Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 22. október 1972
Sigvaldi Hjálmarsson:
Að kunna ekki að vera annað en þræll
VIÐ LIFUM á undarlegum
tima. Ungt fólk, og raunar líka
aldnir, berjast fyrir friði og ekki
siður með ofbeldi en öðru.
Friður, sem komið er á með of-
beldi, hvers konar friður er það?
Auövitaö bara ofbeldi og þar
með ófriður!
Hvernig stendur á vaxandi of-
beldi, óeirðum og skemmdafýsn?
Stafar slikt af þvi, aö menn eru nú
ekki hýddir opinberlega eða gerð-
ir höfði styttri fyrir smámuni?
Ég held ekki. Bönn og harka
hafa aldrei megnað að venja fólk
af neinu, ekki einu sinni þá , sem
fyrir hegningunni urðu, hvað þá
hina.sem aðeins fengu aðhorfa á.
Morðingja ofbýður ekki, þótt
hann sjái aftöku. Það eru þeir,
sem ekki eru morðingjar, sem
ofbýður.
Auövitað stelur ekki þjófur,
sem búið er að hengja, né heldur
drepur sá, sem búið er að koma
fyrir kattarnef. En útrýmingar-
aðferðin er samt skammgóður
vermir. Til hafa þeir verið, sem
ætluðu að útrýma illu með illu, út-
rýma fjendum samfélagsins með
stáli og blýi. En þeirra ráð dugðu
ekki betur en svo, að sjálfum var
þeim vanalega útrýmt á eftir!
Ognaumaster fólk lakara i dag
en áður, spurning hvort nokkurn
tima hefur verið jafn mikið af
góðu fólki, ungu og öldnu.
Hitt er samt augljóst, að nú ber
meira á geðveiklunarlegum ofsa
en áður, og óánægju með sjálfan
sig — og þeir eru ekki beztir i þvi
efni, sem hafa það bezt.
Hvað er það i samfélagi nútim-
ans, sem stefnir þróun mála i
þessa átt?
Fyrir fimmtiu, sextiu árum var
erfiðara að lifa en kannski ekki
eins vandasamt að vera til.
Fólk dó yngra, fleiri uröu sjúk-
dómum að bráö, og meira þurfti á
sig að leggja til að hafa sóma-
samlega i sig.
En að lifa við slik skilyrði er
ekki sérlega vandasamt.
Vandinn kemur með frelsinu og
frelsið með efnum og tima.
Það er vandi að vera frjáls,
alveg eins og það er vandi að vera
vitur.
Það er mikil speki i orðum
Hávamála, að „snoturs manns
hjarta verður sjaldan glatt”,
ábyrgð, áhyggjur og vandi aukast
i réttu hlutfalli við möguleikana.
En þau skilyrði gera lika mann-
inn að manni.
Vegna betri lifsafkomu eykst
mannfjölgunin, lika i þeim lönd-
um, þar sem skortur rikir. Fólks-
fjölgunin á Indlandi stafar mest
af stórlega hækkuðum meðal-
aldri. Og mikilli fjölgun virðist
alltaf fyígja óviðráanleg sjálfs
eyðingartilhneiging hjá öllum
dýrategundum, hvernig svo sem
það er skýrt.
En það, sem mestu skiptir að
minum dómi, það sem raunveru-
lega gerir vandasamara að vera
til i dag en fyrir fimmtiu eða
sextiu árum, ellegar fyrir öld —
eru tómstundirnar.
Þá voru tómstundir óþekkt fyr-
irbrigði.
Þá var heldur ekki til neinn
leiði. Hann kom, þegar fólk fór að
hafa tima og geta valið um, eða
verið i óvissu, hvort það ætti að
gera þetta eða hitt.
Hefurðu hugsað úti það, að leiði
er ekkert annað en að vera óviss,
hvað maður á að gera?
Ég sit og geri ekki neitt, og ég
er ekki viss um, að ég eigi að sitja
og gera ekki neitt, kannski á ég
heldur að gera eitthvað annað?
Þettá er leiði.
Ef ég á hinn bóginn þessa
stundina er handviss um, að ég
eigi ekkert að gera — er enginn
leiði.
Fólk veit ekki i dag, hvað það á
að gera við sinn afgangstima.
Það fer að velta vöngum yfir
þefsum afgangstima og leiðist.
Þar á eftir fer það að velta vöng-
um yfir þeim tima, sem fer i að
vinna fyrir sér — og þá fer þvi
lika að leiöast vinnan!
Það er eins og fólk skilji ekki,
að það þarf allt öðruvisi lifsinn-
stillingu, þegar það getur ráðið
tima sinum sjálft, heldur en
þegar það er þrælar (sjálfs sins
eða annarra).
Það kann ekki að vera frjálst,
kann ekki að vera annað en þræl-
ar.
Þar er rót meinsemdarinnar.
Og þá gripa menn til örþrifa-
ráða, gera eitthvað, sem er alger-
lega gagnslaust.
Iðulega er það lika skaðlegt —
mikið eða litið skaðlegt eða
mannskemmandi á einn eða ann-
an hátt.
Flestir vinna vond verk af
vandræðum með sjálfa sig. Væri
ekki hollt að athuga það nánar?
En svo er þetta, sem er gagns-
laust en ekki skaðlegt.
Slikt heitir tómstundaiðja og er
skipulögð og studd af almannafé.
Hvaða vit er t.d. i að fara með
spýtu uppi sveit með spotta á öðr-
um endanum og svo þar á ein-
hvern krók — og reyna með þeim
hætti að ná silungi eða laxi upp úr
ám úr þvi unnt er að gera þetta
sama i grænum hvelli með nert?
Hvaða vit er i frimerkjasöfnun?
Hvaða vit er i söfnun eldspýtu-
stokka?
1 sjálfri sér hefur þess konar
iðja ekkert gildi — nema i áhrif-
um sinum á manninn, sem vinnur
verkið.
Það er svo sem ekki litið gildi,
ef vel er að gáð, getur kannski
hindrað,aðhann verði vitlaus eða
gjalti á vegum úti.
Hér er komið 'til skjaianna
alveg nýtt viöhorf gagnvart gildi
verka. Þvi var ekki til að dreifa,
þegar öll verk voru aðeins bar-
átta fyrir að hafa i sig. Þá var
gildi þeirra aðeins eitt, matur.
Hér eftir hafa verk tvenns kon-
ar gildi: annars vegar að afla
nauðsynja ásamt öðru viður-
kenndu notagildi fyrir heildina,
hins vegar áhrifin á manninn,
sem vinnur verkið.
Við skulum ræða svolitið nánar
um þetta siðara gildi.
Ef gildi tómstundastarfa liggur
i þvi að hafa áhrif á manninn, þá
ætti ekki að vera álitamál, að
nauðsynlegt sé, að þau hafi sem
allra beztáhrif: geri manninn til
langframa hamingjusamari án
þess að skapa öðrum óhamingju,
valdi ekki tjóni, geri vandræða-
mann skárri og góðan dreng
betri.
Er þetta kannski akur, sem við
látum i órækt yfirleitt?
Til að mynda gerir það engan
óhamingjusaman, þótt einhver
rjátli af sér leiða og óánægju með
sjálfan sig með þvi að dútla við
frimerki eða eldspýtustokka.
En að mölva og eyðileggja,
útsvina mannvirki, sletta graut á
annað fólk og þar frameftir göt-
um — allt þetta gerir aðra
óhamingjusamari og sennilega
lika þann, sem vinnur, vþi þetta
er einsog að Kugga ofan á hendur
á sjálfum sér.
Auðvitað er skemmdafýsn
runnin af leiða, miklum og sjúk-
legum leiða, mikilli óvissu um,
hvað maður á að gera.
Slikt hjálpar heldur ekki til að
bæta heiminn, þótt það sé stund-
um látið i veðri vaka. Þessi verk
eru oftast unnin af sjúklegum
hvötum i blóra við hreyfingar,
sem eru i eðli sinu göfugar og
vilja i raun bæta heiminn.
Þú verður að vera i góðu skapi,
ef þú ætlar að bæta heiminn.
Annars kemurðu engu i fram-
kvæmd öðru en geðvonzkunni.
Drykkjuskapur og önnur eitur-
lyfjanautn er sannarlega tóm-
stundaiðja, einhver útbreiddasta
tómstundaiðjan nú á dögum. Hún
stafar af mikilli óvissu um, hváð
maður á að gera, og er flótti frá
þvi vandamáli, sem frelsi leggur
manni á herðar. Menn, sem verða
sliku að bráð, upplýsa að þeir
hafa ekki manndóm til að vera
frjálsir menn.
Þetta eru dæmi um vonda tóm-
stundaiðju.
Og áfram i sama dúr:
Skemmtistaðirnir eru ekkert
annað en tómstundastofnanir,
fyrirferðarmestu tómstunda-
stofnanir landsins.
Og hvaða tómstundaiðja fer þar
fram?
Svo er látið heita sem það sé
dans — sem i eðli sinu er allra
þokkalegasta dútl og getur aukið
gleði.
En þetta er alrangt, dans er lit-
ill hluti af þvi, sem fram fer á
skemmtistöðum.
Skemmtistaðirnir eru drykkju-
búllur. Þar hafa menn leyfi til að
drekka frá sér vitið og haga sér
eins og asnar, án þess að vera
kallaðir asnar, og borga stórfé
fyrir til menningarmála!
Ekki verður sagt að slík iðja
hafi góð áhrif á neinn — nema ef
hann þarf endilega að sleppa sér,
sem þá er eitt dæmið enn um bælt
og óheilbrigt sálarlif.
Og hvað um útvarp og sjón-
varp? skiptir sú tómstundaiðja
ekki töluverðu máli, sem menn fá
þannig upp i fangið með þvi að
horfa á sjónvarp og hlusta á út-
varp? Hvaða áhrif hafa glæpa-
myndirnar, sem nú eru komnar
inn á hvert heimili? (Ég vil taka
fram, að mér sýnist tilfinning for-
ráðamanna þessara stofnana fyr-
ir ábyrgð sinni stórvaxandi).
En miklar þakkir á iþrótta-
hreyfingin skilið. Hún bjargar
áreiðanlega mörgum mannslifum
og miklum mannlegum verðmæt-
Framhald á bls. 19
■ i
!■■■■■!
HflPP
dræUi
PramsóhnarflDhhs
VINNINGAR:
Opel Record
árgerð 1973 — Kr. 605.000,00
Opel Kadett
árgerð 1973 — Kr. 475.000,00
DREGIÐ 18. NÓVEMBER
Tekið á móti skilum i skrifstofu happdrættis-
ins, Hringbraut 30, og á afgreiðslu Timans,
Bankastræti 7.