Tíminn - 22.10.1972, Síða 14

Tíminn - 22.10.1972, Síða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 22. október 1972 Ég varð að fara aftur til Blairsborgar til þess að losa mig úr siðustu tengslunum. Það er öðru visi i smábæjum heldur en stórborgum, þótt jafnvel þar hljóti ávallt margt að bera fyrir augu, er minningar vekur. Vegamót liggja viða. En i Blairsborg rifjaði hvert hús og tré og götu- horn upp gamla atburði. Sérhver staður var eins og bautasteinn yfir minningum, sem ég vildi gleyma: Þarna kyssti hann mig, þarna mætt- umst við af tilviljun, hér sátum við saman meðan allt lék i lyndi, fram- hjá þessu garðhliði gekk ég eitt sinn grátandi. Ég gat ekki hlotið harð- ari ögun en ganga um göturnar i Blairsborg, þegar ég kom heim úr sjúkrahúsinu i New York, þar sem ég hafði dvalið i marga mánuði til framhaldslækningar og rannsókna. Ég er nýkomin úr svefnherbergi Emmu frænku. Við spiluðum að venju alllanga hrið á borðinu, sem stendur við hvilu hennar, og ég blessa enn einu sinni þann hugvitssama mann, er fann spilin upp og hefur svo margra raunir mildað. Við þetta sama borð sat ég, er ég sagði henni, hvernig komið var um hjúskaparheit okkar Harrýs. Það kom yfir hana eins og reiðarslag. Weeks læknir hafði einn manna orðið til þess að segja henni önnur óvænt tiðindi þann sama dag: að ég væri farin að heyra. Það var mikil gleðifrétt, og siðan kom þessi harmsaga. Ég var þvi fegin, að hún hafði fengið góðu tiðindin fyrst. Ég varð að beita öllu sálarþreki minu til þess að svara spurningum hennar og and- mælum. Ég sé enn i huga mér hvita, skorpnaða fingur hennar gefa spil- in og leggja þau i röð á borðið. „Emilia min”, sagði hún og fitlaði við spilin og horfði á mig yfir borð- ið, ,,ef eitthvað gæti fengið mig til þess að risa upp úr þessari hvilu og skriða á hnjánum niður stigann hérna, þá er það það,. sem ég hef heyrt i dag. Ég á ekkert til i eigu minni, sem ég gæfi ekki Vance lækni að launum fyrir það, sem hann hefur gert fyrir okkur öll, ef hann bæði um það.'Ég get bara ekki skilið það enn, aðhonum einum allra skyldi auðn- ast að lækna þig. Og öðrum þræði finnst mér þetta glettni örlaganna. Hann varuppalinn þarna hinum megin við ána, og faðir hans var ein- mittargasti æsinga- og ofstopamaðurinn i verksmiðjunum. Mér....mér sviöur þetta”. Ég reyndi að segja henni frá Merek Vance og uppgötvunum hans, og þeirri þýðingu er hún kynni að hafa á sviði læknislistarinnar. Hún hefði ekki hugleitt þetta — aðeins hugsað um lækningu mina og þau miklu áhrif, er hún hafði á framtið mina. ,,Ég er ekki að álasa þér, þótt þú héldir þessu leyndu”, sagði hún. ,,En þú hefur reynt svo margt og oft orðið fyrir vonsvikum, að ég skil ekki hvers vegna þú þóttist ekki geta látið mig vita um þessa nýju til- raun. Weeks læknir sagði mér, að það hefði enginn vitað um þetta, nema þið þrjú — ekki einu sinni Harrý. Hvernig gaztu leynt manninn, sem þú ert heitbundin og ætlar bráðum að giftast, öðru eins og þessu?” Stundin var komin. Ég kingdi munnvatninu, sem safnaðist i munn inum á mér, og horfði á spilin, sem breidd voru á borðið. Ég man meira að segja, að ég seildist eftir spaðasjöi til þess að leggja ofan á rauða áttu áður en ég svaraði henni. ,,Ég ætla ekki að giítast Harrý Collins”, sagði ég og áræddi ekki að lita upp. ,,Ég kom hingað til þess aðsegja þér það”. Mér létti, þegar ég hafði stunið þessum orðum upp. Eitt hafði ég komizt að raun um þessa mánuði: Það, sem við kviðum- mest, er ávallt léttara en við búumst við. Þungbærast var, að hún ásakaði sjálfa sig jafn heiftarlega og Hönnu og Harrý. t marga daga reyndist mér ógerlegt að sefa hana. Jafnvel nú, þegar hún þó er farin að sætta sig við orðinn hlut, held ég, að hún trúi þvi, að hún hefði getað afstýrt þessu, ef hún hefði aðeins verið nógu skarpskyggn til þess að sjá að hverju stefndi. — Emmu frænku hefur aldrei geðjazt að brigðmælum eða óorðheldni i neinni mynd. Sjálf hefur hún átti sér að kjörorði: Aldrei að bregðast, og aldrei að vikja. Hún skilur ekki, hvernig þeir, sem hún ann, geta brotið gegn þessu óskráða boðorði hennar. ,,Ég hefði átt að sjá þetta”, sagði hún hvað eftir annað. ,,Ég hefði átt að finna á mér, hvað i aðsigi var. Ég hefði átt að sjá um það, að þið gift- uzt undir eins og þú vart búin að ná þér eftir veikindin. 1 þess stað sendi ég þig frá einum lækninum til annars. Það er mér engin afsökun, þótt ég þættist vera að gera gott. Ég hefði átt að sjá....” ,,En frænka min”, svaraði ég þá þreytulega. „Hvernig gazt þú séð þetta fyrir? Hvernig gátum við séð þetta fyrir? Vegir ástar- innar eru órannsakanlegir. Sjálf var ég andvaralaus. En samt sem áður er tilgangslaust að naga sig i handarbökin fyrir að hafa ekki gert þetta eða hitt”. „Ó, E milia min. Ég ætti að þakka guði fyrir, hve þú ert hugrökk stúlka”. „Ég er ekki hugrökk, frænka. Ég er aðeins að reyna að vera hyggin. Ég trúi þvi ekki, að ástir, sem eitt sinn hafa verið rofnar, geti tekizt i annað sinn, og ég ætla ekki að eyða þvi, sem eftir er ævinnar, við að lappa upp á gamlar ástir, sjálfri mér til mestrar skapraunar”. „Þetta hefði farið öðru visi, ef þinn og móðir þin hefðu verið á lifi. Þau hefðu séð að hverju stefndi. Þau hefðu vakað betur yfir ykkur en ég. Ég get ekki varizt þvi að hugsa um þetta”. „Ég er ekki viss um það”, svaraði ég. „Þú gerðir alltaf allt, sem þú gazt, fyi-irokkur Hönnu, þegar við vorum litlar. Þegar við stækkuðum, fjarlægðumst við hvor aðra. Það er ekki þin sök, þótt við gerðum það, sem þú hafðir ekki búizt við af okkur”. Mér flugu i hug orð föður mins, er við vorum á stóra skipinu á leið heim frá Frakklandi: „Gerðu alltaf það, sem vænzt er af þér, Emilia litla. Ég gat aldrei gert það.” Ég minnist þess lika, að hann sagði, að ég ætti ávallt að vera glöð i návist Emmu frænku. Ég átti að bæta henni upp, hvers hún hefði farið á mis i lifinu. Ég hafði aldrei gleymt þessari áminningu. Ég hafði alltaf reynt að hegða mér þannig, að það gæti orðið Emmu frænku til gleði, eigi siður en mér sjálfri. Fyrst hafði mér veitzt þetta létt og eðlilegt. Ég gerði það eitt, sem hún myndi hafa gert i minum sporum. Henni gazt vel að trúlofun minni, — þvi að Harrý Collins var glæsilegur maður, sem hún sjálf hefði viljað bindast i æsku sinni. En nú var svo komið, gegn vilja minum, að ég var henni meir til sorgar en fagnaðar. — Þeg- ar allt kom til alls var Hanna kannske skárri en ég. Mér var ógerningur að tala við Hönnu, sem þessa dagana gekk i heilagt hjónaband i einu nágrannaþorpinu. Mér hafði fundizt við ókunnugar hvor annarri, en mér hefði ekki fallið það eins þungt, þótt ókunnug kona hefði tekið Harrý frá mér. Gömul sundurþykkja, öfund og deilur rifjuðust upp fyrir mér. En þó varð ég oft að verja hana fyrir heiftarlegu ámæli annarra. Reiði Emmu frænsku bitnaði öll á Hönnu. Harrý var veiklundaður og staðfestulaus, enHannahafði lika freistað veikleika hans, lagt tálsnörurnar fyrir hann og lagt sig i llma við að stela honum frá mér. Emma frænka átti ekki nógu kröftug orð til þess að lýsa skoðun sinni á hátterni Hönnu. 1) Furða,- 5) Fljót,- 7) Féll,- 9) Þytur,- 11) Hina.- 13) Hraða,- 14) Narta,- 16) Ofug röð,-17) Taska,- 19) Lamdar,- Lóðrétt 1) Hárið.- 2) Eins.- 3) Bis,- 4) Eiska 6) Fellur.- 8) Kindina.- 10) Magi,- 12) Virða'- 15) For,- 18) Eins.- Ráðmng á gátu No. 1238. Lárétt 1) Averki,- 5) Lúa.- 7) At,- 9) Munn.- 11) Fýl,- 13) Nái.- 14) Urin,- 16) MG,- 17) Tólin.- 19) Nagaða.- 1) Akafur,- 2) El.- 3) Rúm.- 4) Kaun,- 6) Hnigna.- 8) Týr,-10) Námið.-12) Lita.-15) Nóg.- 18) La.- Hvelí G E I R I D R E K I ^Nærri dáinn en það voru ekki þeir, það var eitur i matnum minum. Hér er matsveinninn. Hann mun segja ykkur hvernig eitriö komst i matinn— 111:!! IsliKHl i SUNNUDAGUR 22. október. 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 11.00 Messa i Laugarnes- kirkju. Prestur: Séra Garð- ar Svavarsson. Organleik- ari: Gústaf Jóhannesson 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Hugmyndakerfi fram- leiðsiusamvinnunnar. Hannes Jónsson félags- fræðingur flytur hádegiser- indi. 14.00 Dagskrárstjóri i klukku- stund.Sigrún Guðjónsdóttir ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Framhaldsleikritið „Landsins lukka” eftir G. M. Magnúss Fyrsti þáttur endurfluttur. Leik- stjóri: Brynja Benedikts- dóttir. 17.45 Sunnudagslögin. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Pistill frá útlöndum. Guðmundur Sæmundsson talar frá Osló. 19.35 Úr segulbandssa fninu. Borið niður i þætti Gests Þorgrimssonar. „Hvað er i pokanum”? 20.00 Norrænir ‘tónleikar. skemmtun útvarpsins i vetrarbyrjun (23.55 Fréttir i stuttu máli. 01.00 Veðurfregn- ir). 02.00 Dagskrárlok. lii: Biiill SUNNUDAGUR 22. október 17.00 Endurtckið efni. Áin og eldurinn. Kvikmynd sem sjónvarpsmenn gerðu i sumar austur á Siðu, þar sem land hefur verið sifelldum breytingum undir orpið vegna eldsumbrota og vatnavaxta. Kvikmyndun örn Harðarson. Hljóð- setning Oddur Gústafsson. Umsjón Magnús Bjarn- freðsson. Áður á dagskrá 3. september s.l. Búlgarskir dansar. Nltján félagar úr Þjóðdansafélagi Reykja- vikur sýna búlgarska þjóð- dansa. Stjórnandi er Vasil Tinterov. Aður á dagskrá 2. ágúst s.l. 18.00 Stundin okkar. Flutt er saga um páfagauka.; heim- sóttir páfagaukar i Sædýra- safninu og rætt litillega um páfagauka yfirleitt. Siðan er sýnt hvernig búa má til skemmtilega fugla á ein- faldan hátt, en þátturinn endar á mynd frá sænska sjónvarpinu um Linu Lang- sokk. Umsjónarmenn Ragnheiður Gestsdóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson. 18.50 Enska knattspyrnan 19.40 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Mjólk. Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins og sölusamtök bænda hafa látið gera mynd þessa um mjólk og mjólkurrétti. Kvikmyndagerðin Viðsjá h.f. framleiddi myndina fyrir samtökin en Gisli Gestsson tók hana. 20.50 Dansað á haustkvöldi. Kennarar og nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar dansa. 21.10 Elisabet I. Framhalds- leikrit frá BBC um Elisabetu Hinriksdóttur Tudor (1533-1603) 3. þáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.30 Að kvöldi dags. Séra . Árelius Nielsson flytur hug- vekju. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.