Tíminn - 20.10.1972, Side 8

Tíminn - 20.10.1972, Side 8
8 TÍMINN Föstudagur 20. október 1972. —1 ■ Um framkvæmd eignanáms Stp—Reykjavík Á dagskrá efri deildar i gær voru tvö mál. Hinu siðara þeirra, frumvarpi til laga um tima- bundnar efnahagsráðstafanir, var frestað. Ölafur Jóhannesson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um fram- kvæmd eignarnáms. I upphafi máls lýsti hann yfir þakklæti sinu vegna þess, hve nefndin, er frum- varpið samdi, hafði innt af höndum frábært verk með samningum þess. I nefndinni áttu sæti próf. Gaukur Jörundsson, Páll Lindal, borgarlögmaður og Hallgrimur Dalberg, skrifstofustjóri. Var hún skipuð hinn 20. október 1970 i samræmi viö þingsályktun frá 22. april 1970 um endurskoðun laga um framkvæmd eignarnáms. Flutningsmenn tillögunnar til ofangreinda þingsályktunarvoru alþingismennirnir Auðun Auðuns, Halldór E. Sigurðsson, Geir Gunnarsson og Bragi Sigurjóns- son. Hafði Auður Auðuns fram- sögu fyrir þingsályktunartillög- unni. Var tillagan flutt að frum- kvæði Sambands islenzkra sveitarfélaga. 1 henni var lagt til, að i tillútandi frumvarpi yrði ma kveðið á um skyldu matsmanna til að taka beina afstöðu til til- tekinna atriða, sem áhrif hafa á verö eignarnámslands, og sundurliða og gera allnákvæma grein fyrir, á hvaða forsendum matsfjárhæö er byggö. bá yrði i frumvarpinu reglur um ákvöröun þóknunar matsmanna og um skil matsgeröa til ákveöinnar stofn- unar. Fram kom i flutningi forsætis- ráðherra, að hann telur það veigamesta atriðið i frum- varpinu, að föst nefnd eða stofnun skuli komið á fót, er f jalli um mat eignarnámsbóta. Samkvæmt annarri grein frumvarpsins skal ráðherra skipa formann mats- nefndar til fimm ára i senn og annan til vara. beir skulu hafa lokið embættisprófi i lögfræði. Til meðferðar hvers máls kveöur formaöur tvo eða fjóra hæfa og óvilhalla menn. Forsætisráðherra benti enn fremur sérstaklega á 10., 11., 12. og 18. grein frumvarpsins/sem ánægjulegar og þarfar umbætur. 1 þessum greinum frumvarpsins kemur m.a. fram, aö matsnefnd skal kveöa upp úrskurö um fjár- hæð eignarnámsbóta. 1 úrskurðinum skal gerð grein fyrir þeim atvikum og réttarreglum, sem liggja til grundvallar niður- stöðum matsins. Eigi aðrir rétt- hafar en eigandi eignarnumins verðmætis rétt til eignarnáms- bóta, skal meta og tilgreina sér- staklega þær bætur, sem hverjum þeirra ber. Kostnað af starfi matsnefndar skal greiða úr rikissjóði, en mats- nefnd ákveður hverju sinni i úrskurði sinum, þegar rikið er ekki eignarnemi, hverja greiðslu eignarnemi^ skuli inna af hendi til rikissjóðs vegna sliks kostnaöar. Eignarnemi skal greiða eignarnámsþola endur- gjald vegna þess kostnaöar, sem eignarnámsþoli hefur haft af rekstri matsmáls og hæfilegur er talinn. Skerðist fasteign með þeim hætti við eignarnám, að sá hluti hennar, sem eftir er, verður ekki nýttur á eðlilegan hátt sem sjálf- stæð eign, getur matsnefnd ákveðið að kröfu eiganda, aö eignarnámið skuli ná til eignar- innar allrar. Formaður matsnefndar varö- veitir matsúrskurði og sér um útgáfu þeirra eöa úrdrátta úr þeim. Jafnan skal senda fast- eignamati rikisins afrit mats- úrskurða. BREYTING A LÖGUM VERÐJÖFNUNARSJÓÐS Stp—Reykjavík Lúðvik Jósepsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, bar fram i neðri deild i gær frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Hér verður um að ræða bráðabirgða- lög, er gilda munu fyrir timabilið 1. okt. til 31. desémber 1972. Aðdragandi þessa máls er sá, að sjávarútvegsmálaráðuneytið hafði skipað sérstaka nefnd til að rannsaka afkomu frystihúsanna á þessu ári. 1 skýrslu þeirrar nefndar, sem fram var lögð, 29. sept. s.l., segir m.a. — bað er sameiginlegt álit okkar, að meginniðurstaðan af þessum at- hugunum sé sú, að vegna minnk- andi framleiðslumagns frá fyrra ári og vegna afurðarrýrara hráefnis, hafi hagur frystihús- anna versnað á ársgrundvelíi um 200 til 250 millj. kr., frá þvi, sem áætlaö hafði verið viö siðustu fiskverðsákvarðanir i yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. — Við verðákvörðun á fiskverði fyrir verðlagstimabilið 1. október til 31. desember á þessu ári kom i ljós, að nauðsynlegt væri að hækka fiskverð verulega til þess að jafna launakjör sjómanna við launakjör annarra stétta og til þess að bæta kjör útgerðarinnar frá þvi, sem orðið var. Hagur sjó- manna og hagur útgeröarinnar og fiskvinnslu hafði farið versnandi á þessu ári vegna minnkandi afla. Hafði aflinn á þorsk, ufsa og karfa minnkað um 13% á átta fyrstu mánuðum þessa árs miðað við aflann sömu mánuði i fyrra. Varð Verðlagsráð sjávarút- vegsins sammála um að leggja til, að fiskverð yrði hækkað að meðaltali um 15%. Féllst rikis- stjórnin á, að nauðsynlegt væri að breyta lögum um Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins til að hægt væri að koma fram þeirri fisk- verðshækkun, sem Verðlagsráð lagði til. Setti rikisstjórnin þó það skilyrði, að hér yrði um að ræða almenna 10% fiskverðshækkun, en auk þess komi til 5% hækkun, er skiptist jafnt á allar helztu tegundir bolfiska. en sú hækkun væri sérstaklega miðuð við árs- tima og erfiðleika útgerðarinnar nú. Bráðabirgðaákvæðið, er komi inn i lög Verðjöfnunarsjóðs, kveður á um, að stjórn sjóösins sé heimilt skv. reglum, er hún setur og sjávarútvegsmálaráðherra samþykkir, að greiða úr deildum sjóðsins fyrir frystar fiskafurðir og saltfiskafurðir sérstakt fram lag vegna bol- og flatfiskafurða að undanskildum kolategundum, sem framleiddar eru á timabilinu frá 1. okt. til 31. des. 1972. Skulu greiðast 88 millj. kr. ef verðmæti afla, sem landað er innanlands til þessarar vinnslu á þessu timabili, nemur sem svarar 400 millj. kr. reiknað á lágmarksverði á fiski, Fyrirspurn til utanríkis- ráðherra Stp—Reykjavik Fimmti fundur sameinaðs Alþingis var haldinn i gær og voru tvö mál á dagskrá auk fyrir- spurna. Málunum var báðum frestað, en þau eru endurskoðun skattalaga annars vegar og Lán- veitingar Húsnæðismála- stofnunar rikisins. Fyrsti þing- maður Reyknesinga, Matthias A. Mathiesen kom með fyrirspurn til Einars Agústssonar utanrikisráð- herra vegna skipunar sérlegs ráðunauts, Thors Vilhjálms- .sonar, rithöfundar, á þing S.b. Spurði hann m.a., hvort lita bæri á skipun hans sem vantraust á hæfni fulltrúa þingflokkanna á S.b. siðastliðin ár. Einar svaraöi þvi til, aö málinu væri þannig háttað, að Thor sæti nú þing rithöfunda i New York vegna úthlut.unar bókmennta- verðlauna, og hefði komið fram sú beiðni, að hann sæti sem fulltrúi Islands á Mengunarráð- stefnu S.b., og hefði það veriö samþykkt. Væri þvi um mis- skilning aö ræða hjá þing- manninum. er gilt til 30. sept. 1972, að við- bættri greiðslu i Stofnfjársjóð fiskiskipa og verðuppbót á linu- fiski. Framlagið skai hækka eða lækka i hlutfalli við breytingar á aflamagni frá þessu marki. — Lúðvik bar til baka þær æsi- fréttir blaða undanfarið, að Verðjöfnunarsjóður allur upp á 1000 millj. kr. yrði tekinn til að bjarga frystihúsunum og dygði þó ekki til. Sagði Lúðvik, þetta hina mestu fyrru. Eftir útreikningi hagstofustjóra þyrftu frystihúsin aðeins 15 milljónir til að reisa við, en eftir samkomulagi við fulltrúa þessara fyrirtækja yrði framlagið 26 milljónir króna. Um frumvarpið tóku til máls Jóhann Hafstein, Gylfi b. Gisla- son og Guðlaugur Gislason. Var fyrstu umræðu frumvarpsins ekki lokið, er fundi neðri deildar var slitið i gær. Frá vinstri: borbjörg Björnsdóttir yfirbókavörður, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir formaður bókasafns- nefndar, Sveinsfna Narfadóttir umsjónarkona, Vilborg Guðjónsdóttir, bókavörður, Iðunn Reykdal bókavörður Stefán Júliusson bókafulltrúi og Páll Kr. Pálsson umsjónarmaður Friðriksdeildar. Bókasafn Hafnarfjarðar 50 dra JGK—Reykjavík AUt fram á síðustu ár hefur gjarna verið litið á almennings- bókasöfn sem dauðar bóka- geymslum i litlum tengslum við umhverfið. Nú er hins vegar sem óðast að vakna skilningur á þvi, að bókasöfn eru allt annað og meira: þegar bezt lætur eru þau lifandi menningarmiðstöðvar: háskóli hverjum þeim, sem vill og kann að nota sér þjónustu þeirra. bvi er vakið máls á þessu að á iniövikudaginn s.l. átti Bókasafn Hafnarfjarðar 50 ára afmæli og var blaðamönnum af þvi tilefni boðið að skoða það og fræðast um sögu þess og starfsemi i nútið og fortið. Sá sem mestan þátt átti i stofn- un safnsins fyrir fimmtiu árum var Gunnlaugur Kristmundsson kennari og sandgræðslustjóri. Hann gerðist kennari viö barna- skólann i Hafnarfirði 1914 og hóf þegar að vekja máls á nauðsyn Almenningsbókasafns. Gunn- laugur var gjaldkeri og tilsjónar- maður safnsins frá upphafi og seinna formaður bókasafnsnefnd- ar. Ilann lézt árið 1949. Allt starf sitt i þágu safnsins vann hann, án þess aö greiðsla kæmi fyrir. Allt fram til ársins 1938 var vaxla safnsins aukastarf. bá var ráðinn bókavöröur Magnús Stefánsson, sem kunnari er scm skáldiö örn Arnarson. Hann hóf þegar að flokka safnið og skrá, en entist ekki heilsa til aö ljúka þvi verki. ólafur b. Kristjánsson lauk þvi en hann starfaði aðeins við safnið skamma hrið. Gegndi Stefán Júliusson bókavaröarstöð- unni i einn vetur. Arið 1941 tók svo Magnús Ásgeirsson skáld viö og var bókavöröur tildauðadags 1955. Arið 1955 voru afgreidd á alþingi ný lög um almennings- bókasöfn og um sama leyti hófust byggingaframkvæmdir við nýtt hús fyrir safnið i Hafnarfirði. Jafnframt var ráðinn yfirbóka- vörður að safninu, frú Anna Guð- mundsdóttir ekkja Magnúsar Asgeirssonar. Kom þvi mest i hennar hlut að viuna að fyrir- komulagi hinnar nýju bókhlöðu og cndurskipiileggja starfsemi safnsins og rekstur að nýju i sam- ræmi við hin nýju lög. Verður ekki annað sagt en sal'nið beri smekkvisi hennar fagurt vitni þótt margir hafi þar lagt hönd á plóginn. Anna gcgndi starfinu allt til ársins 1970 cr núverandi yfir- bókavöröur borbjörg Björnsdótt- ir tók við. Anna er nú bókavörður á Selfossi. Bókasafnshúsið er tvær hæðir en allt fram að þessu hefur Iðn- skólinn i Hafnarfirði haft efri hæðina til umráða. En nú hefur hann fengið eigið húsnæði fyrir starfsemi siná, tvöfaldast þá hús- rými safnsins. Er þaö sennilega kærkomnasta afmælisgjöfin, sem þvi berst að þessu sinni. Á afmælisdaginn gafst blaða- mönnum kostur á aö ganga um safnið og skoða það undir leiðsögn Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur formanns bókasafnsnefndar og borbjargar Björnsdóttur yfir- bókavaröar. bað sem e t.v. vekur mesta athygli af þvi sem þar ber fyrir augu er Friðriksdeildin en i henni eru bækur og munir Friö- riks Bjarnasonar tónskálds og konu hans, Guðlaugar Péturs- dóttur. Hér er um að ræða um 200 bindi bóka, mest bækur um tónlist, nótur og músikblöð, sem þau arfleiddu safniö að. Margt af þvi sem þar er varöveitt er ómet- anlcgt til fjár og ófáanlegt annars staöar. i tengslum við Friðriks- deild hefur verið komið á fót hljómplötusafni, einkum hefur verið lögð áherzla á söfnun gam- alla hljómplatna islenzkra. barna er um að ræða eina íslenzka safniö, sem lánar út hljómplötur. bcss ber einnig að geta um Frið- riksdeild, að hún vinnur aö þvi, að safna röddum gamalla Hafnfirð- inga og geyma þær á stálþræði. Gæzlumaður Friðriksdeildar er Páll Kr. Pálsson. Á efri hæð safnhússins hefur verið sett upp sýning á ýmsum hókum og biöðunt sem snerta sögu safnsins og sögu Hafnar- fjaröar, þar gctur að lita gamlar verz.lunarbækur, blöð og bækur gefin út I Hafnarfirði eða skrifað- ar af Hafnfirðinum og siðast en ekki sizt fjöldi Ijósmvnda af gömlum Hafnfirðingum, sem Gunnar Rúnar Ijósmyndari hefur tckið. Nú, þegar húsrými safnsins eykst til muna, er á ýmsan hátt brotið blað i sögu þess. Aðstaða Friðriksdcildar stórbatnar, en mjög er nú orðið þröngt um starf- semi hennar. Barnabókadeildin og lestrarsalurinn fá einnig mjög bætta aðstöðu. Og ljóst er aö for- ráöamenn safnsins munu ekki láta sitt eftir liggja til að safnið fái sem bezt gegnt fjölþættu hlut- verki sinu i framtiðinni. Enn herðum við drykkjuna Á timabilinu 1. júli til 30. sept. varð 39,35% söluaukning á áfengi hjá Áfengisverzluninni miðað við sama timabil i fyrra. Að visu hækkaöi áfengi allmikið i veröi á s.l. ári, en samt sem áöur er neyzluaukningin veruleg. Á nefndu timabili var selt áfengi fyrir nær 400 milljónir króna frá útsölum Afengisverzl- unarinnar, cn i fyrra fyrir rúm- lega 286 millj. kr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.