Tíminn - 05.11.1972, Side 8

Tíminn - 05.11.1972, Side 8
8 TÍMINN Sunnudagur 5. nóvcmber 1972 M«nn og maUfni Efnahagsvandinn og orsakir hans Efst i hugum þeirra, er að þjóðmálum hyggja um þessar mundir, eru þau áföll, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir vegna aflabrests og vegna versn- andi viðskiptakjara við útlönd m.a. vegna gengisbreytinga i við- skiptalöndum okkar. Þessi áföll hafa skapað verulegan efnahags- vanda, sem ekki veröur komizt hjá að mæta með einhverjum hætti,með aðgerðum i efnahags- málum. Sá þáttur vandans, sem erfiðastur er viðfangs og alvar- legastur er minnkandi sjávarafli. Er nú talið, að fiskaflinn minnki á þessu ári um H-10% en á siöasta ári rýrnaði hann einnig verulega frá árinu aður. Aflabrestur t lok ágústmánaðar s.l. hafði þorsk,- ufsa- og karfaaflinn minnkað um 16% og munar um minna. Arið 1971 minnkaði þorskafllnn um 18% frá árinu á undan og á þessu ári virðist hann enn ætla að minnka til viðbótar um 16%. t mánuðunum mai til ágúst i sumar minnkaði þorskafli lands- manna um 40% miðað við sömu mánuði i fyrra. Það er talið, að 10% aflaminnkun nemi 1200 - 1400 milljónum króna i ársframleiðslu og þar með gjaldeyrisöflun. Þetta er sá vandi, sem erfiðast er við að fást. Ekki hefur farið framhjá neinum, að stjórnarandstaðan heldur uppi sleitulausum áróðri i málflutningi sinum um það, að vandinn i efnahagsmálum nú sé heimatilbúinn og um sé að kenna aðgerðum, eða eins og oftar er nefnt „ráðleysi rikisstjórnar- innar." Ef einhver á sök Ef bera á sök á einhvern innlendan aðila i sambandi við þá aflaminnkun, sem hér hefur orðið á undanförnum tveimur árum, hlýtur sú sök að lenda á þeim, sem héldu að sér höndum i land- helgismálinu á undanförnúm á'rá- tug og drógu of lengi að gera viðhlitandi ráðstafanir til verndurnar fiskstofnunum með útfærslu fiskveiðilögsögunnar, þvi að það ber öllum saman um, að orsök aflaryrnunar-innar sé ofveiði á fiskistofnunum á ts- landsmiðum, fyrst og fremst vegna gengdarlausrar sóknar erlendra togara á miðin, ekki sizt á þau mið, þar sem uppeldis- stöðvar smáfisks eru hér við land. Skýrslur Breta sjálfra sanna, að smáfiskadráp þeirra hefur verið svo gengdarlaust hér við land á undanförnum árum, að ekki er furða þótt fiskstofnar minnki, þegar komið er i veg fyrir viðhald og endurnýjun stofnana i svo stórum stil. Sakfella sjálfa sig Stjórnarandstaðan skellir þvi skuld á sig sjálfa, þegar hún vill kenna þennan aflabrest núver andi rikisstjórn, þvi þjóðin varð að fella fyrrverandi rikisstjórn og tryggja myndun núverandi stjórnar til að fá hreyfingu á landhelgismálið. 1 haust varð ekki komizt hjá þvi að hækka fiskverð um 15% vegna aflabrestsins fyrst og fremst, þótt markaðsverð á fiskmörkuðum okkar erlendis risi ekki undir slikri hækkun og ganga yrði á verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Sú rannsókn, sem gerð var i haust á rekstraraðstöðu frysti- húsanna, leiddi i ljós, að vandinn, sem frystihúsin eiga nú við aö striða, stafar fyrst og fremst af tveimur meginástæðum : Minnkandi fiskmagni og lakara hráefni, þar sem verðmestu tegundirnar, sem gefa húsunum mestan arð við vinnslu, eins og þorskur, minnka mest. Þetta er meginrót þess efna- hagsvanda, sem nú er við að fást, og rikisstjórnin hefur nú til athugunar. Reiknað er með, að valkostaneíndin skili áliti sinu i næstuviku, og þá liggur skýrar fyrir um hvaða leiðir er að velja til að mæta vandanum. Desember samningarnir Við gerð kjarasamninganna i desember i fyrra var auðvitað ekki reiknað með þessum áföllum i sjávarútvegi og fiskvinnslu, heldur þvert á móti reiknað með batnandi aflabrögðum og hag- stæðum viðskiptakjörum á þessu ári. En þrátt fyrir þaö, að kjara- samningarnir grundvölluðust á hagstæðum aflabrögðum og viðskiptakjörum, lýsti forsætis- ráðherra yfir eftir gerð kjara- samninganna teflt hefði verið a yztu nöf varðandi greiðslugetu atvinnuveganna, og á þá lagt eins og framast væri talið fært. Þótt segja megi, að þar hafi verið full djarflega teflt, verða menn að hafa i huga, að þessir kjarasamningar tryggðu vinnufrið og firrtu þjóðarbúið þar með þeim skaða, sem það hefur haft af vinnudeildum á undan- förnum árum og er meiri en i nokkru öðru nágrannalandi. En allt hefði þetta staðizt, ef ekki hefði komið til þessi ófyrir- sjáanlegu áföll þjóðarbúsins sem auðvitað var ekki á valdi rikis- stjórnarinnar að koma i veg fyrir. Við þessum efnahagsvanda verður rikisstjórnin og flokkar hennarauðvitað að bregðast með þeim úrræðum, eraö haldi koma. Þau úrræði e^u ekki til, er leysa þennan vanda, sem ekki munu koma við hag fólksins i landinu, og rikisstjórnin á auðvitað engin úrræði i fórum sinum, sem tryggja aukna fiskgengd á fiski- miðum við lsland umfram þau, sem hún hefur þegar gripið til, þ.e. útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar. Ifún getur engin kraftaverk gert i þeim efnum. Þegar minna aflast I þjóðarbúið. hlýtur það að koma einhvers staðar niður. Minna verður til skiptanna. Hagur verkafólks Hins vegar hljóta aðgerðir þessarar rikisstjórnar að beinast að þvi, að reyna af fremsta megni að tryggja kaupmátt hinna lægst launuðu i lanainu og að reyna að koma i veg fyrir að dýrtið aukist meir hér á landi en i helztu við- skiptalöndum okkar, jafnfram þvi sem rekstur atvinnuveganna er tryggður og sem mest atvinnu- öryggi um allt land. Til þess að þetta sé unnt, verður að eiga sér stað tilfærsla á fjár- munum i þjóðfélaginu. Það er auðvitað hægt að gera með ýmsum hætti. Gömlu viöreisnar- ráðin, áhrif og afleiðingar þeirra þekkir almenningur i landinu vel og hverjir þyngstar báru byrðarnar við þær ráðstafanir og hverjir það voru, sem mest græddu á þeim alls óverðskuldað. Aframhald verðstöðvunar ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, hefur nú lýst þvi yfir á Alþingi, að hann vilji mæta þeim efnahagsvanda, sem við er að striða, á grundelli áframhald- andi verðstöðvunar út árið 1973. Sú leið gefur vafalaust mesta möguleika til að tryggja sem minnst áföll hinna lægst launuðu um leið og hún gefur mestar vonir um að koma i veg fyrir að dýrtið vaxi meir hér á landi en i helztu nágranna og viðskiptalöndum. Umfang efnahagsvandans, þ 'e. stærð vandamálsins, er ekki að fullu séð enn, þótt vafalaust nemi það a.m.k. 2-3 þúsund milljónum króna. En forsætisráð- herra skýrði frá persónulegum skoðunum sinum um það, að hann teldi að leysa ætti vandann á grundvelli áframhaldandi verð- stöðvunar. svo að launþegum öllum mætti verða það ljóst i tima, að til þess þarf að afla 800- 1000 milljóna króna i rikissjóð til þess eins að halda áfram þeim niðurgreiðslum, sem teknar voru upp með verðstöðvunarlögunum i sumar og ekki eru inni á f járlaga- írumvarpi því, sem lagt hefur verið fram. Þær verðlags- hækkanir. sem óhjákvæmilegar kynnu að verða á næsta ári, svo sem vegna verðhækkana er- lendis, sem ekki verður komizt hjá að viðurkenna. yrði svo að greiða niður til viðbótar. ef halda ætti visitölunni fastrii1l7stigum. Til þeirra þyrfti að sjálfsögðu einnig fjáröflun. Beinir skattar verða ekki hækkaðir Forsætisráðherra sagði. að ekki kæmi til greina að mæta efnahagsvandanum með hækkun beinna skatta. Það þýðir, að honum þarf að mæta með óbeinni skattheimtu. En slik fjár- öflun er miðaði að lausn efnahagsvandans, og að halda visitölunni, er ekki til neins, ef niðurgreiðslufjáröflunin fer beint inn i sjálfa visitöluna. Þá er öllu sleppt lausu og ekki verður við neitt ráðið, og það getur ekki endað með öðru en nýrri koll- steypu i efnahagsmálum. En þessi leið er algerlega ófær, nema um hana náist samkomulag við verkalýðshreyfinguna, og að þeir þrir flokkar, sem að rikis- stjórninni standa verði ásáttir um úrræði á þessum grundvelli. Um leið og bráðabirgðalögin um verðstöðvun voru sett i sumar var sett niður samstarfsnefnd Alþýðusambandsins og atvinnu- rekenda, sem átti að gera athugun á grundvelli kaupvisi- tölunnar og gera tillögur um hugsanlegar breytingar á henni, sem aðilar gætu orðið sámmála um. Vísitalan Forætisráðherra taldi, að endurskoðun reglna um kaup- greiðsluvisitöluna væri timabær. Margt hefur breytzt siðan þær reglur voru settar, og athuga þyrfti, hvort ekki væri rétt að hafa hliðsjón af reynslu og fram- kvæmd nágrannaþjóða á kaup- greiðsluvisitölu. Það hlýtur að vera álitamál. hvort rétt er, að hækkanir á vissum liðum i visi- tölunni. svo sem hækkanir á vissum neyzluvörum, sem telja verður til lúxusneyzlu og ekki snerta neitt afkomumöguleika venjulegrar ráðdeildarfjölskyldu, eigi að valda hækkun á kaup- greiðsluvisitölu, sem er Iramkvæmd með þeim hætti, að hinir hæst launuðu fá margfaldar bætur á við þá, sem kaupgreiðsluvisitölunni er fyrst og fremst ætlað að vernda. Núverandi rikisstjórn er rikis- stjórn hinna vinnandi stétta. Menn mega treysta þvi, að við lausn efnahagsvanda, gripur hún aðeins tii þeirra úrræða, sem tryggja sem minnst áföll fyrir þá, sem verst eru undir það búnir að taka á sig auknar byrðar. Jafn- framt mega menn treysta þvi, að sem mest atvinnuöryggi um land allt verður látið sitja i fyrirrúmi við mótun þeirra efnahagsað- gerða. sem til verður gripið. Af þessu mega launþegar ekki missa sjónar Þótt andstæðingar núverandi rikisstjdrnar reyni að þyrla upp miklu moldviðri nú og þykist hinir mestu vinir verka- lýðsins, mega menn ekki láta blindast. Einkum og sér i lagi verða menn að sjá i gegnum þá miklu umhyggju, sem þessir fyrrverandi stjórnarherrar sýna fyrir óbreyttri skipan kaup- greiðsluvisitölu. Hvað gerðist 1958 Einkum verða þeir, sem tekið hafa kjöri til næsta Alþýðusam- bandsþings, sem haldið verður siðari hluta þessa mánaðar, að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sýna að þeir beri verulegt traust til þeirrar rikisstjórnar, sem nú situr og er fyrsta rikis- stjórnin i 13 ár, sem verkalýðs- hreyfingin getur kallað sina rikisstjórn. Það er ekki úr vegi fyrir Alþýðusambandsþingfull- trúa að rifja nú upp atburði, sem gerðust á Alþýðusambandsþingi 1958, og höfðu i för með sér fall fyrri vinstri stjórnar, hvaða af- leiðingar fall hennar þýddu fyrir verkalýðshreyfinguna, og af- komu allra launþega i landinu i meira en heilan áratug þar á eftir. Hvað gerðist á stjórnarárum vinstri stjórnar Hermanns Jóns- sonar? Eftir tveggja ára starfstima stjórnarinnar var kaupmáttur launa verkafólks og lifskjör á Islandi bezt i allri Vestur-Evrópu. Haustið 1958 steðjaði að mikill efnahagsvandi og verðbólguhjóliðfariðaðisnúast iskyggilega hratt. Ef tryggja átti svipaðan kaupmátt verkafólks áfram varö að gera ráðstafanir til að hægja á verðbólguhjólinu. Itikisstjórnin hafði gefið um það fyrirheit, að hún myndi ekki gera ráðstafanir i efnahagsmálum nema i samráði við verkalýðs- hreyfinguna. Hermann Jónsson fór þess á leit við Alþýðusambandsþing 1958, að frestað yrði framkvæmd nokkurra visitölustiga i kaup- greiðsluvisitölu meðan rikis- stjórnin freistaði þess að ná sam- komulagi við verkalýðs- hreyfinguna um viðeigandi ráð- stafanir gegn verðbólgunni og efnahagsvandanum. Þessari beiðni hafnaði Alþýðusambands- þing og rikisstjórnin var þar með fallin. Hver varð afleiðingin? Verkalýðshreyfingin fékk að súpa seyðið af þvi falli á annan áratug. Strax og Sjálfstæðis- flokkurinn fékk völdin með aðstoð ihaldhækjunnar, Alþýðu- flokksins, tók hann allar kauphækkanir af launþegum með lögum og raunar betur þó. 1 tið vinstri stjórnarinnar var afstaða flokksins eins og nú, að ekki kæmi til mála fyrir verkalýðs- hreyfinguna að gera samninga við vinstri stjórn um breytingar á reglum um visitölu, en þegar hann var kominn til valda afnam hann visitöluna hreinlega með lögum. 10 árum siðar, þegar Alþýðu- sambandsþing kom saman og gerði upp árangur 10 ára harðrar verkalýðsbaráttu með til- heyrandi fórnum i sifelldum verkföllum, var niðurstaðan sú, að kaupmáttur launa verkafólks var minni en 1958. Það var ekki enn búið að endurheimta þann kaupmátt timakaupsins, sem Hermann Jónasson vildi tryggja þeim með viðeigandi ráð- stöfunum gegn verðbólgunni i samráð við fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar. Gengið hafði verið fellt 4 sinnum og sparifjár- eigendur rúnir inn að skyrtunni. Ekki þarf að fara i grafgötur með það. að hagur launþega hefði verið betri en raun bar vitni sl. áratug. ef fylgt hefði verið ráðum Hermanns Jónssonar 1958 og við völd hefði setið rikisstjórn á þessu timabili, sem stjórnað hefði i samráði við stéttir atvinnu- lifsins. -TK Frá Alþýðusambandsþingi 1968 Þó liafði kaupináttur timakaups ekki aukizt neitt i 10 ár, eða frá þvi að vinstri stjórn Ilermanns Jónassonar féll.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.