Tíminn - 20.10.1972, Qupperneq 19
TÍMINN
Föstudagur 20. október 1972.
1?
Stadion
Framhald
af bls. 16.
fyrsta leikinn gegn Stadion og
máttu þola stórt tap, eða 29:19. I
næsta leik Stadionliðsins, mætti
það tslandsmeisturunum Fram,
sem var allan timann sterkari
aðilinn og sigraði Stadion verð-
skuldað með 4ra marka mun,
12:8. Sjaldan eða aldrei hefur
Þorsteirm Björnsson, sýnt jafn
góða markvörzlu og gegn Stadion
— svo léttilega varði hann skotin
frá leikmönnum danska liðsins,
að það var oft á tiðum, eins og
hann væri að verja skot frá smá-
strákum og leikmenn Stadion
voru eins og börn i höndunum á
Framliðinu, sem lék mjög sterk-
an varnarleik og voru þeir Sigur-
bergur Sigsteinsson og Guðjón
Jónsson stekustu varnarmenn
Fram.
Þó að Framliðið hafi sigrað
Stadionliðið 1967, þá má ekki
reikna liðinu öruggan sigur gegn
Stadion, þegar liðin mætast i
Laugardalshöllinni efitr viku, en
óneitanlega væri gaman ef sama
sagan endurtekur sig frá siðustu
heimsókn Stadion til tslands. Ef
sú saga á að endurtakast, þá
verður Framliðið að taka á öllu
sem það á og leikmenn liðsins
verða að berjast fram á siðustu
sekúndu. Þriðji og siðasti leikur
Stadion 1967 var gegn FH og lauk
leiknum með sigri FH 20:18.
SOS.
Tónskáld
Framhald
af þls. 11.
svo kannski búizt við þvi, að
verkið verði flutt einu sinni eða
svo — einhvern tima, og siðan
ekkert meira. En það er sama:
Maður verður samt að gera þetta.
— Hvers vegna er það svo
nauðsynlegt?
— Ég veit, að ég hef ákveðna
hæfileika til þess að semja. Þá
hæfileika verð ég að nota. Við get-
um sagt, að þetta sé min pólitiska
barátta. öll list, jafnvel þótt hún
virðist fjarstæðukennd i formi
sinu, er i eðli sinu hápólitisk —
það er að segja þjóðfélagsleg i
innsta eðli sinu. Ég hef fyrir löngu
sannfærzt um það, að mig langar
ekki til þess að starfa á vegum
pólitisku flokkanna hér á Islandi,
til þess eru þeir of likir hver öðr-
um, þegar inn úr yztu skelinni er
komið. Nei, eina leiðin fyrir mig i
bili er að vinna á minum einka-
grundvelli og reyna að vinna þar
eins gott verk og ég get i þeirri
von, að það verði einhvern tima
seinna einhverjum öðrum til upp
örvunar.
— Er nú samt ekki gaman að
glima við tónlistina, þótt þú segir
að verkið sé bæði erfitt og van-
þakklátt?
— Jú, vist hefur það lika sina
ánægju. En þetta er erfið vinna,
einkum vegna þess, að ég get ekki
látið mér nægja einföld og auð-
veld verkefni. Það fullnægir mér
ekki að skrifa skemmtileg og
falleg smálög. Ég hef að visu gert
þetta. Ég skrifaði fyrir nokkrum
árum dálitið af lögum við islenzk
kvæði, en mér finnst ég ekki geta
haldið áfram á þeirri braut. Hitt
veit ég, að þegar maður vinnur að
erfiðum verkefnum, þá er
árangurinn vafasamari. Engu að
siður finnst mér það heiðarlegra
að glima við vandann, en að
sneiða hjá honum.
— Varstu ungur, þegar þú
byrjaðir að semja tónlist?
— Já, ég var smákrakki, þegar
min fyrstu lög urðu til. En ég er
ekki að segja að það sé á neinn
hátt merkilegt. Aftur á móti
samdi ég talsvert, þegar ég var á
milli tiu og fjórtán ára. Þá kom
talsvert hlé, og ég samdi miklu
minna, allt fram um tvitugt.
Þegar ég var nitján ára, var ég i
Köln i Þýzkalandi. Þá var ég svo
heppinn að geta verið við frum-
flutning á pianókonsert eftir
John Cage, sem orðið er sigilt
verk i þeim stil. Það var ákaflega
gaman og nýstárlegt að sjá John
Cage standa fyrir framan hljóm-
sveitina og veifa höndunum i
hring, en hver hljóðfæraleikari
lék eins og honum sýndist, en
pianóleikari, sem heitir Davið
Tudor, hann lék bæði yfir
pianóinu, undir þvi og alls staðar.
Auðvitað þótti þetta óskaplega
undarlegt, og flestir voru á einu
máli um. að hljómsveitar-
stjórinn, sem stóð og veifaði
höndunum i hring, væri hið mesta
fifl. En þetta var sem sagt á þeim
tima, þegar ég hafði gaman af
svona hlutum, og ég skemmti
mérágætlega. 1 þetta sama skipti
kynntist ég tónskálinu Nam June
Paik. sem er Kóreubúi. Hann
kom einu sinni hingað til Islands,
hélt þá tónleika i Lindarbæ og
hneykslaði marga ákaflega. En
þegar við kynntumst i Köln,
þarna um árið, bá var hann að út-
skýra verk sin fyrir mér. Það
gerði hann meðal annars með þvi
að hlaupa um herbergið með epli
og opinn hnif i höndunum, en ég
sat úti i horni, dauðhræddur, og
vissi ekki, hvað verða myndi
næst.
—En svo hefur þú þróazt frá
þessum smekk unglingsáranna?
— Það liðu mörg ár og ég samdi
ekki neitt. Svo var það núna fyrir
eitthvað þrem árum eða svo, að
ég fór aftur að skrifa og byrjaði
þá á þvi að semja islenzk smá-
lög, eins og ég sagði áðan. En nú
held ég, að ég sé á góðri leið með
að taka þar upp þráðinn, sem fyrr
var frá horfið.
Heldurðu ekki, að þetta tóm-
stundagaman rhuni fylgja þér
fram á efstu ár og ef til vill verða
þin eina iðja, þegar fram i sækir?
— Ég vil nú helzt snúa þessu
við. Ég vil heldur segja, að tóm-
stundagaman mitt sé að vinna hjá
IBM, þótt sú vinna sé fram-
kvæmd á milli klukkan niu og
fimm á daginn.
Aðalstarf mitt er aftur á móti
að semja tónlist, þótt það sé mest
megnis unnið á kvöldin.
Ég kveð svo Elias Daviðsson og
konu hans, Kristinu Jónsdóttur,
lækni, og þakka þeim ánægjulega
stund. —VS.
Víkingur
Framhald
af bls. 16.
ir úr hópnum , voru að láta sig
hverfa smám saman, enda
orðnir glorhungraðir á þvi að
rölta á milli matsölustaða og
góna innum glugga, á fólk,
sem var að gæða sér á
kræsingum.
Á þessu sést, að Vikings-
liðið, er ekki allt of hrifið að
móttökum Stadionmanna i
Kaupmannahöfn. Það getur
verið sárt, að félagslið, sem
hefur komið hingað til lands-
ins og fengið fullkomna þjón-
ustu, snúi bakinu við islenzk-
um félagsliðum, þegar þau
heimsækja liðin, sem þau hafa
haft svo mikið fyrir, til að gera
ferðir þeirra hér á Islandi,
sem ánægjulegastar.
Nú i næstu viku koma for-
ráðamenn Stadion, með leik-
menn sina til íslands, til að
leika gegn Fram i Evrópu-
keppninni i handknattleik.
Það kostar ekkert að stinga
þvi að forráðamönnum Fram,
svona i lokin: Það er algjör
óþarfi, að bjóða svona ógest-
risnum félögum upp á allt það
finasta hér i Reykjavik — það
er betur farið með peningana,
i þarfari hluti, en að láta Dani
vera að éta þá út. SOS.
fl víðavangi afrabTsha3ld
búa sig undir gæzlu stærra
svæðis.Það var harla lítið um
það meðan Sjálfstæðisflokkur-
inn fór með þessi mál i 12 ár
samfleytt. Nú hefur Sjálfstæð-
isfiokkurinn hins vegar feikna
áhuga á, að Landhelgisgæzian
verði stórefld og það þegar i
stað,-
Þá hefur hvalveiðiskip verið
tekið leigunámi, eins og kunn-
ugt er. Það er stórt skip, sem
vonir eru bundnar við að muni
koma að góðu gagni við gæziu-
störfin.
— TK.
GrvAani laudiA
\ KOnmm fí
'BIJNAÐARBANKI
' ISLANDS
Ný tækni Helmingi fleiri
við akstur aærur til Póllands
— Bretar kaupa 300 tonn ef innýflum
í myrkri
Nýkomnir eru norðan úr landi
þeir Pétur Sveinbjarnarson
framkvæmdastjóri UMFERÐ-
ARRÁÐS og Baldvin Þ.
Kristjánsson félagsmálafulltrúi
Samvinnutrygginga. Mættu þeir
á aðalfundum klúbbanna
ÖRUGGUR AKSTUR á Hólma-
vík, Hvammstanga og Blönduósi,
en sóttú auk bess heim Héraðs-
skólann að Reykjum I Hrútafirði
og Kvennaskólann a Blönduósi,
og töluðu þar um umferðarörygg-
ismál og tryggingavernd I nútlma
þjóðfélagi. Kynnti Pétur m.a. i
máli og myndum nýja tækni i
sambandi við akstur i myrkri.
Munu yfir 250 manns hafa hlustað
á þá félaga i þessari ferð.
Stjórnir klöbbanna voru á öll-
um þessum stöðum endurkosnar,
og eru formenn þeirra sem hér
segir:
1 Strandasýslu Grimur Bene-
diktsson bóndi á Kirkjubóli. 1
Vestur-Húnavatnssýslu Sigurður
Eiriksson vélvirki og i Austur-
Húnavatnssýslu Þórir Jóhanns-
son deildarstjóri.
„Gegn hervaldi,
gegn auðvaldi"
SB—Reykjavik
Búvörudeild SIS undirritaði i
siðustu viku samning um sölu á
80-100 þúsund gærum til fyrir-
tækisins Skorimpex i Póllandi.
Eru þetta um helmingi fleiri
gærur en Pólverjar keyptu i
fyrra, en þá voru þær 45 þúsund.
Afgreiða á allar gærurnar fyrir
áramót.
Þá heldur búvörudeildin áfram ,
að selja Færeyingum frosið kjöt
og hafa alls selzt þangað um 180
tonn, sem afgreiðast beint frá
Við guðsþjónustu i Bústaða-
kirkju nú fyrir skömmu afhenti
frú Auður Sveins altarissilfur,
hina fegurstu gripi, og lýsti við
það tækifæri hlýhug gefenda til
kirkju sinar. Er hér um að ræða
kaleik, sem frú Auður og
fjölskylda hennar gefa til
minningar um Axel L. Sveins,
sem var formaður sóknarnefndar
Bústaðasóknar frá stofnun
safnaðarins fyrir tuttugu árum og
Austurlandshöfnum. Þá hafa
verið seld yfir 100 tonn af nýju
kjöti til Danmerkur, þar af um 40
tonn til Grænlandsverzlunar-
innar. Er það siðan flutt til Græn-
lands um danskar hafnir.
Undanfarið hafa farið stórar
sendingar af innyflum, þ.e. lifur,
nýrum og lungum, til Bretlands.
Alls hafa selzt þangað um 300
lestir og er kappkostað að koma
öllu magninu til Bretlands eins
fljótt og auðið er, ef koma skyldi
til löndunarstöðvunar vegna
landhelgismálsins.
helzti oddviti um félagslegt starf.
Patinudisk gefa hjónin Sigriður
Axelsdóttir og Guðmundur Hans-
son, en hann tók við af Axel
Sveins sem formaður safnaðar-
ins, og loks var þriðji gripurinn
stór og mikil kanna, sem gefin er
af konum úr Kvenfélagi Bústaða-
sóknar. Fyrr i sumar hafði Kven-
félag Þórshafnar, Færeyjum,
afhent kirkjunni patínuöskju að
gjöf.
Bústaðakirkju berast
veglegar gjafir
Sjálfkjörið var í nefnd þá, sem
á að sjá um hátiðahöld stúdenta 1.
desember, en kosningar áttu að
fara fram i dag. Aðeins einn listi
var lagður fram og kalla aðstand-
endur hans sig „Velvakendur.” I
dreifibréfi, sem þeir dreifðu um
háskólann og ber yfirskriftina
„Gegn hervaldi, gegn auðvaldi”,
segir m.a.: „Fyrsta desember i
fyrra gerðu vinstri menn i háskól-
anum brottför hersins að baráttu-
máli dagsins. Nú ári siðar er
knýjandi nauðsyn, að málið verði
tekið upp á nýjan leik og þá nýj-
um tökum og ekki sizt frá nýjum
sjónarhóli og I viðara samhengi.”
1 dreifibréfinu er einnig getið
um efnahagsbandalög, sem tæki
auðvaldsins til heimsyfirráða, en
þau geri auðhringum hinna þró-
uðu þjöða kleift að fjárfesta i hin-
um vanþróuðu löndum.
Ræðumenn á hátiðinni fyrsta
desember verða Þorsteinn
Vilhjálmsson elðisfræðingur,
Guðrún Hallgrimsdóttir mat-
vælafræðingur og Ragnar Arna-
son háskólanemi.
Aðstoð við Portúgal
fordæmd
A vegum Sameinuðu þjóðanna
starfar sérstök nefnd að þvi að
reyna að útrýma kynþáttamis-
rétti. Nýlega fjallaði þessi nefnd
um ástandið i nýlendum
Portúgala i Afriku og kemur fram
i niðurstöðum hennar, að sivax-
andi hluta opinberra útgjalda i
nýlendunum er varið til striðs-
reksturs. Með öðrum orðum,
þjóðirnar bera kostnaðinn af
þeim kúgunaraðgerðum, sem þær
eru beittar. Striðsreksturinn
hefur það og i för með sér, segir
nefndin, að ibúarnir á þessum
svæðum eru sviptir pólitiskum
réttindum. Þá fordæmdi nefndin
þá aðstoð sem nokkur lönd, —
einkum og sér i lagi aðildarriki
AtlandshafsbandalagsinS láta
Portúgal i té.
Happdrætti
Framsóknarflokksins
Vinningarnir i happdrætti
Framsóknarflokksins eru að
þessu sinni tvær giæsiiegar
bifreiðar, Opel Rekord og Opel
Kadett sportbifreið, báðar af
árgerð 1973. Verðmæti þeirra
beggja er ein milljón og átta-
tiu þúsund krónur. Útdráttur
fer fram 18. nóv. n.k.
Allir trúnaðarmenn happ-
drættisins hafa nú fengið miða
til sölu og er slikur trúnaðar-
maður i hverjum einasta
kaupstað og hreppi á landinu.
A afgreiðslu Timans, Banka-
stræti 7 eru einnig seldir mið-
ar i lausu og i allmörgum
blaðsöluturnum i Reykjavik,
svo og á skrifstofu happ-
drættisins, Hringbraut 30. A
afgreiðslu Tfmans, skrifstof-
unni Hringbraut 30 og hjá
trúnaðarmönnum er einnig
tekið á móti skilum fyrir
heimsenda miða.
Framsóknarfóik er eindreg-
ið hvatt tii þátttöku i miða-
kaupum til styrktar flokks-
starfseminni og trúnaðar-
tnenn sér i lagi til að vinna
rösklega að sölu miðanna.
(
|
I
|
I
Tíminner
peningar
l
| Auglýsid'
:
i TÉmanum i
Núverandi formaður sókn-
arnefndar, Ásbjörn Björnsson,
færði gefendum þakkir fyrir höfð-
ingsskap þeirra og rausn, og
fagnaði þvi, hve margir vildu veg
kirkjunnar mikinn og létu stuðn-
ing sinn ekki ná til orðanna einna.
Stór sendi-
ferðabifreið
Ford I) 300 árgerð 1966, til
sölu. Stöðvarleyfi getur
fylgt. Upplýsingar i sima
14164 á kvöldin.
VIPPU - BfLSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: '240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar slærðir smlOaðar eftir beiðnt
QLUGGAS MIDJAN
SiÍumúla 12 - Simi 38220
HÖFUM FYRTR-
LIGGJANDI
HJÓLTJAKKA
6. HINRIKSSON
SÍMI 24033.