Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. október 1972. TÍMINN ERLENT YFIRLIT títgefandi: Fratnsóknarflokkurihn g: Framkvæmdastjóri: Kristján Benetliktsson. Ritstjórar: Þór--:;: arinn Þórarinsson (ábm.),Jón Helgasoa, Tómas KarIsson|:j Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs TImans)|i; Auglýsingastjóri: SteingrimurJ Gislasqbi. ¦ Ritstjórnarskrif-g stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 1830.0-1&306&: i Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — auglýs|;i i ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300..Askriftargjaldt;:: .225 krónur á mánuði innan lands, í lausasölu 15 krónur ein-íí :' takið. Blaðaprent h.f. Léleg stjórnarandstaða Það er sameiginlegt álit óbreyttra liðsmanna i stjórnarandstöðuflokkunum, að aldrei hafi verið málefnasnauðari og stefnulausari stjórn- arandstaða á Islandi en sú, sem nú er. Megin- uppistaðan i hinum samræmda málflutningi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins er máttlaust nöldur og hrakspár, en undan- tekningarlaust örlar aldrei á nýtilegri tilíögu til lausnar einhverju vandamáli. Þetta kemur mjög greinilega i ljós, þegar Mbl. og Alþýðublaðið ræða um þá stundarer- fiðleika, sem atvinnuvegirnir búa við. Blöðin reyna að kenna rikisstjórninni um, hvernig komið sé, og segja ýmist, að hún hafi látið kaupgjaldið eða verðlagið hækka ofmikið. Eft- ir kjarasamningana i fyrrahaust, héldu þessi sömu blöð þvi þó fram, að launastéttirnar hefðu hvergi nærri fengið það, sem þeim bar, og ekki vantar kvartanir þeirra yfir þvi, að verðlagseftirlitið sé allt of strangt. öðru hverju eru þau svo að fella hræsnistár vegna þess, hve illa sé búið að launafólki og það verði þvi aldeilis að rétta hlut sinn á næsta Al- þýðusambandsþingi! Þannig er ekki hægt að finna neina stefnu i blöðum stjórnarand- stæðinga, heldur segja þau sitt á hvað eftir þvi við hvern er rætt. Iðulega kemur fyrir i sama tölublaði, að skammast er yfir þvi á einni sið- unni, að kaupið sé allt of hátt fyrir atvinnu- vegina, en á næstu siðu, að það sé allt of lágt og þvi verði að gera ráðstafanir til að hækka það! Vitanlega afla stjórnarandstæðingar sér ekki trausts með slikum skrifum, enda mun erfitt að finna þann óbreyttan liðsmann Sjálfstæðis- flokksins eða Alþýðuflokksins, sem ekki lýsir óánægju sinni yfir þeim. Þvi neitar enginn, að atvinnuvegirnir eiga við vissa stundarerfiðleika að etja. Þegar kaupsamningar voru gerðir á siðastliðnum vetri, voru gerðar áætlanir, sem gáfu til kynna, að hækkanirnar yrðu ekki of miklar fyrir atvinnuvegina. Þessar áætlanir hafa ekki staðizt og veldur þar mestu, að fiskafli hefur orðið minni en áætlað var og verðlag á inn- flutningsvörum hefur einnig hækkað meira, m.a. vegna gengisbreytinga erlendis. Af þessum ástæðum eru erfiðleikar atvinnuveg- anna einkum sprottnir. Strax þegar rikis- stjórnin sá fram á það i sumar, að umræddar áætlanir myndu ekki standast, var gripið til sérstakra stöðvunarráðstafana, svo að kaup- gjald og verðlag héldist sem mest óbreytt til áramóta. Timann þangað til ætlar rikis- stjórnin að nota til að undirbúa varanlegri ráðstafanir. Þeir erfiðleikar atvinnuveganna, sem nú er glimt við, eru vissulega talsverðir, en þó minni en oft áður, þar sem útflutningsverðið er hag- stætt. Þeir eiga þvi að vera vel viðráðanlegir, ef rétt er á haldið. Þvi er engin ástæða til svartsýni og t.d. alger fjarstæða að vera að spá gengisfellingu. En hvert verður framlag stjórnarandstöðunnar til lausnar þessum vanda? Ætlar hún að halda áfram neikvæðu nöldri og reyna að spilla fyrir öllum að- gerðum? Það eru ekki sizt óbreyttir fylgis- menn stjórnarandstöðuflokkanna, sem spyrja þannig. En ekki mun hróður málgagna þessara flokka vaxa, ef þau halda áfram upp- teknum hætti. þ ^ Einræðisstjórn komin til valda á Filippseyjum Marcos forseti hefur tekið öll völd í sínar hendur FLEST bendir nú til, að Filippseyjar séu að komast i hóp þeirra landa, sem munu búa við hernaðarlegt einræði næstu árin. Að nafni til hafa Filippseyjar búið við lýð- ræðislegt stjórnarfar siðan Bandarikin veittu þeim fullt frelsi árið 1946 og stjórnar- skipulagið verið þar mjög svipað og i Bandarikjunum, þ.e. sterkt forsetavald og glögg skil milli fram- kvæmdavalds og löggjafar- valds. Þetta fyrirkomulag hefur vægast sagt gefizt illa, enda þjóðin illá undir lýð- ræðislega stjórn búin. For- setarnir hafa litlu getað öðru ráðið en að hlynna að gæðingum sinum og flestar félagslegar framfarir orðið að sitja á hakanum. Hverskonar spilling hefur náð að þróast og aukið bilið milli fámennrar auðstéttar og fátæks almennings. k betta ástand á Filippseyjum leiddi fljótlega til þess, að þar reis upp allöflug skæruliða- hreyfing. Arið 1953 náði álit- legur stjórnmálaleiðtogi, Magsaysay, kjöri sem forseti og tókst honum að ráða niður- lögum skæruliða að mestu, m.a. samkomulagi við suma leiðtoga þeirra um félags- legar umbætur. Magsaysay fórst i flugslysi skömmu siðar og tók þá við duglitill vara- forseti. Árið 1961 var annar efnilegur stjórnmálamaður, Macapagal, kosinn forseti eftir að hafa lofað margvis- legum umbótum. Honum varð hinsvegar litið ágengt og hann féll þvi i forsetakosningunum 1. desember 1965 fyrir Fer- dinand Marcos, sem lofaði að framkvæma þá stefnu, sem Macapagal hafði mistekizt að koma fram. Marcos náði svo endurkosningu i forsetakosn- ingunum 1969. ÞAÐ hefur farið á nokkuð svipaða leið hjá Marcos og og Macapagal. Honum hefur illa tekizt að framkvæma kosn- ingaloforð sin. Þvert á móti hefur spilling aukizt og óánægja vaxið, án þess að nokkuð verulegt væri gert til umbóta. Skæruliðar hafa komiðtilsögu að nýju og látið viða til sin taka. Siðustu mánuði hefur stefnt óðfluga til algers stjórnleysis. Ýmsar ástæður réðu þvi, að miklar vonir voru bundnar við stjórn Marcos i upphafi. Marcos, sem er fæddur 1917, átti að ýmsu leyti merkan og æfintýralegan feril að baki. Faðir hans var þekktur stjórn- málamaður og var Marcos, þegar hann var 22 ára, sakaður um að hafa ráðið einum helzta andstæðingi föður sins bana. Hann var þó sýknaður i hæstarétti, sem taldi, að hér hefði verið um falsákæru að ræða. Mál þetta vakti eigi að siður mikla at- hygli á hinum unga manni, sem þótti standa sig vel i rétt- arhöldunum. Marcos var við laganám á þessum tima og lauk þvi nokkru siðar og tók hann hærra próf en gert hefur verið fyrr eða siðar. A striðs- árunum barðist hann með Bandarikjamönnum og hlaut fleiri heiðursmerki fyrir vask- lega framgöngu en nokkur annar landi hans. Striðsfrægð hans var honum mikill styrkur i forsetakosningunum 1965. Þá hefur kona hans ekki spillt fyrir honum, en hún var fegurðardrottning Filippseyja 1954 og er enn talin ein fegursta kona landsins. Hún hefur tekíð verulegan þátt i Ferdinand Marcos og eiginkona hans. stjórnmálabaráttunni við hlið manns sins. SIÐUSTU misserin hefur sá orðrómur komizt á kreik, að Marcos hefði i hyggju að tryggja sér völdin áfram en samkvæmt stjórnarskrá landsins hafði hann ekki rétt til ffamboðs i næstu forseta- kosningum, sem eiga að fara fram haustið 1973. Stjórnar- skráin mælir svo fyrir að enginn má gegna forsetaem- bættinu lengur samfleytt en i tvö kjörtimabil. í fyrstu var talað um, að Marcos ætlaði að bjóða konu sina fram og tryggja sér áframhaldandi völd á þann hátt. Hann mun þó fljótt hafa horfið frá þvi. I staðinn hófst hann handa um að undirbúa breytingar á stjórnarskránni.Hann lét svo heita, að aðaltilgangur hans væri sá að taka upp evrópska stjórnarhætti, þ.e.að rfkis- stjórnin yrði þingbundin og vald forsetans litið. Þá áttu ekki heldur að vera neinar hömlur á þvi, hve lengi for- setinn mætti vera við völd. Andstæðingar Marcos töldu, að hann hygðist tryggja sér áfram forsetadóm á þennan hátt. Þessar fyrirætlanir hefur Marcos nú lagt á hilluna i bili, enda er talið vafasamt, að hann fengi þær samþykktar. I staðinn hefur hann farið aðra og auðveldari leið til að tryggja sér völdin. Hinn 25. september siðastliðinn fyrir- skipaði hann, að herlög skyldu ganga i gildi, en það þýddi i raun, að herinn tók öll stjórnarstörf i landinu i sinar hendur undir forustu forset- ans. Ákvörðun þessi var rök- studd með þvi, að tilraun hefði verið gerð til að myrða varn- armálaráðherrann og að skæruliðastarfsemi og óöld magnaðist svo i landinu, að enginn væri óhultur um lif sitt eða eignir og bylting gæti verið gerð þá og þegar. MARCOS lét ekki við það ejtt sitja að fyrirskipa herlög. Jafnframt boðaði hann rót- tækar umbætur á mörgum sviðum. Stórjörðum skyldi skipt og smábændum hjálpað til jarðakaupa. Hafizt skyldi ötullega handa um að uppræta hverskonar spillingu og þó ekki sizt i stjórnarkerfinu. 011- um embættismönnum var fyrirskipað að segja lausum störfum sinum og hafa all- margir verið reknir tafar- laust. Spilavitum og vændis- húsum hefur verið lokað og sitthvað annað aðhafzt til sönnunar þvi, að það séu meira en orðin tóm að vinna eigi bug á þeirri margvislegu spillingu, sem hefur dafnað i landinu siðustu árin. En jafn- hliða þessu hefur Marcos einnig látið arm laganna ná til pólitiskra andstæðinga. Margir hættulegustu and- stæðingar hans hafa verið settir i stofufangelsi og öll blöð andstæð Marcos verið látin hætta útkomu a.m.k. i bili.Sama gildir um útvarps- stöðvar, sem andstæðingar hans réðu yfir. Svo virðist, sem al- menningur á Filippseyjum hafi tekið þessu með jafnaðar- geði og Marcos sé liklegur til að styrkja stöðu sina, ef hann stendur við loforð sin. Hann lofar þvi, að fullu lýðræði verði brátt komið á aftur, en flestir spá þvi, að hann mundi beita hernaðarlegu einræði 2-3 næstu árin, eða a.m.k. þangað til að hann telji sér óhætt að efna til kosninga. Filippseyjar, sem eru byggðir Malajum, komust undir stjórn Spánverja 1571 en 1898 komust þær undir stjórn Bandarikjanna eftir styrjöld milli Spánverja og Banda- rikjanna. Árið 1934 veittu Bandarikin Filippseyjum við- tæka heimastjórn og fyrirheit um fullt sjálfstæði innan 10 ára. Japanir hernámu Filippseyjar og fóru þar með stjórn næstu árin. Arið 1946 fengu FilippseyjarTullt sjálf- stæði. íbúar þar eru um 38 milljónir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.