Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. nóveniber 1972 TÍMINN 7 Vilhjálmur Þ. Gislason og Tómas Guómundsson, ásamt forráöamönnum AB, með hinar nýju bækur. Talið frá vinstri Björn Bjarnason útgáfustjóri Almenna bókafélagsins, Vilhjálmur Þ. Gislason, höfund- ur bókarinnar „Blöð og blaðamenn 1772-1944”, Tómas Guðmundsson, er sá um hina nýju útgáfu á endurminningum Indriða Einarssonar og Baldvinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Almenna bóka- félagsins. Timamýnd Gunnar. Tvær nýjar bækur frd AB: Blöð og blaðamenn eftir Vilhjálm Þ. og Séð og lifað eftir Indriða Einarsson Pó-Iteykjavík Almena bókafélagið sendir frá sér tvær nýjar bækur um þessar mundir. Eru það „Blöð og blaða- menn 1773-1944,” eftir Vilhjálm 1>. Gislason fyrrverandi útvarps- stjóra, og „Séð og lifað,” endur- minningar Indriða Einarssonar, leikritaskálds og hagfræðings. Bókin „Blöö og blaðamenn 1773-1944” er saga islenzkra blaða frá upphafi 1773, þegar Islandske Maancds Tidender komu fyrst út, og fram að lýðveldisstofnun 1944. — Blöð og blaðamenn er rituð af mikilli þekkingu höfundarins á viðfangsefni sinu, en hann hefur viða leitað fanga við efnisöflun. Styðst liann þó einkum við blöðin sjálf, en einnig við önnur prentuð og óprentuð gögn, reikninga yfir rekstur blaöanna, ævisögur, skýrslur og prentuð og óprentuð bréf samtimans. — Höfundurinn Vilhjálmur 1>. Gislason hefur lcngi fengizt við þessi efni og skrifað um þau greinar, eða hald- ið um þau erindi m.a. þegar Blaðamannaskólinn hófst. i formála bókarinnar segir Vil- hjálmur 1>. Gislason m.a. ,,l>essi bók er saga islenzkra blaða frá upphafi 1773og frant að lýðveldis- stofnun 1944. og segir einnig frá blaðamönnunt að þvi er varðar blaðameunsku þeirra. Sagt er frá einkennunt og áhrifum blaöanna, málflutningi, stil og tækni og frá sambandi þeirra við helztu þætti þjóðarsögunnar, en bókin á ekki að vera skrá unt blöð eða blaða- men n." i bókinni Blöð og blaöamenn 1773-1944 er getið um nteira en 230 timarit, islenzk og erlend. „Bliið og blaðamcnn 1773-1944 er 37S siður i stóru broti og skipt- ist i 29 kafla. i bókinni eru birtar ntyndir af 32 blaöahausum og titilsiðum. Þar er skrá yfir heim- ildir og tilvitnanir. skrá yfir nöfn blaða og timarita og rnanna- nafnaskrá,.en tvær siöastnefndu skrárnar samdi Sveinn Sigurðs- son. Hin bókin, sem Almenna bóka- félagið gefur út, „Séð og lifað” var fyrst gefin út 1936 af bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, en um langan tima hefur bókin verið ófáanleg. Um þessa nýju út- gáfu sá Tómas Guðmundsson skáld, og breytti hann efni hennar smávægilega og lagaði stafsetn- ingu að nútima hætti. i eftirmála bókarinnar, sem Tómas ritar segir liann m.a.: „lim þessar mundir cru liðin þrjátiu og sex ár siðan Indriði Einarsson gal' út cndurminn- ingarbók sina, „Séð og lifað." Ekki kann ég nein deili á upplags- sta’rð bókarinnar. en vist er um það, að hún seldist snemma upp og hefur nú um áraluga skeið ver- ið meðal torfengnustu bóka is- lenzkra á þessari öld. /Ktla má, að persónulegar vinsældir höfundar- ins. sein vissulega voru óvenju miklar. Iiafi að upphafi átl þar hlut að máli, en jai'nvel þótt eng- um slikuin bakhjarli liefði verið til að dreifa, mundi bókin vafa- laust hafa reynzt þess umkomin að sjá l'yrir sér sjálf. Að minnsta kosti er ég ekki einn um þá skoð- un, að „Séð og lifað” sé fyrir margra hluta sakir i fremslu röð þeirra minningabóka. sem is- lendingar hafa látið el'tir sig, og tvimælalaust er hún skemmtileg- ust þeirra allra....” „Séð og lifað” er rúmlega 300 siður i stóru broti. Bókinni fylgir nafnaskrá, sem ekki var i fyrri útgáfunni. Ilún er sett og prentuð og bundin i prentsmiðjunni Eddu, en Torli Jónsson teiknaði kápu. Framsóknarhús vígt i Keflavík 17. nóv. s.l. var vigt félags- heimili Framsóknarmanna i Keflavik og þvi gefið nafnið: FRAMSÓKNARHÚSIÐ Húsið stendur við Austurgötu 26, það tekur 60 manns i sæti og er hið vistlegasta i alla staði. Vandað eldhús er i húsinu, tvð salerni, geymslur og flokksher- bergi með sérinngangi. Húsfyllir var við vigsluna, enda höfðu flestir, sem þangað komu lagt hönd að verki við húsið. Fjöl- margar ræður voru haldnar og margar gjafir bárust. Aðal salurinn verður i fram- tiðinni leigður út til fundar- og veizluhalda og hefur frú Anna Pálsdóttir verið ráðin forstöðu- kona kússins en frú Soffia l>or- kelsdóttir i verzluninni Álfta, Ásbraut 10, simi 1322, mun taka við pönntunum um leigu. Stjórn Framsóknarhússins i Keflavik skipa: Birgir Guðnason, formaður og meðstj. Guðjón Stefánsson og Gunnar Sveinsson. Myndin var tekin er Framsóknarhúsið I Keflavík var vlgt 0k niður í Klp-Reykjavik. i fyrrinótt varð slys við Leir- vogsá. bar ók vörubifreið út af veginum rétt við brúna og lenti á botninum i ánni, einum l'jórum metrum neðar. Okumaður bif- reiðarinnar sat þar fastur i bil- flakinu, þegar að var komið — og tók það lögregluna á annan klukkutima að losa hann með að- stoð logsuðutækja. Litið vatn var i ánni. þegar slysið varð. og telja menn að það hafi orðið bifreiðar- stjóranum til lifs. Hann hlaut opið beinbrot á öðrum t'æti og einhver önnur meiðsli. en ekki var búið að kanna það nánar i gær. Vörubifreiðin. sem hér um ræð- ir. var á ferð með aðra bifreið i eftirdragi. ók hún inn á nýju brúna, sem þarna er, en ekki er búið að taka i notkun. Við brúar- endann lenti bifreiðin á tankkerru og við það missti ökumaður henn- ar vald á henni. l>aut hún út á brúna. ylir skjólborðin sem þar eru og handriðið og einnig yfir bakkann á gljúfrinu og lenti svo á botninum i ánni. Af hinni bifreiðinni er það að segja. að þegar ökumaður hennar Leirvogsá sá hvað verða vildi, hemlaði hann svo snögglega, að kaðallinn, sem batt bilana saman, slitnaði, og varð hann þvi eftir upp á brúnni. Ef kaðallinn hefði ekki slitnað, er ekki gott að segja, hvað þarna hefði gerzt. Grunur lék á að ökumaður fyrri biíreiðarinnar hefði verið undir áhrifum áfengis, og viðurkenndi hann, að hafa fengiðsér smávegis af álengum bjór. HR0SS í SVELTI í HLfÐARFJALLI SB-Reykjavik Haglaust er nú löngu orðið lyrir hross i nágrenni Akureyrar og hefur fjallskilastjórinn gengið eftir þvi við hrossaeigendur á Akureyri, að þeir taki hross sin á gjöf'. Fyrir skömmu fundust fjög- ur tryppi i Hliðarfjalli, skammt frá Skiðahótelinu og voru þau i sjálfheldu og svelti, þvi að þau voru farin að eta faxið hvert al' öðru. Kmi lást tvær af átta úrvals bókum Félagsmálastofnunarinnar Lýúræðisleg lelagsstörf eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing, er grundvallarrit um félags- og fundarstarfsémi lýðræðisskipulagsins. F'alleg bók i góðu bandi, 304 blaðsiður, rituð af skarpskyggni, þekkingu og fjöri fyrir alla þá, sem áhuga hafa á virkri þátttöku i félagsmálum. Kfniö, andimi og eilifðarmálin eftir 8 þjóðkunna höfunda, er ein athyglisverðasta bókin. Fjallar á fróðlegan, djarlan og forvitnilegan hátt um dýpri gátur tilverunnar i Ijósi nútima þekkingar. Sigildar jólagjafir fyrir yngri sem eldri. Kynnið ykkur verð og gæði — Fást hjá bóksölum og beint frá útgef- anda. Mir FELAGSMALASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624 Pöntunarseðill Sendi hér með kr. fyrir eftirtaldar bækur, sem óskast póstlagðar strax: O Lýðræðisleg félagsstörf, innbundinn, kr. 500,00 O Efnið, andinn og cilifðarmálin, heft, kr. 200.00 Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofumann nú þegar. Oliulelagið hf., Klapparstig 25-27, simi 24380. rcrntzanrxx r. Menntamálaráðuneytið, 23. nóvember 1972. Styrkur til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í Bretlandi Brezka sendiráðið i Reykjavik hefur tjáð islenzkum stjórnvöldum, að The British Council bjóði fram styrk handa Islendingi til náms eða rannsóknastarfa við há- skóla eða aðra visindastofnun i Bretlandi háskólaárið 1973-74.Gert er ráð fyrir, að styrkurinn nægi fyrir far- gjöldum til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fæði og húsnæði, auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og að öðru jöfnu vera á aldrinum 25-30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 8. janúar 1973. — Tilskilin umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum um nauðsynleg fylgigögn, má fá i ráðu- neytinu og einnig i brezka sendiráðinu, Laufásvegi 49.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.