Tíminn - 04.10.1972, Page 3

Tíminn - 04.10.1972, Page 3
TÍMINN 3 M ií)\ ikudagiir 4. október 1972. Hábæjarkirkja vígð á sunnudag SB—Reykjavik Hábæjarkirkja i bykkvabæ verður vigð á sunnudaginn kl. 2. Biskup tslands. herra Sigurbjörn Einarsson vigir kirkjuna. en vigzluvottar verða Sveinn Ogmundsson fyrrum prófastur, sr. Sigurður Hattkdal. prófastur á Bergþórshvoli. Árni Sæmunds- son. Bala og Hafliði Guðmunds- son i Búð. Smiði Hábæjarkirkju hófst árið 1967 og hafa heimamenn unnið hvert einasta handtak sjálfir. Ragnar Emilsson arkitekt teiknaði kirkjuna. Sóknarnefndin væntir þess að burtfluttir bykkvabæingar og vel- unnarar kirkjunnar verði við- staddir vigsluna. Nemendum fækkarí MA Gufuaflsstöðin í Námaskarði. A myndinni sjást fjnrar af sex borholum. sem þarna eru í gangi. STP-Reykjavik Menntaskólinn á Akureyri var settur á sal sunnudaginn 1. októ- ber. og hófst athöfnin klukkan fjögur siðdegis. Nýr skóla- meistari, Tryggvi Gislason, hefur nú tekið við stjórn, en Steindór Steindórsson. sem gegnt hafði embættinu að mestu siðan 1966 lét af störfum i sumar. Varð hann sjötugur þann 12. ágúst s.l. Hinn nýskipaði skólameistari hefur undanfarin fjögur ár starfað sem lektor við háskólann i Björgvin i Noregi. 1 skólanum verða i vetur 490 nemendur, og er það um það bil 20nemendum færra en i fyrra. Er ástæðan einkum sú, að stofnaðar hafa verið menntadeildir við héraðs- og gagnfræðaskóla á Norður- og Austurlandi, en þangað sækja margir nemendur, sem annars hefðu komið i þriðja bekk menntaskólans. Kennt verður i tuttugu bekkjar- deildum, og eru fastir kennarar tuttugu og sjö. Eins og áður hefur verið greint frá hér i blaðinum verður tekið upp áfangakerfi við skólann i vetur. 1 frétt, sem birtist i blaðinu 15. september, var sagt frá þvi i sambandi við hið nýja áfangakerfi, aðekki yrði komið á önnum i M.A. eins og i öðrum menntaskólum, heldur myndu áfangaprófin dreifast yfir allan veturinn. Nú hefur hins vegar verið horfið frá þessu ráði, og mun vetrinum verða skipt i þrjár annir. 1 lok hverrar annar verða tekin áfangapróf eða annapróf, sem skera úr um um hæfni nemenda til þess að halda áfram námi á næstu önn. Áður hefur verið minnst á það nýmæli skólanna i vetur að fela daglega stjórn heimavistar vistbúum sjálfum, og breytt fyrirkomulag mötuneytis, þar sem selt verður laust fæði i stað fasts, eins og áður var. — Að lokum ber að geta þess, að Jón Árni Jónsson, yfirkennari, hefur verið settur aðstoðarskóla- meistari, conrektor. Gufustöðin í Námaskarði reynist vel - margt bendir til, að slíkar stöðvar séu mjög hagkvæmar Stp~ Reykjavik I fyrrasumar keypti Orku- stofnun jarðhitaréttindi og afnot af landi á öllu jarðhitasvæðinu i Námaskarði i Mývatnssveit og Kröflu af eigendum Reykjahliðar lands. Hljóðuðu kaupin upp á 10 milljónir kr. en þó fylgdi þeim sú kvöð, að landeigendur notuðu peningana til að byggja hitaveitu til þéttbýlissvæðisins við Reykja- hlið. Hefur þessi hitaveita þegar verið gerð. Nokkara holur hafa verið boraðar i Námaskarði. t upphafi voru boraðar 3 rannsóknarholur, aö sögn Karls Ragnars verkfr. hjá Orkustofnun, en þær eru ekki nýttar. Siðan voru boraðar 6 holur, sem allar eru nýttar. brjár þeirra eru tengdar Kisiliðjunni, en hinar eru tengdar gufuknúinni raforkustöð á vegum Laxár- virkjunar, sem reist var fyrir þrem árum. Stöðin skilar 3,3 kilóvöttum og er tengd inn á orku- veitusvæði Norðurlands. Hefur hún reynzt vel og gert það að verkum, að hægt hefur verið að halda Kisiliðjunni gangandi, þegar rafmagnsskömmtun frá vatnsaflsstöðinni i Laxá helur verið i Mývatnssveit. Að sögn Karls Ragnars eru ekki áformaðar frekari boranir i Námaskarði i bráö, né heldur á Kröflusvæðinu, en þar hefur ekkert verið boraðenn sem komið er. Gufustöðvar virðast vera ódýrar i uppbyggingu og skila ólikt meira orkumagni heldur en samsvarandi vatnsaflsstöðvar. 1 áa'tlun um gufustiiðvar. sem Orkustofnun hefur gert, kemur fram, að gufustöð. sem væri liu sinnum minni og þar af leiðandi tiu sinnum lægri i stofnkostnaði en Sigölduvirkjun, gæti þó skilað eins miklu orkumagni. Má þvi a'tla, að ráðizt verði i gerð gufu- stöðva i Iramtiðinni og það óhemju jarðhitamagn sem tsland býr yfir, nýtt, en sem stendur er stöðin i Námaskarði sú eina i landinu sinnar tegundar. Dráttarvél með hagaplóginn i eftirdragi. Ljósmynd: Siguröur llreiðar. Hagkvæmt iarðvinnslutæki llagaplógur heitir verkfæri, sem reynt hefur verið viða um Borgarfjörð undanfarin fjögur ár. i siðustu viku var fréttamönnum boðiö að kynna sér hann og þá reynslu, sem bændur hafa af honuiii haft. Kunnugt er, að viða um land er mýrlendi svo blautt, að það nýtist skki til beitar augljóslega 2T mikið hagræði af þvi, ef takast mætti aö purrxa pao ao þvi marki. að það verði að not hæfum bithaga. Framfræsla sliks lands er þó dýr og fyrir- hafnarmikil, þar sem helzt verður til hennar beitt skurð- gröfum, auk þess sem djúpir skurðgröfuskurðir verða iðulega dauðagildrur fyrir búpening og koma i veg fyrir eðlilega umferð um landið. Skurðir hagaplógsins gera hvorugt, þeir eru 60-70 sm. breiðar aðofan og aðeins 45sm.á dýpt. Strenginn leggur plógurinn upp á annanhvornbakkanni hálfs metra fjarlægð frá skurðinum. Plógur þessi er hingað kominn fyrir milligöngu Haraldar Arna- sonar, verkfæraráðunauts Búnaðarfélags tslands og Bjarna Arasonar, ráðunauts Búnaðar- sambands Borgarfjarðar, en þeir fóru sumarið 1967 til trlands og Skotlands að kynna sér fram- ræslu mýrlendis. Arangur þeirrar ferðar var sá, að þessi skozki plógur var keyptur hingað. Auk Búnaðarsambands Borgar- fjarðar er tilraun með plóginn kostuð af Landnámi ríkisins, Vélasjóði rikisins og Land- græðslunni. Sumarið 1968 voru plægðir með plógnum 134 km á 15 jörðum og næsta sumar 156 km á30jörðum. t fyrra var viðkomandi bændum sendur listi með spurningum um reynslu þeirra af þessari fram- ræslu. Svör bárust frá röskum 75% þeirra, og höfðu þeir samtals látiðplægja 84% skurðanna. Allir voru jákvæðir gagnvart nytsemi plógsins og töldu skurði hans litla sem enga hættu fyrir búfé. Við lagningu þéirra þarf þó að gæta þess, að þeir grafist ekki af vatni, og er svo ákveðið varðandi úttekt á þeim i nýútkominni reglugerð með Jarðræktarlögunum, en á siðasta þingi var samþykkt, að framræsla með hagaplóg skuli njóta sama framlags af opinberu féog framræsla með vélgröfnum skurðum. Hagaplógurinn er tengdur við venjulega beltadráttarvél, og til þess að hún fljóti betur um mjög blautt land, lét Búnaðarsamband Borgarfjarðar bolta þykka eikar- battinga á belti vélarinnar. Battingarnir ná verulega út fyrir venjulega breidd beltanna og auka þannig til muna hæfni vélar- innar i votlendi. Þessi útbúnaður mun að likindum hvergi vera notaður annars staðar. Bjarni Arason ráðunautur við eitt plógfarið. Ekki þarf vitnanna viö um það, að þarna er jarðagi mikill. Athugasemd Björns Jónssonar Mbl. birti i gær svohljóðandi athugasemd frá Birni Jóns- syni alþingismanni og forseta Alþýðusambands tslands: „Samtök frjálslyndra og vinstri inanna tóku upp þann báttá nýafstöðnum landsfundi sinum að liafa hann opinn fréttainönnum allra fjölmiðla. Þotta tel ég góða og gagnlega nýbreytni og nokkurs þvi um vert, að þessi tilraun verði til eftirbreylni öðrum flokkum. Slikt hlýtur þó að verða mjög liáö þeirri reynslu sem nú fæst um heiöariegan og hlut- drægnislausan fréttaflutning. i sunnudagsblaði Morgun- blaðsins I. þ.m. þykir mér sem frásögn blaðsins af ræðu minni á þinginu daginn áður gefi ranga hugmynd um mál- flutning niinn og iiinniæli og þó sérstaklega I stórfyrirsögn á litsiðu blaðsins, en hiin gefur til kynna, að ég liafi talið likur á að SKV lia'tti hráðlega stuðningi við rikissljórnina. Ilið rétta er, að ég lagði I ræðu minni áherzlu á stuðning við rikissljórnina, en sagði liins vegar, efnislega, að aldrci vrði fullyrt um stjórnarsam- starf langt frani i tiinann og laldi óliklegt, að nokkur lands- fiindarinanna gæti fullyrt um eitthvert eilifðarfy Igi við ráðuneyti ólafs Jóhannesson- ar. Itikisstjórnir ka'inu og fa'iu en stefnurnar lifðu. Þess vegna va-ri sú tillaga, sem hér var rauld um fyrirfram- ákviirðun óstofnaðs sainein- aðs flokks um fylgi við núv. rikisstjórn alger fásinna og fjarstæða. Slikt yrði að ákvarðast af þcim flokki þeg- ar stofnaöur hefði verið og sú ákvörðun að takast útfrá þvi stjórnmálaáslandi, sem þá kynni að rikja. i þessu sambandi minnti ég lika á, að enn væri óséð hvern- ig iniklir efnahagsiirðugleik- ar. sein nú voru augljósir yrðu leystir á komandi vetri og kann óhnitmiöaö orðalag mitt um það efni að vera nokkur af- siikun fyrir risafrélt Morgun- blaðsins, en rétt hefði þá lika verið að geta þcss, að ég sagöi, að auðvitað vonuðum við i SFV, að þau mál leystust far- sællega. Með þiikk fyrir hirtinguna, sem ég vona að Mhl. Ijái álika virðulcgt rúin og frétt sinni s.l. sunnudag." Óskhyggja Mbl. Eins og áður segir birti Mbl. þessa athugasenid Björns Jónssonar i gær, cn hinsvegar varð það ekki við þeirri ósk lians að velja henni eins virðu- legt rúm og það valdi fréttinni, sem átti að gcfa til kynna, að hann væri orðinn andsnúinn rikisstjórninni. Af forustu- grein Mbl. virðist svo Ijóst, að það geri sér nokkra von um, að Samtökin vcrði til þess að fella rikisstjórnina. Þetta er ekki ný óskhyggja hjá Mbl. Það batt á sinum tima miklar vonir viö þaö, að Samtökin myndu hafna aðild að núver- andi rikisstjórn. Sú von þess varð að engu, enda hljóta þeir, sem i einlægni vilja vinna aö sameiningu og samstarfi i- haIdsandstæðinga, að vera manna óliklegastir til að ger- ast samherjar Mbl. gcgn rikisstjórninni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.