Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 1
i r v. GOÐI 7Qm£bbbtMJtJumÁa/t, A / RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 1 Bmðabirgðalausn fengin á tryggingamálum útgerðarinnar LÍU dregur viðvörun sína til baka KJ—Reykjavik Lausn hefur nú fengizt á tryggingamálum útgerðarinnar, en sem kunnugt er þá tók nýtt tryggingatimabil og ný tryggingaákvæði gildi 1. október s.l., og lögðu þessi ákvæði mun meiri kvaðir á útgerðarmenn, en eldri lög gerðu. Sú lausn, sem nú hefur fengizt, er til bráðabirgða þar sem stjórnvöld hafa heitið þvi að taka mál þetta að nýju upp á Alþingi, og þar verði ákvæðunum, sem samþykkt voru á siðasta þingi breytt. Jafnframt hefur stjórn L.t.Ú. dregið til baka við- vörun um að halda skipum til veiða. Að tilhutan Magnúsar Kjart- anss • heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra gerði, Asgeir Ólafsson, forstjóri Brunabóta- félags íslands, könnun á þessu máli og siðan tilboð um tryggingu, sem gert er ráð fyrir, að 'brúi að mestu leyti það bil, sem er milli lögboðinna og samningsbundinna trygginga, sem útgerðarmenn og skipaeig- endur hafa nú og þeirrar ábyrgð- ar, sem mestgæti á þá falliö sam- kvæmt fyrrgreindum lögum,” segir i fréttatilkynningu frá rikis- stjórninni. Bætur á hvern einstakling yrðu allt að tvær milljónir við dauða eða 100% örorku. Er kostnaður við þessa tryggingu kr. 2.200 á mánuði á mann, hjá Brunabóta- félaginu, en i fréttatilkynningu frá LÍÚ, segir að „önnur tryggingafélög muni vera fáanleg til að láta þessa tryggingu i té, fyrir mun lægri iðgjöld en Brunabótafélagið býður” Brunabótafélagið þegar búið að tryggja áhafnir. í fréttatilkynningu rikisstjórn- arinnar, segir ennfremur: „Tryggingin bæti slys að ofan- greindum hámörkum svo fremi að bótaskyldu útgerðar hafi ekki verið fullnægt með öðrum tryggingum (lögboðinni slysa- tryggingu, ábyrgöartrygging), er viðkomandi hefur fyrir. Trygging þessi getur hvort heldur er verið fyrir einstaklinga, einstakar skipshafnir eða sem heildartryggin, er samtök útgerð- armanna eða skipaeiganda taka og yrði sá framkvæmdamáti hentugastur og ódýrastur. Geta má þess, að Brunabóta- félag Islands hefur þegar tryggt Framhald á bls. 19 Skjóni í Brekkukoti hefur einkabifreið ÞÓ-Reykjavæik Þessir tveir félagar koma dálitið við sögu I kvik- myndinni „Brekkukots- annáll", sem er verið aö ljúka við þessa dagana.' Pilturinn sem heitir Arnar Jónsson fer með Iftið hlutverk í myndinni, en vinur hans, sem ber nafnið Skjóni og er frá Scljabrekku I Mosfellssveit, fer með öllu stærra hlutvert, þó svo að ekki se vist, að hann viti af þvl. Skjóni kemur fram I mörgum atriöum Brekkukotsannals, og hann hefur fylgt kvikmynda- gerðarmönnunum í allt suinar. Skjóni nýtur forréttinda fram yfir aðra íslenzka hesta, þvi að hann hefur haft sinn einkabil og bilstjóra i allt sumar og þar aaö leiðandi hefur hann ekki þurft að ganga á milli þeirra staða, þar sem hann hefur verið notaöur viö upptöku. Og fæöan hans Skjóna hefur ekki veriö neitt slorleg, þvi aö fyrir utan grænt grasið hefur hann fengið margar tegundir af brauði á degi hverjum og i ábæti fær hann vinber, sem eru vist hans uppáhaldsfæöa. — Meira um Brekkukot á bls. 5. Arnar og Skjóni — báöir standa velfyrirsinu. TIMAMYND: Róbert. Sjá 5. síðu Jökulsá í Norðurdal fór að korgast þegar í ágústlok Eyjabakkajökull skriðinn fram um einn kílómetra, þar sem mest er hreyfing á honum — Eyjabakkajökull mun hafa byrjað að skriða fram i endaöan ágústmáuö, sagöi Þorfinnur Sigmundsson á Kleif i Fljótsdal í simtali við Timann i gær. Þá fóru fyrst að sjást litbrigöi á Jökulsá. Við vorum að koma úr annarri leit einmitt núna.Sjálfur fór ég ekki alveg fram aö jökli, en ég hef af þvi sannar spurnir, að jökullinn hefur gengið fram um einn kilómetra, þar sem mest hreyfing er á honum. Annars staðar er það minna. Jökullinn er mjög úfinn og sprunginn, sagði Þorfinnur enn- fremur. Egill Gunnarsson hrein- dýraeftirlitsmaður á Egilsstöð- um, kom fyrstur manna að honum i haust 21. september, og þá var komiö talsvert rót á hann eins og við gátum ráðið af korginum i ánni, sem nú er oröin eins og grautur, þung af leöju, og Fundum handritanefndar- innar lýkur í bili í dag Handritanefndin heíur setið á fundum undanfarna daga, og mun siðasti fundur hennar að þessu sinni verða i dag, þar sem dönsku fulltrúarnir geta ekki verið lengur heima i bili. Næsti fundur veröur væntan lega i Danmörku, þar sem gerter ráð fyrir að þeir verði i löndunum til skiptis. — Ég get ekki fjölyrt um störf nefndarinnar að sinni, sagði Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Handritastofnunar, er Timinn ræddi við hann i gær- kvöldi. En starfið er hafið og það tekur að sjálfsögðu sinn tima.Þetta er ekki neitt, sem verður hespað af i skyndi. virðist enn dökknandi. Núna siðast var Þórhallur Björgvins- son á Þorgerðarstöðum þarna inn frá. Enginn vöxtur i ánni Þó að Jökulsá hafi brugðiö lit og beri fram ókjörin öll af aur, hefur hún ekkert vaxið. Þaö er þvi ekki vatnsfylla, sem sprengt hefur jökulinn, heldur eykst hann fram undan eigin þunga. — Annars er þaö ekki ný bóla, að hreyfing komi á jökulinn, sagöi Þorfinnur. Það er misskilningur, ef menn halda það, og eitt árið fyrir alllöngu breyttist útfall Jökulsa'r — hún kom á nýjum stað undan jöklinum. Jökullinn gengur aldrei svo langt fram Eins og kunnugt er hafa verið uppi um ráðagerðir að veita saman stórvötnum uppi á Fljo'tsheiði og steypa þeim siðan niður i Fljótsdal til virkjunar. Er það þáttur þeirrar áætlunar aö gera uppistöðulón á Eyjabökkum og veita Jökulsá i Norðurdal norður heiöina. Viðspuröum Þor- finn hver yrjiu örlög þeirra stiflugarða, sem til þess þyrfti, þegar jökullinn skriður svona fram. — Það er fjarri lagi, að þeim mannvirkjum yröi hætta búin, svaraði hann. Þau yrðu nær jöklinum en svo. Jökullinn gengur aldrei svo langt fram Aftur á móti yrði þaö meira en litið magn af aur og leðju, sem kæmi i lónið. Mikiö framhlaup fyrir aldamót Timinn átti einnig tal við Sigur- jón Rist vatnamælingam. Hann sagði, að jökullinn hefði hlaupið mjög fram fyrir siðustu aldamót en siðan væri ekki hægt að segja, að til neinna stórtiðinda hefði dregið, nema ef það yröi núna. — Viö höfum ekki kannað þetta enn, sagði Sigurjón. En Gunn- steinn Stefánsson á Egilsstöðum sem er trúnaðarmaður vatna- mælinga á Fljótsdalshéraði, fer reglulega um svæðiö og hann hefur fylgzt meö Jökulsá i Norðurdal. Svo höfum við fengiö fréttir af jöklinum frá gangna- mönnum. En að sjálfsögöu könnum við hvað þarna gerist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.