi, og
lagði Stefán af stað með hana
á annan bæ, þar sem boli var
úr Hreppunum
alinn. Élja gangur var, og leit-
aöi Stefán skjóls með kúna
undir kletti i einu élinu.
Þegar élinu létti og Stefán
ætlaði að halda áfram, vildi
kýrin hvergi fara. Eftir nokk-
urt stímabrak fékkst hún þó til
þess að fara, en þegar á bæ
þann kom, er ferðinni var
heitið á, vildi hún ekki þýðast
tuddann. Sneri Stefán heim
með hana við svo búið.
Svo undarlega brá þó við, að
kýrin beiddi ekki aftur að
þrem vikum liðnum, svo sem
náttúrlegt haföi verið, og eftir
mánuði ól hún tvo kálfa, kvigu
og bola. Nú var það alþýðutrú,
að ólán fylgdi þvi að slátra
slikum kálfum. Þá átti að ala i
tvo eða þrjá vetur, og fylgdi þó
sá böggull skammrifi, að þess
háttar kvigur voru ófrjóar. Út
af þessu brá samt að þessu
sinni, þvi að kvigan, sem köll-
uð var Murta, fór að halda
uppi gangmálum á eðlilegum
tima. Er skemmst af þvi að
segja, að hún er amma Klufta-
Huppu, sem fæddist 3. nóbem-
ber 1926. Hún var þrilit, sem
jafnan hefur þó gæðamerki, og
varð frægust ættmóðir naut-
Framhald á 17. siðu