Tíminn - 22.10.1972, Síða 8

Tíminn - 22.10.1972, Síða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 22. október 1972 Menn 09 máUfni Landhelgismál og landssöfnun I stefnuræðu sinni á Alþingi skýrði Ölafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, frá þvi, að þjóðar- búið hefði orðið fyrir verulegu áfalli vegna stórfellds aflabrests. Reiknað er með, að framleiðslu- magn sjávarútvegsins minnki á þessu ári um 7-8%, en aflaminnk- unin kemur til viðbótar verulegri tilkostnaðarhækkun i atvinnu- rekstri vegna gengisbreytinga er- lendis. Á yztu nöf Forsætisráðherra minnti á, að hann hafði skömmu eftir gerö j kjarasamninganna i desember sl. lýst þvi yfir, að með þeim samningum væri gengið fram á yztu nöf, hvað greiðsluþol at- vinnuveganna snerti. Ef þróun efnahagsmála á þessu ári hefði orðið i samræmi við þær þjóð- hagsáætlanir, sem þá lágu fyrir, þ.e. ef ekki hefði komið til afla- brests, og áfalla vegna gengis- breytinga i öðrum löndum, sem enginn islenzkur aðili fær viö ráð- ið, hefði allt gengið áfallalaust.En aflabrestur og erlendar gengis- breytingar urðu auðvitað ekki séðar fyrir. Það eru hins vegar staðreyndir, sem horfast verður i augu við og haga seglum þjóðar- búsins i samræmi við það. Aflabrestur Tilfinnanlegast við aflabrestinn er það, að aflaminnkunin kemur fram á mikilvægustu fisktegund- unni, þorskinum. Fjóra sumar- mánuði þessa árs hefur þorskafl- inn minnkað um nær helming miðað við sömu mánuði i fyrra. Þetta er svo mikil breyting frá þvi, sem reiknað hafði verið með, að ekki verður hjá þvi komizt að taka tillit til hennar. Hún vegur þungt i islenzku þjóðarbúi, sem segja má að standi og falli með fiskaflanum. En þótt rikisstjórnin þurfi nú að gripa til ráðstafana vegna afla- brests og gengisbreytinga erlend- is , er það ekki nein ný bóla. Hins vegar sagði forsætisráð- herra, að ekki yrðu teknar ákvarðanir um það til hverra ráð- stafana yrði gripið fyrr en mynd- in hefði skýrzt betur og séð væri hve stór vandinn væri og hvert umíang hans. Rétt væri, að efna- hagssérfræðingar leggðu fram þá valkosti, sem um væri aö ræða. Þá gætu aflavonir glæðzt að nýju og hafa yrði i huga, að ný og betri skip kæmu i gagniö á næsta ári, og við þau skip eru miklar vonir bundnar. Það er þvi ekki nein ástæða til hrollvekjutals, þvi að þegar litið er til efnahags þjóðar- innar, atvinnuástandsins, neyzlu- stigsins og lifsafkomu fólksins, sem nú hefur meiri kaupmátt launa en nokkru sinni fyrr, veröur ekki sagt að voði sé á ferð, þótt við yrðum að lækka seglin ofurlit- ið um stundarsakir. Að visu munu þeir Jóhann og Gylfi vafalaust telja það dauðasynd, ef núver- andi stjórn dytti i hug að bjóða iaunþegum kaupmátt launa, sem væri aöeins örlitið meiri en hann var t.d. siðasta viðreisnarárið, þvi engum dettur i hug að bjóöa upp á kaupmátt, sem væri eitt- hvað i likingu við það, sem var á 12 ára viðreisnarferlinum. Full atvinna Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra lagði á það rika áherzlu að grundvallarboðorðið hjá rikis- stjórninni væri og yrði, hvað sem á dyndi, að halda atvinnutækjum i fullum gangi og tryggja atvinnu- öryggi um land allt. Ef þaö ætti hins vegar eftir að sýna sig, að fiskimið okkar væru nú þegar að verulegu leyti eyðilögð, þá væri útlitið verulega alvarlegt, en i lengstu lög skyldu menn vona, að ekki væri svo illa komið. ræðu forsætisráðherra og umræð- um um hana. Aður var það 1. umræða fjárlaga, sem útvarpað var. Þeir, sem að þessari breyt- ingu þingskapa stóðu, ólu þá von i brjósti, að með þessu yrðu um- ræður i útvarpi i upphafi þings meira upplýsandi og málefna- legri en áður hafði verið og sner- ust fyrst og fremst um málefni framtiðarinnar, þau mál, sem rikisstjórn hygðist leggja fram á þinginu og stefnu hennar og einn- ig stefnu stjórnarandstöðunnar og þau mál, sem hún hygðist beita sér fyrir. Nær allir ráðherrarnir höguðu málflutningi sinum i samræmi við þetta og eyddu ræðutima sln- um til aö skýra frá hvernig þau mál, sem undir ráðuneyti þeirra heyra, stæðu, hvaöa frumvörp yrðu flutt á þessu þingi og hvaöa málum yröi unniö að á næstu misserum. Staðnaðir í gömlum tíma Ræðumenn stjórnarandstöð- unnar fýlgdust hins vegar ekki með inn i hinn nýja tima. Þeirra ræður voru eldhúsræður i gamla stilnum. En fyrst og fremst voru þær þó hnýtukast og stóryröa- glamur. Að stjórnarandstaðan hefði einhverja stefnu i einu eða öðru máli örlaði hvergi á, en þeir töluðu mikið um þá góðu daga, þegar þeir sjálfir sátu i ráðherra- stólunum. Allt var betra þá. Það muna launþegar i landinu lika. i þættinum Þingsjá i útvarpinu á föstudagskvöldið ræddi Styrmir Gunnarsson, stjórnmálaritstjóri Mbl. um útvarpsumræðurnar. Hann taldi þær hafa misheppnazt vegna þess, að hefðu verið i gamla eldhúsdagsstilnum. Þeir, sem hlýddu á umræðurnar vita að hverjum sú gagnrýni beinist fyrst og fremst: Jóhanni Hafstein. Landhelgismálið á Alþingi 1 siðustu viku urðu talsverðar umræður um landhelgismálið og starfsemi Landhelgisgæzlunnar á Alþingi. Spunnust þær út af frum- varpi, sem Sjálfstæðismenn hafa flutt um eflingu Landhelgisgæzl- unnar, og að Landhelgissjóði verði ákveðinn fastur tekjustofn. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Jóhann Hafstein, er fór með málefni Landhelgisgæzl- unnar siðustu 7 ár viðreisnar- stjórnarinnar. Það munu allir sammála um það nú, að eðlilegt sé, að Land- helgisgæzlan fái fasta, örugga tekjustofna i stað þeirra óvissu tekna, sem Landhelgissjóður hef- ur nú. Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, tók einnig undir þann þátt frumvarps Sjálfstæðis- manna og bað þingnefnd að taka frumvarpið til gaumgæfilegrar athugunar. Hann vildi hlusta á tillögur um eflingu gæzlunnar, hvaðan sem þær kæmu og hverjir sem þær flyttu. Jóhann gefur sjálfum sér einkunn Hins vegar komst Ólafur ekki hjá þvi að minna á það, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði i 12 ár samfleytt farið með málefni Landhelgisgæzlunnar og margt væri auðveldara úrlausnar nú, ef Sjálfstæðismenn hefðu öll þau ár, haft jafn mikinn áhuga á málefn- um gæzlunnar, vexti hennar og viðgangi og þeir virðast hafa nú. Jóhann Hafstein fullyrti, að Landhelgisgæzlan væri á götunni. Ólafur Jóhannesson sagði, að það væri ofmælt, enda væri þaö slæmur vitnisburöur um 12 ára viðreisnarstj. landhelgismála. Landhelgisgæzlan byggi við sömu húsakynni og hún hefði gert i tið Jóhanns Hafstein, en þó mun hafa veriö eitthvað af þvi húsnæði sniöið, er hún hafði aösetur sitt I i ráðherratiö Jóhanns Hafstein og þvi plássi ráðstafað undir annað: Samningaviðræð- urnar við Breta Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði einnig i þessum umræðum, að Alþingi hefði sið- asta orðið um það, hvenær endan- lega yrði staðið upp frá samningaboröi, iþeim tilraunum, sem gerðar væru til að finna bráðabirgðasamkomulag i deil- unni við Breta og Vestur-Þjóð- verja. Enn væri i gildi sú ályktun Alþingis, sem samþykkt hefði verið með 60 atkvæðum, atkvæð- um allra alþingismanna, að halda bæri áfram samkomulagstilraun- um við Breta og Vestur-Þjóð- verja. Hann kvaðst sjálfur ekki vilja standa að þvi að nokkurri samkomulagsleið yrði lokað meðan einhver von væri um að ná sómasamlegu samkomulagi. Enn hefði ekki verið tekin af- staða til tillögu vestur-þýzku stjórnarinnar um áframhald við- ræðna, og utanrikisráðherra hef- ur nú beðið um nánari skýringar af Vestur-Þjóðverja hálfu um fyr- irkomulag þeirra viðræðna. Rikisstjórnin hefur enn ekki tekið endanlega afstöðu til skýrslu em- bættismannanefndarinnar, sem átti könnunarviðræður við brezka embættismenn fyrir nokkru. Upp úr samkomulagsviðræðum hefur þvi ekki slitnað formlega enn, og þeim mun verða haldið áfram eins og forsætisráðherra sagði, meðan einhver von er til, að unnt sé að ná sómasamlegu samkomu- lagi. Störf Landhelgis- gæzlunnar Forsætisráðherra sagði, að meðan samninganefndirnar brezku og islenzku sátu að við- ræðum i Reykjavik, hefði Land- helgisgæzlan af augljósum ástæð- um reynt að haga störfum sinum þannig, að ekki yrði stofnað til sérstakra átaka við brezka tog- ara, enda þótt varðskipin væru á ferð á þeim tima, og skorað á landhelgisbrjóta að hafa sig á brott úr fiskveiðilandhelginni. Sú tilhögun var auðvitað eðlileg og lýsti i raun vonum Islendinga um að takast mætti að finna friðsam- lega lausn á deilunni við Breta. Áskorun til Breta En þvi miður gerðist það eftir þessar viðræður, að landhelgis- brjótar brezkir fylktu liði inn i Islenzka fiskveiðilögsögu i enn rikara mæli en áður. Þessu varð auðvitað að svara með viðeigandi hætti, og það hefur verið gert og mun veröa gert. Skoraði forsætis- ráðherra á Breta að kalla togar- ana úr fiskveiðilögsögunni á með- an tilraununum væri haldið áfram til að finna bráðabirgða- lausn deilunnar. Sagði ráðherr- ann, að slik ráðstöfun Breta myndi sýna meiri samkomulags- vilja af þeirra hálfu en öll þeirra fagurmæli. Þeir skerast úr leik Inn i þessar umræður á Alþingi blandaðist nokkuð Landssöfnun til Landhelgissjóðs, svo sem ekki var óeðlilegt. 1 þvi sambandi áréttaði forsætisráðherra að eðli þessarar söfnunar væri alls ekki það, að hún ætti að létta eða draga nokkuð úr skyldum fjár- veitingarvaldsins við Landhelgis- gæzluna. Þessi söfnun væri fyrst og fremst til þess að sýna um- heiminum hina miklu þjóðarein- ingu á tslandi um að verja hina nýju fiskveiðilögsögu og það myndi sýna sig, þegar lengra liði á söfnunina, að hún speglaði við- horf almennings á tslandi vel. Þvi gætu engar úrtölur spillt. Þvi er þó ekki að neita, að nokkrir aðilar hafa skorizt úr leik, eins og t.d. meirihluti hreppsnefndar Seltjarnarness- hrepps og bæjarfulltrúar nokkrir i Vestmannaeyjum. Svo leiðin- lega vill til, að þessir aðilar tilheyra allir Sjálfstæðisflokkn- um. Svo er einnig um Kaup- mannasamtökin, en þau eru einu samtökin i landinu, sem söfn- unarnefndin hefur leitað til, er neitað hafa aðstoð og skerast úr leik. F’orystumenn Kaupmanna- samtakanna eru einnig þvi miður meðal forystusveita Sjálfstæðis- flokksins. Kaupmenn og samtök þeirra hafa að undanförnu kvartað yfir skilningsleysi almennings, rikis- valdsins og þjóðfélagsins i heild á mikilvægi starfa sinna og þjón- ustu. Varla verður afstaða þeirra i landhelgissöfnuninni til þess að glæða samúð almennings með sjónarmiðum Kaupmannasam- takanna almennt. Ummæli Kristjáns Ragnarssonar I viðtali, sem Timinn átti við Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóra Landssambands islenzkra útvegsmanna, en hann er varaformaður söfnunarnefnd- arinnar og gegnir nú formanns- störfum i fjarveru Guðmundar Péturssonar, kemur fram, að söfnunin er nú að komast i fullan gang. I viðtalinu segir Kristján Ragn- arsson m.a. um árangur söfnunarinnar: Ég á ekki von á öðru en alþjóö láti sér skiljast.hvað hér er i húfi, enda hafa undirtektir alls þorra fólks þegar sýnt það. t framhaldi af þessum orðum vil ég ekki láta hjá liða að leggja á það hina mestu áherzlu, hversu samstaða landsmanna i sliku máli er mikils viröi. Og þá er ekki eingöngu og endilega krónufjöldinn, sem hver einstakur gefur, er mestu máli skiptir, heldur ekki siður hin al- menna þátttaka. Efnahagur fólks er misjafn, og litið framlag eins getur verið jafnmikil fórn og jafn- einlæg viljayfirlýsing og miklu meiri fjárhæð úr hendi annars. Vissulega verðum við að draga mikið fé til þess að ná þvl marki, sem sett var, en samhugurinn og samstaðan i svona máli vegur lika þungt. Við stöndum i þeim sporum, þegar það er ábyrgðar- hluti fyrir fólk að skerast úr leik eða láta einhverja dynti hlaupa með sig i gönur. Það er til dæmis ekki skemmti- legt frásagnar, að kaupmanna- samtökin skyldu ein allra heild- arsamtaka skerast úr leik, þegar til þeirra var leitað, og það kemur lika á óvart, að nú skuli hafa ver- ið efnt.af vissum hópi manna,til annarrar eða annars konar söfn- unar, samhliða landsöfnuninni, sem maður hélt alla flokka standa að. Slik sundrung i öðru eins stýrir ekki góðri lukku”. — TK. Útvarpsumræðurnar Það er eitt af nýmælunum i hin- um nýju lögum um þingsköp Alþingis, að útvarpað er stefnu-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.