Tíminn - 05.11.1972, Side 9

Tíminn - 05.11.1972, Side 9
Sunnudagur 5. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:| arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson;! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans)J: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrif-i:| stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306^: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglýs-:;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldi: 225 krónur á mánuði innan iands, i lausasöiu 15 krónur ein': takið. Blaðaprent h.f. Hvarf Geirs Hvarf Geirs Hallgrimssonar úr borgar- stjóraembættinu i Reykjavik gerist með allt öðrum hætti en þeirra manna, sem áður hafa gegnt þvi. Allir fyrirrennarar hans hafa átt þvi að fagna, að flokksmenn þeirra hafa kosið að geta notið þar lengur starfskrafta þeirra. Eðli- legar orsakir hafa valdið þvi, að þeir létu af störfum. Knud Zimsen baðst lausnar vegna lasleika og þreytu, Jón Þorláksson og Pétur Halldórsson létust meðan þeir gegndu störfum borgarstjóra, en Bjarni Benediktsson og Gunn- ar Thoroddsen voru kvaddir til þess af flokkn- um að gegna ábyrgðarmeiri störfum, Bjarni til þess að verða utanrikisráðherra og Gunnar til þess að verða fjármálaráðherra. Flokkurinn hefur hins vegar ekki kvatt Geir til að taka við ábyrgðarmeira starfi, og það er með öllu óvist, að honum bjóðist það i náinni framtið. Geir lætur bersýnilega af borgarstjórastarf- inu vegna þess, að hann finnur vaxandi óánægju flokksmanna yfir þvi, að hann brást þvi loforði, að rækja það sem aðalstarf. Sú óánægja óx um allan helming eftir að það var ljóst við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar á siðastl. vori, að þar var það flokksforingi en ekki borgarstjóri, sem réði ferðinni. Frá sjónarhóli flokksforingja gat það verið pólitiskt klókt að leggja aukaálag á fasteignaskattinn og útsvörin og kenna rikisstjórninni um, en frá sjónarmiði borgarstjóra, sem átti að keppa að sem lægstum álögum á borgarbúa, var það rangt og ósæmilegt. En Geir hlaut ekki þann pólitiska ávinning af þessu, sem hann hafði vænzt, heldur þvert á móti vaxandi gagn- rýni fyrir óréttmætar skattaálögur. Albert Guðmundsson býr hins vegar við vaxandi gengi vegna þess, að hann beitti sér gegn skattaálögum Geirs eins lengi og flokks- aginn leyfði honum það. Þessi vaxandi óánægja mun hafa ráðið mestu um, að Geir ákvað að láta af borgarstjórastarfinu, og fáir flokksmanna hans munu hafa hvatt hann til að halda áfram af ótta við, að hann væri ekki væn- legur til sigurs i næstu borgarstjórnarkosning- um. Það er þannig enginn glæsileiki yfir brott- hvarfi Geirs úr borgarstjórastarfinu, likt og óneitanlega var á vissan hátt hjá Bjarna Bene- diktssyni og Gunnari Thoroddsen. Vafalaust dreymir Geir um formennskuna i Sjálfstæðis- flokknum og hyggst vinna upp missi borg- arstjóraembættisins á þann hátt. En til þess að ná þvi marki, þarf hann fyrst að ýta Jóhanni Hafstein til hliðar, en Jóhann er vafalitið sá leiðtogi flokksins, sem sakir persónulegra vinsælda getur bezt haldið flokknum saman. Að loknu þvi að hafa ýtt Jóhanni til hliðar, þarf Geir svo að sigra Gunnar Thoroddsen i glimu, sem getur orðið örlagarik fyrir samheldnina i flokknum hvernig, sem hún fer. Brottför Geirs Hallgrimssonar úr borgar- stjóraembættinu getur þannig orðið upphaf ýmissa tiðinda. En óneitanlega hefur hún orðið með þeim hætti, að það skapar ekki þá trú, að hann sé efniviður i mikinn flokksforingja. — TK. ERLENT YFIRLIT Misheppnast Nixon helzta herbragðið? 44 millj. kjósenda eru ekki á kjörskrá NÆSTKOMANDI þriðjudag fara fram forsetakosningar i Bandarikjunum. Ef nokkuð er hægt að fara eftir spám og skoðanakönnunum, mun Nixon verða endurkosinn með miklum yfirburðum. Þó getur farið svo, að munurinn verði heldur minni en spáð hefur verið, þvi að siðasta og helzta herbragðið, sem Nixon hafði undirbúið i sambandi við kosningabaráttuna, virðist ætla að takast ver en til var ætlazt. Hér er átt við sam- ningana um Vietnam. Þvi hefur lengi verið spáð, að Nixon myndi reyna að semja um Vietnam fyrir kosn- ingarnar, en c^aga það á langinn og skýra ekki frá sam komulaginu fyrr en rétt fyrir kjördag. Þetta hefur ekki reynztalveg röng tilgáta.Alvar legar samningaviðræður hófust fyrst fyrir nokkrum vikum og var látið berast út, að þeim miðaði vel áleiðis, og að lokum var það látið fregnast, að samkomulagi væri náð milli Bandarikjanna annarsvegar og Norður-Viet- nam hinsvegar um öll megin- atriði. Stjórn Norður-Vietnam og Þjóðfrelsishreyfingin i Suður-Vietnam lýstu sig fúsar til að undirrita samkomulagið 31. okt., en Nixon lét ekkert uppskátt um hvenær hann væri tilbúinn til undirritunar. Kissinger aðalráðunautur hans var sendur til viðræðna við stjórnina i Saigon, og mun Thieu hafa reynzt ófús til að semja, eins og vænta mátti. Að lokum hélt Kissinger þó heimleiðis, og lýsti yfir þvi, að samkomulag væri fengið um höfuðatriði, en þó ætli eftir að jafna nokkur minni atriði. Hann þyrfti þvi að eiga nýjan samningafund með Norður- Vietnömum áður en undir- ritun gæti farið fram. Þannig virðast þeir Nixon og Kissinger hafa ætlað sér, að þetta héldist fram yfir kosn- ingar. Kjósendur gætu þakkað Nixon fyrir það við kjörborðin, að samkomulag væri fengið, en af tæknilegum ástæðum yrði samkomulagið ekki birt eða undirritað fyrr en eftir kosningar. Menn yrðu að láta sér það nægja, að búið væri að ná samkomulagi, enda væri það aðalatriðið. HANOISTJÓRNIN kunni hinsvegar illa þessum drætti, enda grunar hún sennilega bæði Thieu og Nixon um græzku. Hún greip þvi til þess ráðs rétt fyrir siðustu helgi að birta nokkur helztu atriði samkomulagsins. Sú birting mun hafa komið Nixon á óvart, enda hefur hún orðið takmarkaður ávinningur fyrir hann. Birting Hanoi- stjórnarinnar á samkomu- laginu leiðir nefnilega i ljós, að Nixon hefur samið á þann hátt, sem hann hefur átt kost á undanfarin fjögur ár, en hafnaði með þeirri röksemd, að það væri sama og uppgjöf að semja á þeim grundvelli. Allt það fjögurra ára strið, sem hefurveriðháði Vietnam siðan Nixon varð forseti, hefur þvi verið unnið fyrir gig. Það hefur ekki borið annan áfangur en þann, að Nixon hefur nú samið um það, sem hann átti strax kost á 1969. Með þessu falla um sjálfar sig allar ádeildur Nixons og samherja hans á McGovern fyrir uppgjafarstefnu i Viet- nam. Nixon hefur farið eins að i meginatriðum og McGovern — Nixon og samherjar hans hafa gert tillögur um. Hafi tillögur þeirra verið vansæmandi, þá er samkomulag Nixons ekki siður vansæmandi. Eftir að þetta liggur ljóst fyrir, er engu betra fyrir svonefnda hauka meðal demokrata að kjósa Nixon en McGovern. Að dómi margra gerir samkomulagið það þvi að verkum, að auð- veldara verður fyrir óánægða demokrata að kjósa McGovern eítir en áður. Þegar hér varkomið ákvað Nixon að skerast opinberlega i leikinn. Hann tilkynnti i sjón- varpsræðu s.l. fimmtiudags- kvöld, að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrir kjördag. Jafnframt gaf hann til kynna, að það verði lagfært, og þvi megi ekki leggja of mikið upp úr þvi, sem Hanoistjórnin hefur birt. Það geti breytzt. Margt bendir til, að þetta muni þó ekki hjálpa honum og að helzta yfirbragðið, sem hann ætlaði að beita i kosningunum, verði frekar vatn á myllu McGoverns en h a n s s j á 1 f s . KOSNINGABARATTAN i Bandarikjunum hefur verið frábrugöin öllum öðrum að þessu sinni. 1 rauninni er það rétt, sem McGoverns sagði nýlega, að raunverulega hefur ekki nema einn frambjóðandi tekiö þátt i kosninga- baráttunni. Nixon hefur haft sig eins litið i frammi sem frambjóðandi og mögulegt hefur verið. Hann hefur haldið sárafáa fundi, litið komið fram i sjónvarpi, en meira i útvarpi. Hann hefur litið gert af þvi að boða nokkur stefnu- mál. Hinsvegar hafa fylgis- menn hans ýmsir haldið uppi miklum áróðri. Nixon sjálfur hefur verið eins og goð á stalli, utan og ofan við deilurnar. - Óneitanlega hefur þetta dregið úr spennu i sambandi við kosningarnar og gert McGovern örðugra að vekja athygli á sér en ella. Til þess hafa refirnir lika verið skornir. Það er fyrst allra siðustu vikurnar, sem eitthvert lif hefur færzt i kosningarbaráttu hans, og á hann það ekki sizt að þakka Edward Kennedy, sem hefur mætt á mörgum fundum með honum. Aðsókn að kjósenda- fundum McGovern hefur mjög farið vaxandi siðustu dagana og fleira bendir til, að fylgi hans sé að eflast, þótt þess sjáist enn litil merki, i skoðanakönnunum. Nú um helgina mun kosningarbaráttan' ná há- marki sinu. Oft hafa siðustu dagarnir getað breytt miklu en ótrúlegt er þó að sú breyting geti orðið sú, að hún haggi yfirburðasigri Nixons. VEGNA ÞESS, hve spár hafa verið óhagstæðar McGovern, óttast fylgismenn Nixons, að kosningaþátttaka geti orðið minni en ella. Hinsvegar eru nú 13 millj. kjósenda fleiri á kjörskrá en i forsetakosningunum 1968. Árið 1968 voru kjósendur taldir 120.4 millj. en ekki voru nema 82 millj á kjörskrá. Menn komast ekki á kjörskrá i Bandarikjunum, nema þeir sjái um þaðsjálfir.og auk þess þarf að fullnægja ýmsum skilyrðum. Nú eru taldir 139 millj. kjósenda i Banda- rikjunum, en á kjörskrám eru ekki nema rétt 94.5 millj. Það er þvi rúmlega 44 milljónir kjósenda, sem ekki eru á kjörskrá, og geta þvi ekki neytt kosningaréttar sins. Af Kjósendum i Banda- rikjunum er m.ö.o. ekki nema 67.7% á kjörskrá. Hinir eru útilokaðir, þvi þeir hafa ekki látið skrá sig eða ekki getað fullnægt vissum skilyrðum. Þetta fyrirkomu- lag hefur oft verið gagnrýnt i Bandarikjunum, en samt hefur enginn stjórnmála- maður enn reynt að taka sér fyrir hendur að breyta þvi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.