Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 6. október 1972..
TÍMINN
15
Tvisvar komu hjúkrunarkonurnar inn og kölluöu á Wallace frænda i
simann. i annaö skiptiö var þaö Hanna aö spyrja, hvort hún ætti að
koma til okkar. Ég var Wallace þakklát fyrir þaö, aö hann sagöi henni
aö biöa heima. i hitt skiptið hringdi Harrý og spuröi, hvort hann gæti
nokkuð hjálpað okkur. Ég óskaöi þess, að Wallace hefði beöið hann aö
koma. Ég óskaöi þess þó heitar, aö hann heföi komiö án þess aö spyrja
um þaö. Mér fannst, að ég myndi gleyma öllu nema návist hans, ef
hann aðeins kæmi. Ef til vill heföi ég þó misst skynsamlegt vald á
sjálfri mér og sagt honum, að ég væri að fá heyrnina aftur. Það er
ómögulegt aö gizka á, hvaö ég heföi kunnaö aö segja viö hann þarna í
biösal sjúkrahússins, eins og nú stóð á. En hann kom ekki, og aö síöustu
var kvalræöi óvissunnar létt af okkur Wallace.
Þaö var búiö aö búa um Emmu. Þetta var mjög hættulegt beinbrot,
og auk þess var hún marin innvortis. En allt haföi veriö gert, sem aö
gagni mátti koma. Hún var ekki vöknuð enn eftir svæfinguna, en okkur
var leyft aö vitja hennar morguninn eftir.
„Hún var hálfáhyggjufull út af ykkur og jólunum”, sagöi Weeks
læknir og brosti þreytulega. „Þið vitið, hvernig Emma er — hugsar um
allt og alla, nema sjálfa sig. Hún var alltaf að hugsa um þetta jólatré
ykkar, og ég hét henni þvi að tala um það viö þig, Emilia. Þaö var eins
og hún treysti þér bezt til að sjá um, að allt yröi haft eins og það er vant
að vera”.
Ég kinkaöi kolli.
„Ég skal vera búin að skreyta það og kveikja á þvi fyrir miðnætti. Ég
skal gera allt eins og á aö gera*—eins og hún myndi hafa haft þaö”.
Weeks læknir ók okkur heim. Hann kom inn meö okkur og drakk eitt
glas af portvini. Hann þáði aldrei staup, nema þegar hann haföi lagt
sérlega mikiö á sig. Hann haföi aldrei fyrr verið kvaddur til aö veita
Emmu frænku læknishjálp, og ég gat mér þess til, að þetta heföi reynt
meira á hann en hann vildi viðurkenna. Hann var óvenjulega þung-
lamalegur og ellilegur á svip, þegar ég hjálpaöi honum i frakkanum,
þessi fjörmikli maður.
„Merek Vancehefði þurft að vera hér i dag”. Við vorum tvö ein i for-
stofunni, og þessi orð voru eins og beint svar við hugsunum mlnum.
„Stone er dugandi læknir, en þegar viö vorum að búa um brotið, gat ég
ekki varizt þvi að hugsa um, hver heföi getað gert það betur. Þér yröi
rórra, ef þú simaðir til hans á morgun og bæðir hann að koma. Hann
myndi koma, hvað svo sem i húfi væri. Það veiztu sjálf. Og þú mátt
ekki hugsa of einhliða um það að sýna mér tiltrú”.
„Já”, svaraði ég. „Hann myndi koma”.
Snöggvast datt mér i huga að samþykkja uppástungu hans. Þó hikaði
ég, og svo hristi ég höfuðið.
„Nei”, sagði ég og lagði höndina á arm hans. „Þú hefur gert það,
sem hægt er að gera fyrir Emmu. Ég er ánægð með það, og við höfum
ekki heldur rétt til að krefjast þess, að Vance hverfi frá verkefnum sin-
um og komi hingaö. Hann myndi koma, ef við æsktum þess. Það efa ég
ekki. En þær rannsóknir, sem hann hefur með höndum, eru of mikil-
vægar til þess, að hann fái ekki að ljúka þeim i friði. Minnztu ekki á
þetta slys, þegar þú skrifar honum eða talar við hann. Þú sást fyrr en
ég, hvilikur maður hann er, en ég veit það nú orðið. Farðu nú heim og
hvildu þig. Þú þarfnast áreiðanlega hvildar. Og svo kemur þú til okkar
á morgun”.
Ég var lengst á ferli i húsinu þetta jólakvöld. örvæntingin, sem haföi
nist mig um morguninn, og geðshræringin, sem ég hafði komizt i um
kvöldið, var þorrin. Sennilega var ég ekki búin að yfirvinna hugarkvöl-
ina, en það var eins og friður og ró fyllti sál mina þarna i mannlausum
stofunum. Gluggatjöldin voru dregin fyrir gluggana, og úti fyrir var
niðamyrkur. Brennið á arninum var hætt að loga, en þó var glóðin ekki
kulnuð út. A borði við bogagluggann stóð jólatréð, á sama stað og öll
jólatré i þessu húsi höfðu staðið siðan ég mundi eftir mér. Ég sá þau öll
i langri fylkingu, jólatrén, sem þarna höfðu staðið, og mér var tals-
verður styrkur að þvi að hugsa um, hvernig eitt tré hefði alltaf komið i
annars stað, á hverju sem annars hafði gengið. Nú skildi ég, hvers
vegna Emma frænka hafði alltaf verið aö hugsa um jólatréð, þrátt fyrir
þjáningar sinar.
Við vorum hreykin af þvi að hafa varðveitt jólaskraut, sem notað var
ár eftir ár. I hverjum desembermánuði var kassinn, sem jólaskrautið
var geymt I, sótt niður i kjallarann, og i hverjum janúarmánuði var
hann borinn þangað aftur. Þar skyldi hann vera, unz næsta jólahátið
færi að. Áður en ég lyfti lokinu af honum sá ég fyrir mér marglitar
kúlurnar og gyllta grenikönglana, vaxlikneskin og snoturlega ofin
skrautböndin. Aöeins hvitu kertin og litlu kertastæðin höfðu orðiö að
þoka fyrir rafmagnsperum fyrir fáum árum — þvi miður.
„Það hlýtur að reka aö þvi, að við veröum að breyta til”, hafði
Emma frænka sagt og stunið þungan. „En ég sakna kertaylsins og vax-
lyktarinnar samt, þó að ég sé að hinu leytinu fegin að mega skjótast
snöggvast út úr stofunni, sem ég hef aldrei þorað vegna kertanna. Samt
segi ég það: þó að kertin séu hættuleg, getur ekkert komið fyllilega i
þeirra staö, og einmitt kannske af þvi”.
Engu öðru haföi veriö fleygt úr kassanum siðan ég komst á legg, og
sumt, sem 1 honum var, var frá bernskuárum Emmu og Wallace og
fööur mins. Þar á meöal voru fagurlega skornar og litaðar likneskjur
af Mariu mey og barninu, sem afi minn hafði komið með heim til minja
um för sina til Oberammergau. Þar voru einnig litlir rauðir berserkja-
svampar með hvitum doppum máluöum á hnúðana, gerólikir öllum
svömpum, sem uxu i skógunum kringum Blairsborg. Þá haföi afi minn
átt til minningar um gönguför, sem hann fór i æsku meb skólabræðrum
sinum um Svörtuskóga. Þar var ofurlitiö hreindýr, skorið i bein, og
sleði frá Lapplandi og tveir undurfallegir vaxenglar með gyllta vængi
og gult hár, sem minnti mig á Hönnu I englagervinu. A öðrum hafði
andlitið skaddazt dálitið, af hinum var annar vængurinn brotinn, en
samt sem áður hafði alltaf eitthvaö þótt vanta á jólatréð okkar, unz
þeir höfðu verið hengdir á greinarnar. Sumt af englahárinu var fariö aö
upplitast, en samt stirndi á það, þegar ég hafði vafið þvi utan um græn-
ar greinarnar, og það var miklu viðkunnanlegra heldur en drifhvit
baðmull og nýtt, glitrandi skart. Ég varð aö standa uppi á stól til þess
aö geta látið stóru stjörnuna á toppinn á trénu. Ég heföi getað frestaö
þvi til næsta dags og beðið Harrý að gera það, en ég hafði einsett mér
að skreyta tréð þetta kvöld og ganga frá þvi eins og þaö átti að vera. Og
þessi stjarna var einmitt mikilvægust af öllu skrautinu af þvi að faðir
minn hafði sjálfur teiknað hana og skorið hana og málað logagyllta i
vinnustofu i Brussel og gefið mér hana á fyrsta jólatréö mitt. Hún haföi
alltaf verið geymd i baðmull i litlum stokki, og i hvert skipti, sem ég tók
hana upp, sveif að mér undarleg kennd: hvernig gat á þvi staðiö, að
þessi litli, viökvæmi hlutur skyldi lengur endast en hendurnar, sem
bjuggu hann til?
Lárétt
1) Byggingarefni. — 5) Matur.
— 7) Rot. — 9) Fljót. — 11)
Gubbað. — 13) Hamingjusöm.
— 14) Flækingur. — 16) Eins.
— 17) Svæfil. — 19) Eldar. —
Lóörétt
1. Húsavik. — 2) LL. — 3)
Lestaði. — 4) At. — 5) Dauð-
inn. —8) Aum. —9) Vil. — 13)
EE. — 14) An. —
Lóðrétt
1) Hamla á móti. — 2) Bónda-
býli. — 3) Borða. — 4) Efni. —
6) ílát. — 8) Fiskur. — 10)
Festa með nælu. — 12) Nema.
— 15) Eldiviður. — 18) 550. —
Ráðning á gátu no. 1224
Lárétt
1) Holland. — 6) Let. — 7) SA.
— 9) VU. — 10) Austrið. — 11)
VM. — 12) LI. — 13) Eða. —
15) Kleinan. —
HVEU
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
FÖSTUDAGUR
6. október
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Fréttir kl. 7.00, 8.15 ( og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.10. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
7.45. kl. 8.45: Guörún Guð-
laugsdóttir heldur áfram að
lesa „Vetrarundrin I
Múmindal” eftir Tove
Janson (11) Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lö'g milli liöa
Spjallað viö bændur kl. 10.05
Popphornið kl. 10.25:
Byrdmaniax og Spencer
Davis og Peter Jameson
syngja og leika Fréttir kl.
11.00 Gömul tónlist
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar viö hlustendur
14.30 „Lifið og ég”, Eggert
Stefánsson söngvari segir
fráPéturPétursson les (14)
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Lesin dagskrá næstu viku.
15.30 Miðdegistónleikar:
Söngiög Irmgard Seefried
syngur iög eftir Johannes
Bramhs: ErikWerba leikur
á pianó. Hans Hotter
syngur lög eftir Schubert
og Hugo Wolf: Hermann
von Nordberg og Gerald
Moore ieika undir.
16.15. Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónieikar.
17.30 Ferðabókarlestur:
„Grænlandsför 1897” eftir
Helga Pjeturss Baldur
Pálmason les (5).
18.00 Frettir á ensku
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.30 Frettir Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill .
19.45 Bókmenntagetraun
20.00 Fyrstu vetrartónleikar
Sinfóniuhijómsveitar
islands i Háskólabiói
kvöldið áður. Stjórnandi:
Karsten Andersen.
Einleikari: Eva Knardahl.
a. Canzóna fyrir hljómsveit
eftir Nordheim b. Pianókon-
sert i a-moll op. 16 eftir
Grieg c. Sinfónia nr. 5 i Es-
dúr op. 82 eftir Sibelius.
21.20 Úr ljóðaþýðingum
Magnúsar Asgeirssonar
Ingibjörg Stephensen les.
21.35 „Minkapelsinn”,
smásaga eftir Roald Dahl
Orn Snorrason les siðari
hluta sögunnar i eigin þýö-
ingu
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Endur-
minningar Jóngeirs Jónas
Arnason les úr bók sinni
„Tekið i blökkina” (10)
22.35 Danslög i 300 ár Jón
Gröndal kynnir
23.05 A tólfta timanum. létt
lög úr ýmsum áttum
23.35 Fréttiri stuttu máli. Dag-
skrárlok.
6. október
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Fósibræður
(Persuaders) Brezkur
sakamálaflokkur. Aðalhlut-
verk Tony Curtis og Roger
Moore. A elleftu stundu
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.25. Töfrakarfan Skemmti-
þáttur frá sænska sjónvarp-
inu. Höfundarnir, ftAndy
Stuwer og Lasse Aberg,
fara einnig með stærstu
hlutverkin. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
21.45. Sjónaukinn Nýr um-
ræðu- og fréttaskýringa-
þáttur, gerður að tilhlutan
fréttastofu Sjónvarpsins,
um innjend og erlend mál-
efni, sem ofarlega eru á
baugi hverju sinni.
22.50 Dagskrárlok