Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. október 1972. TÍMINN qoqb Leikhúsálfarnir Þessi skemmtilega mynd er af finnsku skáldkonunni Tove Jansson, sem erhöfundur leik- ritsins Leikhúsálfarnir, sem sýningar eru nýhafnar á i Iðnó. En leikhúsálfarnir eða Múmin- dýrin, voru löngu orðin heims- fræg áður en leikhúsálfurinn sté á leiksvið. Teiknimyndaseriur af Múmindýrunum eru birtar i blöðum viða um heim og sýndar i sjónvarpi og eftirlikingar af þessum skemmtilegu múminum eru seldar i verzlunum i öllum heimsálfum. Svo var það maðurinn, sem hringdi heim af skrifstofunni og sagðist koma með forstjórann i kvöldmat. Hann kom heim á réttum tima, en aleinn. — Fyr- irgefðu að ég skrökvaði að þér, en migiangaði svo afskaplega i almennilegan mat. Kvikmyndahöfundurinn og leik- arinn Tati sagði, að þaö væri huggun til þess að vita, að að minnsta kosti i einu landi i heiminum væri hægt að sjá framan i heila kynslóð ungra manna, sem ekki hyldi andlit sitt i ofvöxnu skeggi — það er i ftaliu. — En það er vegna þess að þar verða þeir að éta spaghetti. Afþakkar gott boð Eitt stærsta og þekktasta lista- safn i heimi er Prado i Madrid. Spænska stjórnin hefur sent Pi- casso bréf, en hann hefur dvalið i útlegð siðan Falangistar tóku völdin, og er listamanninum boðið að koma til Spánar og sýna verk sin, þar á meðal mál- verkið „Guernica" i Prado, og honum heitið öllum þeim sóma, sem stjórnin getur sýnt honum. Picasso hefur ekki svarað bréf- inu og ætlar ekki að gera það. Málverkið „Guernica" er þekktasta verk Picassos, og málaði hann það i minningu samnefnds bæjar, sem Franco lét jafna við jörðu i borgara- styrjöldinni. — Hvað pabbi og mamma segja? Þau verða alltaf himinlif- andi þegar ég trúlofast. — Læknir, ég hef svo miklar áhyggjur af manninum minum. Hann hefur hvorki kvartað né stunið i eitt einasta sinn i dag. Til eru konur, sem halda að þær séu alveg dásamlegar, af þvi þær hafa aldrei séð sjálfan sig aftanfrá. *•'¦ Stúdent einn var spurður hvern- ig i ósköpunum hann færi að þvi - að hafa stöðugt peninga út úr föður sinum. Félagarnir voru alltaf blankir, hvaða brögðum sem þeir beittu. — Það er ákaflega auðvélt, svaraði sá f jáði. — Ég hóta bara að koma heim. Hafðu augun vel opin áður en þú giftir þig, en hálflokuð eftir það. — Þarna eru Rússarnir. Við skulum ekki þykjast sjá þá. DENNI _ j^mm « | ¦ | |^| Nú skulum við fara pabbi, ég og D/tAAALAUSI ormarnir erum tilbúnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.