Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 20
Jörgensen
vill fá
vinnufrið
NTB—Kaupmannahöfn
Anker Jörgensen tók í gær
formlega yið embætti forsætis-
ráðherra Danmerkur. Eftir eið-
tökuna gekk hann út á tröppur
Amaliuborgarhallar ásamt Krag
og K.B, Andersen. Um 100 manns
höfðu safnazt þar saman og
fögnuðu nýja forsætisráöherran-
um.
Jörgensen sagði að rikisstjórn
jafnaðarmanna, sem er i minni-
hluta á þinginu og nýtur stuðnings
sósialska þjóðarflokksins, yrði að
tefla á tæpasta vaðiö á næstunni,
Þá lét Jörgensen i ljós þá von, aö
friöur yrði i stjórnmálunum i
bráðina og aö stjórnin fengi
vinnufrið til næstu kosninga 1974.
A þinginu hefur Jörgensen eins
og Krag og stjórn hans aðeins
eins þingsætis meirhluta. Hann
upplýsti, að hann mundi siðar i
mánuðinum taka þátt i fundi for-
sætisráðherra EBE-landanna i
Paris.
NTB—Róm
ttalskur hóteleigandi hefur
ákveöið að forða italiu frá þeirri
vansæmd, að selja Colloseum erl-
endum manni. Bandarískur
milljónamæringur bauðst nýlega
til að kaupa Colosseum fyrir
milljón dollara, en hóteleigandinn
ætlar að borga meira. Báðir
segjast auðkýfingarnir ætla að
láta gera við Colosseum og opna
þaö almenningi á ný.
" ; ■■ •:
......... '
Eins og hver heilvita manneskja hlýtur aðskilja, fylgir þvi mikil hætta aðlúta yfir vélar þegar maður er
hárprúöur. Bæði hér á landi og erlendis hafa orðið alvarleg slys, jafnvel dauðaslys, þegar hárið hefur
lent í vél. Sums staðar er slðhæröum piltum vfsað frá vinnu, ef þeir neita aö láta skera lokkana, en
annars staðar er þeim gert aö skyldu aö nota hárnet. Þessi mynd er tekin i Iðnskólanum I Reykjavik,
þar sem hárnetaskylda er i giidi. Varla finnst okkur þetta þó nægilegt. Lokkarnir sem lafa gætu hæglega
villzt inn í eitthvert apparatið. ( Timamynd Gunnar)
"'Il t
Föstudagur 6. október 1972. j
ísland vann
Kúbu og heldur
enn forystunni
ÞÓ—Reykjavik
islenzka skáksveitin á
Olympiumótinu sigraði sve’it
Kúbu i áttundu umferð með 2.5
vinningum gegn 1.5. tsland heldur
þvi enn forystunni i B-flokki með
22 vinninga, en i 2.-3. sæti eru
Noregur og Israel með 20
vinninga, i 4.sæti er England með
19.5 vinninga og 1 biðskák.
Júgóslavia er enn efst i A-flokki
með 23 vinninga, Ungverjaland
hefur 20.5 vinninga og Sovétrikin
eru með 18.5 vinning og 4 biðskák-
ir.
Eldsvoði i
Flfótshverfí
i gær kom upp eldur i bænum
Hruna i Fljótshverfi i Vestur-
Skaftafellssýslu. Var kallað á
slökkviliðið frá Kirkjubæjar-
klaustri og tókst þvi að slökkva
eldinn eftir nær þriggja stunda
viöureign. Tókst að bjarga mestu
úr húsinu, en vesturálma þess
mun hafa skemmzt.
Hrollvekjandi Víetnam-tölur frá Pentagon:
Sprengjumagnið á við
margar heimsstyrjaldir
NTB—Washington
A fyrstu niu mánuðum
ársins hefur verið varpað
meira sprengjumagni yfir SA-
Asiu, en allt árið i fyrra. Þetta
kemur fram i skýrslum frá
bandariska varnarmálaráðu-
neytinu. Talsmenn Pentagon
segja að þetta sé aðallega
vegna aukins stuönings
bandarfskra flugvéla eftir að
N-Vietnamar hófu sókn sina
suöur- á bóginn 30. marz sl.
Frá 1. janúar til 30. septem-
ber hafa verið notuð yfir 800
þúsund tonn af sprengiefni
yfir Norður- og Suður-
Vietnam, Laos og Kambódiu,
en allt árið i fyrra voru þaö 763
þúsund tonn.
Heimildir bandarisku leyni-
þjónustunnar segja, að flug-
vélastuöningurinn hafi verið
nauðsynlegur til að halda
herjum N-Vietnama i skefjum
Sprengjuárásirnar á N-
Vietnam hafa þó ekki megnaö
að stöðva straum hermanna
og vista suður á við.
Opinberar tölur sýna, að
undanfariö hálft áttunda ár
hefur verið varpað hvorki
meira né minna en 7,5
milljónum lesta af ýmis konar
sprengiefni yfir Indó-Kina.
Þetta er um það bil þrisvar og
hálfu sinnum meira en Banda-
menn notuðu á öllum sinum
herstöðvum i siðari heims-
styrjöldinni. A 21 mánuði
hefur verið varpað fleiri
sprengjum á SA-Asiu en á
Þýzkaland allt á árunum 1940-
1945.
Að sögn New York Times,
sem hefur tölurnar frá þing-
nefndarheimild, hefur fleiri
sprengjum verið varpað yfir
Indó-Kina á þeim 44
mánuðum, sem Nixon hefur
setið við völd, heldur en var
þau fjögur ár, sem Johnson
var forseti.
Samkvæmt heimildum
sömu þingnefndar, sem er
undir forystu Teds Kennedy,
hafa bandarisku flugvélarnar
einnig varpað flisasprengjum
yfir starfsmenn loftvarna-
stöðva N-Vietnama. Ekki
fylgir þó sögunni, i hversu
rikum mæli slikt hefur verið
gert.
Líffæri fjarlægð til viðgerðar
NTB—San Fransisco
Bandariskur skurðlæknir
kvaðst í gær hafa fjarlægt liffæri
úr sjúklingi sinum, flutt það á
annað skuröarborö, gert við það
og sett siðan aftur á sinn staö.
Þessi aðferð hefur fram til
þessa aðeins verið notuð viö
nýrnaaðgerðir, en læknirinn
Russell L. Lawson segir, að vel
megi gera þetta einnig við hjarta-
og lifraaðgerðir.
A fundi skurðlækna i San
Fransisco skýrði Lawson,
hvernig hann hefði tvisvar tekið
nýra úr sjúklingi og gert við það á
ööru borði. Nýrað var i bæði
skiptin kælt og sett á sinn stað
aftur allt aö sex klst. siðar.
Lawson er þeirrar skoðunar að
þessi aðferö sé mun hagkvæmari
en liffæraflutningar.
„Þurfum nýjar leiðir
í norrænni samvinnu"
NTB—Stokkhólmi
Sænska stjórnin ætlar að vinna
aö þvi að finna nýjar leiðir i
norrænni samvinnu og gefa henni
nýtt inntak, sagði verzlunarmála-
ráðherra Svia, Kjell-Olof Feldt á
landsþingi ja f na öa r m a nna -
flokksins i gær.
— Um þessar mundir erum við
i þann veginn að stiga skref fram
á viö i norrænni samvinnu, sagði
Feldt. — Fjögur af Norður-
löndunum fimm munu fá svipaða
verzlunarsamninga við EBE, en
Danmörk verður aðili.
Sú markaðsaðstaða, sem nú
hefur skapazt i Evrópu hefur ekki
' dregið úr, heldur aukið þörfina á
náinni samvinnu landa, sem
standa hvert öðru nær landfræði-
lega, efnhagslega og menningar-
lega. Það er mikilvægt, að þessi
samvinna grundvallist framvegis
á öllum fimm Norðurlöndunum,
sagði Feldt.
Fyrsti þjóðgarður■
inn á Austurlandi
SB—Reykjavik
— Það eru nokkur svæöi hér á
Austurlandi, sem okkur finnst vel
þcss virði, að verði friðlýst sem
þjóðgaröar, sagði Hjörleifur
Guttormsson i Neskaupstað, en
hann er formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Austuriands. Samtök-
in halda aðalfund sinn á Djúpa-
vogi um helgina og verða þar
m.a. lögð fram drög að náttúru -
minjaskrá fyrir Austurland.
Ekki vildi Hjörleifur láta upp-
skátt, hvað væri að finna i þessari
skrá, en sagði, aö fjöldi staöa og
stærri svæða á Austurlandi ættu
skilið friðun.
Samtökin hafa áður lagt fram
tillögu um friðun Hólmaness i
Reyðarfirði, Papeyjar og
Hvannalinda og halda áfram að
vinna að þeim málum. Gögnum
aðalfundarins verður visað til
Náttúruverndarráðs, sem siðan
kemur sinum ábendingum á
framfæri við rétta aðila, er það
hefur metið tillögurnar.
Náttúruverndarsamtök
Austurlands eru nú réttra tveggja
ára, og eru félagar á þriöja
hundrað og styrktarfélagar um
30. A aðalfundinum á Djúpavogi
verður meðal annars rætt um
landnýtingu og vegagerð og um-
hverfi, og flytja Eysteinn Jónsson
alþingismaður og Snæbjörn Jón-
asson yfirverkfræðingur fram-
söguerindi um þessi mál.
Skrúfan úr Þór elzta komin heim á
hlað hjá húnvetnskum froskmönnum
— Við höfum bara veriö að
þessu að gamni okkar, sagði
Karl Berndsen, vélsmiða-
meistari i Höföakaupstaö, viö
Timann i gær. En það er samt
alveg hárrétt: Viö náðum
skrúfunni af Þór elzta, sem
legið hefur I sjó fram af Sölva-
bakka á Refasveit i hér um bii
fjörutiu og þrjú ár. En þaö var
ekki feitan gölt að flá, þvi aö
hún reyndist vera úr steypu-
járni, en ekki kopar.
Það eru mörg skip, sem
oröið hafa til á þessum
slóöum, og meðal þeirra eru
elzta varöskip islendinga, Þór
sem Björgunarfélag Vest-
mannaeyja keypti upphaflega
árið 1920, og millilandaskipið
Lára, sem strandaði árið 1910,
rétt utan við Spákonufells-
höfða. Þeir Karl Berndsen og
félagi hans, Sigurjón Haralds-
son, sem nú á heima á Blöndu-
ósi, eru báðir froskmenn, og
þeir hafa að undanförnu veriö
að huga þvi, sem eftir er af
þessum skipum tveim. Þeir
höfðu farið þrisvar niður að
flakinu af Þór, er þeir nú fyrir
um það bil viku náðu skrúf-
unni, ásamt öxli og stefnisröri.
Niður að hinu flakinu hafa
þeir farið, nokkrum sinnum,
og fundið ketil, vél og milli-
öxul, sem er fastur við hana,
tiu til tólf metra langan og sex
til átta þumlunga gildan.
Skrúfuna úr Láru hafa þeir
aftur á móti ekki fundið enn,
og engu hafa þeir náð á land úr
þessu flaki.
Þegar Lára strandaði, voru
á henni i kringum fjörutiu far-
þegar, sem allir björguðust á
land, ásamt skipverjum. Þór
rak i stórviðri upp á Sölva-
bakkasker rétt fyrir jólin 1929,
og björguðust allir af honum
með aðstoð báts úr landi: Þá
var Eirikur Kristófersson
skipherra á Þór.
- JH.