Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. október 1972 TÍMINN 9 * ..................................................... ........(Cffffff::. Útgefandi: Framsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: l>ór-;;. : arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlssoný:;:; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns)J:;:; I; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason , Ritstjórnarskrifí;: stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306*; ;: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — auglýs x; :: ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjalá;; :: 225' krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein^;: takið. Blaðaprent h.f. Landbúnaðarmá! 1 stefnuræðu sinni á Alþingi greindi forsætis- ráðherra frá þvi, að ákveðið væri að flytja 5 stjórnarfrumvörp i landbúnaðarmálum: Frumvarp til framleiðsluráðslaga, frum- varp um orlof bænda, frumvarp til búfjárrækt- arlaga, frumvarp um breytingar á lögunum um Stofnlánadeild landbúnaðarins, frumvarp til jarðalaga, kauprétt og ábúðarétt jarða og fleira. Forsætisráðherra sagði, að eitt af höfuðat- riðunum i stefnu rikisstjórnarinnar væri stór- aukin landgræðsla og skipuleg nýting lands- gæða. Sagði hann, að þetta væri eitt allra stærsta mál rikisstjórnarinnar. Það væri i raun hliðstætt stækkun landhelginnar. Hvort tveggja væru liftryggingarmál framtiðarinn- ar. Nú vinnur 7 manna nefnd undir forystu Ey- steins Jónssonar að heildaráætlun um land- græðslu og gróðurvernd og alhliða skipulagn- ingu á notkun landsgæða, og er stefnt að þvi, að ellefu alda byggðar á íslandi verði minnzt með stórátaki á þessu sviði. Þá mun verða stefnt að aukinni fjölbreytni i landbúnaði, m.a. með eflingu ylræktar, fisk- ræktar og innlendrar fóðurframleiðslu. Að þessu hefur þegar verið unnið og er nú i gangi athugun á möguleikum á útflutningi gróður- húsaafurða, og ákveðið hefur verið að reisa 3 nýjar grænfóðurverksmiðjur á næstu árum. í nýjum jarðræktarlögum má nefna stuðning við félagsræktun, hagagirðingar, vatnsveitur til einstakra býla, kölkun túna og fl. Jarðakaupalán hafa verið hækkuð úr 200 þúsund krónum i 400 þúsund að viðbættu 100 þúsund króna bankaskuldabréfi. Lán til ibúðarhúsa i sveitum hafa verið hækkuð úr 450 þúsund i 600 þúsund og framlög til ibúðarhúsa i sveitum hækkuð úr 60 þúsund i 120 þúsund. Rekstrarlán til sauðfjárframleiðslu voru aukin verulega á sl. vori. Fjárveiting til Framleiðnisjóðs landbúnað- arins er 22 milljónir i gildandi fjárlögum, en var engin á siðústu fjárlögum viðreisnar- stjórnarinnar. Ýmsir aðrir þættir landbúnaðarmála, en hér hafa verið nefndir, eru i athugun, og lánamál landbúnaðarins eru til framhaldsathugunar. Að undanförnu hafa orðið talsverð blaðaskrif um landbúnaðarmál og útflutningsuppbætur vegna útfluttra landbúnaðarafurða. Vinna ber að þvi að skipuleggja landbúnaðarframleiðsl- una á þann veg, að hún fullnægi sem bezt þörf- um innanlands fyrir fjölbreyttar búvörur og hráefni til iðnaðar. Ullar- og skinnaiðnaður verður ekki aukinn með þvi aðminnka sauðfjár- rækt, og útilokað er að komast hjá nokkrum út- flutningi umframframleiðslu. En þessi útflutn- ingur hefur einnig sina þýðingu, þegar gjald- eyrisforði er tæpur. Á árinu 1971 aflaði þessi út- flutningur 400 milljóna króna i erlendum gjald- eyri. Rikissjóður hafði 200 milljón króna tekjur i tollum og söluskatti af innflutningi fyrir þenn- an gjaldeyri. útflutningsuppbæturnar námu 400 millj. rúmum, svo að segja má, að raun- veruleg útgjöld rikissjóðs vegna umframfram- leiðslunnar séu ekki nema helmingur þeirrar upphæðar. — TK. ERLENT YFIRLIT Hve margir Bandaríkjamenn eiga að deyja fyrir Thieu? Samkomulag í Víetnam strandar á Thieu Tliiou <>K Nixon ÞAÐ VAKTI nokkra thygli á siðastliðnu sumri, að önnur dóttir Nixons forseta lét svo ummælt, að hún væri reiðubú- in að deyja fyrir Thieu forseta Suður-Vietnams. Krú Nixon var siðar spurð um álit hennar á þessum ummælum dóitlir- innar og svaraði hún á þá leið. að dóttir sin væri tilfinninga- rik og gæti þvi tekið sterkt til orða, en skoðun sin væri hins vegar sú, að hún væri reiðubú- in lil að deyja fyrir þann mál- stað, sem Thieu berðist fyrir. Nánari umræður urðu ekki um. hver þessi málstaður Thieu væri. bessi ummæli þeirra mæðgnanna vakti um skeið nokkrar umræður i amerisk- um blöðum, þvi að þau voru talin bergmál af skoðunum Nixons forseta. En hvað, sem þvi liður. hvort Nixon, kona hans og dóttir séu reiðubúin lil að deyja fyrir Thieu og mál- stað hans, er hitt vist, að Nix- on hefur til þessa verið ódeig- ur við aö láta unga Banda- rikjamenn deyja fyrir Thieu. BERSÝNILEGT er, að Nix- on leggur mikið kapp á að ná samkomulagi um vopnahlé og frið i Vietnam áður en forseta- kosningarnar i Bandarikjun- um fara fram 7. næsta mánað- ar. Aðalráðgjafi hans i al- þjóðamálum, Kissinger hefur átt langar viðræður i Paris við fulltrúa Norður-Vietnams og Þjóðfrelsishreyfingarinnar i Suður-Vietnam. Þessir full- trúar hafa siðan haldið heim til viöræðna við Hanoistjórn- ina og stjórn Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar og haft við- komu i Moskvu og Peking á heimleiðinni. Kissinger hefur farið til Saigon til viðræðna við Thieu forseta eftir að hafa gef- ið Nixon skýrslu um Parisar- viðræðurnar. Margir háttsett- ir bandariskir valdamenn aðr- ir hafa farið til Saigon að undanförnu og aðalerindi þeirra hefur verið að ræða við Thieu forseta. Meðal þeirra er Abrams, hinn nýi formaður herforingjaráðs Bandarikj- anna og sem slikur,æðsti yfir- maður Bandarikjahers, þegar landvarnaráðherrann og for- setinn eru undanskildir. ALLT virðist þetta benda i þá átt, að verulega hafi þokazt i samkomulagsátt i Parisar- viðræðunum. Þrálátur orð- rómur bendir lil þess, að raun- verulega beri ekki orðið á milli nema eitt atriði. Af hálfu stjórnar Norður-Vietnams og Þjóðfrelsishreyfingar Suður- Vietnams hefur það jafnan verið sett sem skilyrði fyrir samkomulagi um vopnahlé, að þjóðstjórn yrði mynduð i Vietnam á breiðum grund- velli.eða þeim, að fylgismenn Thieu tilnefndu þriðjung ráð- herranna, stjórnarandstæð- ingar i Suður-Vietnam, aðrir en þeir, sem eru i Þjóðfrelsis- hreyfingunni, þriðjung, og loks tilnefndi svo Þjóðfrelsis- hreyfingin þriðjung. Mörg rök hniga að þvi, að þetta sé sann- gjörn skipting og veröur ekki með neinum rökum sagt, að þetta tryggi yfirráð kommún- ista, þar sem þeir myndu að- eins skipa þriðjung stjórnar- innar. Þá hafa stjórn Norður- Vietnams og Þjóðfrelsis- hreyfing Suður-Vietnams sett það skilyrði, að Thieu verði hvorki forseti eða ráðherra i hinni nýju stjórn. Sitthvaö bendir til, að Nixon sé ekki fjarri þvi að ganga að þessu, en hins vegar standi á þvi, að Thieu vilji fallast á umrædda þjóðstjórn. Sam- komulag strandi þvi orðið mest á andstöðu hans og af þvi stafi það, hve leiðir margra háttsettra bandariskra emb- antismanna liggja til Saigon um þessar mundir. RÆÐUR, sem Thieu hefur haldið að undanförnu, geta bent til þess, að hann beiti sér mjög eindregið gegn sam- komulagi. Hann hefur sagt, að ekki kæmi annað til mála en að stefna að hernaðarlegum sigri og linna ekki baráttunni fyrr en siðasti kommúnistinn hafi verið felldur. Hann hefur verið mun herskárri i mál- flutningi sinum en hann hefur verið nokkru sinni áður. Þá herma sögusagnir frá Saigon, að Thieu hafi látið i ljós við stjórnarvöld Bandarikjanna megna vanþóknun á öllu spjalli um vopnahlé, þvi að það dragi baráttuhug úr her- mönnum hans. Þeir telji ástæðulausi að berjast og hætta lifi sinu, ef vopnahlé sé á næstu grösum. Annað framferði Thieu að undanförnu hefur bent til þess, að hann hyggi á annað en vopnahlé og sættir. Hann hef- ur stefnt markvisst að þvi að taka sér algert einræðisvald. Herlög hafa viða veriö inn- leidd, þar sem þau voru ekki áður, og öll blöð, sem ékki fylgja stjórninni að málum, hafa verið bönnuð undan- tekningarlitið. Sá litli vottur um lýðræði, sem Bandarikja menn hafa reynt að viðhalda i Suður-Vietnam til réltlætingar á veru sinni þar, er nú með öllu úr sögunni. ÞAÐ MÁ segja um Banda- rikjamenn og Thieu, að þeir hafi magnað þar draug, sem þeir ráði ekki orðið fullkom- lega við. Eftir mörg stjórnar- skipti i Saigon, ákváðu þeir að gera óþekktan og litilsmetinn hershöfðingja, Thieu, að for- seta og styðja hann til valda. Hann hefur siðan Verið látinn vinna tvennar forsetakosning- ar og var sú siðari þeirra ein- hver furðulegasti skripaleik- ur, sem sögur fara af. Upphaf- lega hefði Thieu varla verið lengur við völd en i viku, þvi að aðsópsmiklir félagar hans hefðu steypt honum úr stóli. En hann naut verndar Banda- rikjahers og þvi gátu keppi- nautar hans innan hers Suður- Vietnams ekki hróflað við honum. En á ýmsan háti hefur Thieu reynzt slyngari en Bandarikjamenn áltu von á, þvi að þeir völdu hann upphaf- lega með tilliti lil þess, að hann myndi reynast þeim handhægt verkfæri. Thieu hef- ur siöustu misserin unnið klókindalega að þvi að styrkja völd sin. Nú er svo komið, aðhann telur sig engan veginn þurfa að fara i einu og öllu eft- ir fyrirmælum Bandarikja- manna, eins og þeir höfðu ætl- azt til. HÉR skal engu um það spáð, hve lengi Thieu tekst að hindra samkomulag i Vietnam og hve lengi stjórnendur Bandarikjanna halda áfram að fórna lifi ungra Banda- rikjamanna til þess að tryggja völd hans, ásamt hin- um óafsakanlegu loftárásum á Norður-Vietnam. Vist er aö visu, að þessu yrði strax hætt, ef McGovern næði kosningu, en litlar likur eru nú á þvi, að hann vinni sigur. Þvi veldúr þó ekki afstaða hans til Viet- namstyrjaldarinnar heldur aðrar ástæður. Af hálfu lalsmanna Norður- Vietnamsstjórnar er þvi hald- ið fram, að raunverulega strandi samkomulagið á Nix- on, þvi að Thieu sé verkfæri hans, og segi hann ekki annað en það, sem Nixon fyrirskipi honum að segja. Nixon noti Thieu aðeins sem verkfæri og láti hann hindra samkomulag i þeirri trú, að það geti hjálpað Bandarikjamönnum til að ná hagstæðara samkomulagi. Þessum áburði þarf Nixon að hrinda, og það gerir hann aö- eins með þvi að sýna i verki, að það sé hann, en ekki Thieu, sem stjórnar Bandarikjunum. Af þvi myndi Nixon vaxa enn meira en af ferðalögum sinum lil Moskvu og Peking, þótt ekki sé nema allt gott um þau að segja. þ.þ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.